Tíminn - 01.02.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.02.1972, Blaðsíða 16
Höfundur leikritsins Hitabylgju, Ted Willvs. lávarður, var viðstaddur sýningu leiksins i Iðnó, á sunnudagskvöld. Að sýningu lokinni var honum afhentur blómvöndur og áhorfendur og leikarar klöppuðu honum lof i lófa. c ÞRIÐJUDAGUR 1. febrúar 1972 ] Bernadetta hárreitti og klóraði ráðherrann NTB—London. Berndadetta Devlin, sem er á brezka þinginu eins og stendur, rcðst á mánudag á brezka innan- rikisráðhcrrann, Reginald Maud- ling og barði hann, klóraði og hár- reitti, meðan meðlimir ncöri dcildarinnar stóðu agndofa og liorfðu á. Þegar Bernadetta missti stjórn á skapi sinu, var innanrikis- ráðherrann einmitt að gefa skýrslu um atburðina á N-trlandi um helgina. Sú stutta jós skammaryrðum yfir ráðherrann með höggunum og kallaði hann m.a. „morðþyrstan hræsnara” og ásakaði hann um lygi, þegar hann sagði, að brezku hermennirnir hefðu ekki skotið, nema i sjálfs- vörn. Þegar aðrir meðlimir neðri deildarinnar loks áttuðu sig, náðu tieir taki á frökeninni og fiar- ægðu hana úr salnum. Berna detta sagði eftir á, að það væri óforskammað að neita henni um að leggja spurningu fyrir ráð- herrann, þar sem hún væri eini sjónarvotturinn, sem væri á þinginu, að óeirðunum á N-tr- landi um helgina. 13 drepnir í blóðbaði í Londondeny um helgina NTB—Londonderry og Belfast. Þrettán óbreyttir borgarar voru skotnir til bana á sunnudag I Londonderry, er þar var farin mikil mótmælaganga kaþólskra fyrir borgararéttindum. 46 manns til viðbótar særðust, þar af einn brezkur hermaður. iRA seg- ist munu hefna þessara borgara með þvi að skjóla eins marga bcrzka hermcnn og til næst. Tals- menn brezka hcrsins segja, að hermenn þeirra hafi ekki skotið ncma i sjálfsvörn. Nokkrum klukkustundum eftir að tRA tilkynnti þetta á mánu- dag, brutust út frekari óeirðir og særðust i þeim aö minnsta kosti 10 manns, þar af einn lögreglumaö- ur. Talsmaður brezka hersins á N- trlandi mótmælti á mánudag öll- um staðhæfingum um að brezkir hermenn hefðu skotið beint af augum inn i mannfjöldann, sem tók þátt i göngunni. Sagði hann, að brezku hermennirnir hefðu aðeins svarað skotunum, eftir að þeir sjálfir heföu særzt af skothrið hryðjuverkamannanna. William Conway, kardináli, sem er rómversk-kaþólskur biskup alls Irlands, sagði á sunnudagskvöld, að hann hefði farið þess á leit við Heath, að stofnuð yröi hlutlaus nefnd manna til að kanna atburðina i Londonderry. Hann sagði, að margir prestar hefðu sagt sér frá þessu og hafi frásagnir þeirra verið hörmulegar. Talsmaður tRA sagði á leyni- legum blaðamannafundi i Lon- donderry á mánudag, að eftir þessa atburði myndi ÍRA reyna að skjóta eins marga brezka her- menn og kostur væri á. Hann hélt þvi fram, aö félagar I hinum pólitiska armi IRA hefðu ekki hleypt af skotum á námunda við mótmælagönguna. Talsmaður brezka hersins sagði hins vegar, að um 200 skotum hefði verið hleypt af i þá áttina. Þá viður- kenndi talsmaður IRA, að margir félagar hefðu tekið þátt i kröfu- göngunni, en að þeir hefðu verið þar sem óbreyttir borgarar, þar sem óbreyttir borgarar en ekki fulltrúar lýðveldishersins. Hann harðneitaði að nokkur IRA- félagi, sem þátt tók i göngunni, hefði verið vopnaður. Fréttalaust í Frakklandi NTB-Paris. Franskir blaðamenn voru i 24 klst. verkfalli á mánudag, til að mótmæla versnandi vinnuaðstöðu blaðamanna i Frakklandi. I landinu eru um 12 þús. blaða- menn, og vonast þeir til að geta tekið fyrir alla fréttaþjónustu við almenning á þriðjudag. Til- gangurinn er sá, að vekja athygli á erfiðri aðstöðu margra franskra dagblaða. Fréttamenn útvarps og sjón- varps I Frakklandi, sem er rikis- rekið, afgreiða ekki innlendar fréttir, meðan á verkfalli blaða- manna stendur, i samúðarskyni. Pompidou forseti hefur lofað nýjum aðgerðum i þá átt að koma blöðunum til hjálpar fjár- hagslega. Bernadette Devlin Bhutto \ snjó- komu í Peking NTB—Peking. Ali Bhutto, forseti Pakistans, hóf á mánudag viðræður við kin- verska forsætisráðherrann, Chou En-Lai, en Bhutto kom til Peking i tveggja daga heimsókn sama dag. Mikil móttökuathöfn haföi verið áætluð fyrir Bhutto, en henni var aflýst, þvi skyndilega gerði mikla snjókomu I Peking. Þetta er i annað sinn á þremur mánuðum, sem Bhutto kemur til Peking. 1 fyrra sinnið kom hann sem útsendari Yahya Khans, þá- verandi forseta Pakistans, en hann er nú i stofufangelsi. Samkvæmt áætlun áttu hundr- uð þúsund manna að taka á móti Bhutto á flugvellinim, en vegna , snjávarins komu aðeins nokkur þúsund. Hálf milljón manna hafði veriö kölluð út á götur Peking snemma á mánudagsmorgun til að sópa göturnar. 144 milljóna bankarán NTB—Buenos Aires t- skæruliðarnir hcfðu þó náð mun Fimmtán grimuklæddir I meiri ránsfeng. Þessi tala væri skæruliðar rændu á sunnudaginn aðeins það, sem sézt hcfði við landsbankann i Buenos Aires, og fljótlcga athugun. Talið cr vist að komust undan meö 144 milljónir einhverjir af starfsmönnum isl. króna. Talsmaður bankans bankans hafi verið i vitoröi með sagöi, að óttazt væri, að I ræningjunum. Einvígið: 10 daga frestur Rússar vilja lóta mótið fara fram ó íslandi - forseti bandaríska skóksambandsins hingað ÞÓ—Reykjavik. "Akvörðuninni um, hvar ein- vigið milli þeirra Fischers og Spasskys verður haldið, hefur verið frestað um tiu daga”, sagöi Guðmundur G. Þórarinsson, forseti isl. skáksambandsins, í viðtali við Tímann frá Amster- dam i gærkvöldi. — A blaðamannafundi, sem haldinn var i Amsterdam i gær, var lagður fratn listi frá Rússum og Landhelgis- viðræður við Þjóðverja í dag KJ — Reykjavik Framhaldsumræöur um iandhelgismálið milli tslendinga og Þjóðverja hefjast i Ráöherrabústaðnum klukkan ellelu I dag. Formaöur fslenzku viðræðunefndarinnar er Hans G. Andersen sendiherra, en forystu- maður Þjóðverjanna cr von Schenck yfirmaður þjóðrét- tardeildar utanrikisráöuneytisins i Bonn. Bandarikjamönnum um hvar þcir vildu halda einvigið. Hjá Rússum var tsland efst á blaði, siðan komu Holland, V- Þýzkaland og Frakkland. Banda- riski listinn var aftur á móti á þessa leið: Belgrad, Sarajevó, Chichago, Aregntina og Kanada. Þegar listinn hafði verið lagður fram, sagöi Guðmundur, að dr. Euwe hefði tekið til máls og hafi hann sagt með vonsvikinni röddu, að tiu daga frestur yrði veittur, en hann hafði lýst þvi yfir áður, að ef sama rikið væri á báðum listunum, þá myndi hann velja það rikið sem einvigisstað. Guðmundur sagðist hafa átt langar viðræöur við þá dr. Euwe og Edmondson forseta banda- riska skáksambandsins i dag.og fyrst við dr. Euwe. I þessum við- ræðum sagði dr. Euwe, að Banda- rikjamenn hefðu lagt þennan lista fram með vilja og þar á meðal stungið upp á Chicagoborg, sem var með ógilt tilboð. Þá sagði dr. Euwe, að Island þyrfti ekki að vera vonsvikið, þar sem það hefði nú mesta möguleikana og að mótið yrði að öllum likindum haldið hér, vegna afstöðu Spasskys um að tefla ekki i Júgóslaviu. Þá ræddi Guömundur við Ed mondson hinn bandariska og i þeirra viötali kom meðal annars fram, að Edmondson fer til Rúss- lands á miðvikudaginn, og á föstudag kemur hann til Islands og mun þá athuga allar aðstæður. Edmondson sagði við Guðmund, að hann teldi, aö úr þessu hefði Island mesta möguleikana, en það eina, sem Bandarikjamenn setja út á er, að ekki skuli vera hægt að sjónvarpa héðan beint, og að ekki skuli vera til upptökutæki hérlendis. A næstu vikum verður þaö Ijóst, livenær Landhelgisgæzlan fær stóra og fnllkomna þyrlu af Sikorsky gerð. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, sagði, að nú væri beðið eftir svari frá verksmiðjunum og væri það aðallega útaf fylgihlutum, og ætti svar að fást i þessari viku, um hvaða fylgihlutir komi með þy rlu nni. Guðmundur ræddi einnig við sjónvarpsmenn frá BBC I gær og er nú sá maður að athuga með flutning á sjónvarpsefni frá tslandi. Að lokum sagði Guðmundur, að Islendingar gætu verið bjart- sýnir, þar sem dr. Euwe hefði veriö búinn að taka það fram áður við Rússa og Bandarikja- menn, að ef sama landið væri á báðum listunum, þá myndi hann ákveða það land sem keppnis- stað. Edmondson viðurkenndi þetta og sagði, að það hefði verið með vilja gert að nefna Island ekki á nafn á bandariska listan- um. — Ég tel, sagði Guðmundur, að ef svo fer sem margt bendir til, að samkomulag náist ekki um Júgóslaviu, þá séu 90% likur á að einvigið verði haldið á Islandi. Þá er einnig verið að athuga um kaup á flugvél fyrir gæzluna. en Beechchraft - vélin. sem Land- helgisgæzlan hefur haft á leigu undanfarið. hefur ekki nógu mikið flugþol miðað við 50 milna landhelgi. að öðru leyti reyndist hún mjög vel. Er nú verið að athuga með kaup á notaðri vél, og verður þess vafalaust skammt að biða.að ákvörðun verði tekin. Bretland viður- kennir Bengla- desh bróðlega Pakistan segir sig úr Samveldinu NTB—Canberra og London. Astralska stjórnin tilkynnti á mánudag, að hún hefði viður- kennt Bangladesh og stjórn Mujiburs fursta. Þá var upplýst I London mánudag, að brezka stjórnin myndi viðurkenna Bangladesh innan tiðar. Utanrikisráðherra Breta, sir Alec Douglas-Home, tilkynnti i neðri deild þingsins i dag, að Bretland myndi mjög fljótlega viðurkenna Bangladesh, en jafn- framt kvaðst hann harma, að Pakistan hefði ákveöið að segja sig úr brezka samveldinu vegna þess að Astralia og Nýja-Sjáland hefðu viðurkennt Bangladesh. Þá sagðihann, að auövitað væri það eigið mál Pakistans, því sam- veldismál væru ekki mikilvæg milli samveldislandanna. Sir Alec bætti þvi við, að viður- kenning Bretlands á Bangledesh væri siður en svo gerð til að fjand- samast við Pakistan. Það var Nigel Bowenn, utan- rikisráðherra Astraliu, sem til- kynnti á þinginu þar um viður- kenninguna. Sagði hann, að ekki léki vafi á þvi, að stjórn Mujiburs fursta væri traust og hefði fulla stjórn á mestum hluta þjóðar- innar. Athuaar þyrlukaup ÞÓ-Reykjavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.