Tíminn - 30.01.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.01.1972, Blaðsíða 9
NGORÐ SDA þau gátu staðið ein og sér og ódtudd. Fyrstu helgina okkar á staðnum kom hópur portúgal- skra verkamanna frá Lyon i vinberin,og með þeim kom Jón Pétur. Hann var ungur að árum °g á græna hattinum hans stóð Love og Peace. Svan- dis sagði, að hann væri voða sætur, og ég jánkaði þvi. Við tindum vinber allan daginn i stórar fötur og fólkið söng Alúettu og ýmsar drykkjuvisur. Jón Pétur sagðist hafa átt heima i Túnis, þegar hann var yngri, úti við sjóinn, og fullt af léttklæddum stelpuskottum á ströndinni. Svo fór hann á sunnudagskvöldið, eftir að hafa kysst okkur Svandisi þrisvar hvora á islenzka vanga. Siðan hefur ekki til hans spurzt. Við Svandis sváfum i sama herbergi. Það var pinulitið, en tunglið sást út um gluggann á þvi stundum um hálfáttaleytið á kvöldin og bar við sætabrauðs- húsið eins og við kölluðum það úti i skógi og annað skipti ekki máli. Ég sagði öllum á bænum að Svandis hryti svo mikið um nætur, að ég gæti ekkert sofið. Við Jón Pál sagði ég, að Máris fjallabúi héldi til i herberginu eftir að skyggja tæki, en tók fram, að ég nyti ekki góðs af. Svo við vikjum að öðrum mönnum, sakar ekki að geta þess, að ungi bóndinn á bænum heitir Andrés og á sæta konu og sæt dúkkulisubörn, sem syngja Au clair de la lune, þegar vel liggur á þeim. Stundum potaði Andrés i bakið á manni og sagði: ,,Mal au dos,” sem þýðir ekki vont ódó, heldur illt i bakinu. Ekki má gleyma Italanum. Hann sagðist heita Virginio og kallaði mig Stegnju. Einn daginn ætlaði hann að kenna mér að syngja heilt lag, en komst aldrei lengra en tvær fyrstu linurnar, af þvi að hann brjálaðist skyndilega, fór að hrópa og kalla og formælti yfir- boðurum sinum froðufellandi. Hann var rekinn. ' Samstarfsfélagi okkar Jón Páfl hélt sönsum, enda sér- hlifinn i meira lagi. Reyndar var hann ekki til stórræðanna, pinulitill og agalega mjór. Verkstjórarnir kölluðu hann öllum illum nöfnum og gerðu grin að honum og Jón Páll ^★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★.^ Steinunn Sigurðardóttir: Par sem I v ínberin «■ + «■ | vaxa «- * «■ svaraði fyrir sig með nöpru háði. Til dæmis sagði hann: „Þegar veðrið er ekki vont, þá er það gott. Þegar veðrið er ekki gott þá er það vont.” Við drógum þá ályktun, að hann væri að semja ádeilu um aðalumræðuefni sveitavargsins. Sjálfsagt var hann lika að þvi. Timinn leið en beið ekki og brátt færu Páll og Þorgeir heim i norðrið. Ég tók til minna ráða og ákvað að hitta glataða soninn, áður en hann sneri til föðurhúsanna með sitt hár og svartar hendur. Við báðum leyfis frá störfum i einn dag og það var veitt, en ekki með gleði- ópum. Við stöllur vorum nefni- lega i betra lagi liðtækar við vinberin, en i þeirri starfsgrein hefur margur brostið. Það var um kvöld- matarleytið, að við komum á áfangastað, og seint mun gleymast sú sjón, sem fyrir* augu okkar bar, er við litum inn i borðsalinn. Pál bróður alls- nakinn niður að mitti við að matast eins og hraustum Is- lendingi sæmir. Hann var ekki beinlinis vel séður á staðnum. Einkum leizt frómri kennslu- konu frá Nýja Sjálandi ekki á blikuna og þaðan af siður eigin- manni hennar. Þau sváfu i litlu rúgbrauði á hlaðinu, þegar þau voru ekki að tina vinber, en að er önnur saga. Við Svandis vorum að sjálf- sögðu með hina ómissandi svefnpoka okkar og fengum leyfi húsráðenda til þess að sofa i matarskálanum með þvi skil- yrði, að 'við læstum að okkur, sr nótt færðist yfir, þar sem á oænum vann fjöldi vaskrasveina af ýmsum þjóðernum. Okkur var afhentur lykill við hátiðlega ithöfn.og við verðum þessum ranska bónda ætið þakklátar 'yrir þátt hans i að vernda aannig Islenzkan hreinleika, en jinsogallir vita,semreynt hafa, ;r holdið að sönnu reiðubúið en mdinn er veikur. Við ákváðum að hjálpa til neð vinberin á bænum þeim íæsta dag, þrátt fyrir óstöðv- mdi bakverk, enda yrði það nitt einasta tækifæri til þess að æða við hjartkæran bróður, iður en hann héldi heim. I leið- nni tókst mér að sýna enn betur ram á frábæra hæfileika mina dð vinberjatinslu og kemur það ;ér vel að vita, að þótt islenzk ntelligensia snúi viö manni >akinu, á maður alltaf visan tarfa sem topplaunuð vin- >erjakona i Beaujolais. Það 'eitir öryggi i lifi manns á lessum siðustu og verstu imum. Svo ég drepi stuttlega á •innufélaga bróðurins, sem ég lóst i hópinn með þennan dag, >á detta mér fyrst i hug dönsk æmdarhjón, hrútleiðinleg eins g þau eiga kyn til. Frúin læddist baðfötum af skornum kammti og hélt blygðunarlaust ramhjá manni sinum með öðvastæltum Araba. Palli agði, að hún væri greinilega 11 i pornóinu. Ég neitaði að ;ggja dóm á það. Bóndinn, sem þeir frændur unnu hjá, var rustamenni hið mesta, grimmur og blóðþyttur, stóð hann yfir þrælum sinum með skeiðklukku og þvingaði rauðvini upp i þá, er þeir voru að þrotum komnir. Hjá okkur Svandisi var þetta svipað, nema hvað enn meira var unnið. Það voru sko engar pásur á bænum þeim, bara unnið i striklotu, klukkustundum saman. Frænd- urnir voru heppnari. Þeir fengu pásur á eftir hverri röð. Þeir voru lika ófáir, sem heltust úr lestinni á okkar bæ. Ég hef þegar sagt frá Italanum, sem brjálaðist. Tveir aðrir fil- efldir karlmenn hurfu frá störfum vegna ofþrælkunar, aðrir urðu veikir og eru sjálf- sagt dánir núna. En okkur Islendinga fékk ekkert bugað. Jafnvel hinum harðskeyttu þrælapiskurum var nóg boðið, þegar undirrituð lagðist endilöng i drulluna i grenjandi rigningu vegna óstjórnlegra blóðnasa og harö neitaði að fara heim og leggja sig. Er undirrituð hafði legið á jörðinni lengi lengi, orðin gegn- blaut, ákvað pólskur verka- maður, fyrrverandi striðsfangi nasista i fimm ár, að breiða yfir hana strigapoka — og fátt betra hefur henni veriö gert — og fá viðurkenningarorð þótt sætari en þegar hún heyrði einn þræla- piskarann segja við annan : ,,Sú er hörð af sér.” Þetta var útúrdúr. Við kvödd- um þá frændur meö söng og sárum trega og héldum niður- lútar heim á leið. Þegar við komum á bæinn okkar var uppskerunni þar lokið. Daginn eftir keyrði amma gamla okkur á brautarstöðina i litlu sltrónunni sinni og við notuðum siöasta tækifærið til þess að virða héraðið fallega, Beaujolais, fyrir okkur, og urðum að taka á honum stóra okkar til þess að fara ekki að skæla, þegar við kvöddum. Við vorum leystar út með góðum óskum, rauðvini, og svo frönsk- um peningum, sem nú eru búnir. Nú biðum við þess tima, er Beaujolais rauðvinið, árgangur nitjánhundruðcisjötiuog^eitt, kemur á markaðinn og setjumst þá að sumbli eitthvert kvöldið og minnumst liðins tima. Og vinið, sem við drekkum þetta kvöld, verður eflaust gott á bragðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.