Tíminn - 09.02.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.02.1972, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. febrúar 1972 TÍMINN 5 ins, ef bilstjórinn stanzaði ekki og opnaði lestina. A sama augnabliki steig bilstjórinn á bensinið og þaut i burtu. Borgaralega klæddur lögreglu- maður, sem fylgdist með pen- ingaflutningunum, fékk fyrir- skipun frá ræningjanum um að stilla sér upp við vegg með hendurnar yfir höfðinu. En ræningjarnir gleymdu að taka af honum byssuna, og þegar billinn þaut i burtu, greip hann til hennar og skaut á eftir ræningjunum, sem á flóttanum köstuðu reyksprengju til hans. Ræningjarnir sluppu inn i bil. Lögreglan vill ekki segja hversu mikið af peningum var i flutningabilnum. Gerfiskinn Náttúruvernd er viðar vinsæl en hérlendis. Svo er nú komið, að stórstjörnur og aðrir þeir, sem efni hafa á þvi að klæðast fatnaði úr dýrindis skinnum sjaldgæfra villidýra, þora varla lengur að láta sjá sig á almannafæri i þessum fatnaði. Sem betur fer eru hugvitsmenn stöðugt að reyna að finna eitt- hvað, sem getur komið i staðinn fyrir þessi dýrmætu og svo sannarlega fallegu skinn. 1 Bretlandi hefur uppfinninga- ☆ maður nokkur fundið upp aðferð til þess að búa til nokkuð, sem likist mjög leópardaskinni. Varla er hægt að greina á milli raunverulegs leópardaskinns og eftirlikingarinnar. Viija ekki heyra gott um sig. Nöfn kvikmyndastjarna og hljómsveita og annarra þeirra, sem við skemmtiiðnaðinn eru riðnir, skipta oft töluverðu máli. En ekki er hægt að segja, að nafn á nýrri hljómsveit, sem John Lennon og kona hans Yoko hafa stofnað/fari vel i munni. Hljómsveitin heitir John and Yoko’s Plastic Ono Band With Elephant’s Memory. Astæðan fyrir þessu langa nafni er sú, að sameinazt hafa tvær hljóm- sveitir, hljómsveit hjónanna og hljómsveitin Elephant’s Memory. Þessi nýja hljómsveit með þessu langa nafni mun koma fram á næstunni i sjón- varpsþætti hjá Mike Douglas. Hljómsveit með langt nafn. Jonny Cash og kona hans June Carter Cash, sem bæði eru þekktir söngvarar, hafa kært konu nokkra fyrir að skrifa um þau bók. Málaferlin standa nú yfir i Nashville i Tennesee i Bandarikjunum. Nánari tildrög þessa máls eru þau, að Patricia M. Holt var fyrir nokkru fengin til þess að skreyta hús Cash- ■íónanna, en Patricia er innan- húsarkitekt. Eftir að hafa dvalizt i húsinu með þeim hjónum.skrifaði hún áðurnefnda bók. Nú likar ekki Cash- hjónunum það, sem um þau er sagt i bókinni, en Patricia Holt segir aðeins, að hún skilji alls ekki hvers vegna Johnny Cash og kona hans vilji ekki láta hið góða um sjálf sig koma fram i dagsins ljós, en hún segir, að hún hafi einmitt dregið hið góða i fari hjónanna fram meira en hið illa, sem öllum sé þegar vel kunnugt um. Olympíumatur Margt þarf að undirbúa fyrir Olympiuleikana, og eitt af þvi er matur allra þeirra keppenda og stjórnenda, sem þarna koma saman. Auðvita hafa Þjóð- verjarnir ekki gleymt matnum, og ráðinn hefur verið yfirmat- sveinn, sem hefur mikla reynslu i olympiumatargerð, Joseph Binder. Samin hefur verið mat- seðill fyrir um það bil 12.500 þátttakendur og 3000 farar- stjóra, og hér sýnir Binder ásamt nokkrum aðstoðar- mönnum sinum nokkuð af þvi, sem fólkið á að fá að borða á leikunum. Aðaláherzla hefur verið lögð á næringarrikan mat, sem hjálpar iþróttafólkinu til þess að halda sér i sem beztu formi og ná glæsilegum árangri á iþróttasviðinu. Erfingi auðæfa Maurice Chevaliers er 16 ára drengur, Emanuel de la Chapelle, Auðæfin eru um 1600 milljónir isl. króna, en um helmingur þeirra fer i skatta og alls kyns gjöld, laun þjónustufólks og þess háttar. Emanuel verður vellrikur fyrir það og er ekki i vafa um, til hvers hann ætlar að nota auðæfin. Fyrst ætlar hann að ljúka námi og verða verkfræðingur, en auk þess ætlar hann að verða visna- söngvari og segir, að með þvi að gera sig að erfingja, finnist sér að Maurice hafi óskað, að hann fetaði i fótsDor sin. Þær sögur gengu að Maurice væri raun- verulega faðir drengsins, en hann lýsti þvi margoft yfir, að þær sögur væru ósannar. Drengurinn og móðir hans áttu heima i næsta Bjargaði póstsendingunni Snarráður bilstjóri á einum a peningaflutningabilum v- þýzka póstsins kom nýlega i veg fyrir rán með þvi að hlusta ekki á hótanir tveggja vopnaðra manna, sem skipuðu honum að nema staðar. Lögreglan upplýsti, að ræningjarnir tveir, sem voru vopnaðir vélbyssu og skamm- byssu, hefðu nálgazt peninga- bilinn, þegar hann nam staðar til að afhenda peninga við póst- stöð i Dusseldorf. Þeir hótuðu að fleygja sprengju inn i hús bils- húsi við söngvarann og myn- daðist milli þeirra allra innileg vinátta. —Veiztu, af hverju Adam og Eva fór alltaf svona snemma á fætur? —Nei. —Þau voru blaðberar. —Flengir nýi kennarinn ykkar oft? —Já, það máttu bóka. Hann þekk- ir meira að segja sum okkar bet- ur aftan frá en að framan. Ungi stúdentinn var að skoða her- bergi til leigu. —Ertu með útvarp eða sjónvarp? spurði konan. —Nei. —Plötuspilara eða segulband? —Ritvél? —Nei, en ég verð að játa, að stundum hef ég suðu fyrir hægra eyranu. — Viltu gjöra svo vel að koma strax upp og laga til eftir þig! Það gerðist á samkomu sértrú- arsafnaðar i Reykjavik. Maður stóð upp og vitnaði um frelsun sina. Hann sagðist hafa verið vondur maður, þjófur, fylliraftur og hvað eina og meira að segja haldið fram hjá konunni sinni og liklega yrði hann að játa, að hann væri ekki alveg hættur þvi sið- asta.Svo settist hann og þá stóðu upp tvær konur framar í salnum. —Nei, sitjið þið bara, kallaði maðurinn og stóð upp aftur. — Ég nefni engin nöfn! —Ætlarðu virkilega að gifta dóttur okkar manni, sem hefur setið i fangelsi i fimm ár? —Hvað segirðu? Hún sagði bara tvö ár við mig. Um leið og þér dettur i hug, að þú sért ómissandi, ertu það ekki. —Mér finnst fyrir neðan allar hellur, að skemmtikraftur hafi meiri tekjur en forsætisráðherra. —Ég er ekki viss um það. Skemmtikrafturinn er þó miklu skemmtilegri....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.