Tíminn - 06.02.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.02.1972, Blaðsíða 3
niiiiiiiiiiiiíiiiiiiiir? SUNNUDAGUR 6. febrúar 1972 TÍMINN 3 Biblíudagurinn hefur helgað sér sess í lífi kirkjunnar t dag er Bibliudagurinn. 1 tilefni af þessum degi hefur for- seti Hins isl. Bibliufélags, hr. Sigurbjörn Einarsson biskup, sent frá sér ávarp, sem hér fer á eftir. Ennfremur hefur biskupinn sent öllum séknarprestum landsins bréf, þar sem hann biöur þá á aö minnast Bibliudagsins, og aö nota tilefniö til þess aö minna á grunninn, sem kirkjan riks á, Guös orö i Heilagri Ritningu, og benda jafnfram á þaö ómetanlega hlutverk, sem bibliufélögin inna af hendi um viöa veröld. 1 bréfinu segir Biskupinn enn- fremur: ,,Hiö islenzka Bibliufélag vinnur undirstöðuverk i þágu kristninnar á Islandi. Auk þess hefur það á undanförnum árum orðið virkur aðili að alþjóðlegu samstarfi um útbreiðslu Bibliunnar meðal þjóða, sem hafa ekki átt þess kost að kynnast henni hingað til. Félagið hefur eflzt verulega. Er nú svo komið, að það á að geta risið fjárhags- lega undir nýjum og kostnðar- sömum útgáfum Bibliunnar, ef vakandi, ábyrgir aðilar, einstak- lingar og söfnuðir, veita þvi að málum með sams konar vaxandi skilningi og gætt hefur undan- fariö. Ég þakka þeim prestum og söfnuðum, sem hafa tekið drengi- lega undir liðsbónir félagsins. Sérstök ástæða er til að benda á og þakka þau riflegu framlög, sem komið hafa frá söfnuðum, er standa utan þjóðkirkjunnar. Það fordæmi er hvatning og gleði þeim söfnuðum þjóðkirkjunnar, sem vel hafa gert, og áminning hinum, sem enn hafa litt eða ekki sinnt kallinu.” Avarp forseta Hins isl. Bibliu- félags er á þessa leið: „Bibliudagur er ekki sér- staklega auðkenndur i almanakinu, enda hefur hann ekki lengi borið heiti sitt. En hann hefur helgað sér sess i lifi kirkj unnar, á þeim tiltölulega fáu árum, sem hann hefur verið haldinn. Hann hefur orðið Bibliu- félaginu tækifæri til þess að minna á sig og hlutverk sitt. Vissulega hefur það borið árangur, sem vert er að þakka. Guð hefur blessað þennan dag á undanförnum árum. Megi hann gera þaö enn að þessu sinni og framvegis ríkulega. Meö Bibliudeginum lýkur starfsári Hins islenzka Bibliu- félags. Ég þakka alla daga hin 157. árs félagsins, þakka þeim, sem flesta daga hafa unnið þvi eitthvað til nytja og borið það fyrir brjósti allar stundir. Ég þakka þeim, sem hafa minnzt þess I bænum sinum og sýnt það i smáu eða stóru að þeir meta við- leitni þess og köllun. Dagur Bibliunnar á það erindi að vekja og glæða vitund krist- inna manna um sina helgustu sameign, Bibliuna, Guðs heilaga orð. Allt raunverulegt, kristið lif er i grunni sinum þakkiát gleði yfir þvi að eiga þetta orð. Þar höfum vér heyrt Guð tala. Þar mætum vér náð hans og ; hjálpræði i Kristi Jesú. Þökkin og gleðin vilja tjá sig og fagna hverju tækifæri til þess að bera sér vitni. Bibliufélögin eru i öndverðu sprottin af þessari þörf. Þau urðu til af þvi, að menn höfðu þreifað á þeim krafti Guðs til hjálpræðis, sem i orðinu býr. peir mættust i sameiginlegri gleði og þökk og tóku höndum saman til þess að veita öðrum hlutdeild i þeirri auðlegð sem Drottinn hafði lokið upp lyrir peim. Siðan breiddust þessi samtök út um alla jörð og eru nú eitt hið ó- tvlræðastaog áhrifamesta tæki i þjónustunni við þann vilja hins upprisna Drottins, að fagnaðar- boðin skuli flutt öllum mönnum og allar þjóðir skuli kallaðar til þess að verða lærisveinar hans. Hið islenzka Bibliufélag er tækifæri þitt, islenzki bróðir og systir#til þess að votta i verki, að þú metir, eigir eða viljir eiga hlutdeild i þeirri blessun, sem Biblian hefur veitt einstaklingum og þjóðum um aldirnar. forfeður þinir og formæður i þessu landi hafa hver af öðrum i rás kym slóða notið þeirrar blessunar. Hún var styrkur þeirra i lifinu, huggun i dauðanum. Og allt, sem jákvæðast er islenzku mann- félagi, er vakið eöa frjóvgað af þessari lifslind. NYTT ODÝR FURUHÚSGÖGN: * SÓFASETT Jf ÖMMUKISTLAR jf HORNSKÁPAR * BORÐ VERZLUNIN ÓÐINSTORG H.F. Bankastræti 9 — Sími 142-75 Auglýsið í Tímanum Ef þú hugsar út i þetta, þá gengur þú þakklátum huga til liðs við Hið islenzka Bibliufélag. Og þú minnist þess þá Iika, að félagið gefur þér færi á þvi að stuðla að útbreiðslu Guðs orðs, kynningu þess, meðal manna, sem aldrei hafa kynnzt þvi eða eru orönir viðskila við það. 1 þriðja lagi manstu eftir þeim, sem eiga að erfa Island. Þú vilt að niðjar þinir missi ekki sjónar af þvi vita- ljósi, sem lýsir af orði Guðs? Þá tekur þú i orði og verki undir bænarorðin: Lát börn vor eftir oss það erfa blessað hnoss, ó, gef það glatist engum.” KAUPUM FLÖSKUR merktar Á.T.V.R. í glerið á 10 kr. stk. Móttaka Skúlagötu 82. Við veliurn runfat það borg ar sig ' nisnlal - of ’NAR H/F. Síðumúla 27 . Reykiavík Símar 3-55-55 og 3-42-00 Þurrar M a 5 tölur? VOLVO Hö (SAE) Hámarksþungi á framöxul (kg) Hámarksþungi á afturöxul (kg) Heildarþungi (k§) Burðarþol á grind Leyfilegt frá Volvo Leyfilegt skv. vegalögum. N84 122 3800 8000 11800 7800 7800 F84 122/170 4100 9000 12500 8600 8600 F85 170 4100 9500 13500 9200 9200 N86 165/210 5350 11000 16000 10900 9900 NB86 165/210 5350 16500 21500 15200 14700 F86 165/210 6000 11000 16500 11400 10400 FB86 165/210 6000 16200 22000 15600 15400 N88 208/270 6000 11000 16500 10500 9500 NB88 208/270 6000 16500 22000 15000 14500 F88 208/270 6500 11000 17000 10800 9300 FB88 270 6500 16500 22700 15300 14300 F89 220/330 6500 11000 17000 10500 9000 FB89 330 6500 16500 22700 15000 14000 Tölurnar tala sínu máli, en hin hagstæða reynsla Volvo vörubifreiða hérlendis, hefur ef til vill mest að segja. J__L__iihnv ....... ........ ÞAÐ ER KOMIÐ í TÍZKU AÐ FÁ MIKIÐ FYRIR PENINGANA. Suðurlandsbraut 16 • Reykjavík • Simnefni: Volver • Sími 35200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.