Tíminn - 01.02.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.02.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 1. febrúar 1972 Barnaleg landhelgisskrif Mbl. Engu er likara en Mbl. vilji eftir föngum reyna aö riöla þjóöareiningunni um land- helgismáliö undir þvf yfir- skyni, aö Sjálfstæöisflokkur- inn vilji ganga lengra i út- færslunni en rikisstjórnin. t Reykjavfkurbréfi á sunnudag er Mbl. þannig aö reyna aö gera þvi skóna, aö Bandarikjamenn, Rússar, Bretar, og Vestur-Þjóöverj- ar yröu okkur ekki eins and- snúnir I landhelgismálinu, ef fylgt yröi þeirri tillögu Sjálf- stæöismanna aö miöa út- færsluna viö 400 metra jafn- dýpislinu i staö fjarlægöar frá grunnlinum, en Sjálf- stæöismenn halda þvl fram aö sú útfærsla nái lengra og þannig munum viö helga okkur allt landgrunniö I einum áfanga. Mbl. viröist ekki meta dómgreind almennings mikils, ef þaö heldur aö menn fáist til aö trúa þvl aö Bretar muni hneigja sig og þakka bara fyrir, ef tslend- ingar vildu vera svo vænir aö hafa aöra viömiöun viö út færslu landhelginnar en fyrirhuguð er og nota fremur viömiöun, sem þýddi enn stærri Islenzka fiskveiöilög- sögu en 50 mllna útfærslan felur i sér. Áskiljum okkur allan framtiðarrétt í fyrsta lagi er rétt að benda á, aö engin alþjóöleg skilgreining er enn tii, er markar fullkomlega mörk landgrunns strandrikis. i Genfarsamþykktinni frá 1958 cr talað um 400 metra dýptarlinu, cða út til þess hafdýpis þar scm unnt er að vinna auölindir á hafsbotni. Þessi siöari viömiöun hefur valdið þvi, aöstrandriki gera nú kröfu til auöæfa á hafs botni, sem eru mörg hundruö milum utar en 400 metra jafndýpislina. Viö byggjum fyrirhugaða útfærslu I 50 sjó- milur á landgrunnskenning- unni eins og áöur,og viö mun- um ekki afsala okkur meö þvi neinuin framtíöarrétti um frekari útfærslu eftir al- þjóöiegum skilgreiningum, sem kunna að verða geröar um landgrunnsmörk, og miklar og sterkar llkur bcnda til að muni veröa utar cn 400 metra jafndýpislina. Þess vegna er það beinlinis hættulegt fyrir framtiðar- hagsmuni islendinga, að miöa útfærslu landhelginnar nú við 400 metra dýptarlínu og slá því um leiö föstu á al- þjóðavettvangi, að þar meö hefðum viö endanlega hætt okkar útfærslu og helgaö okkur islenzka landgrunnið, hver sem hagnýtingar- inörkin yrðu, sem ýmsar aðrar þjóöir byggja réttar kröfur sinar til hafsbotnsins á. i öðru lagi er mjög hæpiö fyrir okkur að byggja rétt arreglur á dýptarlinu, vegna þess aö mælingum og rannsóknum á landgrunninu er svo skammt koiniö enn. í þriöja lagi hefur engin þjóð, sem fært hefur land- helgi sina utar en 12 milur, byggt á dýpt heldur fjarlægð, og viö eigum að skipa okkur i flokk ineð þeim og treysta samstööuna, og illt að lenda i dcilum við þær þjóðir um slik efni. Nafnahefð Islendinga Hér kemur bréf frá Kristni Snæland, sem skrifað hefur i Timann svo margar athyglis- verðar greinar frá Svíþjóð undanfarin ár. Hann vill leggja nokkuðtil mála I na.fna- umræðunni, sem nú er efst á baugi, og víkur máli sinu til greinar, sem birtist um málið fyrir nokkru: 1 sumar var drepið nokkuð á nafnahefð Islendinga i Sunnu- dagsblaði Timans, það er að segja þá hefð aö kenna börn við föður, sem er af flestum taliöhið eina rétta i sllku sam- bandi og vitnað til fornrar menningarleifðar. Mér skilst, að vitneskju hafi menn um þennan menningar- arf úr fornum, Islenzku bók- menntum, en vegna reynslu minnar og smávægilegrar rannsóknar vil ég draga I efa visindalegt gildi þeirrar fullyrðingar, að tslendingar hafi ávallt kennt sig við feður sina. Samkvæmt niðurstöðu minni hefur það aöeins verið viö skráningu manna á skjöl eða I neyðartilfellum, að föðurnafn hefur verið notað. t neyðartilfellum var föðurnafn notað, þá er alls ekki fannst annað að kenna manninn við. Ég minntist á smárannsókn áöan, en undanfari hennar var heimsókn, er ég gerði á prestssetur á Suðurlandi. Presturinn tók mér vel, en gat þess þó, að tslendingar hefðu hingað til kennt sig við feður sina. Ég viðurkenndi, að það væri að sumu leyti rétt en bættivið: „Þóaðþú kennir þig við föður þinn, þá gerir það HIN VIÐURKENNDU AC-RAFKERTI FYRIRLIGGJANDI I ALLA BILA Athugið hið hagkvæma verð á AC-RAFKERTUM BILABUÐIN 'Armúla 3- Sími 38900 enginn annar. Þú kallar þig Jón Jónsson, en allir aðrir kalla þig séra Jón á Bæ. Oll fjölskylda þin er lika kennd ivið prestssetrið, en enginn við föður sinn”. Til forna var bændaþjóð- félag á tslandi, og menn höföu ýmis viðurnefni eða voru kenndir við bæi sina. Þess vegna voru aldrei tekin upp bein ættarnöfn. Þau voru til i bæjarheitinu, og er þetta áberandi enn til sveita. í framhaldi af þessu tók ég Konungsannál og las blað- siðurnar 1-74 og greindi notkun nafna þar i tólf flokka á þennan hátt: 1. Nafn með fööurnafni. 2. Nafn með tilvisun á föðurnafn. 3. Nafn meö titli og föðurnafni / 4. Nafn með kenninafni og föðurnafni. 5. Nafn - aðeins fornafn. 6. Nafn með titli. 7. Nafn með kenninafni. 8. Nafn með bæjarnafni. 9. Nafn með titli og kenninafni. 10. Nafn með tilvisun til sonar. 11. Nafn meö móöurnafni. 12. Nafn með föðurnafni, titli og kenninafni. tlr þessari flokkun er hægt að mynda tvo aðalflokka - flokkur með föðurnafni, þ.e. nr. 1-4 og 11-12. - og flokkur án föðurnafns, nr. 5-10. Niðurstaöa þessarar greiningar er sú, að manns er getiö meö föðurnafni i Konungsannál 704 sínnum, en án föðurnafns 1381 sinni. Til frekari fræðslu má geta þess.að flest nöfn komu i 6. flokk, þ.e. nefn með titli. Niðurstöður þessara at hugana tel ég athygli verðar, þótt ég játi, að þær séu ekki nógu yfirgripsmiklar tii þess að draga af þeim endanlega ályktun. K.Sn.” Landfari telur upplýsingar þær, sem fram koma i þessu bréfi, býsna áhugaverðar, og væri athugandi að halda •könnuninni áfram i fornum ritum islenzkum. Það er vafalaust rétt hjá bréfritara.að föðurnöfn eru ekki sérlega oft nefnd i Islendingasögum, enda er sá háttur hafður i sögum,jafnt innlendum sem erlendum, að skrifa ekki nafnið allt i hvert skipti, sem það er nefnt. Fróð- legra væri að athuga, hvernig nafn er nefnt i riti, þegar það er nefnt fyrst i bók eða frá- sögn. Þegar rætt er um nafnvenju i þeim skilningi, sem lög á- kveða og nú um stund hefur verið um rætt hér á landi að þvi er varðar ættarnöfn, þá er að sjálfsögðu átt við, hvernig nafn skuli nefnt eða skráð i skjölum og undir- skriftum, i manntöl og aðrar formiegar heimildir sam- félagsins, en ekki hvernig það er um munn haft daglega. Loks vill Landfari minna á, að ekki er endilega nauðsyn- legt að kenna börn við föður. Það má eigi siöur kenna sig við móður, og er slikt bæði að fornum fordæmum og i stil við nútima hugmyndir um jafn- ræði kynja. Væri hvort tveggja alveg islenzk nafn- hefð. errétti klæðnaðurinn -TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.