Tíminn - 01.02.1972, Page 1

Tíminn - 01.02.1972, Page 1
SAMVINNUBANKINN - Og páfa- gaukarkoma ÞÓ — Reykjavik. Tigrisdýrin, sem hafa dvalift i Sædýrasafninu i Ilafnarfiröi slð- ustu mánuöina, hurfu af landi brott I gærmorgun (mánudag). Að sögn forstööumanna Sædýra- sagnsins hafa dýrin þrifizt vcl i islenzku umhverfi, og hafa stækkaö mjög mikið. Aðsókn aö Sædýrasafninu hefur verið mjög góö þann tima, sem dýrin hafa veriö þar, og siöasta daginn komu 1300 manns og litu á dýrin. Ýmislegter nú á prjónum hjá þeim i Sædýrasafninu, og á næst- unni eiga þeir von á mjög stórum og litskrúðugum páfagaukum, sem nefnast Arapáfagaukar. Eru þeir keyptir i gegnum aðila i Dan- mörku. A árinu 1971 munu rúmlega 100 þús. manns hafa komið í Sædýra- safnið, og er þaö frábær aðsókn, ef miðað er við höfðatöluregluna islenzku. Vinsælustu dýrin eru selirnir, sæljónin og isbirnirnir. Almannavarnir: Birgðageymsbn einangruð OÓ—Reykjavik. Allir akvegir að birgðageymslu Almannavarna i Mosfellssveit lokuftust aöfaranótt laugardags s.l. vegna skemmda af vatns- gangi i hlákunni. Þrfr vegir liggja aó birgoageymsl. og voru þeir jafnófærir síftari hluta dags I gær, mánudag, og á laugardag. Flóöið tók af aöalveginn aö geymslunni rctt við Rcykjahlíð. Þar brauzt vatnselgurinn fram bj& brúnni, og stórt skarö er þar i veginn. Formaður Almannavarna Reyk- javíkur sagði Timanum undir kvöldiö, að Vegagerð ríkisins væri byrjuö á viðgerð, og aö bilar mcð drif á öllum hjólum kæmust auftveldlcga yfir ána meöfram brúnni. Þegar Timamenn voru þarna á ferðinni kl. 3 á mánudag voru skörðin i vegunum enn á sinum stað og engir viðgerðarmenn sjá- anlegir. Fyrir leikmenn liggur ekki i augum uppi hvernig bilar meö drif á öllum hjólum eiga að klifra upp syðri bakka árinnar, sem er á annan metra á hæð og lóðréttur. öryggisvegur liggur frá þjóð- veginum, gegnum garðlönd Reykjavikur og að birgðageymsl- unni. Er sá vegur tviskiptur i sjáifum garðlöndunum og báðar Ieiðirnar lokaðar vegna þess að ræsi hafa fyllzt og vatnið flætt yfir og brotið skörð i vegina. A annari leiðinni er búið að hefla veginn að ræsinu, en þar kemst hvorki veg- hefill eða neitt annað farartæki yfir. t bírgðageymslunni eru geymd rúm, dýnur, teppi, brunadælur og sjúkrabúnaður alls konar. Til þessara hjálpargagna á að vera hægt að gripa ef neyðarástand skapast vegna styrjaldar eða náttúruhamfara. En ekki þarf Frh. á bls. 14. ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■ ■ I Leiðbeiningar [ [ við skattfram- [ í tölin eru í opnu f 5...■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ BSRB-málið á Alþingi í gær: Misskilningur að um lögbrot hafi verið að ræða EB—Reykjavik. i umræðum;er fram fóru utan dagskrár í Sameinuðu Alþingi i gær, um deilu BSRB og ríkisstjórnar- innar, vegna fyrirspurnar frá Gylfa Þ. Gíslasyni um fyrirætlanir rikisstjórnar- innar i málinu, sagði ólaf- ur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, að fullyrðing fór- svarsmanna opinberra starfsmanna um að rikis- stjórnin hefði framið lög- brot með því að taka ekki upp viðræður við opinbera starfsmenn, áður en málið hefði farið til sátta- semjara, væri byggð á al- gjörum misskilningi. — Það er svo, sagði forsætis- ráðherra, að þegar um kjara- samninga er að ræða við opinbera starfsmenn, sem fram fara eftir uppsögn á kjarasamningi, þá getur verið um þrjú stig að tefla. I fyrsta lagi samningaviðræður á milli aðila, i öðru lagi sáttameð- ferð fyrirsáttasemjara og i þriðja lagi málsmeðferð fyrir kjara- dómi. Þetta á við, þegar kjara- samningi hefur verið sagt upp, og þegar verið er að gera nýjan kjarasamning. En kjarasamn- ingur milli opinberra starfs- manna og rikisins hins vegar skal gerður til lengri tima og miðaður við áramót. Þetta er að sjálfsögðu nokkuð langur samningstimi, og þess vegna er sleginn nokkur var- nagli i 7. grein laganna, en þar segir: „Kjarasamningur skal vera skriflegur, gerður til eigi skemmri tima en tveggja ára i senn, og gildistimi hans miðast við áramót. Nú verða almennar og verulegar kaupbreytingar á samningstimabilinu, og má þá kerfjast endurskoðunar kjara- samnings án uppsagnar hans. Náist ekki samkomulag aðila inn- an mánaðar frá kröfugerð, fer um meðferð málsins samkvæmt III. og IV. kafla laga þessara að öðru en þvi, að samningur eða dómur kjaradóms skal gilda frá þeim tima, sem um semst eða kjara- dómur ákveður”. — Það er með öðrum oröum þarna visað i þessari grein til meðferðar eftir III. og IV. kafla laganna, en i III.kafla laganna er um að ræða meðferð fyrir sátta- semjara og i IV. kafla laganna er um að tefla meðferð fyrir kjara- dómi. Misskilningur opinberra starfs- manna stafar hins vegar af þvi, að þeir hafa talið, að 10. gr. þess- ara laga ætti einnig við, þegar krafizt er endurskoðunar á samn- ingi án uppsagnar. En i 10. gr. sem er i II kafla laganna og þess- um sama kafla, sem 7. gr. er i, segir svo: ,,Aðili, er segir upp kjarasamn- ingi, skal samtimis uppsögn senda gagnaðila tillögur sinar i höfuðatriðum um nýja samninga, og skulu samningsvioræour pá upp teknar”. Skilningur fyrirsvarsmanna opinberra starfsmanna mundi vera réttur, ef i 7. gr. hefði staðið i staðinn fyrir þau orð, sem ég sér- staklega undirstrikaði, ,,að öðru leyti skal farið eftir ákvæðum laga þessara”. Þá væri skilningur þeirra réttur. En það er ekki gert i 7. grein., það er ekki vitnað til 10. greinar, eða þess kafla, sem hún er i, heldur til III. og IV kafla. Og þessi greinarmunur er eðlilegur, þessi endurskoð- unarréttur er gagnkvæmur. Það getur hvor sem er, opin- Frh. á bls. 14. Þessa fallegu mynd tók Gunnar ljósmyndari Timans af tígrisdýrun um giðasta daginn, sem þau dvöldust á islandi. Býður íslend notuð föt til ingum kaups og 18. OÓ—Reykjavik. kaupa notuö fot af ameriskum veðlánara og flytja inn og seija hér á landi, verður Timinn að hryggja hann með þvi, að úr þessu getur ekki orðið, þar sem innflutningur á notuðum fötum er hannaöur. Að minnsta kosti yrði viðkomandi að berjast við mörg Ijón áður en liann fengi að flytja fötin inn og sclja. Fyrst við gjaid- eyrisdeildir bankanna, siðan við- skipta m álaráðuney tið, land- b ú n að a r r á ðu n ey t ið, yfir- dýralækni og iandlækni. I sunnudagsblaði Morgun- blaðsins gefur að lita auglýsingu, þar sem bandariskur veðlánari óskar eftir að komast i samband við kaupmann, sem áhuga hefur á að kaupa mikið magn af notuðum karimannafatnaði. Fötin lita vel út, segir i auglýsingunni, og eru fáanleg i öllum stærðum, gerðum og litum. Verðið er sagt lágt. Fyrirtækið, sem býður vöruna Frh. á bls. 14. Boltinn á leið í netið! A annari myndinni sést boltinn á leiöinni i netið hjá Viking I leiknum við Fram á sunnudagskvöldiö. Hin myndin er frá Hátiðasýningu ÍSI á laugardag: Meðal viðstaddra á sýningunni voru forseti tslands, Kristján Eldjárn og frú. Gisli Halldórsson forseti ÍSÍ, Einar Agústsson utanrikisráöherra og Magnús Torfi ólafsson menntamálaráðhcrra. .Lesið allt um iþróttaviðburði helgarinnar á iþróttasiðunum bls. 17

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.