Tíminn - 08.02.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.02.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriöjudagur 8. febrúar 1972 Bréfin hans INGÓLFS Fyrir nokkru var hér i þessum pistli, aö gefnu tilefni frá Ingólfi Jónssyni i Mbl., minnzt á nokkur mál, sem fyrrvcr- andi landbúnaöarráöherra vill láta þakka sér fyrir aö hafa leyst, þótt sannleikurinn sé sá, aö hann skildi viö þau alger- lega óleyst og i ólestri, og þaö hefur komiö i hlut núverandi landbúnaöarráöherra, Hall- dórs E. Sigurössonar aö leysa. Lausn Ingólfs á þessum málum var i þvi fólgin, aö liann skrifaöi á siöustu ráö- herradögum sinum bréf i allar áttir og baö aöila, sem vitaö var aö vanmegnugir voru aö leysa málin án aöstoöar trá rikisvaldinu, aö leysa þau. Punktur og basta. Skulu hér nefnd nokkur dæmi til viöbótar um afrek Ingólfs við að leysa mál. Loks á siöasta ári setu sinn- ar i stóli landbúnaðarráöherra rankaði hann við sér og gaf Sunnlendingum fyrirheit um búnaðarskóla. Framkvæmd varð þó engin önnur en sú, aö skipa skólabygginganefnd, sem ekkert fé haföi til aö byggja fyrir. liigólfur gaf lika fyrirheit um fé i hafnir hér og þar á sið- asta ráöherraári sinu, en þaö kom ekki i hans hlut aö efna þau loforö, þvi aö það vantaöi aöeins „litlar” 8« milljónir króna til þess aö fjárveitingar stæöu fyrir loforöunum. Mbl. minnist ekkert á þaö, þcgar þaö er aö bera oflof á Ingólf Jónsson, aö á siðasta ári ráöherradóms hans uröu bændur aö bera án bóta hækk- un á fóöurbæti haustiö 1970 og áburðarhækkun á síöasta vori. Þetta var fyrst leiörétt i verðlagi á sl. hausti eftir aö Ingólfur Jónsson var farinn frá völdum. Þeir sem verst voru settir urðu að biða lengst Ekkert fjármagn haföi þó fcngist til þess brýna verkefn- is þegar Ingólfur fór úr ráö- herrastóli. Það kom þvi, eins og fleiri „afrck" Ingólfs, til af- greiöslu núverandi landbún- aöarráöherra og hefur honum nú tekizt fram til þessa aö út- vega 10 milljónir til þessara þarfa. Ingólfur Jónsson var fyrir löngu búinn að gcfa fyrirhcit um að greitt yrði fyrir þeim bændum, sem allra verst voru settir fjárhagslega. Þaö kann aö sumra dómi aö vera nóg að skrifa „bréf” og gefa fyrirheit út og suður handa öörum aö efna, en ætla sér siðan heiðurinn af. Sjálfsagt væri það talsvert auöveldara fyrir þá, sem mál- in þurfa aö leysa, ef deildum Búnaöarbankans nægöu „bréf”, þegar þær væru I fjár- þröng. En reynslan hefur sýnt, að „bréfin" eru ekki alltaf verðmæti, þegar á reynir. Jafnvel þótt þau séu undir- skrifuö af sjálfum Ingólfi Jónssyni. —TK. SKATTSVIK „Skattborgari"sendir Landfara þetta bréf: „Mér hafa tjáð fróöir menn i viðskiptamálum, að allmargir einstaklingar og fyrirtæki leigi sér geymsluhólf i bönkum og pósthúsum hér i borginni, og hafi þeir einir lykla að þessum geymslum. Leikur sterkur grun- ur á, að þarna sé geymt mikið af skattsviknum verðmætum. Ég er þeirrar skoðunar, að vér, Kaupi víxla og stutt skuldabréf fyrir vörur og peninga. Upplýsingar í síma 20555 kl. 5—7 e.h., alla virka daga. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 S. Helgason hf. STEINIÐJA Einholti 4 Sfmar 26677 og 14254 sem reynum að telja rétt fram til skatts, eigum heimtingu á að þetta sé rannsakað, jafnvel þótt setja þurfi um þetta ný lög. Virö- ist eðlilegt, að til slikrar rann- sóknar séu skipaðir þrir menn. Gæti fjármdlaráðherra skipað einn, seðlabankastjóri annan, og formaður Alþýðusambands islands þann þriðja. Grunur leikur einning á, aö islenzkir aðilar eigi fjármuni geymda erlendis, sem þeir telji litt fram til skatts, en við rann- sókn á sliku mun erfitt að fást, nema islenzku rikisstjórninni takist aö ná um það samningum. Orðrómur er um það, að Sviss sé helzti felustaðurinn erlendis, en sjálfsagt koma fleiri til greina. En hvað, sem öllu liður, þarf að rannsaka þetta mál rækilega. Þörf væri á þvi, að blöðin ýttu betur við þessu máli og kæmu af stað rannsókn. „Skattborgari,sem telur rétt fram”. HÚSASMIÐIR Berg s.f. Selfossi vantar tvo vana smiði sem fyrst. Uppmæling. Upplýsingar gefur Eggert Jóhannesson, simi 1620, Selfossi. GEFJUN AKUREYRI Hérer það allt- prjónarnir, karfan og Gefmnar DRALON - EABY DRALON -SFORT GRETTIS-GARN (1007-ull) GRILON-GARN GRILON-MERINO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.