Tíminn - 06.02.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.02.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR 30. tölublað—Sunnudagur 6. febrúar 1972 — 56. árgangur í IERA kæli- skápar RAFTÆKJADEILD. HAFNARSTWETI 3J. ftlUI 1IM9 glllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllJllllllllllllllllllllllilllllllllillllllllW Einar Ágústsson utanríkisráðherra: Danir æskja viðræðna við okkur um landhelgismálið i TK Reykjavlk. I viðtali við Timann i gær upplýsti Einar Agústsson, utanrikisráðherra, að danska rikisstjórnin hefur beðið um viðræður við islenzku rikis- stjórnina um landhelgismálið — einkum með tilliti til Færeyja og Grænlands. Kemur fulltrúi dönsku rfkis- stjórnarinnar, Jens Kristen- sen, ambassador, hingað i næstu viku til þessara við- ræðna, en Kristensen hefur verið aðalsamningamaður Dana við Efnahagsbanda- lagið. Viðtalið við Einar Ágústsson fer hér á eftir: „Á föstudag viðurkenndi islenzka rikisstjórnin rikis- stjórn Mujibur Rahmans i Bangladesh.Hver var aðdrag- andinn að þes^sari ákvörðun rikisstjórnarinriar, Einar?" „Strax og ljóst var, að nýtt riki hefði verið stofnað i Bangladesh, ákvað rikis- stjórnin að hafa samflot með Norðurlöndum um viður- kenningu þessa nýja rfkis. Sendiráði Islands i Stokkhólmi var falin framkvæmd málsins og sendiherrann hefur siðan verið i stöðugu sambandi við sænska utanrfkisráðuneytið um málið. Ennfremur ræddi ég þetta mál við K.B. Ander- sen, utanríkisráðherra Dana, þegar ég var I Kaup- mannahöfn 25. jan. s.l. Kom okkur þá saman um að viður- kenna þetta riki við fyrsta hentuga tækifæri. Nú hefur þessi viðurkenning átt sér stað samtimis viðurkenningu fjölda annarra rlkja". „Er það rétt, sem blaðið hefur fregnað, að Danir hafi óskað eftir viðræðum við Islenzku rikisstjórnina?" „Já, það er rétt. Fyrir nokkru bárust tilmæli um það frá dönsku rfkisstjórninni, að við tækjum á móti sendi- mönnum dönsku rikis- stjórnarinnar til viðræðna um landhelgismálið — einkum að þvi er varðar Færeyjar og Grænland. Okkur i rikisstjórn- inni fannst strax sjálfsagt að verða við þessari beiðni, og i áðurnefndri ferð minni til Kaupmannahafnar kom ég að máli við Jens Kristensen, sem verið hefur aðalsamninga- maður Dana við Efnahags- bandalagið. Kvaðst hann vilja koma bráðlega til Islands til að ræða málið fyrir hönd dönsku rikisstjórnarinnar, og nú er ákveðið að Kristensen komi hingað til lands i næstu viku. Ég tel það mikinn ávinning, að danska stjórnin hefur valið Kristensen til þessara viðræðna, þvi að hann hefur verið okkur mjög vin- veittur i þeim viðræðum, sem fram hafa farið um samninga Islands við Efnahagsbanda- lagið." „Hver varð niðurstaðan i þeim viðræðum, sem fram hafa farið að undanförnu við Breta og Vestur-Þjóðverja um landheleismálið?" „Viðræðurnar við Þjóðverja voru nánast endurtekning á þvi, sem fór fram i viðræð- unum við Breta i siðasta mán- uði. Þjóðverjar settu fram sams konar hugmyndir og Bretar, og samkomulag varð um, einnig við þá.að leggja skýrslu um viðræðurnar fyrir rikisstjórnir landanna." „Hvað um framhald land- helgismálsins og undir- búning útfærslunnar?" „Hér heimá liggur næst fyrir að Alþingi afgreiði fram komnar þingsályktunartil- lögur, sem nú eru til með- ferðar hjá utanrikismála- nefnd. Þar er annars vegar um að ræða tillögu rikis- stjórnarinnar, sem gerir ráð fyrir uppsögn landhelgis- samninganna frá 1961 og útfærslu I 50 sjómilur 1. sept. n.k., og hins vegar tillögur Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Tillaga Sjálfstæðisflokksins er að aðalefni sú, að lýsa yfir um- ráðarétti á landgrunninu út að 400 metra dýptarlínu. Alþýðu- flokkstillagan er svipuð að efni. Ég tel öruggt, að þessar tillögur verði afgreiddar áður en Norðurlandaþing hefst 19. feb., þvl að þangað fara 6 alþingismenn og 3 ráðherrar, eða forsætisráðherra, iðnaðarráðherra og mennta- málaráðherra." ,,En hvað um kynningu málsins erlendis?" „Það er ýmislegt á prjón- unum I þvi efni. Við notum hvert tækifæri, sem gefst.til að kynna málið. Ég lýsi sérstakri ánægju minni yfir þvi, að á þingi Evrópuráðsins um daginn tókst að fá samþykkta tillögu Ingvars Gislasonar um að Evrópuráðið skyldi beita sér fyrir hagkvæmum samn- ingum Efnahagsbandalags- ins við okkur og aðrar fisk- veiðiþjóðir, sem ekki hyggja á aðild. Á þessu þingi flutti Þor- valdur Garðar Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins, einnig ágæta ræðu til stuðnings okkar málstað. Ég nefni lika það lofsverða framtak ASÍ að skrifa bréf til verkalýðssamtaka um heim allan, og ég veit að fjölmörg samtök hafa slikar bréfa- skriftir i undirbúningi. Það er um að gera að allir, sem slfk sambönd hafa, noti þau til að kynna málstað okkar í þessu lifshagsmunamáli. 1 marz hefst i New York undirbúningsfundur að haf- réttarráðstefnu S.Þ. Þangað munu fara, auk þeirra sér- fræðinga, sem fyrri fundi hafa '¦ sótt, fulltruar allra þing- ; flokkanna á Alþingi. Þá munum við auka útgáfu- I starfsemi til kynningar á landhelgismálinu, og við ætlum að bjóða hingað I erlendum fréttamönnum og j kynna landhelgismálið og gefa I þeim kost á að kynnast landi } og þjóð." „En hvað um varnar- málin?" „Það hefur frá upphafi verið Alþjóðlegt skákmót hefst í dag ÞO—Reykjavik ^" 5. Reykjavikurmótið i skák hefst i dag kl. 13.30 i Glæsibæ. 16 skákmeistarar taka þátt i þessu Reykjavikurmóti? erlendir þátt- takendur eru 7. þar af þrir stór- meistarar. Erlendu stórmeistarirnir eru Stein frá Sovétrikjunum, Hort frá Tékkóslóvakíu og Ghorghiu frá Rúmeniu. Hinir erlendu skák- meistarirnir eru Anderson frá Sviþjóð, Tukmakov frá Sovét rikjunum, Keene frá Englandi og Timman frá Hollandi. Af innlendum þátttakendum ber hæst Friðrik Ölafsson, siðan koma þeir Jón Kristinsson, Guðmundur Sigurjónsson, Harvey Georgsson, Bragi Krist- jánsson, Gunnar Gunnarsson, Jón Torfason, Freysteinn Þorbergs- son og Magnús Sólmundarson. Einar Agústsson utanrfkisráðherra samkomulag um það i rikisstjórninni, að iandhelgis- málið skyldi hafa algeran for- gang i utanrikisráðuneytinu, enda sá timi naumur, sem ætlaður var ti) undirbúnings að framkvæmd útfærslunnar i 50 milur. Af þvi leiðir, að varnarmálin hafa setið á hakanum. Timinn hefur þó verið notaður eftir föngum til könnunar og gagnasöfnunar, og sá dagur nálgast, að viðræður við Bandarikjastjórn geti hafizt, en ég get ekki til- tekið neina ákveðna dag- setningu á þessari stundu." ,,En hvað um framkvæmdir á Keflavikurflugvelli.svo sem iengingu flugbrautarinnar?" „Það er auðvitaö alveg ljóst, að flugbrautina á Kefla- vikurflugvelli þarf að lengja til þess að auka nýtingarhlut- fallið og fá aukna umferð um völlinn. Bandarikjaþing hefur nú stöðvað fjárveitingar til þessa verks, sem þó var búið að lofa. Af þvi leiðir, að fram- kvæmdir verður að fjármagna með öðru móti. Til þess eru að sjálfsögðu ýmsar leiðir og ég hef nú til athugunar nokkrar þeirra, þar á meðal hugsan- lega möguleika á innlendri fjármögnun." IIUIIF Loðnubátar í kappsiglingu Þó—Reykjavik. Góð loðnuveiði var i gærmorg- un 5—12 mihii' SA af Reykjanesi, eftir að tregt hafði verið hjá bát- imiiiii fyrri hluta nætur. Um kl. 10 i gærkvöldi var blaðinu kunnugt iuii 15 báta, sem komnir voru að með afla til fjögurra staða á SV- landi alls um 4000 þús. lestir. Til Reykjavikur komu 1240 lest- ir i gærmorgun af fjórum bátum, voru það Alftafell SU með 240 lestir, Börkur NK 300, Birtingur NK 300 og Helga Guðmundsdóttir BA 400. Til Akraness voru komnar 1400 lestir, og þeir bátar, sem þangað voru komnir,voru Óskar Magnús- son með 350 lestir, Jörundur 3. 250 lestir, Eldey 60 lestir, Olafur Sig- urðsson 150 lestir, Höfrungur 3. 120 lestir, Akurey 160 lestir og Orfirsey með 315 lestir. 990 lestir voru komnar tu Sand- gerðis, þar af hafði einn báturinn komið tvisvar inn. Bátarnir eru Náttfari með 480 tonn, Ljósfari 120 og Jón Garðar 330. Til Kaflavikur voru komnir þrir bátar, Súlan, Seley og Keflvik- ingur allir með góðan afla. Myndin var tekin er fyrstu loðnubátarnir lönduðu I Sundahöfn I Reykjavík aðfaranott laugardagsins. (TimamyndG.E.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.