Tíminn - 06.02.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.02.1972, Blaðsíða 16
Húsmæðraskóli Reykjavíkur 30 ára r A sjötta þúsund nemendur hafa stundað nám við skól- ann frá stofnun hans vist, sem er niu mánaða skóli, tvö daeskóla námskeið. 3ia oe 5 mánaða og sex 5 vikna kvöldnám skeið. Hafa þvi að jafnaði 180 nemendur stundað nám ár hvert við skólann, eða á sjötta þúsund nemendur i þau 30 ár, sem skólinn hefur starfað. Námsgreinar eru bæði bók- legar og verklegar; svo sem bók- menntir, sálar- og félagsfræði, næringarefnafræði og vöru- þekking, heimilishagfræði, heilsufræði og meðferö ungbarna, matreiðsla og framreiðsla, þvottur, ræsting, vefnaður, fata- saumur, útsaumur, prjón o.fl. Svo virðist sem áhuei sé nú meiri á námskeiðum i heimilis fræðum en vetrarlangri skóla- veru. Inntökuskilyrði i skólann eru, að umsækjendur séu orðnir 17 ára og hafi lokið unglingaprófi. Skólanefnd Húsmæðraskóla Reykjavikur hefur beitt sér fyrir að námskeiðaskóli i heimilis- fræðum verði byggöur á næst- unni, og er honum ætlaður staður við Lönguhlið. Ætlunin er að skólinn veiti bæði körlum og konum fræðslu og verði fjölbreytt námsgreinaval. Fyrir nokkru efndi Húsmæðra skóli Reykjavikur til könnunar meðal ibúa á Stór-Reykjavikur áhuga fyrir skóla sem þessum. Þátttaka var 50% og voru undir- tektir mjög jákvæðar. Tvö undanfarin ár hefur Félagsmálastofnun Reykjavikur efnt til sumarnámskeiða fyrir konur, sem vinna við heimilis hjálp borgarinnar. Þessa kennslu hefur Friða Asbjörnsdóttir, hús- mæðrakennari við kvöld- námskeiö skólans, undirbúið og annazt. Þá má geta þess, að skólinn annaðist skrásetningu nemenda Námsflokkanna i matreiðslu við Laugalækjarskólann, og skipu lagði námsefni þeirra. Sjö fastir kennarar starfa nú viö Húsmæðraskóla Reykjavikur. Skólastjóri er Katrin Helgadóttir. Núverandi skólanefnd skipa, Vigdis Steingrimsdóttir, for- maður, sem átt hefur sæti i skóla- nefndinni frá upphafi, Sigriður Briem Thorsteinsson, Anna Guð- mundsdóttir, Guðný Halldórs- dóttir og Guðrún Hjartar. SJ-Reykjavik. Húsmæðraskóli Reykjavikur á 30 ára afmæli á morgun, en hann var settur i fyrsta sinn 7. febrúar 1942. Nemendur og kennarar minnast afmælisins í dag, sunnudag, og eru gamlir nemendur og aðrir velunnarar skólans velkomnir að koma að Sólvalla- götu 12 i tilefni dagsins á milli kl. 3 og 6 e.h. Það voru kvenfélögin i Reykja- vik, sem stóðu að stofnun skólans undir forvstu Ragnhildar Péturs- dóttur I Háteigi, Laufeyjar Vil hjálmsdóttur og Steinunnar Bjarnason. Fyrstu skólanefndina skipuðu þær Ragnhildur og Laufey ásamt Guðrúnu Jónasson bæjarfulltrúa, Kristinu Ólafs- dóttur lækni og Vigdisi Stein- grimsdóttur forsætisráðherrafrú. Fyrsti skólastjóri Húsmæöra- skólans var Hulda Stefánsdóttir, sem stýrði skólanum þar til árið 1953. Fyrstu kennarar skólans voru: Ólöf Blöndal, Erna Ryel, Ingibjörg Júliusdóttir, Elisabet Jónasdóttir, Fjóla Fjeldsted, Maria Hallgrimsdóttir læknir, Sonia Carlson. Kristiana Péturs- dóttir, Salome Gisladóttir og Kurt Zier. Skólinn hefur frá fyrstu tið starfað I þrem deildum: Heima- Úr handavinnutima á fyrstu árum skólans. Hermann Jónasson, þá menntamálaráðherra, setur Húsmæðraskóla Reykjavikur i fyrsta sinn. SUNNUDAGUR 6. febrúar 1972 Ragnhildur Pétursdóttir I Háteigi viö fyrstu skólasetninguna ■ Einn af fyrstu árgöngunum, sem útskrifuöust úr Húsmæðraskóla Reykjavikur. Bjarni Benediktsson þáverandi borgarstjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.