Tíminn - 01.02.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.02.1972, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAUUK. X. ieuiuai 101 9 við skattaframtal 1972 afgjaldskvaðarverðmætis leigu- landsins eða -lóðarinnar. Til- greina skal i lesmálsdálk nafn landsins eða lóðarinnar , svo og fullt fasteignamatsverð lóðarinn- ar eða landsins eða þess hluta, sem hann hefur á leigu og auð- kenna sem ,,L1.”, en i kr. dálk skal tilgreina mismun fasteigna- matsverðs og afgjaldskvaðar- verðmætis (sem er land- eða lóð- árleiga ársins 1971 x 15). Ómetnar fasteignir, svo sem hús, ibúðir, bilskúrar, sumarbu- staðir eða hverjar aðrar bygging- ar eða önnur mannvirki i smíð- um, svo og ómetnar viðbyggingar og breytingar eða endurbætur á þegar metnum byggingum eða öðrum mannvirkjum, skal tilfæra sérstaklega i lesmálsdálk undir nafni skv. byggingarsamþykkt eða byggingarleyfi og kostnaðar- verð i árslok 1971 i kr. dálk. Eig- endum slikra eigna ber að útfylla húsbyggingarskýrslu, sem fylgja skal framtali. Hafi eigandi bygginga eða ann- arra mannvirkja, sem byggð eru á leigulandi eða leigulóð, ekki greitt leigu fyrir landið eða lóðina á árinu 1971, ber land- eða lóðar- eiganda að telja fasteignamats- verð lands eða lóðar að fullu til eignar. 4. Vélar, verkfæri og áhöld. Hér skal færa bókfært verð landbúnaðarvéla og -tækja skv. landbúnaðarskýrslu. Enn fremur skal hér færa eignarverðmæti véla, verkfæra, tækja og áhalda, annarra en bifreiða, sem ekki eru notuð i atvinnurekstrarskyni eða ekki ber að telja i efnahagsreikn- ingi, sbr. tölulið 1. Slikar eignir skulu teljast á kaup- eða kostnað- arverði i kr. dálk. Þó skal heimilt að lækka þetta verð um fyrningu, að hámarki 8% á ári, miðaða við kaup- eða kostnaðarverð, svo og um réttilega notaðan rétt til lækk- unar kaup- eða kostnaðarverðs i fyrriframtölum fram’teljanda.Þó má aldrei telja eignarverð lægra en 10% af kaup- eða kostnaðar- verði. Fyrning þessi kemur að- eins til lækkunar á eign, en ekki til frádráttar tekjum. 5. Bifreið. Hér skal færa kaupverð bif- reiða, sem ekki eru notaðar i at- vinnurekstrarskyni eða ekki ber að telja i efnahagsreikningi, sbr. tölulið 1., i kr. dálk. Þó skal heim- ilt að lækka kaupverð um fyrn- ingu, að hámarki 10% á ári, mið- aða við við kaupverð, svo og um réttilega notaðan rétt til lækkun- ar kaupverði i fyrri framtölum framteljanda. Þó má aldrei telja eignarverð lægra en 10% af kaup- verði. Fyrning þessi kemur að- eins til lækkunar á eign, en ekki til frádráttar tekjum. 6. Peningar. Hér á aðeins að færa peninga- eign um áramót, en ekki aðrar eignir, svo sem vixla og verðbréf. . 7. Inneignir. 1 A-lið framtals, bls. 3, þarf að sundurliða, eins og þar segir til um, inneignir i bönkum, spari- sjóðum og innlánsdeildum, svo og verðbréf, sem skattfrjáls eru á sama hátt skv. sérstökum lögum. Siðan skal færa samtals tölur skattskyldra inneigna á eignarlið 7. Vixlareða verðbréf, þótt geymt sé i bönkum eða sé þar til inn- heimtu, teljast ekki hér, heldur undir tölulið 9. 8. Hlutabréf. Rita skal nafn félags i lesmáls- dálk og nafnverð hlutabréfa i kr. dálk, ef hlutafé er óskert, en ann- ars með hlutfallslegri upphæð, miðað við upphaflegt hlutafé. 9. Verðbréf. útlán stofnsjóðsinn stæður o.fl. Útfylla skal B-lið bls. 3 eins og eyðublaðið segir til um og færa samtalstölu á eignarlið 9. 10. Eignir barna. Útfylla skal E-lið bls. 4 eins og eyðublaðið segir til um og færa samtalstöluna, að frádregnum skattfrjálsum innistæðum og verðbréfum (ákveðnum á sama hátt og greinir i A-lið bls. 3), á eignarlið 10. Ef framteljandi óskar þess, að eignir barns séu ekki taldar með sinum eignum, skal ekki færa eignir barnsins i eignarlið 10, en geta þess sérstak- lega i G-lið bls. 4, að það sé ósk framteljanda, að barnið verði sjálfstæður skattgreiðandi. 11. Aðrir eignir. Hér skal færa þær eignir (aðrar en fatnað, bækur, húsgögn og aðra persónulega muni), sem eigi er getið hér að framan. II. Skuldir alls. Útfylla skal C-lið bls. 3. eins og eyðublaðið segir til um og færa samtalstölu á þennan lið. III. Tekjur árið 1971. 1. Hreinar tekjur af atvinnu- rekstri eða sjálfstæðri starfsemi skv. meðfylgjandi rekstrarreikn- ingi, landbúnaðar- eða sjávarút- vegsskýrslu. Með framtölum þeirra, sem bókhaldsskyldir eru skv. á kvæðum laga nr. 51/1968 um bók- hald, skal fylgja rekstrarreikn- ingur, gerður skv. ákvæðum þeirra laga. Þeir, sem sjávarút- veg (vélbátar og róðrarbátar) stunda, mega nota þar til gerða sjávarútvegsskýslu, og þeir, sem landbúnað stunda, nota þar til gerða landbúnaðarskýslu. Þegar notuð er heimild i D-lið 22. gr. skattalaga til sérstaks frá- dráttar frá matsverði birgða, skal sá frádráttur tilgreindur sem sérliður i rekstrarreikningi, en ekki reiknaður inn i vörunotkun eða -eyðslu. A sjávarútvegsskýrslu skal, auk fyrninga þeirra, sem þar um getur, færa fyrningar annarra tækja og áhalda. Svo skal þar til- greina vaxtagjöld vegna þessarar starfsemi. Ef i rekstrarreikningi (þ.m.t. landbúnaðar- eða sjávarútvegs- skýrslur) eru fjárhæðir, sem ekki eru i samræmi við ákvæði skatta- laga, svo sem þegar taldar eru til tekna fjárhæðir, sem ekki eru skattskyldar, eða til gjalda fjárhæðir, sem ekki eru frá- dráttarbærar, skal úr þvi bætt með áritun á rekstrarreikning eða gögn með honum. Gæta skal þess sérstaklega, að i rekstrarreikningi séu ekki aðrir liðir færðir, en tilheyra þeim at- vinnurekstri, sem reikningurinn á að vera heimild um. Þannig skal t.d. aðeins færa til gjalda vexti af þeim skuldum, sem til hefur verið stofnað vegna at- vinnurekstrarins, en ekki vexti af öðrum skuldum, og ekki skal færa til gjalda á rekstrarreikning önn- Framtölum ber að skila fyrir kl 12 á miðnætti sunnu- dagirtn 6. febrúar ur persónuleg gjöld, sem ekki til- heyra atvinnurekstrinum, þótt frádráttarbær séu, svo sem eignarskatt, eignarútsvar, lifeyris- og liftryggingu, al- mannatryggingargjald, sjúkra- samlagsgjald o.tr., heldur skal færa þau i viðkomandi liði i frá- dráttarhlið framhalds. Sama gildir um tekjur, sem ekki eru tengdar atvinnurekstrinum, svo sem eigin húsaleigu, vaxtatekjur og arð. Þessar tekjur skal færa i viðkomandi liði i teknahlið framhalds. Tekjur af útleigu eða reiknaða húsaleigu af ibúðarhúsnæði, svo og öll gjöld vegna hennar, svo sem fasteignagjöld, fyrningu, viðhald og vaxtagjöld, sem til- greind eru á rekstrarreikningi, ber á sama hátt að draga út úr rekstrarreikningi með áritun þar á eða gögn með honum. Tekjur af ibúðarhúsnæði og gjöld tengd þeim ber að telja til tekna i tölulið 2 eða 3 i teknahlið framtals og til gjalda i tölulið 1 i frádráttarhlið framtals eftir þvi sem við á. Endurgjaldslaus afnot laun- þega (og fjölskyldu hans) af ibúð- arhúsnæði i eigu vinnuveitanda ber að telja til gjalda i rekstrar- reikningi með 2% af gildandi fast- eignamati hlutaðeigandi ibúðar- húsnæðis og lóðar, en sömu fjár- hæð ber framteljanda að telja til tekna i tölulið 3 i teknahlið fram- tals. Sama gildir, ef hluti ibúðar- húsnæðis i eigu atvinnurekanda er notaður vegna atvinnurekstr- arins. Rekstrarkostnað fólksbifreiða ber að tilgreina fyrir hverja ein- staka bifreið. Láti vinnuveitandi starfsmönnum sinum i té endur- gjaldslaus afnot slikra bifreiða, ber að láta rekstrarreikningi fylgja upplýsingar þar um. Hafi framteljandi hins vegar sjálfur, fjölskylda hans eða aðrir aðilar afnot slikra bifreiða, ber að láta fylgja rekstrarreikningi upplýs- ingar þar um og draga gjöld vegna þessara afnota frá rekstr- argjöldum, með áritun á rekstr- arreikning eða gögn með honum. Nú vinnur einstaklingur eða hjón, annað hvort eða bæði eða ó- fiárráða börn bessara aðila. við eigin atvinnurekstur eða sjálf- stæða starfsemi, og ber þá að geta þess með athugasemd á rekstrarreikning eða gögn með honum og tilgreina vinnuframlag framteljanda sjálfs, maka hans og ófjárráða barna hans. Hafi laun greidd framteljanda, maka hans eða ófjárráða börnum hans verið færð til gjalda á rekstrar- reikningi sem greidd laun, ber að geta þessara launagreiðslna sér- staklega á rekstrarreikningi, að- skilið frá launagreiðslum til ann- arra launþega. 2. Hreinar tekjur af eignaleigu, þ.m.t. útlciga ibúðarhúsnæðis samkv. meðf. rekstraryfirliti. Hafi framteljandi tekjur af eignaleigu, án þess að talið verði, að um atvinnurekstur sé að ræða i þvi sambandi, ber honum að gera rekstraryfirlit, þar sem fram koma leigutekjur og bein útgjöld vegna þeirra, þ.m.t. vaxtagjöld, sem eru tengd þessari teknaöflun. Sé slikra tekna aflað i atvinnu- rekstrarskyni, ber að gera rekstrarreikning skv. tölulið 1. Hafi framteljandi tekjur af út- leygu ibúðarhúsnæðis, hvort heldur hann telur það vera i at- vinnurekstrarskyni eða ekki, ber honum að gera rekstraryfirlit, þar sem fram koma leigutekjur frá hverjum einstökum leigutaka, svo og leigutimabil og fasteigna- mat útleigðs ibúðarhúsnæðis og hlutdeildar i lóð. Til gjalda ber að telja kostnað vegna hins útleigða, svo sem fasteignagjöld og vaxta- gjöld, sem beinteru tengd þessari teknaöflun. Um fyrningu hús- næðisins og viðhald, sem til gjalda ber að telja, fer sem hér segir: (1) Ef framteljandi á enga aðra i- búð en þá, sem hann leigir út, telst fyrning og viðhald sameigin- lega til gjalda á sama hátt og greinir i tölulið 1. b. i frádráttar- hlið framtals. (2) Ef framteljandi, sem á ibúð, sem hann notar fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sina, er einnig eig- andi að: a) annarri ibúð, hvort heldur er i sömu eða annarri fasteign eða b) öðru ibúðarhúsnæði i sömu fasteign og hann býr i, enda sé fasteignamatsverð þess eigi hærra en ibúðar þeirrar, er hann bvr i siálfur, þá er honum heimilt að telja fyrn- ingu og viðhald slikrar ibúðar, eða sliks annars ibúðarhúsnæðis, til gjalda á sama hátt og greinir i tölulið 1. b. i frádráttarhlið fram- tals. Noti framteljandi ekki heimild þessa, þá skal hann telja fyrningu og viðhald ibúðarhúsnæðis skv. a- og b-liðum til gjalda á þann hátt, er um ræðir i næsta tölulið hér á eftir (tölulið 3). Hvor reglan, sem notuð er, heldur gildi sinu allan eignarhaldstima framteljanda á þessu húsnæði. (3) Ef framteljandi er eigandi að fleiri ibúðum, eða eigandi að öðru ibúðarhúsnæði, sem er hærra að fasteignamatsverði en eigin ibúð eða staðsett i annarri fasteign en þeirri, sem hann býr i sjálfur, ber honum að telja til gjalda fyrningu þess húsnæðis, reiknaða af kostn- aðarverði (heildarfyrningar- verði) þess eða af endurkaups- verði, hafi fram farið endurmat á eigninni, sbr. ákvæði III. tl. A- kvæði til bráðabirgða i skattalög- um. (Fyrningarhundraðshluti húsa úr steinsteypu 1% — 2%, húsa hlaðinna úr steinum 1,3% — 2,6% og húsa úr timbri 2% — 4%). Enn fremur ber honum að telja til gjaldá sannanlegan viðhalds- kostnað. Þegar skipta þarf fasteigna- gjöldum, ákvarða fyrningu og viðhald, skal skipting húsnæðis miðuð við rúmmál. 1 þessum tölulið má ekki telja tekjur af útleigðu ibúðarhúsnæði, sem framteljandi lætur öðrum i té án eðlilegs endurgjalds, þ.e., ef ársleiga nemur lægri fjárhæð en 2% af fasteignamati ibúðarhús- næðis og lóðar. Slikar tekjur ber að telja i tölulið 3. 3. Reiknuð húsaleiga af ibúðarhúsn., sem eig. notar sjálfur eða lætur öðrum i té án eðlilegt endurgj. Af ibúðarhúsnæði, sem fram- teljandi notar sjálfur, skal húsa- leiga reiknuð til tekna 2% af fast- eignamati ibúðarhúsnæðis (þ.m.t. bilskúr) og lóðar, eins þótt um leigulóð sé að ræða. A bújörð skal þó aðeins miða við fasteigna- mat ibúðarhúsnæðis. Nú er ibúðarhúsnæði i eigu sama aðila notað að hluta á þann hátt, sem hér um ræðir, og að hluta til útleigu, og skal þá fast- eignamati húss og lóðar skipt hlutfallslega miðað við rúmmál, nema sérmat i fasteignamati sé fyrir hendi. A sama hátt skal skipta fasteignamati húss og lóð- ar, þar sem um er að ræða annars vegar ibúðarhúsnæði og hins veg- ar atvinnurekstrarhúsnæði i sömu fasteign. Af ibúðarhúsnæði, sem fram- teljandi lætur launþegum (og fjölskyldum þeirra) eða öðrum i té án endurgjalds eða lætur þeim i té án eðlilegs endurgjalds (þ.e. gegn endurgjaldi sem lægra er en 27o ai iasieignamau muoarnus- næðis og lóðar), skal húsaleiga reiknuð til tekna 2% af fasteigna- mati þessa ibúðarhúsnæðis i heild, svo og af fasteignamati lóð- ar, eins þótt um leigulóð sé að ræða. A bújörð skal þó aöeins miða við fasteignamat ibúðar- húsnæðis. Framhald á morgun ndaskipti íbúðar? tækju að sér að veita borgurum sinum þá þjónustu að annast gerninga við eignaskipti á fast- eignum. Þá gæti slik þjónustu- deild haft á einum stað skrá um þær fasteignir, sem til sölu eru i bæjarfélaginu, og einnig geta þeir látið skrá sig jxar, sem vilja huga að fasteignakaupum þar. Engir geta gefið betri upplýsingar um viðkomandi fasteign en þessi skrifstofa. Þegar kaup gerast, sæi hún um löggerning eignaskipt- anna, og að sjálfsögðu tæki hún fyrir það eitthvert gjald eftir gjaldskrá, en vafasamt er, að það þyrfti að vera 2% af verði eins og tiðkast mun hjá fasteignasölum og lögfræðingum. Sú þóknun fyrir sölu meðalibúðarhúss er sem svarar mánaðarlaunum allvel launaðs manns. Það hlýtur eitt- hvað að vera bogið við þau vinnu- afköst og hagræðingu, sem metur það mánaðarvinnu góðs starfs- manns að annast, að slik eigenda- skipti fari löglega fram. Nú mætti hugsa sér, að bæjar- félag setti á stofn slika þjónustu i bæjarskrifstofum sínum og seldi eins vægu verði og fært þætti, eða léti það, sem um fram yrði kostn- að, renna i bæjarsjóð og hefði þessa félagsþjónustu til hliðar við lögfræðingana og fasteignasöl- vill engar lögþvinganir, þótt þær gætu verið réttlætanlegar, þegar almannahagur er annars vegar. Ég held, að hér sé verk að vinna fyrir félagshyggjumenn, og ein- hver góð bæjarstjórn ætti að gera þessa tilraun. Hún er ómaksins verð. Gefist hún ekki nógu vel, hefur gamla kerfið sannað kosti sina. En það er þessi spurning, sem á okkur brennur á timum af- kastanna og allrar vélvæðingar: Er það mánaðarverk duglegs skrifstofumanns, sem kann til þessara verka, að sjá um að eigendaskipti á einu ibúðarhúsi fari lögformlega fram? Er þetta ekki eðlilegt samfélagsverkefni, samfélagsþjónusta? — A.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.