Tíminn - 08.02.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.02.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA 31. tölublað — Þriðjudagur 8. febrúar 1972—56. árgangur. kæli- skápar TQfvcuUxtSwéJLaLn- h-f RAFTÆKJAOEILD, HAFNARSTBJETI 13, SIMI IIHS 70 manns við Laxá KJ-Reykjavik. — Góða veörið að undanförnu hefur gert okkur kleift að vera við steypuvinnu hér við Laxá, sagði Rolf Árnason íraiii kvæmdastjóri Norðurverks í við tali við Timann I dag. Er þar bæði um að ræða steypuvinnu við inn- taksmannvirki og niður við stöðv- arhús-göngin. Rolf sagði.að um 70 manns ynnu við virkjunina á vegum Norður- verks, en auk þess væru menn á vegum Laxárvirkjunar að vinna við niðursetningu á vélum i stöðv- arhúsinu. Kom túrbinan og til- heyrandi á virkjunarstaðinn um helgina. Fiskveiðasjóður: Greiðir ekki fallnar kröfur KJ - Reykjavik 1 byrjun október var póst- báturinn Konráð, sem var i feröum á Breiðafirði, booinn upp og sleginn Fiskveiða- sjóði. Meðal kröfuhafa i bát- inn voru skipstjóri og vél- stjóri, er voru á bátnum, 'en þeir eiga meira en 600 þúsund króna sjóveðskröfu i bútnum, vegna ógreiddra launa. Úpphaflega átti að bjóða bátinn upp i lok april, en það dróst fram i október, en sjómennirnir tveir hafa samt enn ekki fengið kaup- kröfur sinar greiddar. Frá þvi Fiskveiðasjóði var sleginn báturinn hafa þeir komið tvisvar til þrisvar i viku til að ganga eftir kröfum sinum, en alltaf sagt að koma seinna.Sjóveðs- kröfur þessar eru sam- þykktar af öllum aðilum, og er þvi furðulegt að Fisk- veiðasjóður skuli draga i marga mánuði að greiða mönnunum vinnulaun, sem fallin eru i gjalddaga fyrir mörgum mánuðum. Bátur strandaði við Selvog Leituðu skipbrotsmanna í hálfa aðra klukkustund OO-Reykjavík. Vélbáturinn Asmundur AK-8 strandaði skammt frá Selvogi á sunnudagskvöld. Fjögurra manna áhöfn bátsins fór f gúmmíbiörgunarbát og var mönnunum bjargað eftir aö þeir voru biinir að vera i um hálfa aðra klukkustund i gúmbátnum. Voru þeir við góða heilsu. Asmundur er nokkuð langt frá landi, en talið er að báturinn sé ó- brotinn. En í dag var unnið við að bjarga tækjum úr honum. Talsvert aðdýpi er þar sem báturinn strandaði og telur skip- stjórinn, að dýptarmælirinn hafi sýnt 35 faöma steinsnar frá þeim stað sem báturinn tók niðri. Veður var allgott og skyggni ágætt. Skipverjar á Asmundi skutu upp neyðarblysum áður en þeir fóru i gúmbátinn og aftur siðar er þeir voru komnir frá strandaða bátnum. Fólk i Selvogi sá neyðarblysin og kl. 9,45 á sunnudagskvöld var hringt i björgunarsveitina á Þorlákshöfn, sem fór á strand- staðinn. Einnig fóru lögreglu- menn frá Selfossi á staðinn. Þegar björgunarsveitarmenn komu á strandstað sáu þeir bát- inn, en ljós var á honum, én engan mann eða björgunarbát sáu þeir. Tveir bátar, Arnesingur og DalarÖst, fóru frá Þorlákshöfn til áð leita aö skipbrotsmönnum. Fann Arnesingur mennina kl.11.30 Voru þeir þá komnir um 2,5 sjómilur frá strandstaðnum. Voru mennirnir allir viö góöa heilsu og voru þeir fluttir til Reykjavikur aðfaranótt mánudags. Ásmundur er 58 lestir að stærð. Byggður úr eik árið 1946. Hann var á togveiöum. Samvinnubankinn 1971: Innlán jukust um 22,3% lleiidarinnlán Samvinnubanka íslands hf. i árslok 1971 námu 1.(110,.") millj. kr., og jukust þau á árinu um IS»,(imillj. eða 22,3%. Kr það svo til sama aukning i krónutölu <ij* á árinu 19711. Spariinnlán hjá bankanum námu 868,9 milj. i árslok og jukust um 157,1 milj. eða 22,1%. Veltiinnlan voru 171,6 milj. i lok ársins, og jukust þau á árinu um 32,5milj. eða 23,4%. Heildarútián bankans i árslok námu 826,6 milj, kr., og jukust þau um 155,8 milj kr. eða 23,2%. Þá voru innistæður i Seölabanka Islands i árslok 207,7 milj. kr. eða 23,2%. Þá voru innistæður Seðla- banka tslands i árslok 207,7 milj. kr., en, 'innstæöa á bundnum reikningi þar hækkaði um 36,9 milj. á árinu. Af starfsemi bankans á árinu er- það að öðru leyti að nefna, að snemma i janúar 1971 opnaði hann fýrsta útibú sitt i Reykja vik, Háaleitisútibú, og sömuleiðis var á árinu yfirtekin innlánsdeild Kf. Stöðfirðinga, sem i voru tæp- lega 8 milj. kr. innstæður. Innlánsdeild Svf. Fljótamanna yfirtekin Frá og með l.jan s.l. yí'irtók Samvinnubankinn og nnlánsdeild Samvinnufélags Flji tamanna H Haganesvik. Var hún 'ærð ti! úti bús bankans á Sauðárkróki, og við yfirtökuna námu innistæður i henni 1,2 milj. kr. NTB— Phnom Penh Tveir menn létust og 85 særðust i fyrri viku, er hermenn og lögreglumenn i Kambódiu hófu mikla skothrið á tunglið i deildar- myrkva. Héldu þeir að þarna VR'riá ferðinni ófreskja ein, sem samkvæmt kambódiskum þjóð- sögum vill éta tunglið. Loðnuaflinn var orðinn 59.174 tonn s.l. helgi Gísli Arni aflahæstur með 3.010 tonn ÞÓ-Reykjavfk. Ekkert lát virðist vera á loðnu- veiðinni(og koma bátarnir hver ai öðrum með fullfermi til hafnar. Mjög góð veiði var i allan gærdag (mánudag) á allstóru svæði útaf Reykjanesinu, og voru mjög margir bátanna á leið til lands með fullfermi. Samkvæmt skýrslu Fiskifélags Islands höfðu 48 skip fengið ein- hvern afla s.l. sunnudagskvöld, og þá nam heildaraflinn 59.174 tonnum. Þá höfðu 16 skip fengið 1500 lestir eða meira, og fimm aflahæstu bátarnir voru Gisli Árni með 3010 lestir, Grindviking- ur 2606, Hilmir 2393, Súlan 2339 og Fifill 2335. Hæstu lóndunarstaðirnir voru á sama tima: Vestmannaeyjar með 26.848. lestir, Reykjavik 6. 781 og Keflavik 4216. Þessi mynd er tekin af einum loðnubátnum að veiðum I Hafnasjó i fyrrinótt, en á þes ið mjög góð loðnuveiði undanfarna daga. sum slóðum hefurver- (Tlmamynd Gunnar.) \amaður og l\ósmvndari Timans á loðnuveiðum á Hafnasjó i fyrrinóit -sjá opnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.