Tíminn - 01.02.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.02.1972, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR I. febrúar 1972 TÍMINN 13 ERU VÍKINGAR ÚR LEIK? Fram vann ótriilega léttan sigur yfir Víking á sunnudaginn, 20-14, og hefur tekið forustu í 1. deild á ný Víkingar fengu að reyna það á sunnudaginn, að það er bratt- gengt til stjarnanna. Sennilega misstu þeir af möguleikanum til að vinna tslandsmeistaratitilinn, er þeir töpuðu iliilega fyrir Fram, sem nú hefur tekið forustu í deild- inni. Að visu er ekki öll nótt úti enn fyrir Viking — margt getur gerzt i næstu leikjum - en samt er allt útlit fyrir, að það verði göntlu keppinautarnir, Fram og FH , sem að lokum munu berjast einir um íslandsmeistaratitilinn i bandknattlcik 1972. Axel Axelsson lék stjörnuleik með Fram gegn Viking á sunnu- dagskvöldið og skoraði 9 af 20 mörkum Fram, en leiknum lauk 20 : 14. En stjörnuleikur Axels grundvallaðist þó á samstilltu á- taki liðsins. Sennilega er ekkert lið i 1. deildinni skipað jafnari leikmönnum en einmitt Fram — liðið. Gæfa liðsins felst i þvi, að hver og einn gerir sér grein fyrir, hvaða hlutverk hann hefur með höndum — og að öll hlutverk hafa i sjálfu sér jafnmikla þýðingu , þegar um samvinnu liðs á leik- velli er að ræða. Og sérstaka athygli vakti, i leiknum á sun- nudag, að liðið lék hraðar en það á vanda til - og notfærði sér linuspil i rikari mæli en um langt skeið. Voru bæði Sigurður Einarsson og Björgvin Björgvinsson atkvæðamiklir á linunni og fiskuðu mörg vitaköst, fyrir utan mörkin, sem þeir skoruðu. Það væri synd að segja, að Vfkings - liðið hafi sýnt þann leik, sem búizt hafði verið við. Stórskyttum liðsins gekk illa að finna sig — og það var ekki fyrr en alveg undir lok leiksins, að skot Einars Magnússonar fóru að hitta. Og litið bar á Guðjóni og Magnúsi, sem oft hafa hrellt varnir mótherjanna. Að visu var vörn Fram hörð i horn að taka, en Arnar Guðlaugsson, Fram, reynir markskot i leiknum gegn Viking, en tókst ekki aðskora. (Timamynd Gunnar ). samt er það ekki einhlit skýring á slappleika þeirra félaga. Fyrir utan allra fyrstu minútur leiksins, hafði Fram ávallt forustu, yfirleitt 2 — 3 marka for- ustu. I hálfleik stóðu leikar 9 : 7, og i siðari hálfleik breikkaði bilið fljótlega enn meira og var sigur Fram tæpast nokkru sinni i hættu. Sem fyrr segir, átti Axel Axelsson góðan dag og skoraði tæplega helming marka Fram. Axel harðnar með hverjum leik, sem liður, en á samt ýmislegt ólært. Til að mynda hefur hann ekki alveg fulla stjórn á skotgleði sinni, þó að það hafi ekki komið að sök að þessu sinni. Með sama áframhaldi verður Axel með styrkustu stoðum landsliðsins. Bæði Ingólfur og Sigurbergur léku vel, enda þótt þeir kæmust ekki á blað yfir þá, sem skoruðu. Ingólfur er snjall fyrirliði og stjórnar liði sinu röggsamlega. Sigurbergur er hinn trausti maður varnarinnar. 1 Vikings - liðinu var mest á Einari Magnússyni. Lengi vel áttu leikmenn Fram i stökustu vandræðum með hann, sérstak- lega þegar Vikingur beitti honum i aukaköstunum. Einnig vakti Stéfán Halldórsson athygli, ungur leikmaður, sem skoraði þrjú góð mörk i siðari hálfleik. Mörkin: Fram: Axel 9, Pálmi 6, (5 viti ), Björgvin 3 og Sigurður Einarsson 2. Vikingur: Einar 4, Stefán 3, Páll og Guðjón 2 hvor, Georg, Sigfús og Magnús 1 hver. Dómarar i leiknum voru Ingvar Viktorsson og Haukur Þor- valdsson. Dæmdu þeir yfirleitt vel, en Voru i einstaka tilfellum of fljótir á sér. — alf. Staðau í 1 . deild karla eftir leikina: Fram 8 7 0 1 154-128 14 Vikingur 6 1 2 164-156 13 F.ll. 7 5 1 1 141-109 11 Valur 9 5 1 3 147-139 11 K.R. 10 2 2 6 158-195 6 Í.R. 10 1 3 6 173-185 5 Ilaiikar 9 1 0 8 141-166 2 Markhæstu menn: Gisli Blöndal, Val 54 Geir llallsteinsson, FH, 49 Axel Axelsson, Fram, 48 Vilhj. Sigurgeirsson, ÍR, 42 Ólal'ur Ólafsson, llaukum, 39 Stefán Jónsson, llaukuin, 39 Björn Pétursson, KR, 36 Guðjón Magnússon, Vik., 35 Staðan i 1. deild kvenna eftir leikimi: Breiðablik — Fram Valur Armann Breiðab. Njarðvik Vikingur /íkingur 9:5 2200 24:9 4 2200 27:13 4 2200 25:12 4 4112 25:45 3 3 0 1 2 15:29 1 3 0 03 14:27 0 Markhæstu konur: Alda Helgadóttir, Breiðabl. 15 Erla Sverrisdóttir, Armanni 11 Björg Jónsdóttir, Val 9 Björg Guðmundsdóttir, Val 8 Staðan i 1. deild karla i körfu- knattleik eftir lcikina Þór - Armann 49:52 ÍS-Valur 65:60 KR-HSK 74:50 IR - 1S 98:77 IR 4 4 0 345:258 8 KR 3 3 0 241:190 6 1S 4 2 2 251:262 4 Valur 4 2 2 264:277 4 Armann 4 2 2 245:258 4 Þór 5 2 3 293:298 4 HSK 3 0 3 165:206 0 UMFS 3 0 3 189:244 0 Velheppnuð hátíðarsýning í Laugardal Um helgina fóru fram hátiðarhöld i tilefni af 60 ára afmæli iþróttasambands lslands. Hápunktur hátiðarhaldanna var iþróttasýning i Laugardalshöllinni, þar sem 600 þátttakendur, ungir og gamlir, sýndu hinar ýmsu i.róttir, sem iðkaðar eru á Islandi. 1 lok sýningarinnar mynduðu þeir %s% - 60 á gólfi Laugardalshallarinnar, eins og sést á þessari mynd. Tókst sýningin sérstaklega vel, en stjórnandi hennar var Þorsteinn Einarsson, iþróttafulltrúi. (Timamynd Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.