Tíminn - 30.01.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.01.1972, Blaðsíða 1
V y Ávarp frá Ólafi Jóhannessyni, formánni blaðstjórnar Tímans w r i # TIMINN I NYJUM BUNINGI FALLEGRA OG BETRA BLAÐ Þau þáttaskil hafa oröið ! sögu Timans, að tekin hefur verið upp ný prenttækni, offsettprentun, við prentun hans. Þessi nýja prenttækni við blaðaprentun á islandi hefur valdið þvi, að á Timanum hefur orðið mikil útlits- breyting, enda gefur offsettprentunin mikla möguleika tii fjölbreytni i uppsetningu, umbroti og notkun myndaefnis. Prentun á lesmáli og myndum verður lika verulega mikið betri, lesmál allt læsilegra og myndir skýrari. Með hinni nýju tækni veröur Timanum kleift að bæta þjönustu við lesendur og auglýsendur og bjóða þeim upp á fallegra og betra biað. Verður Timinn framvegis prent- aður i 20 siðum daglega en stærri um helgar og I fleiri litum. Auk þess verða Sunnudagslesbók og isiendinga- þættir;, fylgirit blaðsins, með sama hætti og verið hefur. Það, sem fyrir blaðstjórn tfmans vakir með tækni- og útlitsbreytingunni á blaðinu, er fyrst og fremst að bjóða lesendum upp á aukna þjónustu með þvi að framleiða eftirsóknarvert, uppbyggilegt og ánægjulegt lesefni. Blað stjórnin leggur rika áherzlu á, að hinni nýju tækni og fegurri búningi biaðsins fylgi betra og fjölbreyttara efni, enda er efni blaða grundvöllur, sem þau hljóta fyrst og fremst að byggja á, þótt uppsetning, umbrot og fjöl breytni við notkun mynda bæti mjög útlit þeirra. Þess vegna verður áfram fylgt þeirri meginstefnu blaðsins að prenta i auknum mæli, 1) áreiðanlegar og vel skrifaðar innlendar og erlendar fréttir; 2) fréttaskýringar og fjölbreyttar fróðleiksgreinar um þau svið mannlifsins, sem efst eru á baugi á hverjum tima; 3) markvissar, vekjandi og fræðandi greinar um stjórn- mál; 4) frásagnir af mönnum og málefnum og Iéttara efni I máli og myndum til fróðleiks og skemmtunar fyrir lesendur á öllum aldri; 5) aösent efni á opnum vettvangi til skoöanaskipta I lýðræðislegum anda. Gefur hin nýja tækni Timanum stórum bætta aðstöðu til þess að ná þessum markmiðum blaösins. Blaðstjórn Timans væntir þess fastlega, að hin nýja tækni, sem hóf innreið sina i islenzkan blaðaheim með prentun islendingaþátta Timans sunnudaginn 23. janúar, muni stórbæta blaðið bæði að efni og útliti. Hún treystir þvi, að blaðið veröi enn eftirsóttara en áður og að hinum tæknilegu umbótum muni fyigja stóraukin útbreiðsla Timans. Til þess þarf þó að kynna blaðið enn betur. Þess vegna riður nú á þvi, að iesendur blaðsins og Fram- sóknarmenn um land allt stuðli að aukinni útbreiðslu Timans með þvi að sýna kunningjum sinum og ná- grönnum blaðið og hvetji þá til þess að gerast fastir kaupendur þessa myndarlega og fjölbreytta blaðs. Mér þykir ástæða til þess að láta I ljós sérstaka ánægju yfir þvi, að hin nýja tækni er árangur af samstarfi fjögurra dagblaða viö stofnun og rekstur ..Blaöaprents h.f.”. An slikrar samvinnu hefði breytingin ekki átt sér staö, þar sem að ekkert eitt hinna fjögurra dagblaða hefði haft bolmagn til þess aðstanda undir þeirri miklu fjárfestingu, sem til þess þurfti að innleiöa hina nýju tækni. Margar hendur vinna létt verk, segjum við samvinnu- menn. Sameiginlega tókst blöðunum hins vegar að inn- leiða hina nýju tækni og er það út af fyrir sig ánægjulegt fyrir okkur Framsóknarmenn, að sjá I þessu verki fram- kvæmd á þeirri stefnu samvinnu og hagkvæmni, sem við Framsóknarmenn og blaö okkar, Timinn, ’höfum jafnan boðað i þjóðfélagsmálum. Aö lokum vil ég, fyrir hönd blaðstjórnar Timans, þakka öllum starfsmönnum blaðsins og prenturum fyrir vel unnin störf i sambandi við tæknibreytinguna og læt i Ijós þá ósk og von, að ánægður lesendahópur blaðsins stór- aukist i náinni framtið. Við lesendur, ritstjórn, blaðamenn og prentara vil ég scgja: Til hamingju meö fallegra og betra blað. Olafur Jóhannesson Snjórinn horfinn á einni stormanótt SB-Reykjavík Arnkell Einarsson hjá vegagerð rikisins sagði okkur frá skriðufjöllum og snjóflóöum. Skriða féll I Þyrilshlið I Hvalfirði, en vegurinn opnaðist aftur fyrir hádegið. Þá féllu smáskriður á vegina undir ölafsvikurenni og Búlandshöfða á Snæfellsnesi. Skógarstrandarveg tók alveg i sundur um Ós, vestan við Hey- dalsvegamót og er hann alveg ófær. f Borgarfirði flæðir Grimsá yfir veginn við Hest og i Lundar- reykjadal. Vegir eru mjög við- kvæmir og er hætt við að þeir skerist bráðlega, ef ekki þornar. Vegir á Héraði eru sæmilega færir, en fjallvegir austanlands SB—Reykjavik Rafmagnstaust varð á öllu Rcykjavikursvæðinu, Suðurnesj- uin og sveitum austanfjalls að- faranótt laugardagsins. Yfir- sláttur á Búrfellslinunni vegna óveðursins olli rafmagnsleysinu. Fyrst fór rafmagn af Suður- allir ófærir. Snjóflóð féll yfir veginn i Fáskrúðsfirði aðfaranótt laugardags og tók i leiöinni sund- ur rafmagnslinu, en búizt er við, aö viögerö ljúki i dag. Hjá Páli Bergþórssyni á veður- stofunni fengum við þær upp- lýsingar, aö suðlæg átt yrði á næstunni og ekki von á snjókomu. 1 fyrrakvöld og um nóttina var allslæmt veður I Reykjavik, vindur fór upp i 10 stig og úrkoma i borginni var 18 mm., en inn við Hólm komst hún upp i 30 mm. Páll sagði, að ef frost hefði verið i jörðu, myndi vafalaust hafa flætt mikið. en nú hefði bleytan átt greiða leið beint niður i jörðina. Gifurlegt vatnsveður var i Reykjavik aðfaranótt laugar- nesjum, upp úr kl. 1, en i Rvik slokknaði kl. 1.34 og fengu fyrstu hverfin ljós aftur eftir 20 minútur, en 10 minútum siðar var öll Revkiavik UDDliómuð á nv. Eitthvað lengri tima tók að koma ljðsunum til Suðurnesja.og þurftu ibúar þar að sitja i myrkrinu i klukkustund eða svo. dagsins og á sumum gatnamótum var eins og hafsjór yfir að lita. Eitthvaö mun hafa veriö um það, aö menn óku óvarlega I tjarnirn- ar. og vólarnir stöðvuðust. Vitað er til þess að vatn fór inn i hús á tveim stöðum. Var það i Blesugróf, og við Bugðulæk, en þar kom vatn uþþ um niðurföll. Ekki er vitaö til þess að stórkost- legar skemmdir hafi oröið á hús- um, vegna vatnsflóösins. Hafnarstjórinn i Þorlákshöfn sagði, að þar hefði verið mikið vatnsveður og ein 10 vindstig. Ekkert mun þó hafa orðið að i Þorlákshöfn i veðrinu. Þar er nú alauð jörð og tók allan snjó upþ mjög fljótt. A Vestfjörðum urðu miklar truflanir á umferö. Miklar skriður féllu i Óshlið sömu nóttjOg einnig á milli Hnifsdals og lsa- fjarðar, en heldur minni að vöxt- um. A Siglufjarðarvegi hefur verið rutt mikið undanfarið og er veg- urinn orðinn fær. Talið er, að ein 10 snjóflóð hafi fallið nýlega á veginn milli Almenningsnafar og Strákaganga. Mokstur á ólafs- fjarðarmúla hófst á laugardags- morgun, en þar er ekki mjög mikill snjór. Fært er frá Akureyri um Dalsmynni, en Vaðlaheiði er ófær. ENN FÓR RAFMAGNIÐ Ólafur Jóhanuesson, forsætisráðherra virðir fyrir sér fyrsta blaðiö sem prentað var i offsett. Timamynd Gunnar. Verkakonur í víngörðum franskra bænda — sjá opnu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.