Tíminn - 01.02.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.02.1972, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 1. febrúar 1972 Framkv?emdflatférli::KrlStfán::B«i«'d>kfSS6tt;::ft4tSIjorarí:::Þ6rarirtH: Þórarlnsson |áb), Aodrós KrlsMánssoo, Jón Helíasoo, IndrtJl G. Þorsteinsson og Tómfls Kflrisson. Av£týsín$aír}óri: Stelrt- jjrimur Gislasoo. RitsfiérnarsKrjfstofur I trfdtlbúsiou, sftner ÍÍ3ÖÖ - 1Í83Q6. :5krifstófur Baokastrætl AfðretCsjusfnii: Í3333. ! iAuglýisÍiitgáSÍrtiiý ÍM23( : ASrar sk;rjfstóf»>f:j sirnjxj tSiíÓO:. Askrlftargíald kr, 32S,00 ::k^t5Í0::élote:ktft.: a : mánu&t Innanlancts. í: lausasóiw Blaftaprertt h;f. (Offsét) Hrollvekjan Það skýrist alltaf betur og betur, að Ólafur Bjöms- son, prófessor, sagði það ekki út í bláinn, þegar hann hélt því fram á síðasta þingi, að framundan biði hrein hrollvekja, þegar hinni svonefndu verðstöðvun lyki. Margir leiðtogar Sjálfstæðisflokksins gerðu sér grein fyrir því sumarið 1970, að vandinn í efnahags- málum væri orðinn meiri en svo, að hann yrði leystur á síðasta þingi fyrir kosningar. Þeir lögðu þess vegna til, að efnt yrði til kosninga strax haustið 1970. Þessu hafnaði Alþýðuflökkurinn. Gylfi Þ. Gíslason benti réttilega á, að það hefði gefizt Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum vel fyrir kosningarnar 1967, að láta eins og vandinn væri enginn og lögfesta því verð- stöðvun nokkrum mánuðum fyrir kosningar. Alltof margir kjósendur trúðu því, að verðbólgan hefði verið stöðvuð og stjórnin vann sigur í kosningunum. Eftir kosningar felldi stjórnin gengi krónunnar og það ekki einu sinni, heldur tvisvar. Það varð því niðurstaðan hjá Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum í fyrrahaust að grípa aftur til verðstöðvunar og fresta lausn allra vandamála fram yfir kosningar, ef til þess var minnsti möguleiki. Þetta var m.a. gert á eftirfarandi hátt: $ Áætla öll útgjöld fjárlaga fyrir 1971 eins lágt og mögulegt var og í mörgum tilfellum miklu lægri en fyrirsjáanlegt var, að þau myndu verSa. $ Semja þannig um kauphækkanir til handa opin- berum starfsmönnum, aS þær kæmu aS miklu leyti ekki til framkvæmda fyrr en eftir kosningar. Setja löggjöf um verulega hækkun trygginga- bóta, en láta aSalhækkanirnar ekki koma til fram- kvæmda fyrr en eftir kosningar. $ StöSva nær allar verShækkanir hjá fyrirtækj- um í nokkra mánuði, meS þaS fyrir augum aS veita þeim ríflegri hækkanir eftir kosningarnar og helzt að afnema þá verSlagseftirlit aS mestu. Til viSbótar þessu hafSi veriS samiS þannig viS verkalýSssamtökin fyrr á árinu 1970, að kaupgjalds samningar féllu ekki úr gildi fyr en rétt eftir kosn- ingar, en fyrirsjáanlegt var, að þá yrði að hækka kaupið verulega, a.m.k. hjá þeim láglaunuðu. Þannig var markvisst stefnt að því að fresta öllum efnahagslegum vandamálum fram yfir kosningarnar. Þannig átti að blekkja þjóðina, og láta hana halda að allt væri í bezta lagi. En Ólafur Bjömsson var of ábyrgur fræðimaður til þess að vilja taka þátt í þess- um leik. Þess vegna gat hann ekki orða bundizt og látið ógert að segja frá þeirri skoðun sinni, að hrein hrollvekja biði framundan, þegar verðstöðvuninni svo- nefndu lyki. Ólafur Bjomsson hefur rejmzt sannspár. Vandinn, sem fengizt er við, er sannarlega mikill. Þessar verða jafnan afleiðingarnar, þegar menn fresta að fást við vandann í stað þess að glíma við hann í tæka tíð. Fjöldamorð í Ulster Framferði brezka hersins í Norður-írlandi vekur stöðugt vaxandi furðu og andúð. Kaþólskum mönnum er hundruðum saman haldið í fangelsum, án dóms og laga, útifundir eru bannaðir og skotið er á friðsamt fólk, sem ekki vill una slíku banni. Rússar vora rétti- lega fordæmdir, þegar þeir létu skriðdreka ráðast á friðsama kröfugöngumenn í Austur-Berlín 1953. Er ekki framkoma brezka hersins í Norður-írlandi farin að minna óhugnanlega á slíkar aðfarir, samanber at- burðina 1 Londonderry á sunnudaginn? — Þ.Þ. TÍMINN Eysteinn Jónsson: LANDGRÆÐSLA OG NÝTING LANDSINS Kafli úr ræðu sem var flutt í Sameinuðu Alþingi s.l. fimmtudag Það þarf ekki að draga í efa, að landið hefur goldið mikið afhroð í skiptum sín- um við landsmenn þau tæp- lega 1100 ár, sem það hefur verið byggt. Þetta mætti t.d. orða þannig, að landið hafi goldið líf þjóðarinnar dýru verði. En ekki hygg ég skyn samlegt að ásaka neinn, þ.ví að hér var um líf eða dauða að tefla oftast nær og víst . ekki annarra kosta völ en þeirra, scm til var gripið til þess að bjarga því, sem bjarg að varð. Mun okkur hæfa hógværðiri bezt, þegar við minnumst þess, sem orðið hefur j þessu efni, og mundi víst hafa vafizt fyrir okkur að finna önnur ráð en þau, sem notuð voru, þótt þau gengju stundum nærri land- inu. Æði margir áratugir eru nú liðnir síðan verulegur áhugi vaknaði fyrir því að snúa við á þeirri braut. sem fyrri tíðar menn neyddust til að ganga í sambúð sinni við landið, og ekki er um að efast, að stórvirki hafa verið unnin, og hafa bændur lands ins verið fremstir í flokki með stórfellda ræktun og ræktunarbúskap í vaxandi mæli og fyrst og fremst er það breyttum búskaparhátt- um þeirra að þakka, að bet- ur horfir nú þrátt fyrir allt í þessum efnum en löngum áður, og það þrátt fyrir stór- auknar landsnytjar. Þá hafa sandgræðslumenn og skóg- ræktarmenn komið til, bæði áhugalið og sveitir ríkisins. Loks hafa og mest síðustu árin flykkzt að flokkar áhuga manna úr öllum áttum til þátttöku í landgræðslustarfi og gróðurvcrnd með margvís legum hætti. Fjölmenn sam- tök hafa verið mynduð, sem teygja sig um gjörvallt land- ið og beita sér að landvernd og náttúruvernd, og ung- mennafélögin hafa gengið í verkið af mikilli atorku. Fyrri tíðar menn höfðu mjög óhæga stöðu í þessu tilliti, þvj að ofan á knýjandi lifsnauðsyn, scm þröngvaði þeim til þess að ganga frek- lega á landið, bættust erfið- leikarnir á því að gera sér grein fyrir, livernig raunveru lega var ástatt, hvað raun- verulega var að gerast, og satt að segja hefur það vafizt fyrir mönnum fram undir þetta að komast eftir því, hvar þjóðin var á vegi stödd í sambúð sinni við land ið. Nú vitum við á hinn bóginn. að þrátt fyrir stórsókn síðustu áratug ina í rétta stefnu eyðist gróð ur enn á stórum svæðum, jafnvel sumum, sem við köll- um gróin. Vísindamenn okk- ar vita. að þióðin hefur mjög miklu af gróðuriendinu tapað á þeim nálega 1100 árum, sem hún hefur búið í land- inu. En það, sem mestu skipt ir, er þó sú vitneskja að þetta land, sem tapazt hefur, er hægt að græða og halda því, sem eftir er og bæta það, og menn vita nú í aðalatrið- um, hvernig á að fara að því. En þar er að sjálfsögðu ekki um neina eina aðferð að ræða, heldur mörg úrræöi, | sem verða að fara saman. Þó Eysteinn Jónsson er hér j raun og veru ein- ungis um eitt mál að fjalla, ■ef rétt er skoðað, þótt marg- þætt sé, því að landgræðsla og hagnýting landsins verða hér sem sé að einu máli, ef vel á að farnast. Það er und- irstaða alls^ að okkur skiljist öllum þau grundvallarsann- indi. að landgræðsla og skyn- samleg og hófleg nýting gróð ursins verða að fara saman, og þetta verður ekki slitið í sundur. Enginn ágreiningur er um að stórefla verður sóknina í landgræðslu- og gróðurvernd- armálum, og cr áhugi svo al- mennur um þau efni, að þjóð- arvakningu má nálcga kalla. Mest veltur hér á bændastétt inni sem fyrr, og kemur til aukinn ræktunarbúskapur og skynsamleg hagnýting þeirrar vitneskju sem menn hafa aflað sér og eru að afla sér um hyggilega notkun gróðurlandsins, m.a. og ekki sízt til beitar. En bændur munu ekki standa einir í þessum landgræðslumálum, því að til liðs koma heilir herskarar áhugafólks úr öll- um stéttum þjóðfélagsins, sem með margvíslegu móti leggja nú þegar hönd á plóg- inn og vilja gera meira. Nefna mætti falleg dæmi í þessu efni, hvernig þessi áhugi kemur fram í verki nú, en hér læt ég eitt nægja. — Flugmenn bjóðast nú til að fljúga landgræðsluflugvél- um í sjálfboðavinnu. Kannski cr það þeim hvatning, flug- mönnunum, að þeir sjá manna bezt úr loftinu, hvar skórinn kreppir. Æskilegt væri að nota sér þetta drengi lega boð flugmannanna. I þessu efni verður tví- mælalaust að sækja fram á mörgum vígstöðvum. Það er almenn ræktun, ræktun beiti landa sérstaklega, sand- græðsla, skógrækt, friðun ýmiss konar á mörgum stig- um, fyrirhleðslur vatna, svo að nokkuð sé nefnt og svo samstarf um skynsamlega notkun beitilandanna. Verk- efnið er þá m.a. að búa vax- andi bústofni góð beitilönd og hlífa þeim, sem vægðar þurfa við. Mér þykir rétt að skýra hér frá því, þó að það hafi verið gert áður utan þings, að í málefnasamningi stjórn- arflokkanna er ákvæði um, að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því, að gerð verði heildaráætlun um alhliða landgræðslu og skipulega nýt ingu landsgæða, og ekkert er á móti því að festa það j þing tíðindunum, að í samræmi við þetta hefur hæstv. land- búnaðarráðh. skipað 7 manna ncfnd til þess að gera tilL um, á hvcrn hátt heppilegast muni vera að vinna að gerð slíkrar áætlunar. Ég tók að mér, samkvæmt beiðni ráðherra, að verða for maður í þessari nefnd, og má vel vera. að ég hafi látið áhuga minn í þessum efnum bera skynsemina ofurliði með því að gefa kost á slíku. En hvað um það, — með mér eru í nefndinni úrvals- menn, scm þessum hnútum öllum eru býsna kunnugur og úr ýmsum áttum komnir, eins og skynsamlegt er, þeg- ar um slíkt verkefni er að ræða. Þeir eru Jónas Jónsson dcildarstjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu, Ingvar Þor- stcinsson, náttúrufræðingur, Haukur Ragnarsson, tilrauna stjóri, Pálmi Jónsson, alþm., Sigurður Blöndal, skógar- vörður og Þorvaldur G. Jóns son, fóðureftirlitsmaður. Nefndin hefur byrjað star. sitt. Byrjaði nokkru fyrir jól in og hefur haldið nokkra fundi í janúarmánuði. Hér er um ákaflega víðtækt og vandasamt verkefni að ræða og mun verða lögð megin- áherzla á náið samstarf við þá, scm i fylkingarbrjósti hafa staðið í ræktunarmálum alls konar og gróðurvernd og bezt þckkja til þeirra mála. Höfuðáherzla verður lögð á að reyna að samstilla krafta þeirra mörgu einstaklinga, félagssamtaka og stofnana, sem hér koma til. Leggja svo niður fyrir sér, hvað aðhaf- ast þarf af þjóðfélagsins hálfu, svo að veruleg stefnu hvörf megi verða. Aldrei má missa sjónar af þvj, að mestu skiptir, þegar til kemur að sem fiestir leggi hér hönd á plóginn, hver eftir sinni aðstöðu og getu, og einnig verða menn að hafa auga á því, að hér er það bænda- stéttin. scm hefur þýðingar- miklu hlutverki að gegna, og samstarf við bændur og sam- tök þeirra verður þcss vegna að vera sterkasti þátturinn í öllum undirbúningi þessa máls á öllum stigum þess. Búnaðarsambönd og gróSurverndarnefndir Það mundi vafalaust reyn- ast mjög farsælt, ef menn tækju sig til í öllum héruð-* um landsins og gerðu sér grein fyrir því með ráði beztu manna heima fyrir og hjálp þeirrar vitneskju, sem vísindamenn okkar hafa afl- að, og sem menn eiga að- gang að, hvernig menn eru á vegi staddir í þessum efn- um í sínu eigin héraði, og hvað þeir teldu vænleg- ast til úrbóta þar. Gæti slík úttekt á ástandinu heima fyrir gerð af heimamönnum Frh. á bls. 14. ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.