Tíminn - 04.02.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.02.1972, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 4. febrúar 1972 TÍMINN 3 araháskólans rektor Kenn- Núverandi stjórn Hlifar. F.v. Hallgrimur Pétursson, Sigvaldi Andrðsson, Gunnar S. Guðmundsson, Hei mann Guðmundsson formaður, Guðni Kristjánsson, Halldór Helgason og Finnur Sigurðsson. Verkamannafélagið Hlíf 65 ára Dr. Broddi Jóhannesson var hinn 31. janúar s.l. kjörinn rektor Kennaraháskólans til fjögurra ára, sbr. 2gr. laga nr. 38/1971, um Kennaraháskóla Islands. Menntamálaráðuneytið hefur sett eftirtalda menn lektora við Kennaraháskóla Islands um eins árs skeið frá 1. janúar 1972 að telja: Dr. Brodda Jóhannesson í upp- eldisgreinum. Baldur Jónsson cand.mag. og Indriða Gislason cand.mag. I islenzkum fræðum. Loft Guttormsson lic.és lettres i félagsfræði. Séra Ingólf Guðmundsson i kristinfræði og trúarbragðasögu. Eirik Jónsson kennara i stærðfræði. Gunnar Klængsson kennara i list- og verkgreinum. Menntamálaráðuneytið, 2. febrúar 1972. Skógræktarfélag Kópavogs heldur fræðsluvöku i kvöld, föstu- daginn 4. febr.,kl. 8,30 i Félags- heimili Kópavogs. Ingvi Þor- steinsson fjallar um ýmsa þætti i gróðurriki landsins og sýndar verða litskuggamyndir. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti, en annars er öllum heimill aðgangur á vökuna. (Frá Skógræktarfélagi Kópavogs) AK-Reykjavik. Menningar-og fræðslusamband alþýðu, sem er stofnun Alþýðu- sambands ísiands, hefur ákveðið að efna til umræðufundar um skattamál næstkomandi mánu- dag 7. febrúar kl. 20.30. Umræðuefni fundarins er af- staða verkalýðsstéttanna til skattabreytinga þeirra, sem felast I frumvörpum rikisstjórn- arinnar, sem nú liggja fyrir Alþingi. Um þessar mundir á Verka- mannafélagið Illif i Hafnarfirði 65 ára afmæli, ekki er vitað ná- kvæmlega um stofndaginn, þar sem fyrsta fundagerðarbók félagsins er löngu glötuð. En samkvæmt rituðum heimildum er öruggt, að félagiö var stofnað um mánaðamótin jan.-febrúar 1907, enda geta tvö blöð um félagsstofnunina, Alþýðublaðið (17. marz 1907) og Þjóðviljinn, blað Skúla Thorodd- sen, sem gefið var út á Bessa- stöðum. A stofnfundi félagsins gengu 40 manns i félagiö, karlar og konur, og fyrsti formaður var tsak Bjarnason á Óseyri, slðar bóndi I Jón Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri, mun gefa yfirlit um helztu breytingar og kerfiö, en Björn Jónsson, forseti Alþýðusam- bandsins, ræða um afstöðu Alþýðusambandsins til málsins. Halldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra, mun sitja fundinn og svara fyrirspurnum, en einnig verða frjálsar umræður. Fólk er hvatt til að fjölmenna á þennan fund og kynna sér skatta- breytingarnar. Fífuhvammi i Kópavogi. En 17. marz 1907 skýrir Alþýöublaðið frá þvi að félagar í Hlif séu orðnir 230 að tölu, þar af 80 kvenmenn. Félagar Hlifar i dag eru rösklega 700. Þessara timamóta i sögu Hlifar Líkn með þraut Læknasamtökin hafa snúið sér til saksóknara rlkisins og óskað eftir opinberri rannsókn varðandi endurteknar yfirlýsingar um, að læknar gefi út lyfseðla á örvandi lyf i óhófi. Er sýnilegt að læknum þykir mál til komið að verja hendur sinar, og er þess að vænta að rannsóknin leiði i Ijós hvað hæft er i hinum endurteknu á- sökunum. Satt er það, aö læknum er ætið nokkur vandi á höndum, þegar um er að ræöa að skrifa lyfseðla handa fólki, sem einhverra hluta vegna er orðið svo illa farið að þaö þarf helzt pillur til aö geta sofnað, pillur tilað geta vakað og pillur til aö geta sinnt stöfrum, ef einhver eru. Spurningin er hvað eigi að gera við fólk, sem á löngu árabili venst á lyfjanotkun, sem er ekki i neinu sambandi við iikamlega heilbrigði, eins og venjulegt fólk þekkir, heldur markast af huglægu ástandi, sem verður minnzt með kaffisamsæti i Skiphól, laugardaginn 5. febrúar n.k. kl. 3.00 e.h. Þar verða flutt ávörp, karlakórinn Þrestir syngur, Karl Einarsson verður meö eftirhermur og trióið Litið eitt syngur. erfitt er að skilreina, hvað þá ráða við cða lækna með pillugjöf einni saman. Læknar eru þarna I meiri vanda,en þegar þeir standa frammi fyrir áþreifanlegum likamlegum misbresti, og kunna sjálfsagt cngin ráð önnur en leggja likn með þraut, hversu fjarstæð og árangurslaus sem sú likn kann annars að vera. En hinu er ekki. að leyna, aö innan um fólk með slika huglæga sjúkdóma, slæðist alltaf nokkur fjöldi af fólki, sem neytir deyfi- lyfja með sama móti og alko- holistar neyta brennivlns. Að visu er þarna aöeins um stigsmun að ræöa. i þvi tilfeili er læknirinn I jafnmiklum vanda staddur og af- greiöslustúlka i lyfjaverzlun, sem al langri æfingu vcrður meistari i þvi að þekkja þá úr, sem drekka kogarann í staö þess að bera hann á hólur og nota hann i öðrum sótt- hreinsandi tilgangi. Læknar geta svo sem sagt, að þeir geti ilbáttað sig á þvi hvar eitt stigið endar og annað tekur við i þessu tilfelli. A Fundur verkaljðsstétt- anna um skattamálin Vörukaupalán nema nú 2 milljörðum króna t fréttatilky nningu frá viðskiptaráðuneytinu segir, aö frá 1. april veröi óheimilt aö flytja inn ýmsar vörutegundir, s.s. ýmsar by gginga vörur, raf- magnsvörur, ke^. skófatnað og fleira gegn erlendum greiöslu- fresti. Viðskiptaráðuneytið gerir þessar ráðstafanir til að draga úr hinum stuttu erlendu vörukaupa- lánum, og taka reglur um þetta gildi 1. apríl. I fréttatilkynningunni segir m.a. •• „Innflutningur er nú frjáls á nær öllum vörum. En einnig hefur verið heimilt að flytja inn megin- hluta innfluttra vara með 3ja mánaða greiðslufresti. Ekki er ætlunin að skerða innflutnings- frelsið, en hins vegar er nú ætlunin að draga úr hinum stuttu erlendu vörukaupalánum, en þau hafa aukizt mikið undanfarin ár og nema nú um 2 milljörðum króna. Samkvæmt hinum nýju reglum verður nú bannaður erlendur greiðslufrestur á ýmsum full- unnum neyzluvörum, sem áður hefur veriö leyfður greiðslu- frestur á. En áfram verður leyfður greiðslufrestur á hrá- efnum til iðnaðar, hálfunnum vörum, ýmsum rekstrarvörum landbúnaðar og sjávarútvegs, vélum og tækjum. Meðal vara, sem óheimilt verður að flytja inn gegnerlend um greiöslufresti samkvæmt hinum nýju reglum, eru þessar: Ýmsar byggingarvörur, þó ekki timbur og steypustyrktarjárn. Rafmagnsvörur, þar á meðal ljósaperur. Ýmsar matvörur, þar á meöal kex. Skófatnaður að undanteknum gúmmiskófatnaði. Ýmsar pappirsvörur. Þá gera hinar nýju reglur ráð fyrir þvi, að greiðslufrestur um- fram 3 mánuði, sem leyfður er við innflutning margra vörutegunda, verði styttur á nokkrum vöru- tegundum. Fjölmennur fundur BSRB EB - Reykjavik. BSRB efndi til borgara- fundar um kjaradeilu þess við rikisvaldið i Háskólabiói i fyrrakvöld, og var fundurinn mjög fjölmennur. Meðal ræðumanna á fundinum voru þeir Halldór E. Sigurðsson. fjármálaráðherra, sem skýrði viðhorf rikisstjórnar- innar I málinu. Kristján Thorlacius. formaður BSRB og Birgir tsleifur Gunnars- son, en hann talaöi fyrir hönd borgarráðs Reykjavíkur. í lok fundarins bað Lúðvik Jósepsson viðskiptaráð herra um orðið og sagði hann m.a., að eðlilegt væri að samið yrði um laun rikis- starfsmanna i lægstu launa- flokkunum hliöstætt við ASt - samningana I desember s.l. Dr. Broddi Þrjár ákærur vegna eins þjófnaðar OÓ - Reykjavik. Þrir sakadómarar vinna nú að dómsrannsókn mála, sem öll eru tengd sama þjófnaði, sem aðeins einn maður stóð að, en fleiri blönduðust von bráðar i málið. Er hér um að ræða stuld á ávisunum frá Krabbameinsfélaginu og á tékkahefti i eigu starfsstúlku þar. Ekki leið á löngu, þar til falskar ávisanir úr heftunum fóru að berast lögreglunni, sem ekki tökst að komast á sporið, fyrr en kona var staðin að þvi að fram- selja ávisun úr öðru heftanna i Sparisjóöi Hafnarfjarðar. Kona þessi er allþekkt fyri friðarbaráttu sina og hefur hal't sig mjög i frammi i röðum þeirra, sem vilja varnarliðið tafarlaust burtu af landinu. Kom það banka- starfsmönnum nokkuð á óvart, að konan skyldi framselja ávisun með nafni dóttur skeleggasta baráttumanns fyrir áfram- haldandi dvöl varnarliðsins og segja sjálfa sig vera þá konu, hverrar nafn var falsað á tékkann. Hélt hún þeim l'ram- burði áfram, þegar lögreglu- skýrslur voru teknar af henni. Brátt voru fleiri aðilar hand- teknir vegna stolnu og fölsku tékkanna. Voru alls sjö manns við málið riðnir, og i ljós kom, að fimm þeirra voru meölimir i Fylkingunni, eða nátengdir henni. En ekkert kom fram, sem benti til, að samtökin, sem slik væru á nokkurn hátt blönduð i málið. Fimm aðilar hafa setið i gæzlu- varðhaldi vegna málsins. Tals- vert hefur verið greitt til baka af þvi fé, sem svikið var út. Að undangenginni rannsókn gaf sak- sóknari Cit ákærur á hendur þrem þeirra aðila, sem misfóru með margnefnd tékkahefti. Er nú málið enn á ferðinni hjá sakadómaraembættinu, og mun sitthver saksóknarinn kveða upp dóm yfir hverju hinna ákærðu. A laugardaginn hefst ráðstefna um áfengismái á Hótel Loft leiðum, en að henni standa: Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið, Félagsmálastofnun Reykjavikur og Landssambandið gegn áfengisbölinu. þetta er minnzt hér til að árétta, að svo getur vcrið, að of mikils sé krafizt af læknum almennt eigi þeir að fara að flokka sjúklinga eftir ástriðu eða þörf hvað pillu- átið snertir. Ilinu cr svo ekki að leyna, að i hænum ganga stórar sögur um einstaka lækna, sem selji lyfseðla á riflegu verði i hendur þeim, sem hafa pillur fyrir sitt brennivin. Slíkir utangátta læknar eiga ekki að varpa skugga á hina virðulegu og ágætu stétl. Væntanlega leiðir hin opinbera rannsókn I Ijós, hvort sögur af þeim hafa viö rök að styðjast. En læknar eiga ckki einir að bcra þann vanda, sem samfara er vaxandi pilluáti. Ekkert nema skráning deyfilyfja- sjúklinga og rétt viðbrögð að henni lokinni koma i veg fyrir þennan vaxandi vanda þjóöarinnar. Svarthöfði NB - Sú villa varð i þættinum i gær, að þar féll niður orðið ekki. Þar átti að standa: Fyrirgangur fyrrgreinds hóps vakti enga áer- staka athygli. Hitt var athyglis- verðara, að þeir I hópnum, sem ekki fylgdu Fylkingunni o.s.frv.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.