Tíminn - 30.01.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.01.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN SUNNUDAGUK 30. janúar 1972 Menn og málefni Hrakningasaga lána mála iðnaðarins Rekstra rf já rskortu r Slippstöðvarinnar Hinn 24. september s.l. fól fjármálaráðherra fimm manna nefnd að kanna rckstrarvanda- mál Slippstöðvarinnar á Akur- eyri. í nefndinni áttu sæti Árni Halldórsson, hrl., Árni Vilhjálms son, prófessor, Guðmundur Skaptason löggiltur endurskoð- andi, Ingólfur Árnason, rafveitu stjóri og Jón Sigurðsson ráðu- neytisstjóri. Neíndin skilaði ítarlegu áliti, og segir þar m.a. um rekstrarfjárskort fyrirtækis- ins: „Langvarandi og þrúgandi fjárskortur hefur valdið mikilli óhagkvæmni í rekstri og haft slæm áhrif á starfsmenn. Verk- færi hcfur ekki verið unnt að kaupa eða endurnýja, efni hefur vantað, þegar þess þurfti til að halda vcrki áfram með eðlileg- um hætti, og þá cinatt vegna þess, að ekki var fé til að leysa efnið út. Ekki hefur verið lagt i lagfæringar með sameiningu lagera og vélsmiðja af sömu ástæðum, þótt vcruleg hag- kvæmni sé auglj'ós. Nefndin telur vafalaust, að bein og óbein áhrif þessara at- riða á rekstrarafkomu fyrir- tækisins séu mjög mikil, þótt enginn vcgur sé að áætla hversu stóran hlut þau eigi f vanda fyrirtækisins.“ Ekkert einsdæmi Rekstrarfjárskorturinn, sem Slippstöðin á Akureyri hefur orðið að búa við, cr því miður ekkert einsdæmi. Fjölmörg iðn- fyrirtæki á íslandi hafa svipaða sögu að segja. Meiri og minni truflanir hafa orðið í rekstri þcirra, því að efni hefur vantað sökum fjárskorts. Fé, sem átti að fara til vélakaupa og hagræð- ingar, hefur þurft að nota sem rekstrareyri. Segja má að þetta hafi ekki komið að eins mikilli sök meðan iðnaðurinn þróaðist í skjóli innflutningshafta, en eft- ir að þau voru fclld niður í byrj un siðasta áratugs, varð rekstrar fjárvandinn cnn þungbærari, þar sem oft hefur þurft að keppa við erlend fyrirtæki. er gátu veitt langa greiðslufresti. Enn jókst svo þessi vandi við EFTA-aðildina, sem dró mjög úr tollverndinni. Síðast en ekki sízt hefur svo verðbólgan, sem m.a. hefur gert eldri varasjóði verðlitla, aukið rckstrarlánsþörf ina á margan hátt. Olnbogabarn Þótt flestir viðurkenni í orði, að iðnaðurinn sé orðinn þriðji undirstöðuatvinnuvegur þjóðar- innar við hlið landbúnaðar og sjávarútvegs, hefur mikið skort á, að þetta hafi fengizt viður- kennt í verki, þegar um rekstrar lin til atvinnuveganna cr að neða. Þar hefur iðnaðurinn ver- ÍM ataboga! arnið og er það cnn. Rinknm gi) ir þetfa f sambandi við hin svokölluðu afurðalán, sem sjávarútvegur og landbún- aður hafa notið um langt skcið, en iðnaðurinn enn ekki fengið að neinu ráði. Það myndi mjög ráða bót á rekstrarfjárvanda hans, ef hann nyti jafnréttis við hina höfuðatvinnuvegina að þessu leyti. Síðastl. 14 ár hefur verið haldið uppi baráttu fyrir þvf á Alþingi, að iðnaðinum væri tryggt jafnrétti að þessu leyti. Rétt þykir að rekja sögu þeirrar baráttu, en hún gæti vel kall- azt hrakningasaga lánamála iðn- aðarins. Tillaga Sveins Segja má, að það sé Sveinn Guðmundsson. fyrrv, alþingis- maður sem sé upphafsmaður þessarar baráttu á Alþingi. f maímánuði 1958 flutti Sveinn, sem átti þá sæti á Alþingi sem varaþingmaður, svohljóðandi til lögu til þingsályktunar um end- urkaup Seðlabankans á fram- leiðslu- og hráefnavíxlum iðnað arins: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að hlutast til um, að Seðlabankinn endurkaupi fram- leiðslu- og hráefnavíxla iðnaðar fyrirtækja eftir ákveðnum regl- um, er settar verði með svip- uðu sniði og reglur þær, er nú gilda um endurkaup framleiðslu víxla sjávarútvegs og landbún- aðar.“ Allsherjarnefnd sameinaðs þings fékk tillöguna til athug- unar og lagði einróma til, að hún yrði samþykkt svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að vinna að því, að iðnaðurinn fái aukið rekstrar- fé með því, að Seðlabankinn endurkaupi framleiðslu- og hrá- cfnavíxla iðnfyrirtækja.“ Tillaga þessi var afgreidd ein róma frá Alþingi 3. júní 1958. Seinvirk nefnd Þegar þetta gerðist, sat vinstri st.iórn að völdum, og hóf hún undirbúning að framkvæmd til- lögunnar. Honum var ekki lokið þegar stjórnin fór frá í desem- ber 1958, og hófst þá stjórnar- tímabil S.iálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. f marzmánuði 1960 hafði enn ekkert verið gert til að framfylgja tillögunni. Undirritaður taldi, að málið mætti þá ekki liggja kyrrt leng- ur, og flutti í sameinuðu þingi, óbreytta áðurgreinda tillögu Svcins Guðmundsonar Þing- menn stjórnarflokkanna sam- þykktu að vísa tillögunni frá og var það gert mcð þeim rökstuðn ingi. að sérstök nefnd hefði mál- ið til athugunar. Ég flutti svo tillöguna aftur á haustþinginu 1960 og dagaði hún þá uppi. Enn flutti ég tillöguna á haust- þinginu 1961 og dagaði hún þá enn uppi. f umræðum um til- löguna, upplýsti Jóhann Haf- stein, sem þá var iðnaðarmála- ráðherra, að áðurgreind nefnd væri enn að athuga málið. í fjórða sinn flutti ég svo tillög- una á þinginu 1962 og fékkst hún þá ekki tekin til umræðu. Fvrirheit Gvlfa Mér fannst samt ekki rétt að gefast upp og flutti tillöguna bví í fimmta sinn á binginu 1963. Tillagan fékkst tekin til umræðu 31. janúar 1964 og varð nú bankamálaráðherrann, Gylfi Þ. Gíslason, fvrir svörum. Hann upplýsti, að nú fyrst hefði áðurgreind nefnd lokið störf- um. Samkvæmt frásögn ráð- herrans varð það niðurstaða nefndarinnar, að Seðlabankinn gæti ekki endurkeypt iðnaðar- víxla, nema aukið væri bundið snarifé f bankanum. Þess vegna hefði ríkisstjórnin lagt fyrir þingið frumv. um aukna spari- fjárbindingu í bankanum. Um þetta fórust Gylfa Þ. Gíslasyni orð á þessa leið: „Þess vegna er það einmitt, sem núv. ríkisstjórn hefur flutt um það frv. sem liggur fyrir þessu þingi, að ráðstöfunarfé Seðlabankans skuli aukið þann- ig, að heimild Seðlabankans til þess að binda liluta af innstæðu aukningu í bönkum og lánsfjár- stofnunum, skuli aukin frá þvi sem verið hefur. Það er yfir- lýstur tilgangur með þessari ráðstöfun m.a., að þá skuli Seðla bankinn hefja endurkaup á fram lciðslu- og afurðavíxlum iðnað- arins" (Alþt. 1963, D-607). Hér gaf Gylfi Þ. Gíslason iðn aðinum vissulega fagurt fyrir- heit og hugðu nú margir iðn- rekendur, að lánavandkvæði þeirra væru leyst. Efndir dragast Stjórnarfrumvarpið um aukna innstæðubindingu í Seðlabank- ann, var samþykkt og innstæðu bindingin aukin samkvæmt því strax á eftir. Þegar Alþingi kom saman nokkrum mánuðum síð- ar eða í október 1964, hafði ekk ert verið aðhafzt til að fullnægja því fyrirheiti, að Seðlabankinn byrjaði kaup á framleiðslu- og hráefnavíxlum iðnaðarins í kjöl far hinnar auknu innstæðubind- ingar. Ég flutti því i sjötta sinn tillögu Sveins Guðmundssonar, ásamt þeim Ingvari Gíslasyni og Halldóri E. Sigurðssyni. Tillagan dagaði uppi, og þegar Alþingi kom saman haustið 1965, var enn ekki farið að framkvæma fyrirheitið um endurkaup Seðla bankans á framleiðslu- og hrá- efnavíxlum iðnaðarins. Við þre menningarnir fluttum því til- lögu Sveins í sjöunda sinn. í umræðum, sem urðu um hana í nóvember 1965, upplýsti Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðherra, að Seðlabankinn hefði mótað vissar reglur um, hvernig slík- um endurkaupum yrði hagað, en enn hefði reglugerð ekki ver- ið gefin út um þær. Samkvæmt þeim væru fyrirhugað, að endur kaupin næðu aðeins til fyrir- tækja, sem ekki nytu tollvernd- ar. Rétt er að geta þess, að Sveinn Guðmundsson tók þátt I þessum umræðum og átaldi það harðlega, að reglugerð um endurkaupin hefðu enn ekki verið gefin út. Loforð svikið Þegar Alþingi kom saman haustið 1966, hafði reglugerðin vcrið nýlega gefin út, en ákvæði hennar voru svo þröng, að end- urkaupin náðu raunverulega ekki nema til örlítils hluta iðn- fyrirtækja. Hún mátti því nán- ast heita gagnslaus. Við þre- menningarnir töldum því rétt að flytja tillögu Sveins Guð- mundssonar í áttunda sinn. — Stjórnarliðið lét hana daga uppi eins og áður. Segja má, að við þetta hafi setið fram á þennan dag. Lögin, sem „viðreisnarstjórnin“ setti snemma á árinu 1964 um aukna innstæðubindingu í Seðlabankan um, til þess að auðvelda hon- um endurkaup á framleiðslu- og hráefnavíxlum iðnaðarins, eru enn í fullu gildi. En ekki nema örlítið brot af þvi fé, sem hef- ur verið bundið samkvæmt þess- um lögum, hefur farið til að end- urkaupa víxla af iðnaðinum. Svo fullkomlega hefur þetta fyrirheit, sem iðnaðinum var gefið veturinn 1964, verið svikið. Ekki hefur heldur verið reynt að bæta úr rekstrarfjárskorti iðnaðarfyrirtækja á annan hátt. þess vegna lét form. Félags ísl. iðnrekenda svo ummælt eftir að Alþingi hafði samþykkt inngöng una í EFTA, að rekstrarfjár- skorturinn væri mesta vanda- mál iðnaðarins. Tillaga atvinnumála- nefndar Eftir að vera búinn að endur- flytja tillögu Sveins Guðmunds sonar átta sinnum, taldi ég von- laust að halda því áfram, enda var komin til sögunnar ný hug- mynd, sem gekk að vfsu mun skemmra. Haustið 1968 setti Reykjavíkurborg á laggirnar sér staka atvinnumálanefnd, þar sem atvinnuleysi var þá verulegt í borginni. Nefndin kynnti sér m.a. rekstrarfjárvandamál iðnað arins. Niðurstaða hennar var sú, að það væri mikilsvert fyrir atvinnuöryggið, að iðnaðarfyrir- tæki asttu kost á vissum lágmarks rekstrarlánum. Samkvæmt þvf lagði nefndin til að settar yrðu eftirgreindar lágmarksreglur um rekstrarlán til iðnfyrir- tækja: a) Fyrirtækin fái víxlasöluheim fld (vfxilkvóta) til sölu á allt að 90 daga löngum víxl- um, er nemi allt að þriggja mánaða framleiðslu þeirra. b) Auk þess fái fyrirtækin yfir- dráttarheimild á reiknings- lánum (hlaupareikningsyfir- drátt), er svari til þriggja mánaða kaupgreiðslu viðkom andi fyrirtækis. Að því er varðar báða ofan- greinda liði, skal miðað við meðalframleiðslu og meðaltals- kaupgreiðslur s.l. tvö ár. Ný tilraun Þar sem tillaga Sveins Guð- mundssonar átti auðsjáanlega ekki neitt teljandi fylgi hjá „við- reisnarflokkunum", fannst okk- ur Framsóknarmönnum rétt að prófa það, hvort þeir fengust ekki til að samþykkja framan- greindar tillögur atvinnumála- nefndar Reykjavíkurborgar, þar sem þær gengu skemmra. Eigi að síður voru þær mikil úrbót fyrir iðnaðinn. Við fluttum þvi á síðari hluta þings 1968 tillögu um, að Seðlabankinn veitti við- skiptabönkunum sérstök lán, til þess að gerá þeim kleift að veita iðnaðinum framangreind lág- marksrekstrarlán. í greinargerð tillögunnar var tekið skýrt fram, að við litum á „þessa tillögu sem hreina bráðabirgðalausn og koma þyrfti þessum málum í miklu fullkomnara horf í fram- tíðinni." Þótt fulltrúar allra flokka hefðu átt sæti í atvinnumála- nefnd Reykjavíkurborgar, hlaut þessi tillaga ekki stuðning Sjálf stæðisflokksins og Alþýðuflokks ins. Hún var endurflutt á þing- unum 1969 og 1970, án ár- angurs. Hún hefur enn verið flutt á þessu þingi, og er þess nú að vænta, að betri lausn fáist á þessu máli en á undangengn- um 13 þingum, þar sem andi „viðreisnar“ sveif yfir vötnun- um. Auðveld laun Margt ætti að stuðla að þvf, að iðnaðinum verði nú sýnd- ur meiri skilningur en í tíð „við- reisnarinnar“. Mikil halli er nú á verzlunar- jöfnuðinum við útlönd. Raunhæf asta leiðin til að jafna hann, er að auka útflutninginn og auka iðnað, sem dregur úr innflutn- ingi. Hvort tveggja er jafn mikilsvert. Um skeið trúðu margir á, að allan vanda mætti leysa með eflingu stóriðju. Stærsta blað landsins talaði um ekkert meira en stóriðju. Verðfallið á álinu sýnir, að hæpið er að treysta á stóriðju eina saman. Þótt mikilvægt sé að efla sjáv arútveginn, er verðfallið á lýsi og mjöli ábending um, að hann getur orðið fyrir áföllum og því má ekki treysta einhliða á hann. Ef afkoma þjóðarinnar á að vera örugg og batnandi, þarf hún að byggja á sem flestum stoðum. Fáar stoðir eru mikil- vægari í þeim efnum en fjöl- breyttur iðnaður og þar er engu minna mikilvægur sá iðnaður, sem aflar útflutningstekna, en hinn, sem sparar innflutning. Vissulega glímir iðnaðurinn við fleiri vandamál en rekstrar- fjárskortinn. En rekstrarfjár- skortur er nú eitt mesta vanda- málið og það, sem er einna auð veldast er að leysa, ef farið er eftir þeim tilgangi laganna frá 1964 að nota verulegan hluta af bundna fénu í Seðlabankan- um til endurkaupa á iðnaðar- víxlum. —Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.