Tíminn - 06.02.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.02.1972, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 6. febrúar 1972 Runeberg SKÁLD HETJUKVÆDA, SEM VART EIGA SÉR HUÐSTÆÐU Þaö á vel við að hafa forstjóra- skipti i Norræna húsinu á afmæli Runebergs, þvi að i fáum skáidum sameinast norðrið betur og hvergi sést betur, að Finnar eiga góða samleið með Norður- landaþjóðunum, þótt uppruni máls og fólks sé að nokkru annar. En lifað við sömu kjör, á sama breiddarstigi, i sams konar lifs- baráttu, samsamar menninguna og lífsviðhorfin oftast betur en uppruni og fjarlægar erföir. Ef til vill má segja, að Finnar og is- lendingar séu fjarskyldastir þjóð- anna i norræna samfélaginu, en við kynnin finnur islendingurinn ærið oft, að hann er nákomnari Finnum en til að mynda Dönum eöa Svium. Þar hefur lifsbaráttan að unnið. Það sæmir einnig vel, þegar Finni tekur við stjórn Norræna hússins, að halda Runebergs- hátið. Þrátt fyrir sænskt ætterni, var Runeberg sannur Finni og lifði og orti i finnskum bar- áttuanda. Johan Ludvig Runeberg fædd- ist i Jakobsstad 5. febrúar 1804 og lézt i Borgá' 6. mai 1877, svo að nú liður senn að aldarártið hans. Foreldrar hans voru báðir af sænsku bergi brotnir, enda var Jakobsstad sænskur bær og er raunar að mestu enn. Bláfátækt var bernskuarfur Runebergs, svo að hann varð að sjá sér sjálfur farborða þegar á barnsárum. Samt varð hann stúdent átján ára að aldri, en ógerlegt var að halda áfram námi að sinni, svo að hann gerðist heimiliskennari i bænum Saarijárvi austarlega i Mið-Finn- landi. Svo eru örlögin undarleg, að einmitt þessi neyðarkostur hins fátæka stúdents, skipti sköp- um i lifi hans og lagði honum i fang þau skáldskaparefni, sem hann var bundinn æ siðan. Ef Runeberg hefði haldið áfram há- skólanámi, hefði hann orðið allur annar, ef til vill skáld og kennari, en aldrei það finnska þjóðskáld, sem hann varð. I Saarijarvi opnaðist honum nýrheimur — hinn finnski heimur lifsbaráttu, frelsisástar, auðugs þjóðlifs og mikillar sögu. Þar vigðist hann i samfélag fólks, sem Teikning mcð kvæðinu Sveinn Dúfa (Albert Edelfelt) var finnskt og aðeins finnskt. Hann var þarna aðeins tvö ár, en virðist hafa gengið þessari menn- ingu á hönd með hrifni og ein- lægni æskumannsins, og ekkert máði siðar á ævi að þoka þvi, sem hann nam og skynjaði þar, i skuggann. Runeberg hafði fundið sinn Mimisbrunn. Árið 1826 sneri Runeberg þó aftur til Sbo og hélt áfram námi og tók háskólapróf, Næstu misseri dvaldist hann hjá ættingja sinum Tergström erki- biskupi og las sænskar bók- menntir. Runeberg hóf að yrkja ljóð á ung lingsárum, en sá skáldskapur er reikandi. 1 Saarijá'rvi nær hann fótfestunni. Þar sat hann við fót- skör gamalla sagnamanna, sem lifðu i endurminningum frelsis- striða. Á háskólaárum og i tóm- stundunum hjá erkibiskupnum, yrkir hann um efni af ýmsum toga. Veil heilsa hans sjálfs og ótti við tæringuna styrkir guðstrú hans og dýpkar ljóðrænu hans. Astin færir honum einnig skáld- vængi á þessum árum, þegar þau fella hugi saman Friðrika Teng- ström, bróðurdóttir biskupsins, og Runeberg. Það hjónaband varð langt og skilningsrikt, enda var Friðrika Charlotte vitur kona og mikilhæf og sjálf rithöfundur. Runeberg fluttist til Helsing- fors 1830, þegar Háskólinn þar var stofnaður, og þangað fóru þær með honum unnusta hans og tengdamóðir. Ári siðar stofnaði hann skóla ásamt Nervander og fleiri kennurum. Hann stundaði einnig einkakennslu og veitti stúdentum vist. A þennan hátt kom hann undir sig fjárhags- legum fótum og gat gift sig. Arið 1830 sendi Runeberg frá sér þá ljóðabók, sem skipaði honum á skáldabekk i vitund þjóðarinnar. Þar birtastýmis þau kvæði hans, sem siðar urðu ástsæl meðal þjóðarinnar, þótt hin stór- brotnustu séu enn ófædd. Þar má þó sjá ljós merki ninna skýru hlutlægni, sem síðar tók öll völd, en hinn þjóðlegi strengur átti eftir að óma enn skærar og hetjusagan að ljóma i meiri dýrð. Runeberg komst á bragð finn- sku þjóðvisnanna i Saarijá'rvi, og þær viku aldrei frá honum siðar. Ahrif finnsku þjóðvisunnar sjást bezt i kvæðasafninu ,,Idyll og epigram”, sem út kom 1833. Þar lýsir skilningur hans á finnsku þjóðlifi skærast. Nokkur ár ritstýrði Runeberg vikublaðinu Morgonblad, sem raunar kom út tveisvar i viku oftast. Þar reyndi hann að kveða nýju viðhorfi hljóðs, og þar birti hann fyrst ýmis kvæði sin og frá- sagnir. Runeberg var mikill náttúruunnandi og krafðist hrein- skilni og samkenndar með nát- túrlegu lifi. Hann var oft óvæginn og skreið ekki fyrir yfirvöldum. Árið 1834 var Runeberg skipað- ur lærðaskólakennari en leystur undan starfsskyldu. Launin voru þvi eins konar skáldalaun og sýnir þetta, að þá þegar var hann orðinn viðurkennt þjóðskáld, aðeins þritugur að aldri. Þá flutt- ist hann til Abo og dvaldist þar lengst af eftir það. Siðan kom hver bókin eftir aðra. „Fanrik Stáls Sá'gner” kom út 1848, og þar eru flest þau kvæði, sem mest hafa hrifið finnsku þjóðina og raunar aðrar norrænar þjóðir. Þar lifir hinn finnski sagnaandi bezt. Raunar urðu þessi sagna- kvæðabindi tvö. Þau kvæði hafa verið gefin út i mörgum útgáfum, og á siðari árum bætt i útgáfurnar ýmsum kvæðum Runebergs, sem heima eiga þar eftir efni. Árið 1960 kom til að mynda út afar falleg útgáfa af þessu kvæðasafni með teikningum eftir Albert Edelfelt og eftirmála eftir Eirik Hornberg. Þar er þjóð- söngur Finna, Vort land, fremst. Kvæðin eru flest endursagnir af hetjudáðum Finna úr striðinu við Rússa 1808 og 1809, sagðar i finnskum þjóðfrelsisanda. Þær sagnir og kvæðin nærðu sivaxandi sjálfstæðisanda Finna. í þessum flokki er kvæðið Sveinn Dúfa, sem Matthias þýddi af innfjálgri snilld eins og allmörg önnur kvæði af sögum Stáls gamla. Sveinn Dúfa náði svo miklum tökum á börnum aldamótamanna hér á landi, að þeim var ekki annað kvæði hug- stæðara úr skólaljóðum og gleymdu þvi aldrei. Eirik Horn- borg segir réttilega að „Fanrik Stáls Sagner” séu ekki striðs- kvæði heldur finnsk hetjukvæði nærð af fornri finnskri sagnalist, og þau eigi varla neina hliðstæðu i veraldarsögunni. Runeberg og Friðrika kona hans bjuggu allmörg siðustu æviár i Borga, litlum fornlegum bæ, mjög sænskum, þing- mannaleið austan við Helsingfors á suðurströndinni. Þar standa hús frá þvi um 1200 við ána, og gömlu iðnaðarmannaskiltin frá mið- öldum skreyta enn mjóar götur. Þar gnæfir ein fegursta kirkja Norðurlanda yfir skóginn og bæ- inn, og þar eru forn biskupshús. Timburhús Runebergs stendur i nýrri bæjarhluta, einfalt að sniði en formfallegt, allstórt með fögr- um garði. Þar er likneski Friðriku fyrir dyrum, en i húsinu Runebergs-safn. Yfir húsinu hvilir bjarmi bjartrar heiðrikju. Ferðamenn gera sér tiðförult i hús Runebergs að skoða handrit hans og muni. Það er eðlilegt. Hitt er eftirtektarverðara, hve Finnar gera sér tiðförult þangað. Frh á bls. 15 Teikning með kvæðinu Sveinn Dúfa (Albert Edelfelt) Þorsteinn Valdimarsson: ST0RMUR I GRASINU Ungmennafélagið Dagsbrún flytur sjónleik Bjarna Benedikts- sonar frá Hofteigi. Þegar leikritið Stormur i gras- inu kom út,árið 1965, hafði höf- undurinn, Bjarni Benediktsson frá Hofteigi, þrjú ár um fertugt, var löngu viðurkenndur rit- snillingur og þjóðkunnur af blaðagreinum i hundraðatali um bókmenntir fyrst og fremst, þjóö- mál og stjórnmál, ennfremur af snjöllum þýöingum á einum fimm tugum leikrita, af frumsömdum leikþáttum i dagskrám útvarps- ins og enn fleiri ritverkum, svo sem ævisögu Þorsteins Erlings- sonar. Hann stýrði slikum penna, að blaðagreinar, sem hann hespaði af i óða önn og aldrei var hugað lengra lif en birtingardag- urinn, urðu ósjaldan og oftar en hitt að svo forvitnilegu og yfir- bragðsmiklu lesmáli, að þær munu eiga við menn erindi lengur en margt fagurbókmenntaverkið frá sama tima. Biarni varð skáld blaðagreinarinnar, ekki vegna þess að honum heföi ekki verið auðgengið að öndveginu annars staðar fyrir sakir yfirburðagáfna, eldmóðs og starfsorku, heldur einkum af þvi, hver áhyggju- maður hann var um farnað lýðs og lands. Hann hlaut að láta dægurbaráttu til sin taka, svo sem hann var skapi farinn, að mega ekki aumt sjá og nenna ekki „að þegja við öllu röngu”. Hann var raunskyggn og draumskyggn i senn, og næm ábyrgðarvitund krafði hann ihlutunar, þar sem tekizt var á um hin stærri mál. Þvi kalli hlýddi hann með þeim hætti, að lengi verður minnzt. En þetta skáld hinnar sköru- legu greinar hafði tök á viða- meira formi, sjónleiknum, og gat þó aðeins lagt rækt við það áhugaefni á stopulum hvildar- stundum frá hvers konar ritstörf- um öðrum. Stormur i grasinu er gildast mark um þetta. Þar er kveðið harmljóð islenzkra dala, sem stormur timans sópar niður i svörð og eigi má við rísa. örlög fjölskyldunnar á Kambi eru örlagasaga kynslóða. „Vélvæð- ingin”, „viðreisn landbúnað- arins” og „jafnvægið i byggð landsins” koma við þá sögu, en skoplýsing, ádeila og gagnrýni er ivaf i leiknum, uppistaðan tregi þeirra náttúrubarna, sem hrökkl- ast úr átthögum sinum á mölina, frá grónum lifsháttum til annar- legrar sýslu, og láta allt eftir nema minninguna um spor sin i dögg og snjó. Það vekur ýmsar spurningar, að Stormur i grasinu skuli vera eini sjónleikur, sem gerður hefur verið af þessu efni, eins og það tekur þó tii kvikunnar i lifi lands og þjóðar, — og að verkið skuli ekki hafa verið flutt á leiksviði hingað til. Þeirra spurninga verður samt óspurt i þessum linum, þvi að hér er komið að fréttinni, sem er tilefni þeirra — að ungmennafélagið Dagsbrún i Austur-Landeyjum er nú að sýna þennan leik um byggðir Suðurlands. Frumsýningin var þar eystra 18. jan. s.l. i félags- heimilinu Gunnarshólma og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.