Tíminn - 06.02.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.02.1972, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 6. febrúar 1972 TÍMINN 13 Teningunum kastað Allir hljóta aö hafa heyrt um heimsmeistarakeppnina, sem á að fara fram á þessu ári i lúdó- leik. Lúdóleik? Já, þessum leik, sem við lékum, þegar við vorum litil Nú hefur þessi leikur verið þróaður upp i æöra veldi eins og vera ber — keppnir i iþróttinni eru haldnar um viða veröld — .e.a.s. allan hinn siðmenntaða eim eins og þar stendur — og að undangengnum landsmeist- arakeppnum, heimsálfukeppn- um og milliheimsálfakeppnum, er nú svo komið, að uppi standa aðeins tveir keppendur. frá sitt hvoru geysiveldi, Sovétrikjun- um og Bandarikjunum, og þess- ir miklu lúdómeistarar eiga að keppa til úrslita um heims- meistaratitilinn. En þetta hefur nú ekki gengið þrautalaust. Bandarikjalúdó- meistarinn neitar að keppa i landi hins meistarans, sem raunar er heimsmeistari þessa stundina, enda lúdólistin löng- um verið mikið eftirlæti i landi hans, og hvorugur þeirra vill keppa i Bandarikjunum, hvern- ig sem á þvi stendur. Alheimslúdósambandið er þessvegna i stökustu vandræö- um. Ekki með það. að finna keppnisstað, heldur að velja úr þeim fjölda staða, sem bjóðast til að hýsa keppnina. Nú er svo komið, að fjögur eylönd keppa til úrslita um þann heiður, eins og það er kallað, að fá að halda keppnina — og mjög erfitt að gera upp á milli þeirra. Þau eru eyrikin Færeyjar, Faldlands- eyjar, Orkneyjar og Vest- mannaeyjar. Erfitt er að spá nokkru um hvert þessara eyrikja muni bera sigur af hólmi. öll eiga þau sögulega og lúdólega séð mikið tilkall til þess að fá að halda keppnina. A öllum þessum stöð- um hefur lúdólistin staðið með miklum blóma um langt skeið — og eitt þessara eyrikja meira að segja eignast afburðamenn i listinni. Undanfarnar vikur hefur ekki verið um annað talað i þessum eyrikjum en það, hvert þeirra mundi verða fyrir valinu. öll hafa þau sent keppendunum tveimur gylliboð hin mestu — lofað háum verðlaunum i doll- urum auk annarra friðinda — frammámenn lúdósamband- anna hafa þeyzt um heiminn að agitera fyrir sinni eyju — ný- lega var stofnað til lúdóhreyf- ingar i einu þeirra, sem stefnir að þvi að sameina alla krafta — og fjármuni — eyjarskeggja i baráttunni fyrir þvi að fá að halda keppnina. Já, þetta eru spennandi timar —• fyrir viðkomandi riki og þegnar þeirra eiga gott að geta daglega nærst á æsispennandi fréttum úr hinum stóra lúdó- heimi og hræringum hans, með- an aðrir veraldarhlutar verða að láta sér nægja að hlýða á fréttir frá Viet Nam og Ulster. Lister, lúdómeistari sagði þetta á blaðamannafundi i New York i gær — Rasski lúdóheimsmeist- ari lét svo um mælt á öðrum blaðamannafundi i Moskvu i morgun ------ Og svo, þegar úrslitastundin rann upp — staður lúdókeppn- innar mundi endanlega verða tilkynntur — hvað skeði? Jú, erfitt ef ekki ómögulegt var að gera upp á milli gylliboðanna frá Vestmannaeyjum og Falk- landseyjum, og ákvörðun hefur þessvegna verið frestað um stundarsakir. M.ö.o., ibúar þessara eyja geta skemmt sér við að biða dauðspenntir enn um sinn. Um sigurmöguleika áskor- andans, Lister, eru ýmsar skoð- anir á lofti. Sumir telja að að- ferð hans við að hrista glasið, sem teningarnir eru hafðir i, sé hans sterkasta hlið, en hins veg- ar sé hann nokkuð lélegur á nið- urvarpinu. Rasski hefur löngum verið orðlagður niðurvarpari, og ósjaldan komið óvinum sin- um þannig i opna skjöldu. Já, þetta er spennandi. En hvernig geta þessir meistarar nú gert upp á milli eyrikjanna? Það er spurningin stóra. Nokkur tillaga? Já. Látum fulltrúa eyrikjanna spila lúdó um það i Færeyjum, og vinni Vestmannaeyjingar, þá fá þeir keppnina til sin strax og vetrarvert:ðinni er lokið. Páll Heiðar Jónsson. 5-6 herbergja sérhæð eða eldra einbýlishús óskast til kaups i Reykjavik eða næsta nágrenni, milli- liðalaust, má þarfnast einhverrar stand- setningar. Upplýsingar i sima 20880 i dag og á morgun. Rafgeymaþjónusta Rafgeymasala Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla. Notum eingöngu og seljum jáminnihaldslaust kemisk hreinsað rafgeymavatn. — Næg bflastæði. Fljót og örugg þjónusta. Tækmver, afgreiðsla Dugguvogur 21. — Simi 33 1 55. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Pick-up bifreið og Land Rover, er verða sýndar að Grensásvegi 9, miðvikudaginn 9. febrúar kl. 12—3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5 Sölunefnd varnarliðseigna. „SÖNNAK RÆSIR BlLINN" LIPRIR OG HANDHÆGIR PLASTHANZKAR LÆKNAR MÆLA MEÐ ÞEIM SÉRSTAKLEGA FYRIR VIÐKVÆMAR HENDUR "V ^ V* V p7 <0 ■#' T • •• • \1 • \ gjorio pio 8YO YCl. Regnið viðskiptin Síiiiinn er C96) 31400 Verksmiðjuafgreiðsla K E A annast heildsöluafgreiðslu á vörum frá framleiðsludeild- um félagsins. Með einu sím- tali getið þér pantað allt það, sem þér óskið, af fj'öl- breytilegri framleiðslu þeirra, landsþekktar úrvalsvörur, — allt á einum stað: Málningarvörur og hreinlæt- isvörur frá Sjöfn, kjöt- og niðursuðuvörur frá Kjötiðn- aðarstöð KEA og hangikjöt frá Reykhúsi KEA. Gula- bandið og '7lóru-smjörlíki, Braga-kaffi og Santos-kaffi, Flóru-sultur og safar, brauð- vörur frá Z.auðgerð KEA, ostar og smjör frá Mjólkur- samlagi KEA, allt eru þetta þjóðkunnar og mjög eftir- sóttar vörur, öruggar sölu- vörur, marg-auglýstar í út- varpi, sjánvarpi og blöðum. Innkaupastjórar. Eitt símtal. Fljót og örugg afgreiðsla. Kynnið yður kjörin og reyn- ið viðskiptin. Síminn er (96) 21400. VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA K-E-A AKUREYRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.