Tíminn - 04.02.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.02.1972, Blaðsíða 9
TÍMINN 8 FÖSTUDAGUR 4. febrúar 1972 FÖSTUDAGUR 4. febrúar 1972 TÍMINN Dagskrá sjónvarps og hljóðvarps Dagskrá sjónvarps og hljóðvarps Dagskrá sjónvarps og hljóðvarps Dagskrá sjónvarps og hljóðvarps Dagskrá sjónvarps og hljóðvarps Dagskrá sjónvarps og hljóðvarps Dagskrá sjónvarps og hl við sjón- varp Sjónvarpið hefur nú um tima látiö gera ýmsa þætti utan af landsbyggðinni, svo sem frá umhverfi Mývatns undir umsjón Magnúsar Bjarnfreðssonar, og einnig þætti i umsjá Olafs Ragnars- sonar. Þaö, sem hefur ein- kennt þessa þáttagerö, er sú staðreynd, að þeir hafa verið teknir i litum. Bæði eykur það möguleika á að selja þá erlendis, þarsem litasjónvarp hefur verið tekiö upp, en fyrst og fremst koma þessir þættir i góðar þarfir, þegar litasjón- varp verður tekið i notkun hér á landi. Það er staðreynd, sem ekki verður vikizt undan, að lita- sjónvarp ryður sér til rúms hvarvetna, þar sem sjónvarp erinotkun. Eölilegt er, miðað viö aðstæður, að ekki var byrjað á litasjónvarpi hér á landi strax i upphafi. Nóg þótti nú samt að koma þvi af stað. Hins vegar liöur timinn, og búast má viö þvi, að eftir skamman tima verði svo komið, að ekki fáist efni er- lendis frá, sem með góðu móti verði hægt aö sýna i svart- hvitu sjónvarpi, eins og þó er hægt að gera enn, þótt myndir séu i litum. Þegar þar að kemur, getur orðið erfitt aö halda úti dagskrá öðruvisi en breyta yfir i lit. Og enn kemur eitt til. Það er ekki mjög dýrt fyrir sjón- varpið sjálft að breyta yfir i lit. Það mun ekki kosta nema eitthvað rúmar tiu milljónir, og þykir engum mikið nú á dögum milljónanna. Mestur kostnaður yrði þessu auðvitað samfara hjá sjónvarps- notendum, sem þyrftu að skipta um tæki til að ná litaút- sendingunni, þótt þeir gætu ef þeir vildu, haldið áfram að horfa á litaútsendinguna i svart-hvitu. En þessi skipti sjónvarpsnotenda fara að verða auöveld úr þessu. S j ó n v a r p s t æ k j u m er markaður ákveðinn aldur, og þeir, sem urðu fyrstir til að fá sér sjónvarp hér á landi, eiga nú orðiö tæki sem varla duga mikið lengur úr þessu. Þaö væri mikill misskilningur, ef islenzkir sjónvarpsnotendur yrðu látnir skipta yfir i ný tæki á næstu árum, án fyrr- greindrar breytingar. Aður en til slikra almennra skipta kemur vegna þess að nú- verandi tæki eru útgengin, þarf sjónvarpið að taka upp litaútsendingar, og fer vel á þvi, að það yrði eigi siðar en þjóðhátiðarárið 1974. Sé lita- sjónvarp tekið upp á réttum tima, skapast af þvi tiltölulega litill aukakostnaður fyrir sjón- varpsáhorfendur, sem, hvort sem er, þurfa að fara að fá sér ný tæki, sumir hverjir A mánudagskvöld kí. 8.30 var óperueinþáttungurinn Ráðskonuriki eftir Giovanni Pergolesi flutt i sjónvarpinu i inn lendri sjónvarpsuppfærslu. Þetta er þriðja uppsetning sjónvarps okkar á óperu, tvær þær fyrri voru Amal og næturgestirnir eftir Minotti og Astardrykkurinn eftir Donnizetti. Hins vegar hefur sjónvarpið sýnt ýmsar erlendar sjónvarpsóperur. Amal og Astardrykkurinn voru unnar þannig fyrir sjónvarp, aö tónlistin og söngurinn voru tekin upp fyrst, en siðan var myndin gerð og léku þá söngvararnir án þess að syngja. Við gerð þessarar þriðju óperu hefur sjónvarpið reynt að betrumbæta þessa að- ferð. Ráðskonuriki var tekið með þeim hætti, að tónlistin, sem Sinfónfuhljómsveit Islands flytur, var tekin upp fyrst, en söngur, leikur og mynd tekin á eftir við tónlistina flutta af segulbandi. Þetta er mjög til bóta, en oftast kemur annkannalega fyrir, þegar söngvarar verða að leika að þeir séu að syngja i sjálfri myndatök- unni. 1 Ráðskonurikinu syngja og leika þau Guðrún A. Símonar og Guömundur Jónsson, en þriðja hlutverkið, sem er i höndum Þór- halls Sigurssonar, er án söngs, en hann leikur engu að siður eftir- minnilega persónu á sinn kostu- lega hátt. Tónlistin við Ráðskonurikiö var tekin upp i sumar i Háskólabió, en söngurinn og leikurinn i haust i sjónvarpinu. Gekk upptakan mjög vel, tók aðeins tvo daga, og hrósa þau Guðrún A. Simonar og Guðmundur Jónsson starfsfólki sjónvarpsins fyrir hve gott hafi verið aö vinna þar. Að sögn Jóns Þórarinssonar, forstöðumanns lista- og skemmti- deildar sjónvarpsins, er Ráðs- konuriki Pergolesis tiltölulega mjög ódýrt sjónvarpsefni, enda „fáir og þaulvanir söngvarar” i þessari uppsetningu. Jón Þórarinsson var spurður að þvi á blaðamannafundi, hvört hann teldi að við gætum selt öðr- um þjóðum sjónvarpsefni svo sem Ráðskonuriki. Taldi hann ekki, að áhugi væri erlendis á út- lendum óperum i islenzkri upp- setningu, ööru máli gegndi ef gerð yrði alislenzk sjónvarps- ópera. í dagskrá næstu viku Og þá er dagskrá sjónvarps- ins næstu viku. Hún hefst kl. 17.00 á sunnudag meö endur- tekningu brezku teiknimynd- arinnar Félagi Napóleon, sem byggð er skáldsögu brezka rit- höfundarins George Orwells (1903-1950) The Animal Farm. Verk þetta er satira eins og Nineteen Eighty-Four, en fyr- ir þessar tvær skáldsögur er Orweil hvað kunnastur. 1 dýragarðinum (The Animal Farm) hafa menn talið Orwell vera að gagnrýna Stalins- timabilið, en bókin kom út 1945. Seinna þetta sama kvöld ræðir Svava Jakobsdóttir, al- þingismaður, við hinn kunna sósialista og rithöfund Krist- inn E. Andrésson, sem mjög hefur látið til sin taka bók- menntir, stjórnmál og félags- mál. Þátturinn, sem tekinn verður á mánudag, er sem sagt enn eitt spurningar- merki. Ýmíslegt fleira er á dagskrá næstu viku, sem vert er að geta en okkur skortir fróðleik og dálkarúm til að fjölyrða um, má t.d. geta um myndir frá Óly mpiuleikunum i Sappóró á þriðjudag, miðviku- dag og föstudag. Tónleika unga fólksins á föstudag, sem sjarmörinn og snillingurinn Leonard Bernstein stjórnar, og spurningaþáttar Barða Friðrikssonar, Vitið þér enn, á laugardag, þar sem þau Guð- rún Sigurðardóttir húsfreyja og séra Agúst Sigurðsson á Ólafsfiröi leiða saman hesta sina. IGÞ-SJ SUNNUDAGUR 6. febrúar 1972. 17.00 Endurtekið efni. Félagi Napóleon (The (Animal Farm) Brezk teiknimynd frá árinu 1955, byggð á samnefndri skáldsögu eftir George Orwell. Þýðandi Óskar Ingimars- son. A búearði nokkrum koma húsdýrin sér saman um að gera byltingu og steypa bóndanum af stóli. Ráðagerð þeirra heppnast fullkomlega, en brátt koma i ljós ýmsir annmarkar á hinu nýja stjórnarfari. Aður á dagskrá 17. janúar siðastliðinn. 18.10 HelgistundSr. Jón Thorar- ensen. 18 25Stundin okkar. Stutt atriði úr ýmsum áttum til skemmtunar og fróðleiks. Umsjón Kristin ólafsdótt- ir. Kynnir Asta Ragnarsdótt- ir. 19.10 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20Veöur og auglýsingar. 20.25 Maöur er nefndur Kristinn E. Andrésson. Svava Jakobsdóttir ræöir við hann. 21.00 Tom Jones.Þriðji söngva- og skemmtiþátturinn með dægurlagasöngvaranum Tom Jones. Asamt honum koma þar fram: Paul Anka, Georgia Brown, Mary Hopkin ofl. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 21.50Rauða herbergið.Fram- haldsleikrit frá sænska sjónvarpinu, byggt á sam- nefndri skáldsögu eftir August Strindberg. 6. þáttur. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Efni 5. þáttar: Sellen verður frægur, þegar konungurinn kaupir málverk hans. Smith bóka- útgefandi hyggst gefa út ljóð Arvids. Rehnhjelm fær tveggja ára samning við leikhúsið. Þar kynnist hann leikaranum Falander og vinkonu hans Agnesi, ungri leikkonu, sem hann verður ástfanginn af. 22.30 Dagskrárlok. MANUDAGUR 7. febrúar 1972. 20.00 Fréttir 20.25 Veöur og auglýsingar 20.30Fjallaævintýrið. Leikrit eftir norska rithöfundinn H.A. Bjerregaard. Leikstjóri Aloysius Valente. Meðal leikenda Honas Brunnvoll, Gisle Straume, Paal Hangeraas og Sigve Böe. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. Leikurinn gerist i af- skekktu byggðarlagi i Noregi á siðustu öld. Hreppstjórinn þar á gjaf- vaxta dóttur og hefur á .kveðið að gifta hana ung um frænda sinum. En stúlkunni er litið um þá ráðagerð gefið, og hefur meira dálæti á pilti úr borginni, sem hún hefur nýlega kynnzt. t þessu byggðarlagi hafa Tatarar gert si heimakomna aö undanförnu, og nú er frændi hreppstjórans send- ur af stað að leita þeirra. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 22.101 leit að Paradis.Indversk kona, Gita Metha, gerði þessa mynd, sem lýsir Ind- landi vorra daga frá sjónarhóli Indverja sjálfra, vandamálum þeim, sem við er að etja, og viöbrögð- um landsmanna og við- horfum þeirra. Þýðandi og þulur Sonja Diego. 22.5 0Dagskrárlok ÞR IÐJUDAGUR 8. febrúar 1972. 20.00 Fréttir 20.25 Vcður og auglýsingar 20.30Ashton-fjölskyldan.Brezkur framhaldsmyndaflokkur. 4.þáttur. Úrslitakostir. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. Efni 3. þáttar: Margrét Ashton ætlar að gifta sig. Bróðir hennar, Philip, kemur heim frá Oxford með vin sinn, til þess að vera viðstaddur brúðkaupið. 1 veizlunni veldur vinur hans hinu mesta hneyksli, með þvi að ráðast að Shefton prent- smiðjueiganda og ausa yfir hann svivirðingum af pólitiskum ástæðum. Davið, sem kominn er i flugherinn, sinnir fjöl- skyldu sinni litið, en skemmtir sér áhyggjulaus með félögum sínum. 21.20 Er nokkuð hinum megin? Umræðuþáttur um spurn- inguna miklu: Er lif eftir þetta lif? Umræðum stýrir Magnús Már Lárusson, háskóla- rektor. Inn i þennan þátt er felld mynd frá sænska sjónvarp- inu um sama efni, með um- ræðum lærðra manna og viðtölum við fólk með ófreskigáfu. 22.35 Frá ólympiuleikunum i Japan. Sýndar veröa- myndir frá keppni i bruni kvenna, 500 metra skauta- hlaupi og 15 kilómetra skiðagöngu. (Evrovision) Umsjónarmaður Omar Ragnarson. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 9. febrúar, 1972. 18.00 Siggi. Sparibuxurnar. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. Þulur Anna Kristin Ar- ngrimsdóttir. 18.10 Teiknimynd. 18.15 Ævintýri i norðurskógum 19.þáttur. Huldubjörg. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 18.40 Slim John. Enskukennsla i sjónvarpi. 12. þáttur endurtekinn. 18.55 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Heimur hafsins Italskur fræðslumyndaflokkur. 4. þáttur. Vinna neöansjáv- ar. 1 þessum þætti er fjallað um viðgerðir undir yfir- borði sjávar, björgun sokk- inn skipa ofl. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 21.20 Frá Ólympiuleikunum i Japan Aö þessu sinni verða sýndar myndir frá keppni i skiðastökki af 70 metra há- um palli, 1500 metra skautahlaupi og tiu kiló- metra göngu. Umsjónarmaöur ómar Ragnarsson. (Evrovision) Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 11. febrúar 1972. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Tónleikar unga fólksins. Petrújska.Leonard Bern- stein stjórnar Filharmon- iuhljómsveit New York- borgar á tónleikum, sem haldnir eru i tilefni 80 ára afmælis Igors Stravinsky, og kynnir nokkur verka hans, þar á meðal ballett- inn Petrújska. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 21.20 Adam Strange: skýrsla nr. 3424.Vágestur. Úr fjórða þætti Ashton-fjölskyldunnar. Colin Campell sem David Ashton og Amelia Taylor sem Peggy. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.10 Erlend málefni. Umsjónar- maöur Sonja Diego. 22.40 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 12. febrúar 1972. 16.30 tþróttir. Vetrar-Ólymplu- leikarnir. M.a. myndir frá stórsvigi og 1500 megra skauta- hlaupi kvenna á ólymplu- leikunum i Sapporo i Japan. Enska knattspyrnan, Derby og Notts County, og myndir frá listhlaupi á skautum og stórsvigi karla i Sapporo. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. (Evrovision) Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Skýjum ofar.Brezkur gam- anmyndaflokkur. Sprengjan. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 20.50Vitið þér enn? Spurninga- þáttur. Stjórnandi Barði Friðriks- son. Keppendur að þessu sinni eru frú Guðrún Sigurðar- dóttir og séra Agúst Sig- urðsson, en þau skildu jöfn i siðasta þætti og keppa nú til úrslita. 21.20 Nýjasta tækni og visindi. Frönsk fræðslumynda- syrpa. M.a. um fornar leifar manna, jarðeðlisfræði hafsbotnsins, gervihné, há- spennukerfi og lifnaðar- hættiengisprettna. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.50Amalia (Amélie ou le temps d’ aimer). Frönsk biómynd frá árinu 1945, byggð á skáldsögu eftir Michéle Agnot. Leikstjóri Michel Drach. . Aöalhlutverk Marie José Nat, Jean Sorel og Clotilde Joana. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Hin unga og fagra Amalia elskar frænda sinn, Alain, og hann virðist endur- gjalda tilfinningar hennar, þar til önnur stúlka kemur til sögunnar, leikkonan Emmanuelle, léttlynd og glæsileg. 23.30 Dagskrárlok. Sunnudagur 6. febrúar 8.30 Létt morgunlög Portágalskir, júgóslav- neskir og danskir lista- menn flytja þjóðlög sin. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Sænski næturgalinn Jenny Lind Guðrún Sveinsdóttir flytur erindi með tónlist (2). 9.35 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Orgelkonsert nr. 3 i C- dúr eftir Haydn. Edward Power Biggs og Columbiu-hljómsveitin leika; Zoltan Rozsnyai stjórnar. b. Pianókonsert nr. 1 i Es- dúr eftir Liszt. Valentin Gheorghiu og Tékkneska filharmoniusveitin leika; Georges Georgescu stjórn- ar. c. „Geist und Seele wird verwirret”, kantata nr. 35 eftir Bach. Flytjendur: Teresa Stich-Randall, Maureen Forrester, Alex- ander Young, John Boyden, kammerkór Tón- listarakademiunnar i Vin og sinfóniuhljómsveit útvarpsins þar i borg; Hermann Scherchen et- *jórnar. Organleikari: Her- bert Tachezi. 11.00 Bibliudagur: Messa 1 Hall- grímskirkju Hermann Þorstein* * fram- kvæmdastjóri Hins is- lenzka bibliufélags prédik- ar; dr. Jakob Jónsson þjón- ar fyrir altari. Organleik- ari: Páll Halldórsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15Indland og nágrannalönd. Sigvaldi Hjálmarsson rit- stjóri flytur annað erindi sitt og nefnist það Snæ- heimur. 14.00 Miðdegistónleikar: óperan „Fidelio” eftir Beethoven. Þorsteinn Hannesson kynnir. Flytjendur: Christa Ludwig, Jon Vickers, Gottlob Frick, Franz Crass, Walter Berry, Ingeborg Hallstein, Ger- hard Unger, Filharmoniu- kórinn og hljómsveitin; Otto Klemperer stjórnar. 16.00 Fréttir Framhaldsleikritið „Dickie Dick Dickens” eftir Rolf og Alexöndru Becker. Tiundi þáttur.Þýð- andi: Lilja Margeirsdóttir. Leikstjóri: Flosi Ólafsson. Fyrsti sögumaður :Gunnar Eyjólfsson. 16.40 Gitarkonsert eftir Stephen Dodgson John Williams og Enska kammersveitin leika; Charles Groves stjórnar. 16.55 Veðurfregnir 17.00 A hvitum reitum og svört- um. Guðmundur Arnlaugsson flytur skákþátt. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Kata frænka” eftir Kate Seredy Guðrun Guðlaugsdóttir byrjar lestur sögunnar, sem Steingrimur Arason islenzkaði. 18.00 Stundarkorn meö söngkon- unni Evelyn Lear, sem syngur lög eftir Hugo Wolf við ljóð eftir Eduard Mörike. 18.30 Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Hratt flýgur stund. Jónas Jónasson stjórnar þætti með blönduöu efni, sem var hljóðritaður i Vik i Mýrdal. 20.50 Koðjusöngur Biynhildar úr „Ragnarökum” eftir Richard Wagner. Anja Silja syngur með Fil- harmoniusveitinni i Helsinki á tónlistarhátiö- inni þar i borg s.l. haust; Jussi Jalas stjórnar. 21.10 Ljóð eftir Ingólf Kristjáns- son. Höfundur flytur. 21.20 Poppþáttur i umsjá Ástu Jóhannesdótt- ur og Stefáns Halldórsson- ar. 22.00Fréttir 22.15 Veöurfregnir Handknattleikur i Laugar- dalshöll Jón Ásgeirsson lýsir leikj- um i 1. deild Islandsmóts- ins. 22.45 Danslög Guðbjörg Pálsdóttir dans- kennari velur lögin. 22.25Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MANÚDAGUR 7.00 Morgunútvarp * Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. landsm.bl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn: Séra Þor- bergur Kristjánsson (alla daga vikunnar) Morgunleikfimi: kl. 7.50: Valdimar örnólfsson og Magnús Pétursson pianó- leikari (alla daga vikunn- ar). Morgunstund barnanna: Ingibjörg Jónsdóttir byrjar að segja sögu sina „Hamst- urinn, sem hvarf”. Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög leikin milli liða. Þáttur um uppeldismál kl. 10.25: Pálina Jónsdóttir ræðir við Sigriði Gisladótt- ur sjúkraþjálfara um mál- efni fatlaðra barna. Gömul Passiusálmalög i útsetningu Sigurðar Þórð- arsonar kl. 10.45 Þuriður Pálsdóttir,' Magnea Waage, Erlingur Vigfússon og Kristinn Hallsson syngja við undirleik dr. Páls tsólfssonar. Fréttir kl. 11.00. Illjómplöturabb (endurt. þáttur G.J.) 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Búnaðarþáttur Sveinn Einarsson veiði- stjóri talar um eyðingu refa og minka. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Breytileg átt” eftir Asa i Bæ. Höfundur les (4) 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar Sinfóniuhljómsveit Lun- dúna leikur Sinfóniu nr. 4. i f-moll eftir Vaughan Williams; André Previn stjórnar. Robert Tear, Alan Civil og hljómsveitin Northern Sinfonia flytja Serenötu op. 31 eftir Benja- min Britten; Neville Marriner stjórnar. 16.15 Veðurfregnir. Endurtekið cfni: Norður- trland Dagskrárþáttur gerður af Páli Heiðari Jónssyni, áður útv. 7. nóv. s.l. Rætt viö Ásgeir Magnússon, Eggert Jónsson, Þorstein Thorar- ensen, Mary Donnelly og John Cowan. Fram kemur álit brezku stjórnarinnar á Irlandsmálum. 16.45 Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.10 Fra m burðarken nsla I tengslum viö bréfaskóla SÍS og ASt Danska, enska og franska. 17.40 Börnin skrifa Skeggi Asbjarnarson les bréf frá börnum. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Dagtegt mál. Sverrir Tómasson cand. mag. flytur þáttinn. 19.35 Um daginn og veginn Tryggvi Sigurbjarnarson stöðvarstjóri við Sogsvirkj- un talar. 19.55 Mánudagslögin. 20.30 tþróttalif Orn Eiðsson ræðir við Torfa Bryngeirsson. 20.55 Samleikur i útvarpssal Rögnvaldur Sigurjónsson, Pétur Þorvaldsson og Sig- urður Snorrason leika Trio i a— moll op. 114 eftir Jo- hannes Brahms. 21.20 islenzkt mál. Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 21.40 Samtiöartónskáld Kynnt verða verk eftir Douglas Lilburn frá Nýja- Sjálandi. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (7) Lesari Óskar Halldórsson lektor. 22.25 „Viðræður við Stalin” Sveinn Kristinsson les bók- arkafla eftir Milóvan Djilas (4). 22.45 Hljómplötusafnið i umsjá Gunnars Guð- mundssonar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 8. febrúar. Morgunútvarp 7.00 Veðurfregnir kl. 7,00, 8,15 Og 10.10. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Mjrgunstund barnanna ki. 9.15: Ingibjörg Jónsdóttir segir sögu sina „Ham- sturinn, sem hvarf” (2). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Jakob Jakobsson fiskifræðingur ræðir um sildveiðibannið. Sjómannalög. Fréttirkl. 11.00. Stundarbil (endurtekinn þáttur F. Þ.). Endurtekið efni kl. 11.30: Sigriður Jónsdóttir frá Stöpum segir sögu af móðurlausum músa- börnum (áður útv. 17. des. s.l.) og Geir Christensen ræðir um hestamennsku við Sigurð Þorsteinsson frá Teigaseli (áður útv. 6. okt s.L). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Húsmæðraþáttur Dagrún Kristjánsdóttir húsmæðrakennari talar við Sigriði Thorlacius um vörulýsingu og vörumat. 13.30 Eftir hádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög frá ýmsum timum. 14.30 fcg er forvitin, rauð I þættinum er fjallað um hjúskaparmál, skatta og tryggingar. Umsjónarmaður: Helga Sigurjónsdóttir. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónlcikar Fabienne Jacquinot og Westminster-hljómsveitin leika Pianókonsert nr. 5 i F-dúr op. 103 eftir Saint- Saé'ns, Anatole Fistoulari stjórnar. Margrit Weber og Sinfóniuhljómsveit út- varpsins i Vestur-Berlin leika Búrlesku i d-moll eftir Richard Strauss, Ferenc Fricsay stjórnar. Wilhelm Backhaus leikur á pianó Intermezzi og Ballötu op. 118 eftir Johannes Brahms. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. 17.10 Framburðarkennsla Þýzka, spænska og esperanto. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Kata frænka” eftir Kate Seredy Guðrún Guðlaugsdóttir les (2). 18.00Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Heimsmálin Tómas Karlsson, Magnús Þóröarson og Asmundur Sigurjónsson sjá um þáltinn. 20.15 Lög unga fólksins Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 21.05 iþróttir Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.30Útvarpssagan : „Hinu megin við heiminn” cftir Guðmund L. Friðfinnsson Höfundur les (9). 22.00 Fréttir: 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passlusálma (8). 22.25 Tækni og visindi: Visinda- árangur á liðnu ári Páll Theódórsson eðlis- fræðingur flytur fyrri hluta annálsins. 22.45 Harmonikulög Yvette Horner leikur. 23.00 A hljóðhergi „Andbýlingarnir” — Genboerne — eftir Jens Christian Hostrup. Fyrri hluti. Með aðalhlutverk fara: Paul Reumert, Henning Palmer, Edith Pio, Rasmus Christianssen, Ellen Gott- schalch, Birgitte Price og Ingeborg Brams. Leik- stjóri er Kai Wilton. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 9. febrúar. 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Fræðsluþáttur Tannlækna- félags íslands kl. 8.35: Hörður Einarsson tann- læknir talar um þróun tanna i börnum. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Ingibjörg Jónsdóttir lýkur við að segja sögu sina „Hamsturinn, sem hvarf”. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Merkir drauinar kl. 10.25: Þórunn Magnea Magnús- dóttir les úr bók eftir Willi- am Oliver Stevens i þýðingu séra Sveins Vikings. (7). Fréttir kl. 11.00. Föstuhuglciöing: Séra Magnús Guð- mundsson fyrrum prófast- ur flytur. Kirkjutónlisl: Sigurveig Hjaltested og Guðmundur Jónsson syngja Passiu- sálmalög við undirleik dr. Páls Isólfssonar / Marie Cíaire Alain leikur Orgel sónötur nr. 1 og 2 eftir Bach. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til kynningar. 12.25 Fréttir og veðuríregnir. Til Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Þáttur um heilbrigðismál Ilalldór læknir llansen yngri talar um heilsugæzlu barna. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar Siðdegissagan: „Brcytileg átt" cftir Asa i Bæ Höfundur les (5). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Fræðsluþáttur Taniilækna- félags islands (en- durtekinn): Hiirður Einarsson tannlæknir talar um þróun lanna i börnum. 15.20 Miðdegistónlcikar: islenzk tónlist a. Sónata lyrir fiðlu og pianó eftir Fjölni Stefáns- son. Rut Ingólfsdóttir og Gisli Magnússon leika. b. Lög eftir Skúla Halldórsson. Svala Nieisen syngur, höfundur leikur á pianó. c. „Struttura” I fyrir flautu og pianó eftir Herbert H. Agústsson. Jósef Magnússon og Þorkell Sigurbjörnsson leika. d. Ballettsvita eftir Atla Heimi Sveinsson úr leik- ritinu „Dimmalimm”. Sinfóniuhljómsveit ls- lands leikur, höfundur stjórnar. Veðurfregnir. 16.15 Þættir úr sögu Banda rikjanna Jón R. Iljálmarsson sxoia- stjóri flytur sjötta erindi sitt: Tesamkvæmið i Boston. 16.45 Lög lcikin á hörpu. 17.00 Fréttir. 17.10 Tónlislarsaga Atli Heimir Sveinsson tón- skáld sér um þáttinn. 17.40 Litli barnatiminn Valborg Böðvarsdóttir og Anna Skúladóttir sjá um timann. ik.oo Tón leikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt niál Sverrir Tómasson cand. mag. flytur þáttinn. 19.35 ABC Ásdis Skúladóttir sér um þátt úr daglega lifinu. F'ramhald á bls. 14. Dagskrá sjónvarps og hljóðvarps Dagskrá sjónvarps og hljóðvarps Dagskrá sjónvarps og hljóðvarps Dagskrá sjónvqrps og hljóðvarps Dagskrá sjónvarps og hijóðvarps Dagskrá sjónvarps og hljóðvarps Dagskrá sjónvarps og hl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.