Tíminn - 04.02.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.02.1972, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 4. febrUar 1972 TÍMINN 5 Þjóðhöfðingjar dvergrikisins Monaco, Rainer fursti og hin fagra frú hans Grace, voru i heimsókn i Houston i Texas, þar sem þau skoðuðu meðal annars hið risastóra ,,Astrodom", iþróttasvæði með plastkúpli yfir, og er þetta alls fjórir hektarar. — Gætuð þér ekki hugsað yður að fá svona heima i Monaco,spurði forstjórinn. — Jú, það er skinandi hugmynd, svaraði Rainer. — Þá yrðum við fyrsta yfirbyggða þjóðin i heiminum. 1 framtiðinni verður mönnum kleift að láta gera sig ófrjóa án þess að sjá á bak þeim mögu- leika, að verða feður seinna. Þá verða til sæðisbankar viða og sæði er hægt að geyma djúpfryst i 15—20 ára, án þess að það taki skaða af. Sæði er fryst með aðstoð fljótandi nitrogens og þurfa eig- endur sæðisins að greiða 1500 krónur á ári i geymslugjald og fyrir frystinguna, sem er dýr i framkvæmd. Það kostar um 7200 krónur að frysta þrjár prufur i einu. Nú eru þau börn, sem til hafa orðið úr djúpfrystu sæði i heiminum, orðin 400 og er það elzta 17 ára gamalt. Erfingi Opel-milljónanna, Gunter Sachs, sem eitt sinn var kvæntur Birgitte Bardot, er ekki beint að láta sér leiðast að vera skilinn við hana. Hann er nefni- lega kvæntur aftui, eins og við hofum reynar áður sagt frá. Hjónabandið kvað vera eitt þeirra allra beztu. Konan er sænsk, Mirja Larsson og fyrir nokkru fæddist sonurinn Christian. Þessa dagana er fjöl- skyldan i vetrarfrii i St. Moritz og þar var þessi mynd tekin af Gunther, sérlega vel klæddum, þar sem hann er úti að aka með soninn á sleða. Brezka pop-stjarnan og leik- konan Marianne Faithful, er að eigin ósk á taugahæli þessa stundina. Meðsjúklingar hennar hafa ekki hugmynd um, hver hún er, þekkja hana aðeins undir nafninu Jane Grey. Móðir Marianne, sem nú er gift enskum barón, neitar að segja orð um málið. Það var 1964, sem Marianne Faithful varð heims- fræg og árið eftir giftist hún stú- dent nokkrum og eignaðist með honum son. Þau skildu og næstu fjögur árin var Marianne með Mick Jagger i Rolling Stone^ og einhvers staðar á þvi timabili missti hún fóstur. Mick yfirgaf hana. Skömmu siðar kynntist hún irskum lávarði, sem sveik hana illa,og þá var hún handtekin fyrir að láta illa i ölæði á götu i London. Marianne hefur glatað mörgum tækifærum vegna sinna slæmu tauga, þvi enginn þorir að treysta á, að svona manneskja standi sig i vinnu. Snowdon lávarður og kona hans, Margrét prinsessa, sjá svo sannarlega um að brezkum blaðalesendum leiðist ekki. Fyrir skömmu, þegar Snowdon lá á sjúkrahúsi,gat hann einnig lesið i blöðunum að konan hans væri úti að dansa með Lichfield lávarði, sem er miklu betri ljósmyndari en hann sjálfur. Lichfield var eitt sinn mikið með Britt Sellers. Margrét og lávarðurinn eru tals- vert skyld, en illar tungur vilja ekki meina, að það sé þess vegna, sem þau eru alltaf úti að skemmta sér. Lengi hafa gengið sögur um, að hjónaband Margrét- ar og Snowdons væri ekki upp á það allra bezta og vist er það, að á sjúkrahúsið kom oftsinnis falleg fyrirsæta i heimsókn, en eigin- konan sást ekki. Nú biða brezku blaðalesendurnir spenntir eftir einhverju framhaldi á þessum ástarævintýrum.^L, veitt aðalhlutverk i banda- riskri kvikmynd, sem tekin verður upp i Sviþjóð og heitir ,,Hvert siðdegi” eða eitthvað svoleiðis. Maður getur svo sem reynt að gera sér ein- hverjar hugmyndir um, hvað gerast muni hvert siðdegi með DD. Á timum kynbombanna, BB, MM, CC, og hvað þær nú voru kallaðar, var þessi myndarlega kona DD. Diana Dorsheitirhúnog bylgjaðist af mikilli list i nokkrum kvik- myndum. En svo hvarf hún og allir héldu að hún væri liðin undir lok. Nú er Diana fertug og i anda spakmælisins ,,Allt er fertugum færty er hún nú komin fram i dagsljósið og vill fara að leika á ný. Helzt i gamanmyndum og sumir segja, að hún hafi i rauninni hæfileika. Henni hefur verið — Lena, þvi i ósköpunum sagðirðu manninum, að ég væri heima? Nú verð ég að borga reikninginn. —Ma, en þú varst heima. — Eftir öll þessi ár hjá mér, áttu að geta séð það á fólki, hvort ég er heima eða ekki. Sumarið er sá timi, þegar börn skella hurðunum, sem þau láta standa opnar á veturna. — Hvaða Eva er það, sem þú talar um upp úr svefninum? — Æ, það er hesturinn, sem ég veðjaði á. — Skrýtið. Hesturinn hringdi i dag og spurði eftir þér. Mikið væri gaman að lifa, ef allar konur væru giftar og allir karl- menn piparsveinar. Pinupils eru faraldur, sem min vegna má breiðast út. Ég sá, að þú varst ekki á mót- mælafundinum gegn yfirvinnunni i gærkvöldi. — Nei, ég var að vinna eftirvinnu. — Ég notaði þetta einu sinni við bólum, en þér sjáið, að þær eru alveg horfnar. Páll var i öngum sinum, þvi tvo daga i röð hafði hann óvart eyði- lagt dýr verkfæri á verkstæðinu. Hann þorði varla að segja for- stjóranum það, en safnaði þó kjarki og fór til hans. Forstjórinn varð fjúkandi vondur og hrópaði: — Maður minn, þú eyðileggur meira en þú vinnur fyrir á viku! — Já, en þá verðurðu bara að borga mér meira, sagði Páll. Það eina, sem er þess virði að lesa það i vikugömlu dagblaði eru skrýtlurnar. Ung stúlka var i búð að kaupa sér rúm. Hún var lengi i vafa, en þegar búðarmaðurinn tók til máls, ákvað hún sig. Hann sagði, að ekkert gæti komið fyrir hana ef hún veldi messingrúmið. — Nei, þá vil ég heldur tekkrúmið, svaraði hún. — Hvernig i ósköpunum stendur á þvi frú, að þér seljið 500 þúsund króna bil fyrir 10 þúsund? — Það er mjög einfalt. I erfða- skrá mannsins mins stóð, að peningarnir fyrir bilinn ættu að renna til einkaritara hans, fyrir hvað hún hefði veriðgóð við hann. DENNI — Ég man, að það varð svona dimmt i fyrra, en ég hélt, að það væri búið að gera við það núna. DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.