Tíminn - 10.02.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.02.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 10. febriíar 1972 TÍMINN 7 ÚfgefcmdJ; FranMdkíwrrflokkurfrtu Fr«mkv«rt>da»ti6ri; KHsifán flsiwHHklMört, Ri«tíörar; Þdrarini) Þaratlnsson fjib), Artdrés KrWjértSSOrt, £5; ÞorsteirtSSO-n f!.Ö;mrtÚr; - 183Q&, Jón;;;;H«(jas»n);;; pg!;;;Túm«»!;:K;ftH!»ött.!;!A«5t)ý:s)ns:»*tjörfi; RHsfiórrtarsktifstófMr Skrifjtöfirr; ;:$;!;Sdflú3júji«iá'> !Ba!nkfl5tr*fÍ:;:;7;:;:;^ (ndrfðl Sfe)rt- ÍtriiiÍr:!: AföiíéWifúi&tii Auaiýsingasími 19533, AStor skrjfstofvr Áskriftargíald kt, H2S.00 i !fcti: mániiÁí irtnihlartiifs. 1SvWt:;«nt*kW.!:!i sktv) T83O0, ;!;íiii|ÖsíÖö r:; BiaSapröhl! b;f;;! (Otfsat) Gylfi og Jóhann og vísitalan Nánustu samherjar í islenzkum stjórn- málum, Jóhann Hafstein og Gylfi Þ. Gislason, hafa að undanförnu látið blöð sin flytja þann áróður, að rikisstjórnin hafi i undirbúningi stórfellda fölsun á visitölunni i sambandi við niðurfellingu nefskatta, hækkun á verði land- búnaðarvara o.s.frv. Allt er þetta út i hött af þeirri einföldu ástæðu, að rikisstjórnin sér ekki á neinn hátt um útreikning framfærsluvisi- tölunnar. Útreikning visitölunnar annast sérstök nefnd, sem er skipuð fulltrúum verkalýð- samtaka og atvinnurekenda, en hagstofustjóri er oddamaður. Sú nefnd mun að sjálfsögðu taka til greina allar þær breytingar, sem verða á verðlagi og sköttum, og hlutast til um að þar verði ekki gengið á hlut launþega. Rikisstjórn- in mun ekki gera minnstu tilraun til að hafa áhrif á störf hennar. Gylfi Þ. Gislason og Jóhann Hafstein hafa ekki ástæðu til að ætla, að kaulagsnefnd muni beita hér óeðlilegum vinnubrögðum og t.d. ekki hafa hliðsjón af öðrum sköttum, þegar jafnstór liður og nef- skattarnir falla úr visitölunni. Annars ættu þeir Gylfi og Jóhann að forðast það meira en allt annað að minnast á vísi- töluna. Allur stjórnarferill þeirra er markaður nýjum og nýjum tilraunum til að afnema visi- tölubætur að mestu eða öllu. Höfuðatriði ,,við- reisnarlaganna” 1960, sem þeir félagar stóðu að, var að banna visitölubætur á kaup i hvers- konar formi. Vegna harðrar baráttu verka- lýðssamtakanna var þetta bann afnumið 1964 og vfsitölubætur lögfestar samkvæmt júni- samkomulaginu svonefnda. Eftir alþingiskosningarnar 1967 höfðu þeir Gylfi og Jóhann forustu um, að lagaákvæðið um vísitölubætur var afnumið og neituðu þá at- vinnurekendur, studdir af rikisvaldinu, að semja um fullar vísitölubætur. Launafólk fékk þvi kjaraskerðinguna af völdum gengis- fellingarinnar 1%7 og 1968 ekki bætta nema að litlu leyti. Það kostaði verkalýðshreyfinguna mestu stórverkföll, sem hér hafa verið, að fá fullar visitölubætur viðurkenndar að nýju í kaupsamningunum 1970. En strax eftir það hóf rikisstjórn þeirra Gylfa og Jóhanns að beita löggjöf til að skerða visitölubæturnar, t.d. með verðstöðvunarlögunum haustið 1970. Það var eitt fyrsta verk núv. rikisstjórnar að afnema þá skerðingu. Reynslan sýnir þannig, að engir hafa verið launþegum verri i visitölumálunum en þeir Jóhann og Gylfi. Launþegar ættu þvi að vita vel, hvað þeir ættu hér i vændum, ef þeir félagar fengu völdin aftur. Þ.Þ. Anthony Lewis, New York Times: Er írska deilan óleysanleg? ÞEGAR Viktoria drottning skipaði Gladstone fyrst for- sætisráðherra sagði hann: „Hlutverk mitt er að friða írland.” Þetta gerðist áriö 1868 og enn hefir engin málamiðlun komizt á, enginn friður milli Breta og Ira. Dultrúarmaöur kynni að halda fram, að ibúar þessara tveggja eyja séu ofur- seldir illum örlögum og sé meinað að skilja hverjir aðra. Sama dag og þetta er skrifað sagði háttsettur, brezkur em- bættismaður: „Skynsemin getur ekki notiö sin vegna allra goðsagnanna, og ef til vill er saga hins liðna orðin of fyrirferðarmikil.” Rödd embættismannsins lýsti vonleysi, þegar hann fór að ræöa kostina, sem Bretar ættu um aö velja. EKKI verður i efa dregið, að ástandið hryggi brezku ríkis- stjórnina. Irska vandamáliö ræður að nýju lögum og lofum i stjórnmálunum og ráð- herrarnir eru önnum kafnir við að reyna að leysa það, en það gerir um leiö aö engu vonir ihaldsmannanna i ríkis- stjórninni um bætta efnahags- afkomu og jákvæöan árangur af inngöngu Breta i Efnahags- bandalagið. Heath forsætisráöherra hefir alltaf gert sér þess grein, að vandamál írlands gæti orðið honum álíka erfitt viö- fangs og timasprengja, eins og raunin varö á meö Gladstone og marga aðra, en honum fannst ráðrúm sitt til athafna takmarkað. Mörgum kemur saman um, bæði á Suður-trlandi og Norður-lrlandi, að ráðrúm til athafna hafi enn minnkað fyrra sunnudag. Þá drap brezki herinn 13 borgara i Londonderry og sá atburður hlýtur að hafa sin áhrif, hvað svo sem opinber rannsókn kann að leiða i ljós um ábyrgö hersins. JOHN Graham, fréttaritari The Financial Times i London, lét svo ummælt i grein, sem hann sendi frá Ulster: „Hver einasti kaþólskur maður i Londonderry trúir þvi, aö hermennirnir hafi hafið skothriðina og það af handahófi. Þessari sann- færingu veröur ekki breytt, hún er oröin hluti af sögu borgarinnar.” Dr. Conor Cruise O’Brien, fulltrúi Verkamannaflokksins i neðri málstofunni, hefir sýnt okkur svart á hvitu hve stjórn- málaáhrif, þessara atburða eru mikil. 1 október i haust andmælti hann kröftuglega kröfum Ira um brottflutning brezkra hersveita frá Ulster og sagði, að af honum hlyti að leiða „hópdráp kaþolskra manna i Belfast og borgara- styrjöld að lokum.” O’Brien gekk á fund Reginalds Maud- lings innanrikisráðherra 2. febrúar og mælti meðal an- nars meö þvi, að brottfarar- dagur brezku hersveitanna yrði ákveðinn og tilkynntur þegar i stað. Dr. O’Brien var spuröur, hvers vegna hann hefði skipt um skoðun. Hann kvaö ekki framar unnt að hugsa sér, að brezki herinn varðveitti frið- inn i norðurhéruðum landsins, meðan reynt væri að finna stjórnmálalausn. Hann gat ekki bent á neina aöra leiö, sem gæfi betri vonir um varð- veizlu friðarins, en sagöi aðeins, að brezku hersveitir- nar yllu uppþotum, eins og komið væri, og yrðu þvi að hverfa á burt. Brezkir ráðherrar afneita burtför hersins sem ábyrgöar- lausum Pilatusarþvotti. Þeir halda fram, að hvað svo sem nú kann að vera á allra vör- um, þá yrðu Bretar fordæíhdir fyrir að reyna aö firra sig ábyrgð með brottflutningi hersins, ef til borgarastyrjald- ar kæmi. Hér I London er almennt litiö svo á, að skærurnar breyttust i borgarastyrjöld, ef hersveitirnar færu. Méirihluti mótmælenda i Ulster á næg vopn, en hefir sýnt mikla bolinmæði siðastliðin tvö ár. Bretar halda hins vegar, aö þessi þolinmæöi færi út um þúfur, ef hersveitirnar hyrfu á burt. En starfsmenn brezku rikisstjórnarinnar eru jafn vantrúaðir á þær stjórnmála- lausnir, sem stungið er upp á við þá. Til dæmis hafa talsmenn Verkamannaflokksins lagt til, aö Bretland ætti að taka á sig aila ábyrgö á öryggi ibúanna á Norður-trlandi. Þeir halda fram, aö kaþólskir menn teldu herinn fremilr hlutlausan, ef hann lyti ekki yfirráöum rikis- stjórnar mótmælenda I land- inu. En brezkir embættismenn i London segja hins vegar, að mótmælendur myndu lita á slikt athæfi sem illa dulbúna tilraun til beinnar stjórnar, sem gerði þing þeirra valda- laust i raun. Þeir óttast, að mótmælendur færu þá á stúfana og brezki herinn yrði fyrir árásum beggjr, aðila. TALSMENN Verkaman- naflokksins hafa einnig hreyft annarri hugmynd, sem á að vera langdrægari, eða að Bretar ættu að lýsa þvi yfir, að þeir séu hlynntir sameinuöu Irlandi. Það ætti aö breyta stjórnmálaviöhorfum, bæði i Irska lýðveldinu og meðal kaþólskra manna á Norður- Irlandi, og ef til vill að leiða til þess, að hinir hófsömu vinni fylgi meirihlutans að nýju úr höndum byltingarsinnanna. Sumir brezku ráöherranna játa undir fjögur augu, að þeir vildu að til yrði sameinað Irland, sem gæti tryggt milljón mótmælenda i Norður- Irlandi stjórnarfarslegan rétt. En þeir segjast ekki koma auga á neina leið til að ná þvi markmiöi án þess að það kosti meiri manndráp en unnt sé aö sætta sig við. Brezkur em- bættismaður sagöi meðal annars i þessu tilefni. „Satt að segja breyttu at- burðirnir fyrra sunnudag ástandinu ekki 'a neinn annan hátt en þann, aö gera þaö harmrænna en áður. Undir- rótin er hin sama og áður, eða tilvist tveggja ósættanlegara þjóöa á sama eylandinu.” SORGLEGAST er, hve Bretar og Irar eru háðir hvor öðrum að mörgu leyti. Brezki markaðurinn er Irska lýö- veldinu lifsnauðsynlegur, en aðeins tvö riki kaupa meira af Bretum er þaö. 1 raun eru engar hömlur á flutningi fólks milli rikjanna og Irar hafa kosningarrétt á Bretlandi og geta jafnvel gegnt embættum þar. Þegar syslurnar tuttugu og sex voru búnar að öðlast sjálf- stæði fyrir hálfri öld^fór sam- komulagiö að batna smátt og smátt og smaákiptin urðu vin- samleg og náin, enda þótt þau lytu ekki ávallt eölilegum rökum. Nú blossar gamla hatrið aftur upp meðal fjöld- ans i Dublin og birtist i ljósum logum. Sú sannfæring veldur brezk- um stjórnmálamönnum hvaö mestu vonleysi, að þeir veröi of seinir til, hvað svo sem þeir taki sér fyrir hendur. En þetta er ekki nýtt fyrirbæri i hinni löngu sorgarsögu. Sir Charles Dilke var umbótasinnaður fulltrúi Frjálslynda flokksins i neöri málstofunni og komst þannig að orði árið 1885 i grein um Irlandsmálin: „Sú skoðun er orðin almenn, aö reyna verði heimastjón á Irlandi I einhverri mynd. En ég er þeirrar skoðunar, að sú tilraun verði gerð of seint, eins og allat annað, sem viö höfum reynt.” JACK LYNCH forsætisráöherra irska lýöveldisins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.