Tíminn - 08.02.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.02.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 8. febrdar 1972 Engin loðna ef sjálfleitarinn = væri ekki fyrir hendi : „Klárir er hrópað og áhöfn- intekur viðbragð Klárir”, þetta eina orö fær sjómanninn til aö taka þvilikan kipp aö hver 100 metra hlaupari gæti veriö stoltur af jafngóöu starti og sjómaöurinn tekur viö aö heyra þetta orö. Ekki er gott aö segja hve oft þetta orö „klárir” hefur hljómaö i eyrum sjómanna á yfirstandandi loðnu- vertið, en það er sama hve oft það heyist um borö i loðnubátunum, eftir örskamma stund er hver maður kominn á sinn stað. Og meö snöggum handtökum er allt gert klárt fyrir kastið. Fyrst er baujan látin fara út, gefinn er slaki á snurpuvirinn og smáhluti af pokanum, sem hangir upp i sleppikróknum, er látinn út fyrir borðstokkinn. Siöan biöa menn rólegir, meöan kallinn skoöar torfuna betur meö asdikinu og kemur bátinum rétt fyrir torfuna og vindinn. „Lagó”, þegar þetta heyrist kippir maðurinn við sleppikrók- inn i spotta, sem opnar lásinn og virinn er gefinn út af hinum stóru spiltromlum á fullri ferö. Bátur- inn fer rólega i stóran hring og kemur endanum að baujunni. Tveir menn standa fram á bakk- anum og taka baujuna og geilin er tekinn inn á linuspilinu. Þegar búiö er aö álása virana saman er byrjaö aö snurpa fullum krafti, eöa þá aö aöeins er beðið eftir aö nótin sökkvi betur. Kallinn er i brúnni og slekkur fljótt á asdik- inu, þvi annárs er hætt viö að nót- in festist á botnstykkinu. Strák- arnir tala hvor við annan, og um- ræöuefniö er aö öllu jöfnu þaö sama, „skyldi hún vera inni?”. Þegar hanafæturnir eru komnir upp i gálgann, er byrjaöaö draga, en áöur hefur blökkinni „þessu góða verkfæri’i verið slegiö út og nótin fer aö dragast inn. Nú er hægt aö athuga með sjálfleitaran- um hvort eitthvað sé inni. Jú, kallinn segir að eitthvað sé inni og strákarnir brosa i kampinn og tina af sér brandarana, jafnframt þvi.sem þeir meö.æfðum höndum leggja niöur nótina. Ekki eru strákarnir jafn kátir þegar þaö er búm kast, þ.e. þegar tórfan hefur sloppiö út áöur.en búið er aö loka nótinni. En þeir taka þessu öllu meö jafnaöargeöi og vona þá aö- eins aö loðna gripist i næsta kasti. Þegar búiö er að draga nótina inn, að pokanum undanskildum, er fariö aö dæla loönunni úr nót- inni, og tekur þaö skamman tima, þessar dælur sópa upp allt að 300 tonnum á klukkutima, og þegar þaö er litiö i, þá tekur dæling ekki nema örfáar minútur. Fáir úti Þeir voru ekki reglulega borubrattir blaðamaður og ljós- myndari Timans, er þeir komu niður á Granda s.l. sunnudag, ák- veðnir i þvi, aö komast út meö einhverjum loðnubátnum. Fyrsti báturinn, sem við komum auga á var Börkur NK-122 , og var langt komiö meö aö landa 300 tonna farmi úr honum. Okkur fannst til- valiö aö komast út meö Berki og ekki sizt er annar okkar kannaö- ist vel viö mannskapinn á honum. Skipstjórinn Isak Valdimars- son, er Norðfirðingur, eins og flestir af áhöfninni, er rétt um þritúgt og er næst elztur fjögurra bræöra, sem allir eru sjómenn og allir starfandi hjá útgerö Sildar- vinnslunnar h.f„ þar af eru 3 skipstjórar, en sá yngsti Helgi er stýrimaður á Birtingi, hinir, þeir Hjörvar og Sigurjón, eru skip- stjórar á Berki og Birtingi eins og Isak, en þvi að nú fyrir skömmu tóku þeir bræður upp þann siö að skiptast á um aö vera meö bát- ana, enda fá þeir þá fyrst tima til að taka sér fri, einhvern hluta ársins. Isak tekur strax vel I beiðni okkar, og vorum viö fjótir aö ná i okkar hafurtask og hypja okkur um borö. Það stóöst á endum, viö erum rétt komnir um borð, er strákarnir eru búnir aö landa og fariö er frá bryggjunni. Það virö- ist vera mikveiði hjá þeim bátum, sem eru úti þvi að alltaf er einn og einn að melda sig i land, og við Grandan lágu nokkrir bátar, sem biöa eftir löndun, og þar á meðal Helga Guömundsdóttir með.400 tonn, og Biringur meö 260. Ekki vorum viö búnir að sigla i meira en 10 min út úr höfninni er viö mætum Álftafellinu á leiö inn með fullfermi. Þegar strákarnir voru búnir að gera klárt á dekkinu/óru þeir inn i mat til Binna kokks, eöa Brynj- ars Snorrasonar eins og hann heitir fullu nafni. Þar beiö á borö- um rjúkandi hangikjöt og ávextir og rjómi á eftir. Aö sjálfsögöu geröu strákarnir þessu góö skil, og þeir sem ekki áttu vakt voru fljótir aö stinga sér i koju er þeir voru búnir aö snæöa. Enda voru þeir búnir aö landa 600 tonnum á röskum sólarhring og þegar loðn- an gefur sig svona ört og stutt er að sækja, þá er frekar litiö um svefn. Þegar viö erum komnir suöur undir Garöskaga mætum viö fjöldanum öllum af bátum, og var Eldborg þar á meöal meö 640 tonn. Veiöin viröist hafa veriö góö um morguninn og eftir þvi að dæma eru fáir bátar úti. Loönan haföi veriö milli Reykja- ness og Eldeyjar nóttina áöur, en nú haföi hún fært sig enn vestar og höfðu bátarnir veriö aö kasta úti af Hafnanesinu. 40 tonn í fyrsta kasti Veðrið haföi veriö meö ein- dæmum gott alla leiöina, en veð- urspáin segir austan kalda meö kvöldinu. Menn halda samt aö veörið haldist sæmilegt, i skjólinu vestan viö Reykjanes. Aður en viö komum i aflaflotann verðum viö varir við mjög góðar torfur, en þær standa djúpt, og hætt er aö snúast yfir þeim og stefna er aft- ur tekin á flotann. Tekið var aö halla degi og klukkan orðin 4.30. Ekki vorum viö búnir að vera lengi á þessum slóöum, er torfan kemur inn á Simradinn, þetta tæki, sem hefur reynzt Islenzkum sjómönnum svo vel, og kallaö er „klárir”. Kastiö gengur ágæt- lega og 40 min seinna er farið að dæla loönunni um borö, ekki gekk þaö vel fyrst, þvi aö klemma, sem heldur dæluslöngunni fastri við stútinn á skiliaranum. en hann skilur sjóinn frá loðnunni, vildi losna, en stýrimennirnir, þeir Þorsteinn og Sigurbergur komu þessu fljótlega i lag. Er aftur var kastaö stuttu seinna og á meöan nótin er dregin inn, byrjar að rigna og strákarnir á dekkinu fara aö blóta, enda engin furöa, þvi sjómenn segja að ekkert sjóveður sé i rigningu, jafnvel snjókoman er betri. ísak stendur i brúnni og viö för- um aö ræöa um sjálfleitarana, sem reynzt hafa tslendingum bet- ur en flest önnur tæki, sem við höfum fengiö utanlands frá, og með þeirra aöstoö hefur verið skilað á land ótöldum milljónum. ísak segir, aö sennilega hefðu menn talið aö engin loðna væri á miöum nú, ef sónarinn væri ekki fyrir hendi. Og um það geta vist flestir verið sammála. Og þá var það búmmið........ Strákarnir voru fljótir að af- greiöa þetta kast, og var öllu betra ,i þvi, en i þvi fyrsta. Þeir héldu,.aö,60 tonn hefðu veriö I þvi. Nú var kominn matur hjá kokkin- um, en þar sem aö önnur torfa var komin inná, þá varö koksi að biða með matinn. Kastað var á torfuna, en fljótléga kom i ljós að helv.... hafði sloppiö. Ekki fannst blaöamanninum svo mikið til búmkastsins koma, endá séð þau áöur,að hann héldi sig I brúnni hjá kallinum, heldur var sjálfselskan þaö mikil, aö hann lét sig hverfa niöur i borösal og fékk sér aö borða þennan lika indælis lamba- hryggi hjá Binna kokk. Þegar strákarnir voru búnir með kastið, komu þeir I mat til skiptis,, alltaf voru nokkrir úti viö aö rumpa smágat, sem komið haföi I einu kastinu, er nótin snerti skrúfuna. Yfir matarboröinu fóru menn að segja brandara, og eins oft vill verða milli sjómanna i veiöihug, snerist taliö um loönu og hina og þessa báta. Armánn nokkur Herbertssón sagöist hafa séö áhöfn ina á einum báti um daginn, og voru þeir allir svo gamlir, aö þeir gengu meö staf á dekkinu,og sennilega hefur kallinn veriö i hjólastól á brúnni, ságöi Armann, en hann bætti þvi viö,að þessir gömlu rótfiskuöu. Varla voru menn búnir aö kyngja siöustu matarbitunum almennilega, þegar kallaö var Frh á bls. 10 ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*!■■■■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■«■■■«■■ R ■ ■ ■ «..■ !■■■■■■ ■’■ '■'■"■■'«"'■"■■ ■ ■ I !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■! !■■■■■■■■■■■■■) Texti Þorleifur Ólafsson. Myndir Gunnar V. Andrésson Efst til hægri, dælan sett niöur i nótina... aö neðan spýtist loönan af fullum krafti út úr skiljaran- um. Hér til hliöar. Slappaö af milli kasta, talið frá vinstri: Helgi Jóhannsson, Sigurbergur Hauks- son, stýrimaöur, Karl Sigurösson, Magnús ölversson og Ármann Herbertsson. Aö ofan til vinstri, tsak skipstjóri viö asdictækiö. Aö ófan til hægrii „Klárir”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.