Tíminn - 06.02.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.02.1972, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 6. febrúar 1972 TÍMINN 5 Ballettævintýri Nú er búið að semja ballett eftir ævintýri H. C. Andersen Nýju fötin keis- arans. Það gerði Frakinn Jean Francaix. Nú sem stendur mun ballettinn vera sýndur i leikhúsi i Austur Berlin, og hefur hlotið mikið lof, þeirra. sem hann hafa séð. Hjúkrunarfolk á hlaupa hjóli Mikill skortur er á hjúkrunar- fólki i Danmörku, ekki siður en hér á landi. A stórum sjúkra- húsum eru miklar vegalengdir, og þvi mikill timi og þrek, sem fer til spillis hjá þvi fáa fólki, sem fæst til vinnunnar, þegar það þarf að ganga endanna á milli i sjúkrahúsunum. Nú ný- lega datt einhverjum snjöllum stjórnanda eins stórsjúkrahúss- ins þar i landi i hug. að láta hjúkrunarfólkið fá hlaupahjól, sem það getur notað til þess að létta sér gönguna milli deilda, og hefur það gefizt vel að sögn þeirra, sem hlut eiga að máli. Þessi stæðilegi maður er hnefa- leikamaður og áreiðanlega i þungavigt. Hann heitir Haystack Calhoun og er bandariskur. Þeg- ar hann flýgur milli staða til að berjast, tekur hann tvö sæti i flug- vélinni. Fyrir löngu er hann hætt- ur að ganga i venjulegum fötuny en alltaf i þessum búningi hér, sem er sérstaklega saumaður á hann. Hann fær skó frá Kanada og skyrtur og nærföt úr sérstakri fataverzlun fyrir feita menn i San Fransico. Calhoun er nú 320 kiló og á hverjum degi borðar hann fjall af grænmeti og fjögur kiló af kjöti.... og hann þyngist stöðugt. Miðað við stærð og þyngd, er hann einstaklega snar i snúning- um og hann sigrar jafnan i hnefa- leikum, með þvi að setjast ofan á andstæðinginn. Dýrasta jólagjöfin Verzlun i Dallas i Texas auglýsti fyrir siðustu jól þá dýrustu jólagjöf, sem þá var á markaðnum. „Smágjöfin” var auglýst undir nafninu „örkin hans Nóa”. í fleytunni er innréttað pláss fyrir 170 dýrategundir, sjö svefnherbergi, ibúð og eldhús fyrir franskan kokk, bókasafn og herbergi fyrir bókavörð, sjúkrastofa og læknisibúð. Verð 50 milljónir króna. Skrifar bók á þrem vik- um. Alistair Mac-Lean er einn mestlesni tirhöfundur heims. Siðan bók hans Byssurnar frá Navarone kom út hafa bækur hans selzt i samtals 23 milljón- um eintaka. Um vinnubrögð sin segir hann: Eftir að mér hefur dottið i hug söguefni, vinn ég tvo daga við rannsóknir á staðháttum og öðru þvi, sem máli skiptir, þar sem sagan á að gerast. Siðan skrifa ég bókina áþremvikum. — Galdurinn við að skrifa spennandi sögur er. að láta söguþráðinn gerast með svo sk- jótum hætti, að lesandinn fái aldrei tima til að hugsa sig um og segja með sjálfum sér, að þetta eða hitt sé svo ótrúlegt, að það geti aldrei hafa átt sér stað. Ég skrifaði aldrei orð um kyn- ferðislif i bókum sinum. Svo- leiðis veldur bara hugarórum og töfum hjá lesandanum. Sonja krónprinsessa i Noregi nýtur ekki titils sins, þegar um er að ræða sumarbústaðarbyggingu. Hún hefur lengi átt sumarbústað i norska skerjagarðinum og nú vill hún stækka hann. Nágrannarnir hafa mótmælt framkvæmdinni og segja, að prinsessan eigi ekki að fá leyfi. Fyrirmyndar bíll Hver vildi ekki eiga einn bil af þessari gerð til þess að bregða sér á i ferðalagið. Billinn var til sýnis á bilasýningu- i London siðastliðið haust. Ef tveir fara saman i langt ferðalag og hafa hugsað sér að skiptast á að keyra, getur verið mjög þægilegt að leggja sig stundar- korn, svona við og við. Ef fólk ætlar að fylgjast með útsýninu og öðru þvi, sem fyrir augun ber, á meðan það hvilir sig, hefur það gott tækifæri til þess i þessum fyrirmyndar bil, þvi að rúða er fyrir framan sverf- plássið, og hægt að draga gardinurnar frá, ef ekki á að sofa. Chaplin — hæfileikar Josephine Chaplin var fyrir skömmu i Nice. Hún kom þang- að i fyrgd með eiginmanni sin- um, Nikolas Sistovaris. Til Nice komu hjónin til þess að vera við- stödd frumsýningu siðustu myndar Josephine, ,,L’ odeur des fauves”. Falleg er Josephine, og hafi hún erft eitt- hvað af hæfileikum föður sins ætti framinn að vera tryggur. Þegar maður loks hefur öðlast næga reynslu, er það of seint. Við lifum á þeim timum, að ónauðsynlegir hlutir eru einasta nauðsynin. Litill drengur kom nýlega með eftirfarandi seðil i skólann: — Afsakið að Pétur er seinn i dag, en öll systkini hans voru veik og ég varð að mæla þau og gefa þeim meðal, en klukkan var orðin niu, þegar ég loksins fann eitt nógu friskt til að fara i skólann. Móðir Péturs. Ung stúlka fór inn i sport- vöruverzlun til að kaupa sér tenn- isföt. Eftir að hafa mátað ótal flikur, ákvað hún að kaupa þau, sem voru á ginunni úti i glugganum. Stúlkan fékk þau, borgaði, og fór sina leið, en enginn mundi eftir að klæða ginuna i föt. Það var ekki fyrr en búðarstúlkan uppgötvaði , að hópur fólks stóð skellihlæjandi lutan við gluggann,að hún fór að athuga málið, þvi aö a handlegg ginunnar hékk spjald með eft- irfarandi áletrun: — Þannig eigið þér að vera klæddar, þegar þér stundið eftirlætis tómstundaiðju yðar. Ég sárvorkenni fólki, sem ekki hefur imyndunarafl til að stafa orð á nema einn hátt. — Þegar ég drekk vin, verður fólk skemmtilegra. — Það er sök sér, að hún fái lán- aða ryksuguna, en hún gæti að minnsta kosti notað sitt eigið raf- magn. Það versta viö veðurspána er, að ekki er alltaf hægt að treysta þvi, að hún sé vitlaus. Milljónamæringurinn var að ræða við tilvonandi tengdason sinn. — Mynduð þér elska dóttur mina, þó hún ætti ekki peninga? — Auðvitað'. — Nei, svona heimskingja vil ég ekki hafa i fjölskyldunni. DENNI DÆMALAUSI — Langar þig til að bjarga lifi minu?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.