Tíminn - 05.02.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.02.1972, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 5. febrúar 1972 TÍMINN 5 Peking-línan Tizkan tekur stöðugum breyt- ingum. Nýjasta nýtt er Peking- linan. Hún er upprunnin i Eng- landi, og auðvelt að gera sér grein fyrir, hvers vegna Peking varð fyrir valinu sem nafn þessarar nýju tizkustefnu. Kin- verjar hafa verið fegnir til þess að athuga, hvort eitthvað standi i raun og veru á fötunum, sem eins og þið sjáið, eru skreytt „kinversku letri”. I ljós kom, að þetta er ekki kinverskt letur, heldur einfaldlega skreyting, sem snjall tizkuteiknari hefur gert, og táknar ekki neitt sér- stakt. Nú vantar Roger Moore bara geilsabauginn, þvi er að sjá, sem hann þyrfti á honum að halda þessa stundina. Leikarinn Bob Grant vildi nefndilega gjarnan fá skýringu á samhenginu milli Rogers og stuttbuxnanna hennar Kim Benvell. Roger slapp vel frá þvi, með þvi að afsaka sig, að sem starfsmaður strætisvagnanna snerti hann svo marga á degi hverjum. Roger vinnur þó ekki i alvörunni hjá strætó, heldur leik- ur hann þetta i nýjum sjónvarps- þætti, sem heitir „Strætisvagn- arnir”. Moshe Dayan, landvarna- ráðherra ísraels,er nú kominn i slæma klipu, sem getur kostað hann stöðuna. Er þarna um að ræða samband hans við 27 ára konu, sem hann hefur haldið við i tvö ár og er ekki laust við að þetta minni á Keeler-Profumo málið i Englahdi. Sjálfur neitar Dayan að segja nokkuð um málið, en tvö timarit hafa birt alla söguna. Stúlkan heitir Elizabeth Cicis og rekur tizkuverzlun i miðborg Tel Aviv. 1 september greiddi Dayan henni um 200 þús. isl. krónur fyrir að þegja yfir sam- bandi þeirra, sem hún gerði, en hins vegar tók móðir hennar orðið og sá um að selja blöðunum söguna. Ekki er ljóst, hvernig uppskátt varð um þetta, en ljóst er, að stúlkan og móðir hennar tóku öll simtöl við Dayan, hvaðan sem hann hringdi, upp á segul- band. I israelsku timariti, er látið að þvi liggja, að varnarmálaráð- herrann hafi notað sér stöðu sina til að fá „persónulega þjónustu” af konunni, en hún heimsótti hann fyrir tveimur árum til að biðja hann að aðstoða bróður sinn i tékkafölsunarmáli. Þá er sagt, að Dayan hafi notað peninga ráðuneytisins til að greiða ástar- ævintýri sin með, m.a. hótel- herbergi, sem stöðugt var til reiðu, og að hann hafi oftsinnis yfirgefið ráðstefnurog fundi til að finna ástmey sina, en komið aftur i tima til að sitja við fundarslitin. Einnig lætur blaðið að þvi liggja, að Dayan hafi gloprað út úr sér hernaðarleyndarmálum i simann og þar sem samtölin séu til á böndum, geti ráðherrann átt von á fjárkúgun. Golda Meir hefur ekki enn skipt sér af málinu, en i þessu israelska timariti, sem nú selst eins og heitar lummur, er sagt, að ef Golda verji ekki varnarmálaráð- herrann sinn, neyðist hann til að segja af sér. Kengúra á bar. t Ástraliu verða menn að láta sér lika að drekka á börunum. standandi við hliðina á venju- legri kengúru. Hér sjáið þið kengúruna Joe-Joe, sem er orð- in fastur gestur á Bipsy Point Hótelinu i Viktoriu i Astraliu. Fyrst lét kengúran sér nægja að koma á kvöldin að eldhúsglugg- anum og snikja sér þar matar- afganga. Nú, svo gerðist það einn daginn, að Joe-Joe komst inn i hótelið, og hélt beint að barnum og fékk sér glas. Gest- irnir ráku upp stór augu. Þeir höfðu heyrt margar skemmti- legar sögur um dýr og dýralif, en aldrei höfðu þeir áður heyrt eða séð kengúru við barinn. Það er kalt i Bretlandi þessa dagana og þar er þessi fallega stúlka stödd. Hún er raunar sænsk fyrirsæta og heitir Judi Stevenson. Hún fór i kuldanum að leita sér að einhverju hlýju og fann ref einn, af gömlu gerðinni. Svo hrifin varð Judi af refnum, að hún er alltaf meö hann um háls- inn, meira að segja, þegar hún fær sér daglegan sundsprett i sjónum við Essex. Ekki vitum við þó, hvort hún sefur með rebba. Auglýsingaskilti i sjónvarps- verzlun: —Full ábyrgð er á tækj- unum hjá okkur, en við treystum okkur ekki til að ábyrgjast dag- skrána. —Nei,nú skil ég ekkert i þessu. Sumir tala um skattalækkun, en aðrir segja, að skattarnir muni ekki hækka eins mikið og allir halda. — Eg gleymdi að fara i pilsið, en ég vona, að enginn taki eftir þvi. Mikill söngunnandi vildi gifta sig, og hafði milli tveggja stúlkna að velja. önnur var gullfalleg, en laglaus, en hin ófrið, en söng hins vegar eins og engill. Hann sagði við sjálfan sig, að fegurðin fölnaði, en söngröddin héldi. Svo giftist hann þeirri ófriðu. Morguninn eftir brúðkaupiö vaknaði hann, nuddaöi stirurnar úr augunum, ýtti við konu sinni og sagði: —Svona! Syngdu, syngdu! Sá, sem aldrei hefur misst stjórn á skapi sinu, út af einhverju, hef- ur ekkert skap til að stjórna. DENNI DÆMALAUSI — I gærkvöldi bað ég guð að láta þig ekki vera svona skap- vondan. — Lagaðist það nokkuð?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.