Tíminn - 05.02.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.02.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN LAUGARDAGUR 5. febrúar 1972 Eðli kommúnismans Bjarni Guönason skrifar forystugrein Nýs Lands um kommúnismann og eöli hans. Minnir hann á aö nú sé meira en hálf öld liöin frá bylting- unni i Rússlandi. Ryltingin átti aö vcröa boðberi frelsis, jafn- réttis og bræðralags. t Sovét- rikjunum 1972 er bræöralag litiö, jafnréttiö minna og frels- iö ekkert. Kvillar kapital ismans hafa tekiö sér bólfestu kommúnismanum. t staö yfir- stéttar auðmanna er komin yfirstétt flokksins. I staö al- mættis auöhringa er komiö al- mætti rikisins. Siöan segir Bjarni: „Eins og flestum mun kunn- ugt, er grundvallaratriöi I kom múnismanum, aö at- vinnutækin séu I höndum hins opinbera en ekki hjá einkaaö- iluin. Reynslan hcfur sýnt I Sovétrikjunum, Kina og Júgó- slaviu, þar sem kommúnis- minn hefur mismunandi yfir- bragö, aö alger yfirráö at- vinnutækjanna hefur leitt til sviptinga mannréttinda. Og á meöan svo er, er kommúnis- minn óalandi. Lettland Tilefni þessara oröa eru þær fréttir, sem berast frá Lett- landi. Þaðan hefur spurzt, aö háttsettir lettneskir kommú- nistar hafi látiö fara frá sér inótmælabréf, þar sem bent er á margvlslegar aöferöir Itússa til aö slæva lcttneska þjóöarvitund. Rússneskir menn ráöa lögum og lofum I lettneska kommúnistaflokkn- um og leggja allt kapp á aö koma löndum slnum fyrir I æöstu stööum þjóðfélagsins, hafa komiö fyrir fjölmennum rússneskum her I landinu, en senda lettneska hermenn i aöra landshluta i Sovétrikjun- um. Þctta er aö sjálfsögöu cngin nýlunda, en staöfesting á þvi, aö Rússar halda enn á- fram aö nota Marx og Lenin að yfirvarpi til aö kúga þjóö- arbrot og smáþjóöir, ekki aö- eins innan Sovétrik janna sjálfra, heldur og á öllu yfir- ráöasvæöi kommúnismans, og eru innrásir Sovétmanfta I Ungverjaland og Tékkósló- vaklu talandi dæmi. Atök milli Sovétrikjanna og Kina eru raunverulega ekki barátta um ólikar hugsjónaleiðir kom- múnismans, heldur valda- streita tveggja samvizku- lausra stórvelda, enda er sambúö Kina og Sovétrikj- anna engu betri, nema siöur sé, en sambúö Bandarfkjanna viö kommúnistarikin hvort um sig. Stórveldin öll taka þátt i sama darraðardansi yfir- gangs og ofbeldis og smárikin veröa þvi aö taka á öllu sinu til aö halda vöku sinni og láta ekki rugla sig i riminu, þegar stórveldin eru aö tala um frelsi og friö. En dæmiö frá Lettlandi sýn- ir skef jalausa kúgun smáþjóö- ar og okkur tslendingum hlýt- ur aö renna sllkt til rifja. En þarna er ekki aöeins um aö ræöa sviptingu sjálfræöis, heldur og mannréttinda. Þjóö- félag, sem býr viö þannig rétt- arfar, aö þaö telur þá, sem uppi hafa gagnrýni og ádeilur á þaö, sem miður fei^geösjúka og lokar þá inni á geöveikra- hælum, er á miöaldastigi. Rússar viröast vera hættir aö taka menn hreinlega af lifi, þá sem dirfast aö andmæla flokksræöinu, eins og á dögum Stalfns. Nú eru menn fjar- lægöir i einangrunarklefa vit- lausraspltala. Hvor aöferðin er mannúö- legri? — Enn eru til menn hér á landi, sem dá rússneskan kommúnisma. Heyrandi heyra þeir ekki . Sjáandi sjá þeir ekki”. —TK. FALLEG KVEÐJA !ffl IllHiXllf. Landfara hefur borizt bréf frá þakklátri húsmóður, sem vill þakka Heimilisiðnaðarfélagi Is- lands fyrir góða sendingu, blaðið Hugur og hönd, sem er rit Heimilisiðnaðarfélags tslands .á s.l. ári. Bréfið er svo hljóðandi: „Kæri Landfari. Viltu skila fyrir mig kæri kveðju og þökkum til Heimilis- iðnaðarfélags Islands fyrir fallega ritið um hannyrðir, sem það hefur hefiö út. Ég er viss um að þetta rit hefur mjög örvandi áhrif til þess að halda við þjóð- legum hannyrðum og hand- verki,sem til listiðnaðar telst, og þarna er ágætur leiðarvisir i máli og myndum um margt eina. t rit- nefnd þessa ágæta blaös eru þær Vigdis Pálsdóttir, Gerður Hjör- leifsdóttir, Sigriður Halldórs- dóttir, Hólfríöur Arnad. og Auö ur Sveinsd. og eiga þær auð vitað skildar þakkir öðrum fremur. En ljósmyndarar hafa ekki heldur látið sinn hlut eftir liggja, og allt hefði verið unnið fyrir gig, ef útlit, setning og prentun hefði tekizt báglega. En þaö er nú öðru nær. Maður getur ekki annaö en dáðst að þvi, hve ritið er fallegt og aðgengilegt og myndaprentunin góð, jafnt lit- myndir sem annað. Prent- smiðjan Edda, sem þetta verk hefur leyst af hendi, lyftir verkinu beinlinis i þann sess, sem þvi ber, með ágætum frágangi sinum. Fyrsta grein i ritinu er um roðskó eftir Egil Ólafsson, og er að henni skemmtilegur fróðleikur. Þar varð ég margs visari um þennan þátt lifbjargarvegar, sem mér hefur löngum fundizt einna átakanlegast vitni um fátækt og nauðir islenzkrar þjóöar fyrr á öldum. Nú lit ég þetta ofurlitið öðrum augum, þvi að mér skilst að roðskór úr rétt verkuðu stein bitsroði hafi getað verið mjög fallegir og býsna sterkir og góðir á fæti. Jóhanna Kristjánsdóttir bætir töluverðu við fræðsluna um roðskóna i viðbótargrein i ritinu. Þá er sagt fyrir um gerð á einum þremur húfutegundum is- lenzkum, og loks eru myndir af altarisdúk og goðsagnamynd með meistaralegum útsaumi. Hugleiðingar um heimilisiðnað i tómstundum, erindi flutt á 14. þingi norrænna heimilisiðnaðar- félaga, höfundur Guy von Weissenberg. Þá þykir mér gaman að sjá gamla manninn vera að bregða hrosshársgjörð og gæti vel hugsað mér að reyna þetta eftir tilsögn hans. Viö höfum oft heyrt nefnt krókarefs- kefli, en vissum við allar fylli- lega, hvernig það var notað? Nú getum við fræðzt um þaö. Og svo kemur blessuð balderingin með stórum teikningum af upphluts- sniði. Fjölmargt annað er i þessu riti, svo sem um prjónaskap og hekl og allt forvitnilegt i bezta lagi. Um leið og ég þakka félaginu framtakið og myndasmiðum höfundum og prentlistamönnum þennan hlut, vil ég benda list- hneigðu fólki, körlum og konum, á þessa fræðslu og fyrirmyndir, sem þarna er að finna. Er þar ekki eitthvað, sem gaman væri aö fást við i tómstundum, eða framan við sjónvarpið, þegar horft er á það sem ööru auganu? Við skulum gefa betri gætur aö hinum gamla, islenzka listiðnaði. Það er ekki endilega nauðsynlegt að apa hinar gömlu fyrirmyndir nákvæmlega. Ætið má gæða það einhverju nýju lifi, finna þvi far- veg til breytinga á gömlum grunni. Þakklát húsmóðir”. Greinargerð fjármálaráð- herra um kjaradeilu BSRB Að undanförnu hefur fjöl- miðlum oröiö tiðrætt um kjara- deilu þá, sem nú stendur yfir milli rikis og starfsmanna þess. Af minni hálfu hefur ekki verið um þátttöku að ræða i þessum um- ræðum, að þvi frátöldu, er kom fram á blaðamannafundi I janúar og s.l. miðvikudag i ávarpi, sem ég flutti á borgarafundi Banda- lags starfsmanna rikis og bæja. Þar sem misskilnings gætir i frásögnum blaða af kjaradeilu rikisins og B.S.R.B., þykir mér rétt að greina frá þvi, er af minni hálfu var sagt á borgara- fundinum svo og öörum atriðum eins og þau hafa legið fyrir af hálfu rfkisstjórnarinnar. Efnis- atriði máls mins á borgara- fundinum voru þessi: „Kjarasamningalögin frá 1962 fela I sér þá stefnu, að samræmi skuli vera i launum hjá rlkinu og á almenna vinnumarkaðnum. Rök til þessarar stefnu eru aug- ljós. Sé vangert viö rikisstarfsmenn, fær rikið ekki gott starfsfólk i sina þjónustu, sem þvi sem öðrum atvinnurekendum ber nauðsyn til. Sé hins vegar ofgert við rlkis- starfsmenn samanboriö viö almenna markaðinn, skapar það kröfugerð á þeim markaði og þenslu. Þótt rikisstjórnin sé fylgjandi þeirri stefnu, sem aö framan var lýst, telur hún þau sjálfvirku tengsl, sem lögin fela i sér milli launa rikisstarfsmanna og annarra launþega, vera óæskileg af ýmsum ástæöum. t rikisþjónustu er aö finna flest þau störf, sem unnin eru I þjóðfélaginu, þannig að saman- burður launataxta er handhægur, þótt öröugra sé um vik að bera saman heildarkjör. Aö auki hefur rikið i sinni þjónustu fjölmenna starfshópa eins og kennara og löggæzlumenn, sem enga hliö- stæöu eiga á almennum vinnu- markaöi. Þvi hefur rikisstjórnin i mál- efnasamningi stjórnarflokkanna sett sér að rjúfa þessi sjálfvirku tengsl, en jafnframt að veita rikisstarfsmönnum fullan samningsrétt. Fyrir kjarasamningana I desember 1970 var almennt viðurkennt, að kjör rikisstarfs- manna væru þá orðin allverulega lakari en kjör sambærilegra starfsmanna á almennum vinnu- markaði. Samningageröin miöaði að þvi annars vegar að jafna þennan kjaramun, en hins vegar að ná föstum samningum um kjör til langs tima. Verður að lita svo á, að einhver hluti þeirra kjarabóta, sem þá var um samið, hafi verið umsamdar með það fyrir augum aö mæta breytingum á almenna vinnumarkaðnum, er siðar yrðu, og teldust minni háttar, þegar litiö væri á lengd samnings- timans. Kjarasamningarnir I desember 1970 fólu I sér launahækkanir, sem ætlað var að nema um 35% að jafnaði, þegar hækkanir væru aö fullu komnar til framkvæmda. Reynslan hefur sýnt, að rikis- starfsmenn hafa að meðaltali. fengið eða fá svofelldar hækkanir: 1. 1.07.70-31.12.70 12% hækkun 2. Arið 1971 20% hækkun 3. 1.01.72-30.06.72 32% hækkun 4. 1.07.72 40-42% hækkun Má ætla, aö þau fjölmörgu mál, sem BSRB hefur sent ráöu- neytinu til athugunar þrátt fyrir þær miklu hækkanir, sem að ofan eru taldar, muni enn hækka þetta hlutfall. Um kjarasamninga ASl og atvinnurekenda i desember s.l. er óþarft að fjölyrða. Á það verður þó að leggja áherzlu, að af þeim samningi eru aöeins tvö atriði, sem hér geta átt við, komin til framkvæmda, þ.e. hækkun allra lægstu launa og 4% kauphækkun. Afstaða rikisstjórnarinnar til krafna BSRB um endurskoðun samninga vegna þessarar samningagerðar hefur miðast við þessar tvær breytingar eingöngu Rikisstjórnin hefur boöizt til að tryggja samræmi lægstu launa vegna sérstöku breytinganna, sem á þeim eru gerðar I samningi ASÍ. Hins vegar hefur rikis stjórnin ekki talið 4% breytinguna „verulega” þannig aö BSRB eigi þess vegna kröfu tii endurskoðunar samninga skv. 7. gr. kjarasamningalaga. BSRB hefur krafizt þess, að nú þegar verði tekin afstaða til væntaniegra hækkana skv. samnmgi Abi, 4% + 6%. a petta hefur rikisstjórnin ekki viljað fallast að svo stöddu. 1 þessu sambandi má minna á, aö fyrir Kjaradómi i kjaradóms- málinu nr. 1/1969 krafðist BSRB frávisunar á þeim grundvelli, að mál var höföaö vegna breytinga á launum, sem ekki voru orðnar. Nú er afstaðan þveröfug og gerð krafa vegna óorðinna launa- breytinga. Lögum samkvæmt fékk sátta- semjari rikisins þetta mál til meðferðar og er það enn i hans höndum, þótt hann hafi hina siðustu daga ekki talið til neins að halda sáttafundi, með hliðsjón af þeim bréfaskiptum, sem aðilar hafa átt i sin á milli. Þegar mál þetta var komið til meðferðar sáttasemjara lagði Kjararáð BSRB fyrir fjármála- ráðherra samanburð á launa- kjörum ýmissa aðila, sem samningur ASÍ og atvinnu- rekenda tók til og rikisstarfs- manna, sem Kjararáð taldi vinna sambærileg störf. Þessi saman- burður hefur verið yfirfarinn sameiginlega af fulltrúum ráðu- neytisins og BSRB. Þegar þessi samanburður er skoðaður niður i kjölinn kemur i ljós, að 1.03.73, þegar hækkanir skv. samningi ASt eru að fullu komnar til framkvæmda, eru Framhald á bls. 14. M.F.A. MENNINGAR- 0G FRÆÐSLUSAMBAND ALÞYÐU Afstaða verkalýðssamtakanna til skattabreytinganna Almennur fundur verður haldinn i Sigtúni, mánudaginn 7. febrúar n.k. og hefst kl. 20.30. * Stuttar framsöguræður flytja: Jón Sigurðsson, ráðuneytisstjóri og Björn Jónsson, forseti A.S.f. jfr- Halldór E. Sigurðsson, fjarmálaráðherra og frummælendur svara fyrirspurnum. Frjálsar umræður. FELAGAR í VERKALYÐSHREYFINGUNNI FJÖLMENNIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.