Tíminn - 08.02.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.02.1972, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 8. febrúar 1972 TÍMINN 7 Ufgefandl; Franuoknarflokkurtnn FramkvænnSastión; Krlstfán aanedtkfssún, Rjtsijorar; Þúrarinh Þárartnsson láb), Andrós KrHiffáníson, Jón Hotgason, indrtðf C. Þorsfeinswm 05 Tómas Karfsson. Aoglýsingaítióri: St«tn-\!;: Orírrtur : Gisiaisört. ÍRnstfórniarSttrihtofut : f íddiitbújtrtU, sfítiór l82ðð — 183Q6, Skrifstofyr Bankastræif Afgretðsftisími 722Í3. Augtýsi'ngasíroi 19523. : ASrar : :Skrifstpfúr : siftij :T830(1:. Áskrtftatflfald kt,: Í12S.ÖQ :á :máru>Si Innanlamts. í: lausasölu fcr.: li.öð ólnUktS BlaSaprent h.f. (Offsot) Hve langt nær land- grunnið? Fyrir Alþingi liggur nú tillaga frá Sjálf- stæðisflokknum, þar sem lagt er til ,,að ytri mörk landgrunnsins skuli vera 400 m jafn- dýpislina” og fiskveiði-lögsaga íslands miðast við það. 1 lögunum frá 1948 um fiskveiðilög- söguna segir, að hún skuli ná til ,,endimarka landgrunnsins”, án þess að það sé nánar skil- greint. í landgrunnslögunum frá 1969 segirað „islenzka landgrunnið telst, i merkingu þessara laga, ná svo langt frá ströndum lands- ins, sem unnt reynist að nýta auðæfi þess”. í is- lenzkum lögum hefur það þannig aldrei verið nákvæmlega skilgreint, hve langt landgrunnið nær,og er áðurgreind tillaga Sjálfstæðisflokks- ins fyrsta formlega tillagan, sem hefur verið flutt um það á Alþingi að ákveða nákvæmlega ytri mörk landgrunnsins. Um þessa tillögu Sjálfstæðisflokksins er það fyrst að segja, að hún gengur miklu skemmra en landgrunnslögin frá 1969, en þau miðast við hagnýtingarmörk, sem nálgast nú óðum 1000 m dýpi, en það mun svara til 100 milna land- helgi við ísland. Þetta er m.a. niðurstaða þess islenzka sérfræðings, sem mest hefur kynnt sér þessi mál að undanförnu, Svend-Aage Malmbergs. Hann ritar um þetta efni i ársrit Hafrannsóknastofnunarinnar 1970 og farast m.a. orð á þessa leið: „Með vaxandi dýpi hagnýtingarmöguleika virðist mega ætla, að 400 m sé algjört lágmark og að t.d. 1000 m sé öllu nær sanni, jafnframt þvi sem sú lina fylgir að miklu leyti brekkufæti hér við land og umlykur landgrunnspallinn islenzka. Mér sýnist það aðeins vera hug- myndafræðilegur orðaleikur, hvort lita beri á landgrunnsbrún eða brekkufót sem náttúrleg ytri mörk strandrikis, en bæði þessi hugtök eða nafngiftir eru einkennandi fyrir botnlögun heimshafanna og standa i nánum tengslum við löndin. Vil ég leggja til að þessi atriði verði skoðuð i nýju ljósi og miðað við brekkufót, a.m.k. hér við ísland, þar sem þau mörk eru allt eins tengd landinu eins og landgrunns- brúnin og einnig lifinu i sjónum og sjávarafla”. Þessi tillaga Svend-Aage Malmbergs er vissulega hin athyglisverðasta og þarf að at- hugast betur, ásamt landgrunnsmálinu i heild, en þar eru enn miklar rannsóknir ógerðar. Þessvegna væri það óhyggilegt og fljótfærnis- legt af Alþingi að fara að ákveða nú, að miða skuli ytri mörk landgrunnsins við 400 m jafn- dýpislinu: það mál þarf miklu betri könnun. Til þess að færa fiskveiðilögsöguna út i 50 milur þarf heldur ekki ný lög, þvi að lögin frá 1948 nægja alveg i þeim efnum, og á margan hátt traustara út á við að geta byggt á gömlum lögum. Þ.Þ. Vilhjálmur Hjálmarsson: Uppbygging samgangna arðbær fjárfesting Samgöngumál Islendinga eru i heild erfið viðfangs þvi landið er stórt en þjóðin fámenn. Fjöll og fljót torvelda vegagerð. Úrkoma, föst og fljótandi, eykur viðhalds- kostnað og fannkyngi kallar á hærri vegi. Veðurfar og lands- lag er einnig erfitt fyrir flugið. Og löng og strjálbýl strönd er óhagstæð fyrir innanlands- siglingar. Frá þvi akvegagerð hófst á Islandi hefur þjóðin verið i sókn i samgöngumálum. Stærstu skrefin fram á við voru stigin þegar þjóðin tók siglingarnar i sinar hendur og siðar þegar flugið varð með skjótum hætti snar þáttur i samgöngukerfinu. En þótt sföðugt miði i áttina hafa við- horf rikisstjórna gagnvart þessum þýðingarmikla mála- flokki verið ærið breytileg. Má i þvi sambandii minna á stjórnarskiptinn'27 og þann fjörkipp, sem vegagerð og brúa tók á valdatima stjórnar Tryggva Þórhallssonar. t málefnasamningi rikis- stjórnarinnar, þar sem getið er einstakra verkefna, segir um samgöngumálin: ,,Að endurskoða allt samgöngukerfið, m.a. með hagkvæmustu þungavöru- flutninga á sjó og landi til allra byggðarlaga i huga. Leggja verður jöfnum höndum aukna áherzlu á endurbyggingu eldri vega og lagningu nýrra. Lán, sem tekin verða til vega- gerðar, endurgreiðist af "tekj- um rikisins al' umferðinni. Ljúka þarf hringvegi um landið. Taka ber upp að nýju farþegaflutninga á sjó um- hverfis landið. Bæta skal flugvelli og skipulag flugsam- gangna.” Hér er drepið á nokkra þýðingarmestu þætti samgöngumálanna auk þess sem rætt er um heildarendur- skoðun samgöngukerfisins. Verkefnið er yfirgripsmikið, viðfangsefni til langs tima, er óhætt að segja. Það er þó ómaks vert að rifja upp við- brögð nýrrar rikisstjórnar á fyrsta misseri. Má m.a. minna á eftirfarandi: Ákveðnar hafa verið fram- kvæmdir við Reykjavikurhöfn til að bæta aðstöðu Skipa- útgerðar rikisins og fé veitt á fjárlögum til þeirra hluta. Aflað hefur verið ýmissa gagna varðandi smiði og rekstur farþegaskipa til inn- anlandssiglinga og er það mál i frekari athugun. Fram- lög til hafnargerða hafa verið hækkuð um 62%. Fjárveitingar til flugvalla hafa meira en tvöfaldast. Er stefnt að þvi að gera þegar á þessu ári ýmsar þýðingar- miklar lagfæringar á flug- völlunum, ekki sizt á öryggis- búnaði þeirra. Áformað er að hefja fram- kvæmdir vestanvert á Skeiðársandssvæöinu i sumar og stefnt mun að þvi að ljúka „tengingunni” 1974. Beint framlag rikissjóðs til vegasjóðsins var tvöfaldað við afgreiðslu fjárlaga. En um fjármál vegasjóðs i heild og vegaáætlun verður annars fjallað á útmánuðum að venju. Á siðasta þingi fyrir kosn- ingar var samþykkt tillaga frá þáverandi stjórnarandstöðu um athugun á vöruflutning- unum með það fyrir augum að jafna flutningskostnað og gera flutningana hagkvæmari. Er það mál i sérstakri athugun á vegum rikisstjórnarinnar. Samgöngumálin nutu tak- markaðs skilnings i góðærinu á dögum „viðreisnar”, þrátt fyrir mikinn þrýsting frá stjórnarandstöðunni, sem ætið var reiðubúin að standa að tekjuöflun til vegamálanna. A þessu timabili var fram- kvæmd samgönguáætlun fyrir Vestfirði og gerð „Austur- landsáætlun” i vegamálum. Byrjað var á hraðbrautar- framkvæmdum út frá höfuð- staðnum. Hins vegar var svo naumt skamtað til viðhalds þjóðvega að hvergi nægði til Vilhjálmur Hjálmarsson að mæta ört vaxandi um- ferðarþunga. Fjárveitingar til flugmála voru svo knappar á þessum árum, að til stórvandræða horfði. Bitnaði það mjög á öryggisbúnaði flugvalla, flug- skýlumiog flugvöllunum sjálf •um.í Fór þvi fjarri að þessir þættir héldust i hendur við aukinn og bættan flugfélakost. Lakast var þó búið að strandsiglingunum. Löngu áður en nýju vöruflutninga- skipin komu i gagnið var tekið til við að selja gömlu skipin. Kom ekkert i þeirra stað um hrið nema fleiri „forstjórar”! Ekkert var gert til að bæta aðstöðu útgerðarinnar i landi. Færðust þvi þungaflutningar mjög yfir á vegina, sem illa þoldu aukið álag. Það var táknrænt fyrir skilning valdhafa á þessum árum á gildi samgangna á sjó, að farþegaflutningar með ströndum fram lögðust af að mestu og um skeið mátti aftur heyra skipshöfn i strand- siglingum við Island mæla á danska tungu. Kjör dreifbýlis- ins varðandi flutning erlendr- ar vöru stórversnuðu með skerðingu og siðar afnámi „framhaldsfarmgjalda”. Þá lánaðist það einnig að losa tslendinga við eina stóra oliuskipið, sem þeir hafa eignast, og gera þjóðina á ný háða erlendum hagsmunum i oliuflutningunum. Umhyggja „viðreisnar” fyrir samgöngumálum var þannig ærið gloppótt þegar á heildina er litið. Endurskoðun og siðan “PPhygging samgöngukerfis- ins er langtimamál. Þróa verður samhliða alla þrjá þætti samganga, á landi og sjó og i lofti. Framsóknarmenn hafa flutt á Alþingi tillögur um að „binda endi á vanþróun tslands i vegamálum,” þ.e. að hefja skipulegar aðgerðir i samræmi við heildaráætlanir i þá stefnu að ljúka upp- byggingu á aðalvegakerfi landsmanna og þekja varan- legu slitlagi þær brautir, sem þyngsta bera umferðina. Samhliða þarf að gera ráðstafanir til að jafna flutn- ingskostnað hinna ýmsu landssvæða likt og isl. bændur gera nú þegar i miklum mæli að þvi er varðar flutning af- urðanna. Opnun hringvegar með mannvirkjagerð á Skeiðarár- sandi er þegar ráðin. Siðar má ætla að hugað verði að þvi að byggja upp Sprengisandsleið frá Þórisvatni norður i land vegna sivaxandi ferðamanna- straums og til þess að greiða fyrir samgöngum milli Suður- landsundirlendisins og Norðurlands. Til þpss að nýta afkastagetu nýrra vöruflutningaskipa þarf að bæta aðstöðu á höfnum og hagræða flutningatöxtum og hafnargjöldum þannig, að skipin nái að létta þungaflutn- ingum af vegakerfinu eftir þvi sem við á og hagkvæmt þýkir. Meta þarf, að fengnum beztu upplýsingum, hvenær og á hvern hátt teknir verða upp að nýju farþegaflutningar með ströndum fram. Við flutninga til landsins og frá þvi verður stöðugt að meta jafnhliða hagsmuni skipafél- aganna og fólksins, sem njóta á þjónustu þeirra og greiða flutningsgjöldin. Stuðla ber aö þvi að tslend- ingar hafi vald éF- öllum þýðingarmestu flutningum sinum, og þeir geti jafnframt haslað sér völd á heims- höfunum að hætti siglinga- þjóða. Með þátttöku i flugum- ferðarstjórn á N-Atlants- svæðinu, rekstri alþjóða- flugvallar og eflingu eigin flugflota verða lslendingar einnig hlutgengir á sviði flug- málanna. Framundan biða stóraðgerðir við flugvellina i Keflavik og Reykjavik. Egilstaðaflugvöll þarf að endurbyggja. Og eftir lang- varandi vanrækslu flugmál- anna, samhliða stækkandi flugvélum og stóraukinni umferð, er þörfin fyrir marg- háttaðar aðgerðir á flug- völlum viðs vegar um land ákaflega mikil og aðkallandi. ltvergi er brýnni þörfskipu- legra og skynsamlegra vinnu- bragða en þar, sem verkefni eru i senn stór og marg- slungin. Hér varðar miklu að hinar þrjár megingreinar sam- göngumálanna nái að þróast i innbyrðis samræmi þannig að hver styðji aðra. Þetta á að geta haldist i hendur við eðli- lega samkeppni, ef skyn- samlega er að málum staðið. Þar sem verkefni eru svo stórfelld i samanburði við getuna sem augljóslega á sér stað i samgöngumálum íslendinga, verður að leggja mikla alúð við aö raða fram- kvæmdum sem haganlegast. Er augljóst að vandasamt verður að velja og hafna og aö seint muni allir verða á eitt sáttir um hvað gera skuli. Þá þarf einnig að skoða vandlega hversu miklum hluta rikis- eða þjóðartekna beri að verja til samgöngu- mála og hvað lai gt skuli ganga i þvi að Ijármagna stærri framkvæmdir með lánsé. En þegar það er ákvarðaði hverju sinni verður Frh á bls. 15 ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.