Tíminn - 04.02.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.02.1972, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 4. febrúar 1972 TÍMINN 7 Kflítfán B«ne-dtkf»Sört, RitiijötSM ÞórarlrtH Þrtra:tN«>þrtxt»li|);:: Awdrés/Ktfstjánssort^xiónijiHetíjaíön^ (MdrtSt líg^öfSffitrtssrtúSöti^TörtsksixKBrtiisöú: jfritrturi-öwlasort.Rttsfjofnarslfrttstofgf 18300 11333; -ftSlíSQSigSKrifStofúy" VSfýsJrijtwtjórt; f íddtibúsirtu, SfetúS sfmeF Bártkástrsti: 7:: : AfgretOsluífnti ÁugtýsirtgáSítWj ÍMlSt:: ASfár: i skýjfstöfwr: Áskríftar<j(ald : :kr;: :12S,Ö0: :á : mánuSt: Innanlaniis. simj 78300. í tausasöiu ^krvitS.WetntaktS. : BtaSáfifentl tiiíilljÖffsáfli : :? Tillaga Ingvars Ingvar Gíslason, alþingismaður, hefur undanfarið setið á fundum Ráðgjafaþings Evrópuráðsins í Strass- borg. Ingvar á þar sæti í landbúnaðar- og sjávarútvegs- nefnd þingsins. Tókst honum þar að fá einróma með- mæli með breytingatillögu, er hann flutti og fól í sér áskorun á Efnahagsbandalagsríkin, að ganga til móts við hagsmuni íslands og sérstöðu í sjávarútvegs- og fisksölumálum. Þessi tillaga Ingvars var síðan sam- þykkt einróma á Ráðgjafaþinginu sjálfu. í tillögunni sagði, að Ráðgjafaþingið liti svo á, aðí stefna Efnahagsbandalagsins 1 sjávarútvegsmálum ætti að vera með þeim hætti, að hún mætti leiða til góðrar samvinnu milli þess og þeirra fiskveiðiþjóða í Evrópu, svo sem íslendinga, sem ekki hygðu á aðild að bandalaginu, en æskja samvinnu við það á grund- velli sérstakra viðskipta- og tollasamninga. Eins og kunnugt er hefur Efnahagsbandalagið gert það að skilyrði fyrir viðskipta- og tollasamningum við ísland varðandi verzlun með fiskafurðir, að íslend- ingar hættu við fyrirhugaða útfærslu landhelginnar í 50 sjómílur. Það er marg yfirlýst, að íslendingar munu aldrei sætta sig við nein höft á útfærslu fiskveiðilögsögunnar, og þess vegna þýðir afstaða Efnahagsbandalagsins nánast að loka eigi mörkuðum Evrópuríkja fyrir íslend ingum. Hin ákveðna stefna og yfirlýsingar íslenzku ríkisstjórnarinnar um útfærslu landhelginnar í 50 sjó- mílur 1. september n.k. lá skýrt fyrir, þegar Ráðgjafa- þing Evrópuráðsins samþykkti tillögu Ingvars Gísla- sonar og skoraði á Efnahagsbandalagsríkin að leita eftir góðri samvinnu við íslendinga á grundvelli við- skipta- og tollasamninga, og þess vegna felst í sam- þykkt Ráðgjafaþingsins beiðni um að slakað verði á kröfum bandalagsins á hendur íslendingum í þeim samningum, sem nú eiga sér stað við ísland um gagn- kvæma fríverzlunarsamninga. Þessi samþykkt er því mikilsverður stuðningur við málstað íslendinga. í ræðu sinni í Ráðgjafaþinginu sagði Ingvar Gísla- son m.a., er hann mælti fyrir tillögu sinni, að efna- hagslíf íslendinga byggðist á sjávarútvegi og útflutn- ingi fiskafurða. Útilokað væri, að ísland fengi staðizt kröfur Efnahagsbandalagsins. íslendingar hefðu algera sérstöðu og íslenzkt efnahagskerfi væri svo frábrugðið iðnaðarþjóðfél. Evrópu að óhugsandi væri, að það gæti fallið að grundvallarreglum Efnahagsbandalagsins. En íslendingar eru Evrópumenn, sem vilja gjarna viðhalda og styrkja forn menningar- og viðskiptatengsl við aðrar Evrópuþjóðir og íslendingar vona, að evrópskrar vinaþjóðir leitist við að skilja sérstöðu íslands og viðurkenna hana í verki. Viðskiptasamvinna íslendinga og meginlandsþjóða Evrópu er mikilvæg öllum, sem hlut eiga að máli, sagði Ingvar Gíslason. Hún er jafnvel meginlandsþjóð- unum meira virði en íslendingum. Sannleikurinn er sá, að íslendingar flytja meira inn frá Evrópu en þeir flytja út þangað. í lok ræðu sinnar sagði Ingvar: „Við erum aðilar að EFTA, Fríverzlunarsamtökum Evrópu, en eftir fyrirhugaða stækkun Efnahagsbanda- lagsins er framtíð EFTA að meira og minna leyti óljós. íslendingar geta ekki tekið á sig þá áhættu, sem felst í aðild að Efnahagsbandalaginu. Hins vegar leitum við eftir samvinnu við Efnahagsbandalagið á grundvelli sérstakra samninga um tolla og viðskipti. Það er ósk mín og einlæg von, að Ráðgjafaþing Evrópuráðsins svni vilja sinn í því að styðia íslendinga til þess að ná sanngjörnum samningum við Efnahagsbandalagið. — TK. ERLENT YFIRLIT Smallwood sætti sig illa við úrslítin Lokið löngum valdaferli í Nýfundnalandi Joseph R. Smallwood ÞIN GKOSNIN GAR fóru fram í Nýfundnalandi í októ- bermánuði siðastl., en end- anleg úrslit voru ekki tilkynnt fyrr en um miðjan janúar. Or- sök ,þess mikla dráttar voru þau, að úrslitin ultu á örfáum atkvæðum í mörgum kjördæm- um og var því krafizt endur- talningar. í einu kjördæminu hafði rúmlega 100 seðlum ver- ið brennt í ógáti og var því endurtalning ekki möguleg. Þar hafði frambjóðandi íhalds flokksins sigrað með 8 at- kvæða mun. Frjálslyndi flokk- urinn krafðist þess, að hæsti- réttur ógilt kosninguna, þar sem endurtalning væri úti- lokuð, en rétturinn úrskurðaði kosninguna gilda eftir þriggja mánaða málaþras. Þá fyrst voru þau úrslit tilkynnt endan lega, að íhaldsflokkurinn hefði fengið 21 þingmann kjörinn, Frjálslyndi flokkur- inn 20 og einn þingmaður, sem hafði fylgt Frjálslynda flokknum. lýsti sig utanflokka, en hét nýrri stjórn íhalds- flokksins stuðningi sínum. f næstu þingkosningum á undan (1966), hafði Frjáls- lyndi flokkurinn fengið 39 þingsæti og íhaldsflokkurinn 3. Hér hafði því orðið mikil breyting 0g Sm.allwood for- sætisráðherra vildi því ekki gefast upp fyr en í fulla hnef- ana. Það var hann, sem réði mestu um það, að það dróst í þrjá mánuði að tilkynna end- anleg úrslit kosninganna. ÚRSLIT kosninganna bundu endi á 21 árs samfellda stjórn Frjálslynda flokksins undir forustu Smallwoods. Það var Smallwood sem hafði forustu um það 1948, að atkvæða- greiðsla færi fram um það, hvort Nýfundnaland ætti að verða sérstakt fylki í Kanada. Saga Nýfundnalands er ann- ars sú, að það varð fyrsta ný- lenda Breta 1583, en þá réði Elísabet I. ríkjum í Bretlandi. Það var síðan brezk nýlenda óslitið til 1917, en þá hlaut það sjálfstæði^ sem brezkt sam veldisland. Árið 1933 hafði kreppan mikla lamað svo efna hag landsins, að það lýsti sig óbeint gjaldþrota, og var það þá sett undir sex manna sam- eiginlega stjórn Breta og heimamanna. Sú skipan hélzt enn 1948, þegar umrædd at- kvæðagreiðsla fór fram. At- kvæðagreiðslan fór á þá leið, að 78.408 greiddu atkvæði með sameiningunni, en 71.464 á móti. Síðan hefur nýlendan verið kanadískt fylki. NÝFUNDN AL AND s.iálft er nokkru stærra en fsland- að flatarmáli og íbúar þess eru tæp 500 þús. Undir fylkið heyrir einnig Labradorskag- inn, sem er að mestu óbyggð- ur, en þar búa um 20—30 þús. manns. Fiskveiðar og skógar- högg hafa verið aðalatvinnu- vegir Nýfundnalandsmanna. Báðar þessar atvinnugreinar hafa verið vanþróaðar og af- koma Nýfundnalandsmanna því stórum lélegri en vera þyrfti. Smallwood forsætisráð- herra hefur reynt að vinna að eflingu þessara atvinnugreina, m.a. unnið að því að fækka útgerðarstöðum, svo að fisk- iðnaði yrði betur komið við Þá hefur hann stefnt að því að koma upp ýmsum iðnaði, einkum þó stóriðju með að- stoð erlends fjármagns. Meðal annars hefur verið unnið að byggingu mikils orkuvers í Labrador, Churchill-virkjunar- innar, sem ætlað er að verði með tíð og tíma eitt mesta orkuver í heimi. Þá er vcrið að rcisa mikla olíuhrcinsunar- stöð, en samningar, sem Small- wood gerði um það, eru mjög umdeildir og drógust mjög inn í kosningabaráttuna. Óneitanlega getur Small- wood bent á, að miklar fram- farir hafi orðið í stjórnartíð hans, bæði í verklegum og menningarlegum efnum. M.a. hefur verið komið upp háskóla fyrir fleiri þúsund stúdenta, og sjómannaskóla, sem er tal- inn einn fullkomnasti í heimi. En cfnahagur landsmanna hefur ekki tekið tilsvarandi framförum. Smallwood og flokksbræður hans hafa reynt að benda á, að Nýfundnaland hafi grætt mjög á því að sam- einast Kanada, og því til sönn unar nefnt hin miklu framlög, sem samríkið hefur látið af mörkum til Nýfundnalands- manna, t.d. í sambandi við tryggingar. Andstæðingarnir hafa haldið því fram á móti, að sameiningin hafi lamað margvíslegt framtak heima fyrir og þurfi að byggja upp traust efnahagslíf í Nýfundna landi, sem sé sem óháðast fram lögum samríkisins og erlendu fjármagni. Þessi málflutning- ur virtist hafa fallið í góðan jarðveg í kosningabaráttunni. ÞAÐ GETUR og hafa átt sinn þátt í úrslitunum, að kjós- endur hafi verið orðnir þreytt- ir á langvarandi st.iórn Small- woods, þótt hann hefði notið mikilla vinsælda um skeið. Af hálfu andstæðinganna var því og haldið óspart fram, að Smallwood hagaði sér nánast oins og cinræðisherra og hefði það ágerzt með aldrinum. Joseph R. Smallwood er fæddur 24. október árið 1900. Hann fór ungur til New York og gerðist þar blaðamaður við blöð, sem jafnaðarmenn gáfu út. Hann tók virkan þátt í for- sotakosningunum 1924, þegar Norman Thomas var frambjóð andi jafnaðarmanna. Small- wood hélt þá ræður á mörg- um fundum og hlaut þá æfingu í ræðumennsku, sem gagnaði honum vcl, þegar hann kom heim til Nýfundnalands rétt áður en heimskreppan hófst og fór að skipuleggja samtök verkamanna. Síðar sneri hann sér að því að reka áróður fyrir sam'dningu Nýfundnalands og Kanada. Sameiningin var meira verk hans en nokkurs annars. f k.jölfar hennar varð hann fyrsti forsætisráðherra hins nýja fylkis og hafði gegnt þvf starfi samfleytt í næstum 22 ár, cr hann lét af völdum *• 18. f.m. Eftirmaður hans sem for- sætisráðherra, Frank Moores, formaður íhaldsflokksins, er 38 ára. Hann hefur lofað ýms um umbótum. Eitt fyrsta verk hans verður að ýta á eftir að- gerðum sambandsstjórnarinn- ar í fiskveiðilandhelgismálun- um, en vaxandi ágangur er- lendra togara á fiskimiðum Nýfundnalands, hefur dregið úr fiskafla heimamanna og ótt- ast þeir þó að verra sér í vænd um. nema fiskveiðilandhelgin verði færð út. Fyrir fslendinga verður athyglisvert að fylgjast mcð afstöðu hinnar ný.iu stjóm ar Nýfundnalands í þessum málum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.