Tíminn - 08.02.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.02.1972, Blaðsíða 16
Þriðjudagur _______8. febrúar 1972_____I GOLDA BÝÐUR BRANT HEIM NTB-Jerúsalem. Golda Meir, forsætisráðherra israels,hefur boðiö Willy Brandt, kanslara V-Þýzkaiands, i opin- bera heimsókn til ísraels, og mun þetta verða i fyrsta sinn, sem kanslari V-Þýzkalands heimsæk- ir israel frá stofnun rikisins. Heimboðið, sem mun vera til þess gert að styrkja eðlilega sambúð rikjanna, varð israelsku stjórninni talsvert vandamál, þvi enn eimir eftir af hatri ibúa Israels vegna morða 6 milljóna Gyðinga i tið nasistastjórnarinn- ar þýzku. Jumbó í Keflavík KJ - Reykjavik Á laugardaginn lenti i fjór- öa skiptið á Keflavikurflug- velli Boeing 747 þota, eða Jumbo, eins og þessar stærstu farþegaþotur i heimi eru kallaðar. Þessi 747 þota var frá Pan-Am, og haföi hér um þriggja stundarfjórð- unga viödvöl Þotan var á ieiinni frá London til Dulles flugvallar við Washington i Bandarikjunum. Þotan lenti á Keflavikurflugvelli um klukkan þrjú, og þá var einnig á stæöinu viö flugstöð- ina Caravelle þota frá Air France, og var hún eins og smápeð hjá risaþotunni, eins og myndin sýnir. Risaþotur þessar taka 360-490 farþega, og vega fullhlaðnar heil 350 tonn, en flughraöinn er svipaður og hjá öörum þotum eða um 960 km. á klukkustund. Þotan tók elds- neyti á Keflavikurflugvelli, en þar eru tæki og búnaöur tii að taka á móti þessum risaþotum. (Timamynd G.P.) 3S3S3SJSSS3S3S3S3S3S3S3SSSJS3SJSJSSSSS3S3SJSJS3SSS3S3S3SJS3S3S3S3SJS3S3SJS3S3Ö: 30 SVARA TIL SAKA NTB-Newry. Um tuttugu þúsund manns tóku þátt í borgararéttindakröfugöng- unni í'landamærabænum Newry á N-Irlandi á sunnudag. Mun þetta vera einhver fjöimennasta ganga, sem farin hefur verið i landinu. Allt fór friðsamlega fram og varð það mörgum léttir, þvi mjög mun hafa verið óttazt, að til blóðsútheilinga kæmi, eins og i sams konar göngu f London- derry viku áöur. Siöustu daga fyrri viku streymdi fólk til Newry úr öllum áttum til að taka þátt i göngunni. Auk þess sem gangan var kröfu- ganga kaþólskra fyrir almennum borgararéttindum.var hún einnig mótmælaganga vegna atburð- anna i Londonderry og þess, að stjórnvöld hafa látið hneppa fólk i fangelsi án dóms og laga. Allar mótmælaaðgerðir hafa verið bannaðar á N-Irlandi, og þar með gangan á sunnudag, og hefur nú lögreglan skýrt frá þvi, að aö minnsta kosti 30 forsvars- menn hennar verði ákærðir og leiddir tyrir rétt. I þessum hópi eru þingmenn bæði af Stormont og brezka þinginu. Kaþólskir eru mjög ánægðir með.hversu vel tókst til.og telja nú, að aðstaða þeirra hafi styrkzt til muna. Forsvarsmenn göng- unnar ypptu bara öxlum, þegar þeim var tilkynnt um stefnuna, og sögðust vera að undirbúa margs kyns mótmælaaðgeröir viða um N-lraland til að minn á, að nú hef- ur stjórnin fangelsað fólk án dóms og laga i hálft ár. Lögin eru þannig, að hver sá, sem brotið hefur bannið við mótmælaað- geröum, dæmist sjálfkrafa i 6 mánaða fangelsi, en það getur oröið skilorösbundið. Hátt endursöluverð á Sunbeam er engin tilviljun. Italska línaní teikningu þeirra gerir þá stílhreina og glæsilega. Þeir eru rúmgóðir 5-mannabílar. Traust bygging eftir reyndum formúlum tryggir endinguna. Tvær vélastærðir bjóðast, 1250 og 1500cc. 1250 týpan er nú á sérlega hagstæðu verði vegna magninnkaupa. Kr.281þús. með fullriTectyl ryðvöm, tilbúinn til skráningar. Sunbeam / Allt a sama stad Laugavegi 118 - Simi 22240 EGILL, I VILHJALMSSON HF.l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.