Tíminn - 08.02.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.02.1972, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 8. febrúar 1972 TÍMINN 15 Þriðjudagsgreinin - Frh af bls. 7 m.a. að hafa hugfast að þörtin hraðvex ár frá ári vegna fólksfjölgunar, breyttra hátta og vaxandi ferðamanna- strauma. Raungildi góðra og greiðra samgangna er margslungið. Suma þætti málsins er tiltölu- lega auðvelt að meta til fjár. Lærðirmenn telja sig t.d. geta reiknað hvað góður vegur sparar i eldsneyti bifreiða, hjólbarðasliti og varahluta- kostnaði og hægt er að áætla og sannreyna mismunandi hagkvæmni ólikra skipagerða. Erfiðara er að reikna i peningum þau áhrif, sem góðar samgöngur hafa t.d. á aðstöðu ungmenna til skóla- göngu, á heilbrigðisþjónustu byggðanna, félagslif og almenna liðan manna. — Alhliða endurbætur i samgöngumálum tslendinga stuðla að eflingu atvinnulifs og aukinni nýtingu- landsgæða á breiðum grunni, jafna aðstöðu fólksins og treysta byggðina. Oft skýrir það myndina að smækka hana: Austurlands- áætlun um vegagerð stefnir m.a. að þvi að tengja þétt- býlissvæðin hvert öðru. Með slikri tengingu verða mögu- leikar til margháttaðs sam- starfs og til verkaskiptingar i atvinnulifi og menningar- málum. Opnun vetrarvegar sunnan jökla um Suðurlands- undirlendið til mestu þétt- býlissvæðanna rýfur ellefu alda einangrun fjórðungsins. Endurbætur á flugvöllum, fjölgun ökuleiða og betri vegir að og frá Austurlandi, m.ö.o. betri og fjölbreyttari samgöngur við aðra lands- hluta treysta aðstöðu gömlu atvinnuveganna heima fyrir, gefa nýjum iðngreinum byr undir báða vængi og gera þjónustu við innlenda og erlenda ferðamenn að um- fangsmikilli og arðberandi atvinnugrein. (Margvislegir staðhættir fjórðungsins reka smiðshöggið á verkið að þvi er þann þáttinn varðar.) Enn gleggri verður þó munurinn á samgönguleysi og samgöngum, ef borin er saman aðstaða byggðanna á suðausturhorni landsins, fyrr i harðgreip hafnleysis og jökul- vatna, nú með tvo flugvelli, höfn og vegarsamband inn- byrðis og austur á bóginn og senn til beggja átta. Vegna veðursældar og náttúrukosta er ljóst að þar gerast stórir hlutir, þegar byggðin leysist að fuliu og öllu úr læðingi tor- leiðis innávið og einangrunar út i frá. Þetta voru dæmi til skýringar á máli, sem nær til landsins alls og snertir þvi alla þjóðina i bókstaflegri merkingu. Með visun til framanritaðs ieyfi ég mér að fullyrða, að viturlegt sé að verja á næstu árum miklu fé til að fram- fylgja þvi ákvæði stjórnar- sáttmálans, sem fjallar um samgöngumál. r Iþróttir Frh. af bls. 13 inn átt að vera auðveldur fyrir Val. Svo var þó ekki. Vals-liðið átti i talsverðum erfiðleikum, einkum i fyrri hálfleik, og það var ekki fyrr en um mið- bik siðari hálfleiks, að Valur náði þvi forskoti, sem dugði, en þá breyttist staðan úr 10:8 i 13:8, fimm marka munur. En lokatölur urðu 14:10, eins og fyrr segir. 1 hálfleik var staðan 8:6 Val i hag. Af einstökum leikmönnum Vals voru þeir Ólafur H. Jónsson og Agúst ögmundsson mest áber- andi, fyrir utan markvörðinn, Jón Breiðfjörð, sem varði mjög vel. Minna bar á Gisla Blöndal og Bergi Guðnasyni en oft áður -og Bergur var greinilega ekki á skotskónum. Enda þótt liðið hafi oft leikið betur, brá þó fyrir skemmtilegum leikköflum, sem minntu á, að Valur er eitt af stór- veldum i islenzkum handknatt- leik, þótt Islandsmeistaratitillinn sé ekki i sigtinu hjá liðinu að þessu sinni. Vikingsliðið barðist meira af krafti en getu i þessum leik og varð býsna ágengt. Var það ekki sizt Páli og Magnúsi Sigurðssyni að þakka. En þrátt fyrir góða við- leitni, var greinilegt, að nokkra af beztu leikmönnum liðsins vant aði. Mörkin: Valur: Agúst 4, Ólafur 3, Bergur og Stefan 2 hvor, Gisli, Jón K. og Jón A. 1 hver. Vikingur: Páll 4, Magnús 3, Stefán 2 og Björn 1. Dómarar voru Sveinn Krist- jánsson og Einar Hjartarson. Er kominn út sápa, syntetiskt þvottaefni, polyfosfat, natrium perborat, sodi, siiikat, cmc, LÁGFREYÐANDI í ALIAN ÞVOTT OG ALLAR ÞVOTTAVÉLAR allt í einum pakka blandað eftir kúnstarinnar reglum til að auðvelda yður störfin og gera þvott yðar fallegri Loks — loks hefir tekizt að framleiða lógfreyðandi þvottaduft úr nóttúrlegri sápu. Auk þess að vera frábært þvotta- efni hefir sápan þann kost að hún veldur engri mengun. Sápan er framleidd úr íslenzkum hrá- efnum, og þess vegna er sápuþvotta- duftið ódýrasta þvottaduftið á mark- aðinum. En auk þess inniheldur þetta þvotta- duft fjölmörg önnur efni, sem hvert fyrir sig, samsett í nákvæmlega réttu hlutfalli, eykur þvottahæfni þvotta- duftsins, og þar með auðveldar yður störfin og gerir þvott yðar fallegri. Reynið pakka af Perlu. PERbfl lágfreyðandi þvottaduft í allan þvott og allar þvottavélar -veldur minnstri mengun Knitiin Kiiatjtnuon Taiknittola 6 auglýtingaþ|ónuata tl. Iþróttir Frh. af bls. 13 Fyrri hálfleikur var frekar jafn. Vilhjálmur Sigurgeirsson og Jóhannes Gunnarsson héldu spilinu uppi hjá IR og skoruðu til skiptis, en Geir var drýgstur hjá FH. Staðan i hálfleik var 12:10 FH i vil — og enn hélzt leikurinn jafn i byrjun siðari hálfleiks. En svo var eins og allar flóðgáttir himinsins opnuðust. FH skoraði hvert markið á fætur öðru, án þess að ÍR-ingar fengju rönd við reist. Og á allra siðustu minút- unum var engin fyrirstaða i vörn 1R og FH-ingar gátu bókstaflega skorað eins og þá lysti, en loka- tölur urðu 27:19. Mörkin: FH Geir 13, Viðar 6, Auðunn 4, Ólafur og Þórarinn 2 hvor, og Gils 1. IR: Vilhjálmur 5, Brynjólfur 4, Jóhannes 3, Ágúst 2, Hörður A., Ólafur, Þórarinn og Hörður H. 1 hver. Dómarar voru Óli Ólsen og Valur Benediktsson. Bifreiða- viðgerðir — Fljótt og vel af hendi leyst. ~ — Reynið viðskiptin. — BIFREIÐASTLLINGIN Síðumúla 23. Sími 81330.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.