Tíminn - 05.02.1972, Síða 3

Tíminn - 05.02.1972, Síða 3
LAUGARDAGUR 5. febrúar 1972 TÍMINN 3 Aðalfundur H.Í.B. verður á Biblíudaginn í BUSTAÐA- KIRKJU i Reykjavfk i framhaldi guðsþjónustu i kirkjunni, er hefst kl. 14.00. Prestur: sr. Ólafur Skúlason. Þar verður lögð fram prentuð Arsskýrsla HIB 1971 — 157. starfsár — en Bibliufélagið er, eins og mörgum er kunnugt, elzta starfandi félag á Islandi, ári eldra en Hið isl. Bókmenntafélag. Dag- skrá aöalfundarins er þannig: 1) Skýrsla forseta H.Í.B. 2) Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir endurskoöuðum reikningum ársins 1971. 3) Kosningar. 4) önnur mál. Kaffiveitingar verða á fund- inum. Auk félagsmanna H.Í.B., er öllum heimilt að sitja aðalfundinn, sem kynnast vilja starfsemi Bibliu- félagsins. Þar geta nýir félags- menn látið skrá sig i félagið (árs- gjald kr. 100/—, en ævigjald kr. 1000/—) Trygginga- dómstóll Með lögum nr. 96 frá 27. desem- ber 1971 var ákveðið að setja á stofn tryggingadóm og skyldi setja honum og starfsemi hans sérstök lög. Til þess að semja slika löggjöf hefur heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra skipað nefnd þriggja manna. I nefndinni eiga sæti frú Auður Þorbergsdóttir, lögfræðingur, og er hún formaður r.efndarinnar, prófessor Snorri Haligrimsson og Erlendur Lárus- son, tryggingafræðingur. Þess er vænzt, að unnt verði að leggja frumvarp til laga um tryggingadómstól fyrir yfir- standandi þing. Þorrablót Framsóknar- félaganna ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Þorrablót Framsóknar- J félaganna i Reykjavik ★ verftur haldið i Veitinga- £ húsinu við Lækjart. fimmtu ★ dagskvöldift 10. febrúar og £ hefst kl. Ií).:i0. Það er stjórn ★ fuiltrúaráðsins, sem stendur £ fyrir blótinu,og mun hún ★ auglýsa það nánar i næsta ★ blaði. ★ i ★ *******+*+*********-* ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ k. ★ ★ k k i * ★ ★ t ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Sex ára drengur féll í sjóinn á Akureyri 1287 vinna hjá Loftleiðum Sex ára drengur féll i sjóinn af bryggju á Akureyri i gær, en lög- reglumaður stakk sér á eftir og dró snáða á þurrt land. Drengurinn var að leika sér á Höpfnersbryggjunni, er hann af einhverjum orsökum féll i sjóinn. Hægviðri var og drengurinn sökk ekki, þar sem mikið loft i úlpu hans hélt honum á floti. Broddi Björnsson lögregluþjónn á heima þarna örskammt frá og var honum gert viðvart. Stakk hann sér i sjóinn og náöi i drenginn, sem ekki var verr haldinn en það, að hann hristi sig duglega og hljóp i spretti heim til sin. Að sögn lögreglunnar á Akureyri höfðu báðir ekki nema gott af volkinu. Ein myndanna i Fáksritinu. Núpur Sigurfinns Þorsteinssonar. Starfsmenn Loftleiða voru 1287 talsins um siðustu ára- mót. A Islandi voru starfs- mennirnir 705, og skiptast þannig: A skrifstofum og i afgreiðslu i Reykjavik unnu 194. Flugliðar voru 208, starfsfólk hótelsins 155 og á Keflavikurflugvelli unnu 148. Erlendis störfuðu 582 á 28 skrifstofum, sem dreifðar eru viða um heim. Biblíudagsins minnzt á morgun Stjórn og starfsmenn Hins fslenzka bibliufélags ásamt Evrópuframkvæmdastjóra Sameinuöu bibliufélag- nna, séra Sverre Smaadahl. Bibliudagurinn 1972 er á sunnu- dag, 6. febrúar (2. sd. i niu vikna föstu). Að venju verður Hins Isl. Bibliufélags minnzt við guðsþjón- ustur i kirkjum landsins og á samkomum kristilegu félaganna þann dag og f jármunum safnað til styrktar starfsemi Bibliufélags- ins heima (undirbúningur að útg. nýrrar isl. BIBLIU) og erlendis (Ethiopia, Nigeria, A-Evrópa, — þ.e. fjárframlög til United Bible Societies til styrktar BIBLIU- útgáfum i þessum löndum). Endurskipu- leggja lyfja- verzlunina I málefnasamningi rikis- stjórnarinnarer m.a. eftirfarandi stefnumark: ,,Að endurskipu- leggja lyfjaverzlunina með þvi að tengja hana við heilbrigðis- þjónustuna og setja hana undir félagslega stjórn.” Til þess að gera tillögur um slika endurskipulagningu, hefur heilbrigðismálaráðherra skipað 5 manna nefnd. I nefnd þessari eiga sæti Almar Grimsson, deildarstjóri i heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu,og er hann formaður nefndarinnar, Arni Einarsson, framkvæmda- stióri, Reykjalundi, Einar Bene- diktsson, lyfjafræöingur, Reykja vik, Kjartan Jóhannsson, verk- fræðingur, Hafnarfirði og Stein- grimur Kristjánsson, lyfsali, Reykjavik. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið, 4. febrúar 1972. Þeir eldri óttast felli eftir blíðuna 1 Búöardal er félagslif meö miklum blóma og eru aðal- hátíðir ársins þar framundan. Að sögn fréttaritarans þar, Steinþórs Þorsteinssonar, tefur veðrið ekki fyrir sam- komugestum, þvi þorraveðrið er vægast sagt óvenjulegt. Alauð jörð er og hvergi til klaki i jörðu. Hver blfðudagur er mikilsrirði fyrir bændur, en eldri menn vilja meina aö vorið veröi erfitt, þegar svona er, og þeir elztu spá jafnvel felli. Næg atvinna er i Búðardal og þar eru menn að byggja. Lokið var við tvö ibúðarhús fyrir áramótin, og byrjað verður að öðrum tveimur i vor. Skelfiskur hefur litillega verið unninn i Búðardal, en þá aðfluttur frá Stykkishólmi, og gengu flutningar stundum erfiðlega, en nú i janúar gekk þetta betur, enda vegir eins og um sumar. Veglegt rit á 50 ára afmæli Fáks HestamannafélagiðFákur er 50 ára um þessar mundir, og er elzta hestamannafélag á landinu. Verður haldið upp áafmælifélags- ins 24. april n.k. I tilefni afmælisins er nú komið út veglegt rit. Formaður félags- ins, Sveinbjörn Dagfinnsson, fylgir þvi úr hlaði og segir m.a.: Ævi félagssamtaka eins og Fáks eru ekki sett nein mörk um hámarksaldur eins og mönnum. Ævi Fáks og framtak ræðst af starfsvilja og samhug þeirra, sem félagið skipa á hverjum tima. Svo lengi sem hljómfall hófaspilsins og frelsið i faxins hvin hrifur sál mannsins er þörf á öflugu félagsstarfi i þágu hesta- mennskunnar. Það er afmælisósk min til Fáks, að undir merki félagsins skipist jafnan öflugar sóknar sveitir til að vinna að hagsmuna- málum hestamanna og eflingu tiginnar*eiðmennsku og aö félagið verði ætið fremst meðal jafningja i félögum hestamanna. 1 afmælisritinu er fjöldi greina um hesta og menn og er það prýtt fjölmörgum myndum. Illllllllll 11 mwr MBM Látravíkurfurðan Það er ekki nýtt að menn hefji reiðilestur út af þvi sem stendur í blöðum, og alkunna er, hve menn eru fúsir til þess að brigzla blöðum um rangan fréttaflutning, hvernig sem þau tryggja sig i bak og fyrir með hinum traustustu heimildum. Gott dæmi um þetta birtist á blaðsfðu sex i dag, þar sem formaður fiskiræktar- félagsins Látravikur skrifar sin „Fróðárundur” út af einörðum mótmælum stangaveiðimanna á norðanverðu Snæfellsnesi gegn netaveiði í sjó, sem leyfð var siðastliðið sumar viö Lárós með sérstakri heimild veiöimálastjóra og fyrrverandi Iandbúnaðarráö- herra. Mótmælum þessum var hreyft á aðalfundi Landssambands stangaveiðifélaga i Keflavik I sumar, en fréttir af þeim urðu engar, þegar blaðaö var I gögnum þeim, sem fréttamiðlum bárust að loknum fundi. Þar sem mál þetta snerti hagsmuni félags- samtaka á stóru svæði, og var auk þess umdeilt frá lagalegu sjónarmiöi, en þvi hafði verið lýst yfir að leitað yrði til dómstóla, ef um endurtekna heimild fyrir sjó- veiðinni yrði að ræða, þótti eðli- legt að leita nánari upplýsinga um framgang málsins á aðalfundinum. Sneri Timinn sér til ritara Landssambands stanga- veiðifélaga, Hákonar Jóhanns- sonar, sem veitti góöfúslega þær uppiýsingar, sem fréttin i Timanum var byggð á um þetta mál. Þessi saga er rakin hér, vegna þess að formaður Látra- víkur virðist haldinn einhverjum þrálátum misskilningi um heimildarmann að fréttinni. Hákon hefur aldrei, síðan fréttin birtist, talið sig þurfa að leiðrétta neitt í henni, og væri sæmst fyrir form. Látravikur að hætta nuddi sinu um rangfærslur Tfmans varðandi þetta mál. Sjóveiðin við Lárós hefst ekki f neitt æðra veldi, þótt hann saki Tímann að ástæðulausu um rangfærslur, sem enginn veit hverjar hafa verið. I grein sinni i blaðinu i dag upp- lýsjr svo formaðurinn, að ekki ha.fi verið um veiði i sjó að ræða, heldur á svæði, sem allt sé á hendi fiskiræktarstöövarinnar. Þetta er skritin yfirlýsing, þegar haft er i huga, aö veiðimálastjóri og fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra voru beðnir um undan- þágu til sjóveiðanna við Lárós. Voru þessir tveir ágætu menn hafðir að fiflum? Eða til hvers þurfti að nota undanþágu- hcimildina, fyrst aöeins var veitt á svæði fiskiræktarstöðvarinnar? Það er von að fonnaðurinn lesi fréttir Timans öfugar fyrst svona er komið röksemdafærslunni varðandi undanþáguna. Þrjú félög stangaveiðimanna á norðanveröu Snæfellsnesi, sem telja sig hafa mestra hagsmuna að gæta varöandi undanþáguna við Lárós, eru félag stangaveiði- manna á Hellissandi, Stanga- veiðifélag Ólafsvíkur og Fróðá. Þessi félög sendu Timanum greinargcrð, sjálfsagt eins og öðrum blöðuin.þar sem þau víttu undanþáguna, og lýstu þvi yfir.að hún ætti sér vafasama stoð i lög- um. Nú kemur i ljós, að álit for- manns Látravíkur á félögunum á Hellissandi og Ólafsvik er ekki meira en það, að hann telur, ao þar heiti aUir mcðlimir Jakob Hafstein. Þeir virðast ekki vera sjálfráöir geröa sinna i þessu máli aö dómi formanns. Það atriöi hlýtur aö þykja forvitnilegt á norðanverðu Snæfellsnesi. Kannski réttlætir það veiði i sjó? En hvaðsem skoðunum formanns Látravikur liður á manngildi stangavciðimanna á Hellissandi og ólafsvik, sem nú telja sig eiga um sárt að binda vcgna sjó- vciðinnar, þá er ástæöulaust að ætlast til þess að menn þessir fái ekki málfrelsi hér i blaðinu. Þeir hafa þaö i sama mæli og for- maður Látravikur. Um Fróöár- undur og Fróðárdrauga verða aðrir að fjalla. Á öllum timum hafa menn þótzt verða fyrir ásóknum drauga. Það skal svo liggja á milli hluta hversu traust- vekjandi það er að trúa á drauga seint á tuttugustu öld. En geti ekki stangavciöimcnn borið hönd fyrir höfuð sér ööruvisi en það sé taliðtil árása á menn og embætti, þá sitja einhverjir i stólunum, sem misskilja hlutverk sitt. Stutt frétt i Timanum hefur orðiö tilefni til mikillar umræðu um sjóveiðina viö Lárós. Fiski- ræktin cr góðra gjalda verð og enginn mælir henni mót eða vill niða hana niður. Ilelztu haturs- menn fiskiræktarinnar i landinu eru þeir, sem halda aö rödd hennar sé aðeins ein. Allt annað sé Jakob Hafstein, eða hvaö sem þessir herrar vilja nefna það. Það leiðir einungis til þess aö stofna verður ný samtök stangaveiðimanna, þvi fæstir þeirra munu una þvi til lengdar, að upphef ja megi öll rök, vefengja allar fréttir og veita Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.