Tíminn - 09.02.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.02.1972, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 9. febrúar 1972 TÍMINN indursamlegustu listaverk. Ljósmyndavéiinni er ekki ifar lagið að festa þau á filmu, en þessi mynd ý_r eiksalnum gefur ofboðlitla hugmynd. Þótt svalt blási fyrir sunnan, eftir þvl sem er aö heyra I útvarpinu, er hér dýrindis veður og fýkur ekki einu sinni mjöll af meiði. Þó er svo sem talsveröur snjór, það er auö- fundið, ef lægð er undir, þar sem stigiö er á slétt yfir- borðið. kannskl jeppum og trukkum. Þegar það hefur gerzt nokkrum sinnum, hætta menn að trúa viðvörunum útvarpsins. Þetta er gamla sagan um þann, sem hrópar í sífellu: Úlfur! Úlfur! Um daginn var haft eftir mér í Tímanum, með réttu, að ég hefði ekki þorað til kirkju kvöldið fyrir gamlársdag síð- asta, vegna þess að útvarpið sagði/að yfir veginn flæddi hjá Hvammi. Kunnugir hafa síðan sagt mér, að þar hafi raunar seitlað einhver músarmiga, þó öldungis óviðkomandi Norðurá eða öðrum stórfljótum. Trúlega hefur einhver talstöðvarbíll sagt frá þessu, og viðvörunar- öflin grlpið það á lofti og mál- að grænt. Þarna fóru þó menn um á þeim farartækjum sem þeim sýndist og varð ekkl að sök, hvorki þennan dag né aðra þar nærliggjandi, það var á allt öðrum stað, sem veginn tók sundur þetta kvöld, en frá því var fyrst sagt næsta dag. Með- an ég átti heima uppi í Mos- fellssveit (sem nú er víst al- mennt farið að kalla Álafoss) en vann í bænum, man ég aldrei eftir ófærð á Mosfells- sveitarveginum, þótt hann væri hvað eftir annað lýstur lokaður í útvarpinu. Nú er bezt að vikja frá út- varpinu. Ætla mætti, að ég sé lítill unnandi þess, en það er nú öðru nær. Ég er bara meira en dauðþreyttur á fölskum við- vörunum, þótt í góðri meiningu séu, og árangurslausum hótun- arupphrópum opinberra rukk- unarstofnana. Þess heldur, sem ég hlusta talsvert á útvarp. Nei, blessaður snjórinn trufl- ar ekki verulega okkar daglega líf hér í skólanum. Hann held- ur sig að mestu utan húss og Skóla- líf f Bifröst , en ákjósanlegur eldsmatur. Og þótt brennuefnið komi mörgum til að að segja, af þvi kemur súrefnið I lungun, og hér er ekki menguninni fyrir gerir þá breytingu helzta, að dagleg skylduútivist verður heldur fjörlegrl. Þegar svo vill til, að hnoðsnjór er góður, er það dyggilega notað. Fyrsta veturinnn, sem ég var hér töflu megin við púltið, reyndi ég einu sinni að efna til sam- keppni um bezta snjóparið. Það var eins og annað eftir láninu mínu, að þegar að þessu kom, klukkutíma eftir að ég var sjálf ur úti að hnoða, var komið svo mikið frost, að varla var hægt að fara í almennilegt snjókast. Núna um daginn, þegar fyrstl janúarsnjórinn féll, var búið til stórt snjóbyrgi hér úti á flöt- inni, og afar myndarlegt snjó- par fyrir utan heimavistarhús- ið. Frúin var að vísu nokkuð framþung samkvæmt tízku, en ekki sýnist það heilsusamlegt, því hún beit gras langt á undan bónda sínum, sem hafðl ekki eins mikið ofan mittis til að raska jafnvæginu og þoldi þvi betur umhleyplngarnar næstu daga. Stundum hefur sú íþrótt ver- ið stunduð af nokkurri elju, að fara með pappakassarifrildi upp í Grábrók og renna sér of- an á þeim. Til þess þarf þó all verulegan snjó, því lengi grisj- ar í grjót í gígnum. Auk þess er komin glrðing þvert á rennslið, svo nú verður að fara aðrar leiðir. Um daginn fóru líka nokkrar piprar dömur upp í Grábrókarfell, sem sumir kalla Rauðbrók eða jafnvel Litlu Grábrók, og renndu sér þar, en ekki veit ég, hvort þær höfðu pappa eða treystu á ísetlð. Þetta er helzta gagnið, sem vlð höfum af snjónum, því skíða- brekkur eru hér litlar sem fyrr segir, líka fáir, sem hafa með sér skíði. Það gengur líka illa að skifta með sér skíðum, einu á mann. Þó hef ég einu sinni séð það. Það var í Grábrók fyr- ir einum þrettán ár.um. Þar skifti með sér skíðum myndar- legt par, sem fyrir löngu hefur séð, að slíkt gefst illa. Nú stóðst ég ekki mátið af öllu þessu tali um Grábrók og snjó, heldur skrapp þangað sjálfur tll að fara á sleða með börnunum mínum. Ég hef nefni lega nærri því eins gaman af að renna mér á sleða og þau. Því það er nú einu sinni svo, að þegar maður er í alvöru orðinn fullorðinn, verður manni allt í einu ljóst, að það er vel hægt að leyfa sér að hafa gaman af því, sem barnalegt er. Maður þarf sem sé ekki að sperra sig og reigja lengur til þess að Frh á bls. 10 A þrettándanum eru jólin kvödd meö brennu á Grábrókarbrún. Oft hefur veriö strembiö aö koma brennuefninu þangaö upp, en I vetur gekk það vel. Nemendurnir mynduöu keöju frá rótum upp á brún og hönd rétti hendi. Svona gengur þetta fljótt og vel fyrir sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.