Tíminn - 06.02.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.02.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN SUNNUDAGUR 6. febrúar 1972 Sveinn Gunnarsson: KVON- BÆNA SAGA 32 i því, væri métr velkomið að verða með. Ég hugsaði alls ekkert út í að tilkynna Signýju þetta burtfar arbrölt mitt, heldur hljóp ég óð- ara upp í vagninn og lét merkja á imér gleði og þakklætissvip. öku maður og brúnu folarnir hleyptu á stað. Þetta var í fyrsta sinni, sem keyrt var með mig í skemmti- vagni. Mér þótti það dável skemmtilegt, þó legg ég það ekki að jöfnu við að sitja á fjöirugum og fimum íslenzkuim hesti, það er nokkuð ólíklegt, en látum það svo vera. Þessi vaign flaug nú fram hjá hverju þorpinu á fætur öðru og hverjum aldingarðinum af öðrum, ég stóð og hafði andlitið út í glugganum og heyrði ekki þó að- alsmaðurinn yrti á mig. Ég var svo hrifinn fyrir undrun listaverk anna. Svona um imiðjan dag stanz aði vagninn og óg vair leiddur inn í skrautstofu heima hjá herra manni þessum. Ég var bráðlega settur við borð, með allsháttar dýrindis réttum. Jungfrú imeð gull lituðu hálsmeni og öll um axlir og brjóst perlugimsteinum sett, var látin sitja andspænis mér. Hún var svo ljómandi gullgöfug og fríð, að mér datt í huig að svíkja Ingibjöirgu og biðja mér stelpu þessarar. En ég missti kjarkinn við það, að hún var svo háensk Eftir máltíðina fór aðalsmaður- inn að sýna mér hús sitt og hús- gögn, einnig utanhússjarðyrkju- verkJfæri. Við vorum að móka við þetta það sem eftir var dagsins. Mér leiddist ekki, en að lýsa þess um verkfærum, reyni ég ekki. Dagin'n eftiir sýndi hann mér afar stóran afgirtan flöt og þar á því svæði voru kýr hans sjötíu að tölu, fimmtíu mjólkandi, en tutt- ugu fyrsta kálfs kvígur, allar ó- reyndar. Eftir að hafa litið á þetta um stund fórum við þaðan og voru þá brúnu tfolarnir spennt- ir fyrir vagn og við, heirramaður- inn og ég, sátum í honum. Allt var á flugafart. Eftir svo sem klukkustund komum við að ann- arri girðingu. Þar voru þrjátíu ux ar, allir vel fallegir. Fjögur naut saigðist hann eiga og þeim hafði hann komið í burtu. Að svo mæltu sýndi hann mér sáðgarða sína og voru þeir umfangsmiklir og auð- séð, að þeir mundu igefa af séi stórfé. Þar sá ég bændabýlin bú- in skrauthýsum og þar blómguð ust ýmsir jurtagarðar, með alls háttar jurtum. Það var eitthvað uim hádcigi, á þriðja degi, sem herraimaðurinn ætlaði að fara að senda með mig til baka. Þá kom vagn frá Lívorpúl með lýsinigu atí nýlega týndum manni. Aðalsmað- urinn las lýsinguna, kýmdi svo og rétti imér. Ég sá að þar var ver- ið að lýsa imér og gekk því til leitarmanns og spurði hann, hvort ég væri sá týndi sauður. Lýsing- in var nákvæm, eftir Signýju, og rituð á dönsku, cn sums staðar illa stafsett. Nú var ekki til setu boðið. Ég kvaddi samt og vildi halda reikn- ing við velgeirðamann minn, en hann gaf mér allt sarnan og skild um við í imestu kærleikum. Þetta var góður túr, en Signý var rétt orðin brjáluð. Ég lýsi því ekki imeir. Ég var bara ánægður, því mér virtist hafa hlaupið á snær- ið fyrir mér. Eftiir níu daga hvíld fórum við frá Líverpúl og var þá lagt á Atlantshafið og brotizt í gegnum ísbeltið og hitabeltið. Að lýsa við urgerning á skipinu þarf ég ekki. því það gera allir og er því öll- um kunnugt. Að segja frá hnipp ingum og hnupli, nenni ég ekki að igera. Það var í samanburði við nágrannakrit í þröngbýlinu á fs- landi. Ferðin gekk vel. Gusturinn ifleygði fleytunni imeð hlaupandi hraða. Fleytan rölti hnakkakert og sýndi stórsjóunum bara svona í rassinn á sér, og ef þeir mögl. uðu nokkuð, löðrungaði hún þá. Fleytan strikaði því í óskaleiði inn í óskahöfn fram undan Kvía- bakka, og eftir væna eykt vorum við komin í vagn með varning alian. Lestin fór af stað, allt var í fossandi iðukasti, gegnum auðn og grundir slíkar, gláptu þar ekki hraun eða klettar. Það færðist svona með loftstraumum vélanna, allt inn í stórborgina Winnipeg. Þar tók ég dót mitt og var þá ifyrst eins og mér fyndist ég vera að verða einmana, þegar loksins ég komst inn í þetta fyrirheitna land, þar sem virðing og viðsmjör átti að vella út af hverju strái. Ég stóð þa/rna yifir dótinu og fór að bölva. En að sjá hana Signýju á svipinn, sú var ekki falleg. Þó mér hefðu verið gefnir hundrað dollarar til að kyssa hana, þá hefði ég samt ekki gert það. Svei mér þá, hún var svo greppitrýnu- leg. Ég vogaði að spyrja hana, hvort ég imætti ekki biðja hana að hirða dótið litla stund, á með- an ég færi að fá mér verustað. E því bili kom stúlka til okkar t>g sagði: — Ekki munuð þið vera ís- lenzk? Ég lét hana ekki spyrja tvisv- ar, brá við, gekk til hennar, setti mig í stellingar og bar mig nú að vera kurteisan og heilsaði henni með beygingum og sveigj- um. Stúlkan var íslenzk og leið- beindi okkur í imörgu, og loks gat I hún útvegað okkur vinnu og veru stað. Höfum við verið þar síðan. Það er svona kvenfólkið, við mig. Þessi stelpa er bezti vinur minn síðan. Þegar ég var búinn að jafna mig, tók ég að drekka í mig þenn an ameríska, víðfræga loftstraum, en mér fannst lengi vel skíta- bragð að honurn. Ég fór að kom- ast að því, og heyra það, að ágæt- ir landflákar væru fundnir, sem innflytjendur áttu að fá að reisa sér bústað á. Fylki þessi voru kölluð Nýja ísland og Nýja Skot- land. Þessum landsflákum var nú einkar mikið hælt og að þremuir dögum liðnum, tók ég mér far með járnbrautarlest til að endur- skoða þetta Nýja Skotland og sjá þessa dýrðar-afstöðu þess. Eftir langa og harðsótta ferð, komst ég loks að takmarkinu. Þar var lítið um byggð, og þar þótti mér ekki byggilegt. Ég ímynda mér að mér hefði ekki litizt óbyggi- legra á miðjum Sprengisandi, á íslands öræfum, heldur en þarna. Þar voru þó niður komnir nokkr- ir Skotar. Ég var hræddur við þá, því ég hugsaði að renta mundi fylgja nafni þeirra og þeir því kynnu að skjóta á mig. Tvo fs- lendinga hitti ég þar, með fjöl- skyldu. Mér þótti enginn hlutur ágætari, en að hitta menn, sem ég gat talað við. Ég fann að því við landa mína, að setjast þarná að. Það var eins og þeim þætti allt gott, ef það var aimerískt, þó Krossgáta dagsins 1031. KROSSGÁTA l.árctl 1) Lifnar. 5) Titt. 7) Hrún. 9) Svik. 11) 550. 12) Ætið. i:l) Uár. 15) Skán. 16) Strákur. 1H) Undnar. I.óðrétt 1) Spil. 2) Hrið. :i) Nútið. (sk- st). 4) Sigað. 6) Skeið, 6) ó- skert. 10) Kona. 14) Lukka. 15) Málmur. 17) Svin. Itáðning á gátn Nr. I(i:t() l.á rett 1) Itagnar. 5) Orð. 7) Mór. 9) Afl. 11) SS. 12) i:Íí. 13) Eik. 15) Ost. 10) Alf. IS) lilimla. I.óðrótl 1) Itamses. 2) (lor. 3) Nr. I) Aða. 6) Oslétta. 8) Osi. 10) Fes. 14) Kál. 15) Ofn. 17) LI. — Hver andsk....? Indiáninn.' Þetta er gildra. — Notaðu byssuna. — Reyndu það ekki. — Byssan min er brotin.' — Fleygðu henni, eða ég skýt aftur. — Varst þú þriðji bankaræinginn, Bella? — Ég vil ekkert segja um það. — Allt i lagi, þú þarft ekki að vitna gegn sjálfri þér, rétturinn sér um það. Ertu meö þýfið? —Nei. — Þeir hafa þaö þá? — Ég veitþaðekki. — Verðum aöfinna hana, áður en hún eyöileggur allt. — Verðum að þagga niður i henni og honum lika, hver sem hann er. Sunnudagur 6. febrúar 8.30 Létt morgunlög 9.15 Sænski næturgalinn Jenny Lind Guðrún Sveinsdóttir flytur erindi með tónlist (2). 11.00 Bibliudagur: Messa í Hall- grimskirkju 13.15 Indland og nágrannalönd. Sigvaldi Hjálmarsson rit- stjóri flytur annað erindi sitt og nefnist það Snæ- heimur. 16.00 Fréttir Framhaldsleikritið „Dickie Dick Dickens” 17.00 A hvitum reitum og svört- um. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Kata frænka” eftir Kate Seredy 19.30 Ilratt flýgur stund. Jónas Jónasson stjórnar þætti með blönduðu efni, sem var hljóðritaður i Vik i Mýrdal. 21.10 Ljóð eftir Ingólf Kristjáns- son. 21.20p°PPÞ^ttur 22.25Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MÁNÚDAGUR 7.00 Morgunútvarp 13.15 Búnaðarþáttur Sveinn Einarsson veiði- stjóri talar um eyðingu refa og minka. 16.15 Veðurfregnir. Endurtekið efni: Norður- irland 19.35 Um daginn og veginn Tryggvi Sigurbjarnarson stöðvarstjóri við Sogsvirkj- un talar. 21.20 islenzkt mál. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (7) 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. SUNNUDAGUR 6. febrúar 1972. 17.00 Endurtekið efni. Félagi Napóleon (The (Animal Farm) 18.10 Helgistund Sr. Jón Thorar- ensen. 18.25 Stundin okkar. Stutt atriði úr ýmsum áttum til skemmtunar og fróðleiks. 19.10 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20Veður og auglýsingar. 20.25 Maður er nefndur Kristinn E. Andrésson. Svava Jakobsdóttir ræðir við hann. 21.00 Tom Jones.Þriðji söngva- og skemmtiþátturinn með dægurlagasöngvaranum Tom Jones. 21.50Rauða herbergið.Fram- haldsleikrit frá sænska sjónvarpinu, byggt á sam- nefndri skáldsögu eftir August Strindberg. 6. þáttur. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 22.30 Dagskrárlok. MANUDAGUR 7. febrúar 1972. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Fjallaævintýrið. Leikrit eftir norska rithöfundinn H.A. Bjerregaard. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 22.101 leit að Paradis.Indversk kona, Gita Metha, gerði þessa mynd, sem lýsir Ind- landi vorra daga frá sjónarhóli Indverja sjálfra, vandamálum þeim, sem við er aö etja, og viðbrögð- um landsmanna og viö horfum þeirra. Þýðandi og þulur Sonja Diego. 22.5 ODagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.