Tíminn - 08.02.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.02.1972, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 8. febrúar 1972 TÍMINN 5 Fyrirmyndir frá Páskaeyju A eyjunni White við Ulster suðvestanvert er mikið um rústir, sem taldar eru mjög merkilegar. Merkilegastar af öllum eru þó rústir kirkju nokkurrar, sem þarna fundust fyrir löngu. I rústunum er sjö steinlikneski, og likjast þær 7»jög i útlitr_llu og gerð liknesk/- >um, sem fundizt hafa á Páska- eyju i Kyrrahafinu. Enginn hefur meö fullri vissu getað sagt til um aldur likneskjanna, en talið er liklegt, að þau séu að minnsta kosti frá sjöundu öld. A annarri eyju, þarna skammt frá/ hafa fundizt nokkrir merkilegir sivalir turnar. A sinum tima munu irskir munkar hafa leitað skjóls i þessum turnum undan árásum norskra vikinga, sem þarna voru á ferð i vigahug. anna og gert þeim ókleift að bjarga sér. Svo var það að nokkrir náttúruunnendur tóku að sér að hreinsa nokkra fugla, margir voru þeir að sjálfsögðu ekki, þvi slikt er erfitt og vandasamt verk. Fuglunum tókst að bjarga, og svo var meiningin, að þeir tækju upp sitt fyrra liferni, frjálsir úti i nátt- úrunni, en það fór ekki eins og til var ætlazt. Fuglarnir hafa snúið aftur til velgerðarmanna sinna, og vilja nú ekki annars staðar vera en hjá þeim, og gera ekkert til þess að sjá sér far- borða lengur á fuglavisu. An hjálpar geta fuglar ekki lifað, sem lent hafa i oliu, en hvað á að gera, ef þeir komast ekki af án mannanna hjálpar, eftir að þeim hefur verið bjargað? 28 manna þyrlur. Margar stórar sovézkar þyrlur eru nú á leið til Antarktis um borð i flutningaskipi, er flytur 17. sovézka suðurpóls- leiðangurinn-, þátttakendur og allan búnað. Þyrlurnar verða jöfnum höndum notaðar til landkönnunar úr lofti og til flutninga á varningi og vistum til Vostok stöðvarinnar. Þetta eru þyrlur af gerðinni Mil-8, sem geta borið 28 farþega eða fjögur tonn af vörum. BB i málaferlum. Brigitte Dardot hefur dregið systur sina Mijanou fyrir rétt 1 Paris. Astæöan er sú. að svstirin ☆ hefur undanfarið búið leigulaust i ibúð Brigitte á vinstri bakka Signu i Paris. Dag nokkurn á kvað BB að selja ibúðina og systur sinni og manni hennar aðra ibúð, sem hún á i 16. hverfinu i Paris. Systirin vildi ekki flytja, þvi henni likaði gamla ibúðin betur. Þá var ekki um annað að ræða en kæra hana, og biður hún nú dóms. Lana skilur. Lana Turner, sem eitt sinn var meðal frægustu og vin- sælustu kvikmyndaleikkvenna Hollywood, en nú er orðin 51 árs gömul, og sýnir það meira að segja, skildi nýlega við sjötta eiginmann sinn, nætur- klúbbastjörnuna Ronald Dante. Þau Ronald og Lana giftu sig i mai 1969. Lana hafði áður verið gift Artie Shaw, Stephen Crane, tvivegis,Beb Topping, Lex Baker, Fred May og Robert Eaton. Yul Brynner hinn sköllótti er nú farinn að berjast fyrir réttindum sigauna, sem hann segir að eigi lika að hafa það gott i heimi, þar sem velsæld sé allra eign. 1 þvi ^sambandi hafa ættingjar Brynn- ers minnzt þess, að hann er sjálf- ur zigauni að hluta, i móðurætt. Hann er einn af hæstlaunuðustu leikurum heimsins og gæti þess vegna lifað áhyggjulaus án þess að gera handtak til æviloka. Eins og menn muna, er Brynner ný- kvæntur einni franskri, Jaqueline de Croisset að nafni og búa þau i höll i Normandi. Nú hefur Brynn- er látið breyta miklum hluta hall- arinnar i heimili fyrir zigauna- börn og i Kent hinum megin við sundið hefur hann látið reisa skóla fyrir zigauna á sinn kostn- að. 1 viðtali við stórt þýzkt blað sagði Brynner, að zigaunar væru það eina i heiminum, sem enginn hugsaði um, þeir ættu enga skóla, engin sjúkrahús, enga vinnu. Þess vegna ætlaði hann að hjálpa þeim. ☆ Olía eða umönnun Olia hefur valdið tjóni á suðurströnd Englands. vegna skipstaps sem varð undan ströndinni. Mikið af fuglum hefur látið lifið vegna oliunnar, sem setzt hefur i fjaðrir fugl- Þessi mynd var tekin i desember, þegar 7 dráttar- bátar lögðu af stað út á ána Elbe i Þýzkalandi, þar sem hún rennur um Hamborg. 1 togi höfðu bátarnir 46 þúsund lesta steinsteypt mót, 132 metra langt og 48 þúsund rúm- metra að stærð. Þetta var einn áttundi hluti jarðgangna undir Elbe og var hlutanum sökkt i desember, en göngin eiga að vera tilbúin 1974. Jarðgöng þessi, sem verða 3,2 km löng, eru hluti af þjóðveginum við Hamborg og tengjast leiðinni til Lissabon frá Stokkhólmi. A myndinni sést litið af stein- bákninu, þvi aðeins stóðu fáeinir sentimetrar upp úr vatninu. Rúmlega hálfan sólarhring tók að koma bákninu fyrir á sinum stað á botni Elbu við suðurbakkann. — Eigið þér börn frú? — Já, sá elzti heitir Arnar, næsti Björn, þriðji Davið .... — Hvað heitir það yngsta? — örn. — Það sem maður hefur hvorki i höfðinu né fótunum, verður maður að hafa i olnbogunum. Hinn mikli ferðalangur var að segja frægðarsögur yfir mið- degisverðinum .... — Og sem ég var þarna i miðjum frumskóginum á 100 km. hraða, missti ég stjórn á jeppanum og ók beint á tré. — En hvernig stóð á þvi, að þér lifðuð þetta af? spurði einn við- staddra. — Til allrar hamingju var þetta gúmmitré. Forstiórinn veit eitthvað um allt. Verkfræöingurinn allt um eitt- hvað. Simastúlkan allt um alla. — Ég vildi gjarna fá megr- unarmáltið, og á eftir tvöfaldan skammt af is með súkkulaðisósu. Þannig get ég friðaö bæði hungrið og samvizkuna. — Af hverju þarftu alltaf að draga allt fram á siöustu stundu? Stór banki hefur það fyrir vana, að skrifa þeim viðskiptavinum sinum, sem segja upp banka- reikningi og spyrja um ástæðuna. Eitt svarið var á þessa leið: —Ég er búinn að giftast banka- reikningi númer 510173. —Ég gifti mig af þvi ég var orðinn leiður á veitingahúsmat. —Og lagaðist þetta? —Já, nú finnst mér hann góður. —Hvaða leikari er þetta? —Gary Cooper. Konan min er vön að bera mig saman við hann. —Þú segir ekki satt? —Jú, en hún vill hann heldur. Stúlka, sem talar eins og alfræði- bók, ætti að minnast þess, að þær fara afar sjaldan út aö skemmta sér með herra. DENNI DÆAAALAUSI — Þú átt að segja: Þakka þér fyrir, en ekki oj bara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.