Tíminn - 04.02.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.02.1972, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 4. febrúar 1972 TÍMINN n Hinn 16 ára gamli Japani, Hideki Takada, hleypur upp tröppurnar 103 á Makomani-leikvanginum tii aft tendra olympiueldinn, sem á að ioga meðan á 11. Vetrar-Olympiuleikunum i Sapporo stendur. (Simamynd UPl) Virðuleg og áhrifamikil Vetrar- Olympíu- leikanna Vetrar-Olympiuleikarnir i Sapporo voru settir af Hirohito Japanskeisara i fyrri nótt að viðstöddum um 50 þúsund áhorfendum. Setningin hófst á minútunni kl.11.00 að japönskum tima eða kl. 2.00 eftir miðnætti að islenzkum tima. Keppendur hinna 35 þjóða, sem taka þátt i þessum 11. Vetrar-Olympiu- leikum, gengu fylktu liði inn á leikvanginn undir þjóðfánum sinum. Að venju gengu Grikkir fyrstir, en siðan kom hver þjóðin á fætur annarri eftir stafrófs- röð, en gestgjafarnir Japanir komu siðastir. Sólin skein , en nokkur vindur var meðan athöfnin fór fram. Hún tókst eins og bezt verður á kosið. Allir héldu röðog engin ringulreið kom á hópinn. eins og skeði á Olympiuleikunum i Mexikó 1968 Gangan var mjog ntriK og falleg, einhver sú fegursta, sem hinir 3000 blaðamenn, sem fylgjast með leikunum, hafa séð. Þegar göngunni lauk,var komið með Olympiueldinn inn á leik- Svíar og Tékkar sigruðu í fyrstu leikjunum í Sapporo Fyrir utan setningu leikanna I Sapporo i gær voru aðeins tveir leikir í isknattleik. 1 fyrri leiknum, sem fram fór fyrir fullsetinni Makomani- skautahöllinni, léku Japan og Tékkóslóvakia. Leiknum lauk meðsigri Tékkóslóvakfu 8:2 (1:0 - 4:1 - 3:1). Síðari leikurinn var á milli Sviþjóðar og Júgóslaviu og lauk honum með sigri Svia 8:1 (0:0 - 4:0 - 4:1). Búizt er við að isknattleiks- keppnin á leikunum verði mjög hörð og jöfn, en þar eru 'lekkar, Sviar og Sovétmenn taldir berjast um gullverðlaunin, og veröi úrslit annarra leikja að koma á óvart, ef einhver önnur þjóö nær til verðlauna i þessari vinsæiu iþróttagrein. setning vanginn. Var bað 16 ára stúlka, Izumi Pjujimura, sem er ein af keppendum Japans, sem renndi sér tigulega á skautum inn á völlinn, klædd hvitum búningi. Hún renndi sér með kyndilinn einn hring og afhenti siðan landa sinum og jafnaldra, Hideki Takada, kyndilinn. Hann tók við honum og hljóp upp hinar 103 tröppur, sem liggja að eld- stæðinu, sem gnæfir yfir leik- vanginn. Þar tendraði hann eld, sem mun loga,meðan á leiknum stendur eða næstu 11 daga. Að lokinni þessari athöfn sór iapanski skautahlauDarinn Keiichi Suzuki, Olympiueiðinn fyrir hönd allra keppenda, að fylgja ollum tnnum olympisku reglum til heiðurs iþróttum. Þegar eldurinn hafði verið tendraður, hlupu hundruð barna inn á leikvanginn og slepptu tug- þúsundum litrikum blöðrum upp i loftið, en um leið var skotið flug- eldum og þeir böðuðu himin- hvolfið i öllum regnbogans litum. Þótti þá mörgum nóg vera komið af litadýrðinni. Þegar flugeldarnir voru gengnir til þurrðar og allar blöðrurnar horfnar út i buskann, steig Hirohito Japanskeisari i ræðustól, og setti leikana með stuttri ræöu. Þar á eftir töluðu Avery Brundage, formaður Alþjóða-Olympiunefndarinnar og Kogoro Uemura, formaður fram- kvæmdanefndar leikanna. öll setningarathöfnin stóðst áætlun upp á minútu. Hún tók nákvæmlega 75 min., og segir i Framhald á bls. 14. Sapporo í dag í dag verður keppt i eftirtöldum greinum i Sapporo: Stökkkeppni i norrænni tvikeppni. 30 km skiðaganga karla. 5000 m skautahlaup karla. Listkeppni kvenna á skautum. Sleðakeppni tveggja manna. ísknattleikur. „Verðirnir” dulbúnir sem blaðamenn? Þaö hefur oft vakið athygli á alþjóðamótum, hvað Austur- Evrópuþjóðirnar eru ætið með marga fararstjóra fyrir hverjum hópi. Margir hafa haldið þvi fram, aö þessi stóri hópur væri einskonar verðir, sem fylgdust með þvi, að þeirra menn blönd uðu ekki of mikið geði við aöra keppendur og hlypu ekki á brott. Forráðamenn Olym - piuleikanna i Sapporo ákváöu áður en leikarnir hófust, að aðeins viss fjöldi fararstjóra yrðu með hverjum hópi. Þessu mót- mæltu flestar Austur-Evrópu- þjóðirnar, en þau voru ekki tekin til greina. Það hefur vakið athygli blaða- manna á þessum leikum, hve mikið er af blaöamönnum frá þessum löndum — flestir þeirra menn, sem þeir hafa aldrei séð áður á stórmótum. Sérstaklega vekja tveir „kammiratar” frá Austur-Þýskalandi athygli i „Blaðamannalandinu” eins og aðalstöðvarnar fyrir fréttamenn eru nefndar. Þeir fylgja austur-þýzku göngu- mönnunum eftir eins og skuggar — og ekki hefur nokkur maður séð þá skrifa linu á biað eða nota sima. SAPP0R072 Qpp Qp9 Q5?9 Q99 95?9 95?P Q9P QPP 9$ Eftir þvi sem blaðið héfur fregnað, hefur nú aftur tekizt samvinna milli Knatt- spyrnusamband íslands og Knattspyrnuráðs Reykja- vikur um niðurröðun leikja fyrir næsta keppnistimabil. A siðasta ári rikti mikiö ófremdarástand i þessum málum, þegar slitnaði upp úr samvinnunni og hvor aðili um sig raðaði niður. Varð þá mikið um árekstra og oft kom fyrir, að fjórum liðum var stefnt á sama leikvöllinn á sama tima. Er ánægjulegt til þess að vita, að forustu- menn knattspyrnumálanna skuli hafa séð sig um hönd i þessu máli. * Hinn góðkunni knatt- spyrnuþjálfari Guðbjörn Jónsson hefur nú tekið viö þjálfun 2. deildar liðs Þróttar. Guðbjörn hefur viða komiö við á ferli sinum sem þjálfari, m.a. þjálfaði hann 1. deildar lið KR, Keflavikur og Vals, en á siðasta ári þjálfaði hann 2. deildar lið Armanns. Bróðir Guðbjörns, Óli B. Jónsson, mun þjálfa 1. deildar liö Vals, eins og komið hefur fram i fréttum, en honum til aöstoðar verður Þorsteinn Friöþjófsson, hinn kunni bakvörður Vals-liðsins og landsliösins um árabil. Þorsteinn er hættur að leika. Hann sneri sér strax að þjálfun yngri aldursflokka Vals, en mun auk þess aðstoða Óla B. við meistara- flokkinn, eins og fyrr segir. * Hver skyldi eiga marka- metið i meistaraflokksleik i knattspyrnu hér á landi? Það rifjaðist upp fyrir okkur um daginn, þegar við fréttum, að Dagbjartur Grimsson, knattspyrnumaður úr h'ram, ætti fertugsafmæli. Hann skoraði á sinum tima 7 mörk fyrir Fram i leik gegn Viking i Reykjavikurmótinu, en leiknum lauk 15:0 Fram i vil. Dagbjartur hefur lagt skóna á hilluna fyrir nokkru, og vafasamt, að honum tækist aðendurtaka þennan leik nú, þrátt fyrir hið kunna spak- mæli, að allt sé fertugum fært! Ilagbjartur Grimsson. f Auglýsið | |Tímanumi llllllllllilllll!llllll!ll>lllll!llllllli

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.