Tíminn - 10.02.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.02.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 10. febrúar 1972 Sveinn Gunnarsson: KVON- BÆNA SAGA 35 hann bréfunum. Ég var því órór, en gat alls ekkert að gert. Ég fékk konu Sölva kaupmannsmið- ann, fór svo að hátta, því kvöld var komið. Um dögunina komu þeir frændur, og fóru að sofa. Þeir voru ókátir. Á öðrum degi þar frá, sá ég snarlegan imann iganga til kaupmannsbúðarinnar. Það var Baldvin. Ég hljóp að finna hann og spurði: „Var þér veitt eftiirför? — Heldur fannst mér það, var svarið. — Náðu þeir bréfunum? spurði ég. Baldin sagði: — Enga mælgi nú. Síðar tæki- færi betra. Hljóp hann svo frá mér léttur á sér eins og köttur. Það var kominn annar dagur jóla, og sýnd ust mér frændur mínir síðbrýndir. Um miðjan dag kom Baldvin og kallaði á imig afsíðis. Sölvi .gamli heyrði það og brá sér því til Baldvins og sagðist banna honum að koma á sitt heimili, væri hann óheimildarmaður að taka hjú sín tali, því þeim frændum mundi trauðla standa hamingja af þess- um systkinum. Baldvin kvað það skyldi verða stutta stund. — Ég vil aðeins segja Karli frá kynnisferð minni um daginn upp á Hérað. Gengum við Baldvin svo frá hús inu. En áður okkur varði, reið snjókúla frá Sölva á hausinn á Baldvin svo hörð, að hann riðaði við, og þau orð fylgdu, að ef nú væri Sturlungaöld, skyldi Ealdvin ekki fréttir færa. Baldvin sagði honum færist ekki að láta mikið, því stutt væri síðan að hann hefði leigið fyrir sér, sem mús undir fjalaketti. Baldvin byrjaði svo á sögu sinni: — Ég hafði það svo, að fara af stað sama daginn, sem ég tók við bréfunum. Þú þekkir það, að mér er létt um gang og fór því lið- ugt. Mér skilaði líka vel. Að tæp- um þremur stundum liðnum var ég kominn fram að Sandhólunum. Ég hafði nú ekki séð yfir sveitina um langan tíma, og fór því upp á næstu hæðina til að fá nú einu sinni gott útsýni, að renna augun um yfir hin frjósömu héruð, og núna einu sinni að endurminnast æskustöðva minna. Þarna vildi ég standa stundairkorn og njóta hvíld ar í skammdegissvalanuim,. Kvöld- skuggarnir voru farnir að baða vængjum sínum um vestari fjalla hlíðar, en kvöldroðinn blikaði aft ur á móti um austurbrúnir hraun garðanna og tók að lakkera með skínandi málverki, sem gulllegum blæ sló á, allar austurfjallabrúnir. Það glitraði allt sem gullfágað skarlat væri. Frostdynkirnir voru að byrja söng sinn við svellin, að öðru leyti allt þöigult og kyrrt. Ég stóð þama upp á hæðinni og var að dást að, hvað héruð þessi fleyttu árlega farsællega stórum hjairðhópum áfram á litlum hey- afla. Ég lét augað fljúga yfir blessuð fjöllin og dalina, sneri mér svo við og leit til sjávarins. En hvað var sem mér sýndist í I kvöldkyrrðinni, gat það verið jó- reykur? Það hlýtur að vera svo, ; því þar er ekki bær nálægur, en ! þá er hart riðið, fyrst svo bogar ! upp af klárunum, Ég sagði enn- fremur við sjálfan mig. Skulu þar fara þeir frændur? Þeim er alvara ef það eru þeir. Sé það svo, þá er enginn sem hjálpar, nema Gunnar gaimli háseti vor, en það er afarlangt til hans, og ólíklegt að ég diragi undan frískum hest- um, en þó skal reyna, hvort mér tekst ekki að imæða klára þeirra. Um það bil þóttist ég sjá manna- reiðina fyrir víst. Ég var kominn á sprettinn, hélt honum lengi og dró ekki af, fram hjá bæjum og beitarhúsum. öðru hvoru leit ég aftur og sá að alltaf dró saman. Ég herti á af alefli og vildi næst um heldur falla dauður en þurfa að láta mig. Ég stefndi að bæ Gunnars. Eftirsækendur riðu sama sprettinn og hvað sem ég teygði mig ákaft, þá dró þó sam- an. Þeir höfðu klára þolna og þreyttu reiðina, því enn var langt í imilli okkar. Ég losaði um háls- málið á skyrtum mínum og lét kulið svala brjóstinu. Ég hneppti neðsta hnappnum á treyjunni svo hún héldist að mér, ég hélt á vasaklútnum í hendinni og þurrk aði við og við svitalækina af brjóti mér. Kvöldblærinn fékk þó. að bursta bera bringuna og háls-i inn, en svitinn rann samt í lækj- um. Mér lá við andköfum af mæði enda hafði þá um stund lítið dreg ið saiman. Ég var enn alveg taugastyrkur o,g nógur kjarkur. Ég sviftist því enn þá áfram, sem mosatætla fyr ir stórviðri. Nú sá ég líka að hest arnir voru farnir að mæðast og tapa afarmikið ferð og um leiðí sá ég bóla á reiknum hjá Gunn-' ari karlinum, ég fékk því nýjan styrk og iðaði nú út öllum öng-| unum, samt var nokkuð langt, aðj ná þessu eftirþráða heimili Gunn ars og nú farið að rökkva, hér vildu báðir sigurinn fá. Ég heyrði, kallað: —• Bíddu, bíddu! En ég var að hugsa um annað; heldur en að bíða. Tók því ofani og firuktaði. Þá heyrði ég Sölvaj tala ljótt, því ég herti þá um leið á sprettinum, nú var hlaup- ið og nú var riðið. Þegar ég var á að gizka svo scm skotlengd frá vallargerði Gunnars, þá voru þeir komnir svo nærri að ég heyrði svipuhöggin. Okkur bar að gairðin um, þar sem hann var of hár hest um. Ég henti mér yfir og valt flatur um leið, komst samt fljót- lega á fætur og í sömu svipan stukku þeir af hestunum úti fyrir var, þá aðcins garðurinn imillibil ið. Ég var að verða með öllu fcirðlaus, en nú var ekki nema herzlumunuirinn. Ég gc-rði allt mitt ýtrasta, en þeir tóku til að 'öskra og senda mér hótanir. Ég hleypti nú afli í vöðvana og skrúf aðist heim túnið. Þeir hentust meira en verulega hlupu og það dró samt lítið saman. Þá var ég hcppinn, bærinn var opinn og ég inn, cn um leið hentu báðir svip- um sínum í hausjnn á mér, en cg linaði ekki ferðina fyrr en í baðstofu. Gunnar sat á rúmi. Ég þaut upp fyrir hann og gat stun- ið upp: — Hjálp! hjálp', mcira ,gat ég ckki talað fyrir mæði. Svo fljótt scm unnt var, sagði ég lionum af ferðuim mínum og ettirrciðinni og bað hann að sjá um, að þeir næðu ekki bréfunum frá mér. Gunnar sagði enga hættu á ferð- um. Það var búið að berja þrisv- ar, en cnginn fór til dyra, fólk- ið var að hlýða á söigu mína. Kom þá Sölvi á glugga og spurði Gunnar hvort hann vildi ekki sýna sér þá góðvild, að koma út, þá einu sinni er hann heiimsækti hann. i L. 1034. KROSSGÁTA Lá rétt I) Kökugerð. 6) Fæðu. 7 For setning. 9) Röð. 10) Peningar. II) Nutið. 12) Tveir. 13) Eldri. viður. 15) Hreingerning. Lóðrétt 1) Vatnsból. 2) Lengdarein. 3) Söfnun. 4) Fréttastofa. 5) Or- koma. 8) Kominn i þrot. 9) öðlist. 13) Samhljóðar. 14) 51. Ráðning á gátu Nr. 1033 Lárétt 1) Andvana. 6) Rak. 7) DL. 9) Al. 10) Vindur. 11) At. 12) Ak. 13) Aða. 15) Inniskó. Lóðrétt 1) Andvari. 2) Dr. 3) Varnaði. 4) Ak. 5) Aflakló. 8) Lit. 9) Ána. 13) An. 14) As. T [Ö Í3 pT S Íz’lZlLl WECAN THAMK ^ VVE WOULOH'T OUR LUCK.Y STARS 1 HAVE - WITHOUT WE ALL GOT Z THE LI'L CRITTER'S HIS STARSHIP WAS BURIED BACK THERE/ WHAT NOW? Það er langt þangað til rústirnar verða grafnar upp aðnýju. — Viðgetum að minnsta kosti þakkað guði fyrir, að við sluppum. — Það hefðum viö ekki gert, nema með aðstoð þess litla. Hvað er næst? — Hann segist gjarna vilja fá að vera hjá mér, Hvellur. En ég verð að fara heim aftur. 111 iiili Ég verð að hnerra. Ekkert sést til þeirra hér. Við verðum að halda áfram að leita að þeim. — Kannski hafa þeir farið inn. — Gott kvöld herra minn. — Gott kvöld. — Það er heldur ótrúlegt, að morðingjarnir hafi skilið ^ eftir eina milljón I peningum i káettunni sinni. Eg verð samt að athuga það. 13.00 FIMMTUDAGUR 10. febrúar 7.0Ö Morgunútvarp Morgunbæn kl. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 94-; Jóna Rúna Guðmunds- dóttir les sögur úr safni Vil- bergs Júliussonar, „Óska- stundinni”. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Húsmæðraþáttur kl. 10.25 ((endurt. þáttur frá s.l. þriðjud. DK.) Fréttir kl. 11.00. Hljóm- plötusafniö (endurt. GG.). Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frivaktinni Eydis Eyþórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. Ég er forvitin,rauð. I þessum þætti verður fjallað um menntunar- aðstöðu, skólabækur, tek- juöflun, heimilisstofnun nemenda og fjölgun náms- leiða. Umsjónarmaður: Guðrún Hallgrimsdóttir. Fréttir. Tilkvnninear 15.15 Miðdegistónleikar. Helmut Winschermann óbóleikari og Kehr-trióið leika Kvartett fyrir óbó, fiðlu, vfólu go selló (K:370) eftir Mozart. Anton Kuetrileikur á pianó Fantasiu op. 77 u op. 77 eftir Beethoven. Adolf Drescher og félagar i Filharmoniusveit Ham- borgar leika Adagio og Rondó i F-dúr fyrir pianó og strengi eftir Schubert. Robert Tear, Neill Sanders og Lamar Crowson flytja lagið ,,A fljótinu” fyrir tenórsöng, horn og pianó op. 119 eftir Schubert. Veðurfregnir. Létt lög. Fréttir. Tónleikar. 17.40 Tónlistartimi barnanna Jón Stefánsson sér um timann. Reykjavíkurpistill Páll Heiðar Jónsson segir frá. Tilkynningar. Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. i sjónhending Sveinn Sæmundsson talar við Guðlaug Þorsteinsson. Einsöngur i útvarpssal: Sigriður E. Magnúsdóttir syngur við pianóundirleik Ólafs V. Albertssonar a. Tvö sönglög eftir Joseph Haydn b. Atta sigenaljóð eftir Johannes Brahms. Leikrit: „afier dáinn” eftir Stanley Houghton Þýðandi: Andrés Björns son Leikstjóri Steindór Hjör- leifsson. Sinfóniuhljómsveit lslands heldur hljómleika i Háskólabiói Hljómsveitarst jóri: Proinnsias OTluinn frá Irlandi. Einleikari: Endré Granat frá Bandarikjunum a. „Karnival i Róm”, forleikur eftir Hector Berlioz. b. Fiðlukonsert eftir Arnold Schönberg. Ljóð eftir örn Arnarson Sigurður Eyþórsson les. Fréttir. Veðurfregnir. Lestur passíusálma (10). Rannsóknir og fræði 22.25 Jón Hnelill Aoaisieinsaun fil.lic. talar við Margréti Guðnadóttur prófessor. 22.55 iétt músik á siðkvöldi Rikisóperuhljómsveitin i Vin leikur Vinarvalsa, José Greco og hljóðfæraflokkur hans flytja Flamenco dansa, Owen Brannigan syngur og Grenadier Guards lúðrasveitin leikur marsa eftir Souza. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.