Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 16
FRÉTTABLAÐIÐ blAi risinn Heimsins stærsti safír, sem kallast Blái risi austursins, verður boðinn upp í Christie's uppboðshúsinu síðar í mánuðinum. Safír- inn er 486,52 karöt og er talið að hann seljist fyrir allt að milljarð króna. ÁTVR Þykir það ríkisfyrirtæki sem hvað mest er til fyrirmyndar. Fiskistofa og ÁTVR: Rikisfyrir- tæki til fyrir- myndar verðlaun Sautján ríkisstofnanir tóku þátt í keppni sem farið hefur fram árlega síðan 1996 um hvaða stofnanir hafi skýrasta stefnu- mótun, framtíðarsýn og markmiðs- setningu. Komust fimm í úrslit en tvær stofnanir fengu viðurkenning- arskjöl sem ríkisstofnun til fyrir- myndar. Annars vegar Fiskistofa og hins vegar Áfengis og tóbaks- verslun ríkisins. Hafði ÁTVR betur á endasprettinum og hlaut verð- launagrip fyrir vikið. ■ 5,3 milljónir króna í sekt: Braut gegn skattalögum d6msmál Maður á sextugsaldri var í dæmdur, í Héraðsdómi Reykjaness, í 45 daga skilorðs- bundið fangelsi, fyrir að hafa ekki staðið í skilum á opinberum gjöld- um starfsmanna, samtals um 1,7 milljón króna, þegar hann var framkvæmdastjóri fyrirtækis. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða 5,3 milljónir í sekt. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins kemur þriggja mánaða fangelsi hennar í stað. ■ 16 Offveiðar að gera út af við þorskinn á heimsvísu: Uppurinn eftir flmmtán ár sjávarútvegur Hætta er á að allur þorskur í heimshöfunum verði uppurinn árið 2020 ef fram heldur sem horfir að mati alþjóða- samtakanna World Wildlife Fund. Segja þeir þorskaflann á heims- vísu fara hraðminnkandi vegna offveiða, ólöglegra veiða og olíu- borana víðs vegar. Benda þeir á, máli sínu til stuðnings, að heildar- þorskafli árið 1970 hafi verið 3,1 tonn en var komin niður í 950 þúsund tonn árið 2000. Hafa veið- ar Bandaríkja- og Kanadamanna minnkað á þessu tímabili um heil 90 prósent og 65 prósent á sama tímabili í Evrópu. Hafa þeir mest- ar áhyggjur af auknum þorskveið- um í Barentshafi en þar er talið að síðasti stærsti þorskstofninn á heimsvísu hafist við. Helmingur af öllum þorskafla sem að landi kemur er veiddur þar og að auki er talið að ólöglegar veiðar séu þar stundaðar í miklum mæli. Hafa Rússar uppi hugmyndir um aukna skipagengd olíuskipa um Barentshafið í framtíðinni sem gæti enn frekar haft slæm áhrif á þorskstofninn þar. ■ FISKISKIP Varað er við því að þorskafli á heims- vísu fari hratt minnkandi og stofninn gæti verið uppurinn eftir fimmtán ár. Risaskref í valddreifingu Nefnd sem skodad hefur hvernig megi efla og einfalda sveitarstjórnar- stigið hefur skilað skýrslu. Lagt er til að verkefni á sviði velferðarkerfis- ins verði flutt frá ríkinu og þjónustan færð nær fólki. Tillögur liggja á borði ríkisstjórnarinnar um hvernig efla megi sveitarstjórnarstigið hér á landi. Félagsmálaráðherra hefur kynnt tillögurnar, sem taka mið af svokölluðu Hornafjarð- ar-módeli, en sem reynslusveitarfélag tók Hornafjörður heilsugæsluna og málefni fatlaðra yfir á sína könnu með góðum árangri. SVEITARSTJÓRNARMÁL Tillögur Um hvernig efla megi sveitarstjórn- arstigið hér á landi liggja nú á borði ríkisstjórnar. Nefnd sem fé- lagsmálaráðherra skipaði til að vinna að þeim hefur nú skilað skýrslu, en unnið var í nánu samráði við fulltrúa sveitar- stjórna, ráðuneytisstjóra og for- stöðumenn stofnana. Félagsmála- ráðherra hefur kynnt ríkisstjórn- inni tillögur um það hvernig færa megi aukin völd og verkefni yfir á sveitarfélögin. „Megintillögurnar ganga út á að auka nærþjónustuna við fólkið og flytja verkefni á sviði velferð- arkerfisins frá ríkinu. Það er verið að stíga risaskref í vald- dreifingu með því að færa ákvarðanatökuna, tekjurnar og ákvarðanir um þjónustustigið yfir til sveitarfélaganna. Með þessu er verið að efla og einfalda sveitar- stjórnarstigið. Sum af verkefnum velferðarþjóðfélagsins eru á veg- um ríkisins, önnur hjá sveitar- félögunum og jafnvel þriðju hjá félagasamtökum. Við teljum best að færa þetta allt á eina hendi og láta tekjurnar fylgja með, „ segir Hjálmar Árnason, þingmaður og einn nefndarmanna. í tillögunum er að finna út- færslu af svokölluðu Horna- fjarðar-módeli, en sem reynslu- sveitarfélag tók Hornarfjörður heilsugæsluna og málefni fatlaðra yfir á sína könnu með góðum árangri. Með þessu er verið að minnka álögur á fyrirtæki og gera allt skilvirkara. Meðal annars er lagt til að verkefni við minni vegi utan þjóðvegar eitt verði í höndum sveitarfélaga, en viðfangsefnin eru mörg. „Þetta varðar málefni fatlaðra, svæðisvinnumiðlunar, heilsu- gæslu og framhaldsskóla. Rætt er um að færa ríkiseftirlit yfir til heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og útvíkka þannig starfsemi þeirra. Hingað til hefur eftirlitið falist í því að senda embættis- menn frá Reykjavík með ærnum tilkostnaði til að skoða fyrirtæki og aðstæður úti á landi. Þetta er seinvirkt og þýðir mikinn kostnað fyrir fyrirtækin," segir Hjálmar. Opinber stjórnsýsla á íslandi skiptist þannig að ríkið hefur um 70% verkefna með höndum og sveitarfélögin um 30%, en þessu er nákvæmlega öfugt farið á hin- um Norðurlöndunum. Nái til- lögurnar fram að ganga verður hlutfall sveitarfélaganna 40%. bryndis@frettabladid.is 13. rnai'2004 FIMMTUDAGUR Erfðabreytt matvæli: EkkLallt sem sýnist kornframleiðsla Vísindamenn telja sig hafa vissu fyrir því að ræktun erfðabreyttra matvæla geti gert meira ógagn en gagn. Rannsóknir hafa sýnt að venjuleg- ar plöntur í nánd við þær erfða- breyttu geta tileinkað sér eigin- leika þeirra erfðabreyttu á stutt- um tíma. Komið hefur í ljós að erfðabreyttar maísplöntur sem framleiða sjálfar eiturefni til varnar gegn skordýrum geta auð- veldlega dreift þessum tilbúna eiginleika og þannig gert skordýr ónæm fyrir eitrinu innan skamms tíma. ■ Umskurður kvenna óleyfilegur á Islandi: 130 milljónir kvenna um- skornar heilbrigðismál Engar upplýsingar eru til um hvort umskurður hafi verið framkvæmdur hérlendis. Talið er að 130 milljónir kvenna og stúlkna hafi verið umskomar í um 30 löndum. Umskurður á stúlkum er algjörlega óheimill hér á landi. Umskurður getur ekki talist til heilbrigðisþjónustu heldur hlýtur hann að falla undir líkamlegt of- beldi og um það gilda viðeigandi lög segir í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Valdimars L. Friðriks- sonar, varaþingmanns Samfylking- arinnar. Þar segir einnig að læknir sem framkvæmi slíka aðgerð geti þurft að sæta viðurlögum sam- kvæmt lækna- og refsilögum. ■ Farmenn semja á svipuð- um nótum og aðrir: Skýrari ákvæði um ráðningu kjaramál Atkvæðagreiðsla um nýjan samning vélstjóra og útgerðarmanna kaupskipa stendur yfir til 3. júní. Þá kemur í ljós hvort farmenn sætta sig við samninga sem viðræðunefndir skrifuðu undir 7. maí. Haim gildir til ársloka 2007. Helstu breytingar frá fyrri samningi eru skýrari ákvæði um ráðningu og ráðningartíma, hækkun á desember- og orlofs- uppbót, hækkun framlags vinnu- veitenda í lífeyrissjóð og fjölgun þeirra landa þar sem veikindi í or- lofi hafa áhrif á orlofstökuna. Almennar launahækkanir, hækkanir á lífeyrisframlögum og samningsforsendur eru þær sömu og í fyrri samningum á vegum Samtaka atvinnulífsins. ■ ®TOYOTA fcetri bílar y.v*~v - p-a Ford Mondeo Trend Skoda Fabia Comfort Fyrst skráður: 08.2001 Fyrst skráður: 05.2001 Ekinn: 35.000 km Ekinn: 42.000 km Vél: 2000cc, sjálfsk. Véí: 1400cc, 5 gíra. Verð: 1.720.000 kr. Verð: 900.000 kr. Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - Strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. Stúdentar safna fyrir LÍN: Vilja að framlög fylgi fjölgun nemenda á háskólastigi lín Stúdentar efndu í gær til tombólu og dósasöfnunar á Austurvelli til að vekja athygli á kröfum sínum um bætt kjör hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna. „Þrátt fyrir mikla fjölgun lánþega er nú dregið úr framlögum til Lánasjóðsins," sagði Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands. Meirihluti stjórnar LÍN hef- ur lagt fram tillögu um að hækka grunnframfærslu um 2,6%. „Það gerir lítið meira en að leiðrétta verðbólguáhrif sem er algjör lágmarkskrafa af okk- ar hálfu,“ sagði Jarþrúður. Einnig er lögð til lækkun á skerðingarhlutfalli um 2% en stúdentar vilja ganga lengra. „Við viljum auka svigrúm námsmanna til að vinna fyrir sér samhliða námi. Við lögðum til að sumartekjur yrðu undan- þegnar frítekjumarkinu. Þá gætu nemendur einbeitt sér að náminu og útskrifast fyrr. Þeir byrja þá fyrr að greiða sín lán sem hlýtur að vera jákvætt fyr- ir alla aðila,“ sagði Jarþrúður. Tillögur meirihlutans verða teknar fyrir á fundi stjórnar LÍN á morgun og að sögn Jarþrúðar er allt útlit fyrir að þær verði samþykktar þrátt fyrir andstöðu fulltrúa stúd- enta. ■ TOMBÓLA TIL STYRKTAR LfN Forystumenn íslenskra stúdenta gagnrýna stjórnvöld fyrir að veita ekki meiri fjármun- um til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þeir stóðu fyrir tombólu og dósasöfnun á Austurvelli í gær til styrktar sjóðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.