Tíminn - 05.02.1972, Page 8

Tíminn - 05.02.1972, Page 8
8 TÍMINN LAUGARDAGUR 5. febrúar 1972 HALLVARÐUR EINVARÐSSON: Nokkur orð um nýju lögreglu- stöðina og notagildi hennar Nokkur undanfarin ár hefir staöið yfir bygging nýrrar lög- reglustöðvar við Hverfisgötu hér i borg. Mun nú senn liða að þvi að bygging þessi veröi fullgerð og búin til þeirra nota, sem alla tiö hefur verið stefnt að. Hafa miklar vonir veriö bundnar við byggingu þessa, enda hefir lögreglan nú um langan tima búið við alls kostar ófullnægjandi húsakost. Mun óhætt að fullyrða, að er bygging þessi verður fullgerð, verði fyrir hendi stórfelldir möguleikar til endurskipulagningar og bættrar samræmingar á allri löggæzlu- starfsemi á höfuðborgarsvæðinu, þ.á.m. á sviði rannsóknarlög- reglumála, enda hefir verið að þvi stefnt af hálfu löggjafans og dómsmálastjórnarinnar, sbr. ályktun Alþingis frá 17. april 1968 og framlögð stjórnarfrumvörp þar að lútandi frá árinu 1970. bá hefir og verið talið, að i byggingu þessari gæti einnig verið til húsa starfsemi ýmissa þeirra aöila, er hefðu með höndum löggæzlu- eða réttargæzlústarfsemi á tilteknum sviðum eða aðilar, sem færu með slik störf, sem telja mætti i svo nánum tengslum við ýmsa þætti almennrar löggæzlu að eðlilegt þætti, að þeir væru undir sama þaki og stjórn almennrar lög- gæzlu, enda ef til vill undir hennar stjórn að einhverju leyti eða nauðsyn á náinni samvinnu milli stjórnenda þeirra eða svo hef ég a.m.k. alltaf talið sjálfsagt. Til slikra aðila mj ndi ég tvi mælalaust telja Landhelgisgæzlu, Aimannavarnir, ú'lendinga- eftirlit, rannsókn fiknilyfjamála, bifreiðaeftiriit og t.inferöarráð. Og fleiri aðilar kæmu hér mjög til álita að minni hyggju. Þannig hallast ég t.d. persónulega að þvi, að sliku máli gegndi um embætti sak- sóknara rikisins, sem fer með yfirstjórn á rannsókn opinberra mála, og ennfremur að sama máli gegndi að þessu leyti um sakadóm Reykjavikur, a.m.k. á meðan ekki hefir verið byggt dómhús hér i borg, þar sem til húsa væri borgardómstóll Reyk- javikur, þar sem fjallað væri um öll dómsmál borgarbúa. Er það reyndar ekki vanzalaust að ekki skuli fyrir löngu verið hafinn undirbúningur að slikri byggingu, jafnframt þvi sem reglur réttai'- farslöggjafar um skipan dóms- valds i Reykjavik væru teknar til rækilegrar endurskoðunar. Það er trú min og sannfæring að til að fullnægja þörfum þeirra aðila, sem samkvæmt framan- sögðu kynnu helzt að koma til greina til afnota af hinni nýju lög- reglustöð, verði full þörf á öllu húsnæði hinnar nýju lögreglu- stöðvarbyggingar. En nú virðasta aðrar ráða- gerðir vera uppi i þessu efni. Þriðjudaginn 4. f.m. birtist i Morgunblaðinu frétt með fyrir- sögninni: „Utanrikisráðuneytið i nýju lögreglustöðina?” Kemur þar fram, að i athugun sé, að utanrikisráðuneytið fái til afnota efstu hæð nýju lögreglustöðvar- innar, þar sem Landhelgis- gæzlunni hefði til þessi verið I ætlaður staður. Hefir blaðið það eftir ráðuneytisstjóra þessa ráðuneytis, að „allt útlit sé fyrir, að ráðuneytið fái þessa hæð”. Landheigisgæzlan gæti aftur á móti fengið inni i austurhluta næst efstu hæðarinnar, þar sem Innkaupastofnun rikisins hefir leigt húsnæði, en að áliti forstjóra Landhelgisgæzlunnar yrði það „óliklega nokkur viðunandi lausn á húsnæðiserfiðleikum hannar”. Færi þvi ekki hjá þvi að áliti for- stjórans að leggja yrði i „stórar og kostnaðarsamar bætur á okkar málum hverjar sem þær nú verða”. Loks þegar vikið er i þessari frétt að væntanlegum not- um lögreglunnar sjálfrar af þessu húsi, hefir blaðið það eftir lög- reglustjóra, að lögreglustjóra- embættið myndi flytja i húsið á þessuári „vonandi fyrir mitt ár”, en nokkur hluti starfseminnar mun þó þegar hafa fengið þarna inni. Siðari fregnir (Mbl. 23. f.m.) herma svo, aö i athugun sé, að Landhelgisgæzlan flytjist til Hafnarfjaröar. Af hálfu stjórnar- ráðs er hins vegar gefið til kynna, að væntanleg afnot utanrikis- ráðuneytisins af lögreglustöðinni séu „aðeins bráðabyrgðalausn eða þar til hið fyrirhugaða stjórnarráðshús risi”, sbr. um mæli I sjónvarpsfregnum 29. f.m. í fyrrgreindum fregnum koma fram slikar upplýsingar um ráða- Leikstjóri: Ralph Nelson. Bandarisk frá 1971 Sýningarstaður: Hafnarbió, Ralph Nelson er hér að góðu kunnur fyrir „Liljur vallarins” sem hann gerði 1965 og var sýnd hérna i Tónabiói fyrir nokkrum árum og endursýnd núna um jólin i Kópavogsbiói. Hér fjallar hann um sögulegan atburð,er 700 Indiánar voru myrtir 1864. Þegar ég var barn, voru hinar svokölluðu Indiánamyndir ákaf- lega vinsælar barnamyndir. Að loknum sunnudagaskóla flykktumst við á þessar sýningar, þar sem hviti maðurinnfsem var að verja lif og limu, drap Indiána eins og flugur á sólskinsdegi. Þá vissum við ekkert um blóm- lega Indiánamenningu sem hvarf eins og dögg fyrir sólu með land- námi hvita mannsins og aö Indi •Anarnir voru hraktir af frjó- sömum landsvæðum og veiðidýr þeirra strádrepin. Sultur og eymd beið þeirra á „friðuðu svæðunum”. Hvað áttu þeir til bragðs að taka?, sitja kyrrir á rassinum, meðan þeir voru hraktir hægt, en örugglega út i dauðann. Nelson leiðir hér fram tvær mjög ólikar persónur, Homus Gant (Peter Strauss) óbreyttan her- mann, og Christa Lee (Candice Bergen) stúlku frá New York sem hefur dvaliö hjá Cheyenne Ind iánunum. Hann endurspeglar viðhorf hvita mannsins, In- diánarnir geta ekki lifað við hliö hvita mannsins, þeir eru moröingjar og ræningjar. Þeir taka höfuðleðrið af likunum, að visu var það hvitur maður sem byrjaði á þessum ógeðslega siö. Christa hefur séð aðfarir her- mannanna gegn Indiánunum; hún veit aö þeir eiga i vök að verjast og það er gagnslaust að biðja um miskunn. Það er þekking hennar á landinu og staðháttum sem bjargar þeim, þegar þau eru á leið til virkisins. Þegar þangað kemur, neita Iverson henni um mann og hest til að bjarga Gant. Það er ömurleg söguleg brenglun i handritinu, þegar Christa spyr Homus um föður hans, segir hann að hann hafi fallið við Little Bighorn með Custer. Orustan þar var ekki fyrr en árið 187(>svo það verkar vægast sagt illa á mann að heyra þau tala um atburð sem á eftir að ske. Að öðru leyti er myndin vel unnin og spennandi. Bergen og Strauss leika afar vel, og henta mætavel i hlut- verkin. Kvikmyndarinn hefur verið starfi sinu vaxinn og tón- listin er þannig að maður tekur varla eftir henni svo vel fellur hún að efninu. Kvikmyndin er blóðug og hrotta- le^en þannig voru aðfarir hvitu mannana gagnvart Indiánunum. gerðir varöandi skipulagningu löggæzlu og notkun hinnar nýju lögreglustöðvar að ég verða að lýsa furðu minni og vonbrigðum af þvi tilefni. Fæ ég ekki betur séð en að nú séu i ráði svo miklar breytingar i þessu efni að telja verði þær fráhvarf i veigamiklum atriðum frá fyrri stefnu i þessu efni. Leggja á heila hæð lögreglu- stöðvarinnar undir stjórnarráðs- skrifstofur, og upplýst er, að Inn- kaupastofnun rikisins hafi á leigu „austurhluta næst efstu hæð- arinnar”. Og eftir nokkra eftir- grennslan af minni hálfu af þessu tilefni skilst mér, að sótt muni vera fasta af hálfu enn annarra aðila um að fá þarna inni fyrir ýmiss konar starfsemi, sem ekki sé i neinum tengslum við lög- gæzlu. Með fyrrgreindu tel ég þvi að i þessum efnum hafi nú orðið var- hugaverð og hæpin frávik frá fyrri áformum. Eru frávik þessi öll til þess fallin að minni hyggju að torvelda og tefja fyrir þeirri endurskipulagningu og uppbygg- ingu i lögreglumálum, sem ég held að löggæzluyfirvöld hljóti ætið að hafa stefnt aö samtimis þvi, að hin nýja bygging yrði tekin i notkun. Ég er a.m.k. efins i þvi, að byggingartimi stjórnar- ráðshúss taki svo skamman tima að likja megi þvi við „bráða- birgðaúrlausn”. Að þvi er varðar húsnæöisþörf Landhelgisgæzl- unnar vil ég taka fram, að ég er ekki með þessum athugasemdum minum að leggja neinn dóm á mat forstjóra hennar i þeim efn- um, sbr. tilvtinuð ummæli hans og frásögn Mbl. að öðru leyti i umræddri frétt. Til þess þekki ég ekki, tel aðeins vist, að unnt hefði verið að komast sæmilega til móts við þarfir Landhelgisgæzl- unnar i þeim efnum. Aðalatriðið, og tilefni þessara athugasemda minna, er að leggja áherzlu á það höfuöatriði, að hin nýja lögreglu- stöð verði fyrst og fremst hagnýtt i þágu löggæslunnar sjálfrar og þeirra hliðargreina hennar, sem eðlilegt megi þykja af skipulags- og hagkvæmisástæöum, að séu i sambýli við hana. Og til þeirra nota tel ég að veröi ærin þörf á öllu húsrými hennar, jafnvel þó meira hefði verið, og er nokkur eftirsjá að þvi, að ekki skuli hafa verið haldið fast við upprunaleg áform um stærö þessarar bygg- ingar, ef rétt er, að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir þvi, að hún yrði einni hæö hærri en nú er. A þetta höfuðatriði legg ég megináherzlu. Loks,er hillir undir þá möguleika, sem bygging nýrrar lögreglustöðvar kann að hafa i för með sér til bættrar lög- gæzlu og endurskipulagningar á lögreglurannsókn i opinberum málum, má ekki þegar i upphafi tvistra þeim svo eða draga á langinn, að enn um hrið fái lög- regluyrirvöld ekki aö gert til að stefna að þeim umbótum, sem nauðsynlegar kunna að þykja við hin margháttuðu og vandasömu störf lögreglu i nútima þjóöfélagi — störf, sem sifellt verða viða- meiri. Við byggjum lögreglustöð til þess fyrst og fremst að þar megi hýsa alla þá lögreglustarf- semi, sem réttarvarzla nútima þjóðfélags ætlast til að þar sé innt af hendi. Loks tel ég sérstaka ástæðu til að leggja áherzlu á nauðsyn þess, að samfara slikum skipulagsmálum lögreglu, sem hér hefir nokkuö verið vikið að, sé samtimis unnið skipulega að nauðsynlegri endurskoðun réttar- farsreglna i opinberu réttarfari. öllu fleiri skulu orð min eigi verða af framangreindu tilefni. Vildi ég aðeins mega varpa fram þessum athugasemdum til at- hugunar svo og til sérstakrar yfirvegunar af hálfu viðkomandi stjórnvalda af ástæöum þeim, er ég hefi vikið að. Þær ástæður hafa a.m.k. orðið mér tilefni nokk- urrar umhugsunar um það hvert stefni i skipulagsmálum al- mennrar réttarvörzlu og löggæzlu i fjölmennustu héruðum landsins. Valdabarátta i Verða löndir nýtt óeiröas\ r v Öflugir hengilásar er á hliðum stöðva brezka flughersins i Bahrain. í nokkurra kílómetra fjarlægð er flotastöðin — einnig auð og yfirgefin. Nú þruma ekki lengur brezkar herþotur yfir Bahrain og/eða öðrum furstadæmum við Persaflóa. Brezki sjó herinn hefur hætt eftirliti með flóanum, mesta oliusvæði i heimi. Timabil er á enda við Persa- flóa. Nú er opinberlega við urkennt, að Bretar hafa lok ið við að kalla herlið sitt I burtu. Brezki sambandsfáninn var dreginn að hún I siðasta sinn i herstöðvum Breta við flóann nú um áramótin, eftir að hafa blakaö á slóðum i yfir 150 ár. Fyrir ári voru um 6000 brezkir hermenn úr landher, flugher og flota I litlu furstadæmunum þeim megin flóans, þar sem Arabar ráða rfkjum. A siðustu mánuðum liðins árs tóku þeir saman föggur sinar og yfirgáfu þessi brennheitu eyðimerkurlönd. Ýmislegt sem þeir skildu eftir, er nú til sölu á markaðstorgum Arabanna.' Innan skamms verður farið að nota hersjúkrahúsiö i Bahrain — sem fæðingardeild. Yfirráð Breta við Persaflóa og hernaðareftirlit þar hófust árið 1820, annað árið sem Viktoriadrottning var við völd. Þeir þvinguðu furstana á Sjóræn- ingjaströndinni til að undirrita samninga um vopnahlé I þvi skyni að binda endi á yfirgang arabiskra sjóræningja og til að tryggja sjóleiðina til Indlands. Allt til siðustu áramóta höfðu þeir hönd i bagga um varnar- og öryggismál i furstadæmunum niu. 1972 er fyrsta árið, sem furst- arnirviöflóann verða að bjargast án aðstoðar Breta. Hvað kemur ^ i stað Breta Hvað verður við Persaflóa?' Hvað kemur I stað Bretahers, hvernig verður öryggi tryggt á þessu eftirsótta svæði? Um það hefur verið rætt siðan Harold Wilson fyrrum forsætisráðherra Breta tilkynnti fyrir fjórum ár- um, að brezkur her skyldi burt úr Persaflóa fyrir 1972 — og var það liður i upplausn keðju brezkra herstöðva austan Súesskurðar. Enginn kann svör viö þessum spurningum. — Fram til þessa höfum við ekki orðið vör við aöra breytingu en þá, að við heyrum ekki lengur i brezkum popphljómsveitum á þessum slóðum. En ef lengra er skyggnzt, er hætt við, að hér geti orðið nýtt óeirðasvæöi i Mið- Austurlöndum. Margir vilja eignast hlutdeild i auðlindum flóans. — Þessi voru ummæli brezks verzlunarmanns i Bahrain. Hafin er barátta um forystuhlutverk Breta og fyrri stöðvar þeirra — áhrifamesta dæmi þessa er hernám írana á þrem eyjum i mynni flóans. Gamlar deilur, sumar pólitiskar, milli margra rikja við flóann, virðast nú vera að blossa upp á ný. r Barizt um forystuna Venjulegt umræöuefni er þetta: Hver tekur við forystunni af Bretum — eitthvert rikjanna við flóann eða eitthvert stórveldi lengra i burtu? Iran heyrist oft nefnt. Skiptar skoðanir eru um áhuga Sovétmanna á málinu. Irankeisari hefur a.m.k. sýnt greinilega, að hann litur á sig sem arftaka Breta sem „verndari” Persaflóa. írak, sem er helzti keppinautur Irans, ásakar keisarann fyrir að vilja stofna nýtt tsraelsriki við Persaflóa — þ.e.a.s. efla völd og áhrif Irana á arabiska svæðinu við flóann. Margir telja Pefsaflóa koma annan i röðinni sem njög umdeilt svæði i Mið-Austurlöndum. Þetta svæði gæti orðið veftvangur átaka Irana og Araba. Ekki virðist vera alveg yfirvofandi hætta á, að upp úr sjóði, en fáir efast um, að 150 ára brezkum friði fylgi ótryggara timabili. Þvi löndin við Persaflóa geta auðveldlega orðið alþjóðlegt deiluefni — fyrst og fremst vegna. oliunnar. r Mestu olíu- lindir heims Þetta svæði, sem Bretar hafa nú yfirgefið — til að spara 4000- 5000 millj. kr. I útgjöldum til varnarmála — er talið mesta orkulindasvæði i heimi. Allt annað hverfur i skugga fyrir þessari staðreynd: Á þessu svæði er meira en helmingur þeirra oliubirgða heims, sem vitaö er um. Hrjóstrug eyðimörkin og hafsbotninn undir Persaflóa geyma e.t.v. meiri auðæfi en nokkurt annað svæði á jörðinni. Vestur Evrópulönd hafa hingað til fengið 2/3 af oliunni, sem þar er notuð, frá Persaflóa. Jafnvel þótt vonirnar i sambandi við oliu- fundina i Norðursjó rættust, veröur eftir sem áður mikið af oliu flutt til Vestur-E.vróBU frá Persaflóa. Og iðnveldið Japan er næstum alveg háð Persaflóa, hvað oliu viðkemur, eða að 90 hundraðshlutum. Megnið af oliustraumnum kemur frá Kuwait, íran og Saudi Arabiu, en fjögur af fursta- dæmunum niu. sem voru undir vernd Breta — Bahrain, Quatat, Abu Dhabi og Dubai — hafa einnig eignazt hlutdeild i oliu- ævintýrinu mikla. Framleiðslan eykst stöðugt eftir þvi sem nýjar oliulindir finnast, og i fyrra var andvirði hennar um 400 milljarðar króna. Þetta er orsök þess, að brottför Breta er mörgum áhyggjuefni. Hér er mikið i húfi. r L. Bandalag furstanna En London hefur ekki látið löndin við Persaflóa sigla sinn sjó, þótt brezkir hermenn séu á bak og burt. I stað brezku her- deildanna kom innlent örveeis-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.