Tíminn - 11.02.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.02.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 11. febrúar 1972 Markús úrn Antons- son »sérstakur málsvari úthverfanna« Oþarfi að bæta samgöngur við úthverfin í snjó þyngslum EB—Hcykjavík. Talsverðar umræöur um snjómoksturinn i Reykjavfk fóru fram á siöasta fundi i borgarstjórn, vegna tillagna frá Kristjáni Benediktssyni (F), öörum borgarfulltrúa Alþýðubandalags in s og borgarfulltrúa Alþýöuflokks- ins, um aö séö yrði um aö götur Reykjavíkur yröu ruddar þegar nauösyn kreföi. Þaö sem mesta athygli vakti i þessum umræöum var af- staöa eins af borgarfulltrú- um Sjálfstæöisflokksins, Markúsar Arnar Antonssonar, sem fyrir slöustu kosningar taldi sig vera sérstakan mál- svara úthverfanna, enda býr hann i Arbæjarhverfi. Lagði hann áherzlu á, aö snjó- moksturinn I Reykjavik væri i góðu lagi og væri þvi óþarfi aö ræöa þetta mál i borgarstjórn- inni, og kom fram meö dag- skrártillögu á þá leiö, aö þar sem þaö væri hlutverk gatna- málastjóra að meta það hverju sinni, eftir aöstæöum og i samráöi viö borgarstjórn, hverra aðgerða væri þörf varðandi snjómokstur á götum borgarinnar og hvaða aukafjárhæðir væru nauösyn- legar i þvi skyni, teldi borgar- stjórn óþarft aö ræða frekar um það og tæki þvi fyrir næsta mál á dagskrá. Var þessi til- laga Markúsar Arnar sam- þykkt með atkvæðum Sjálf- stæöismanna, en allir borgar- fulltrúar minnihlutaflokkanna greiddu atkvæði á móti. Var Markús Orn þeirrar skoöunar, að ekki þyrfti að bæta sam- göngu við úthverfi borgar- innar, Breiðholtshverfi og Árbæjarhverfi, þegar eins mikið öngþveiti rikti og var i snjóþyngslunum um daginn. Einn af borgarfulltrúum Framsóknarflokksins, Alfreö Þorsteinsson.gagnrýndi harð- lega trassaskap borgaryfir- valda varðandi þetta mál. Minnti hann á snjóþyngslin um daginn, þegar ibúar i Breiðholtshverfi og Árbæjar- hverfi áttu i miklum erfið- leikum með að komast leiðar sinnar, jafnvel þótt bifreiðar þeirra væru ágætlega útbúnar til aksturs i snjó. Lagði Alfreð rika áherzlu á, að þessum málum yrði komið i gott horf. Alfreö Þorsteinsson ræddi um mörg önnur atriði varðandi þessi mál. M.a. minnti hann á það tjón, sem gæti hlotizt af, væri snjó- moksturinn ekki i góðu lagi, vinnutap og fleira. Foreldrafræðsla í tengslum við Heilsuverndarstöðina EB — Reykjavik. A siðasta borgarstjórnarfundi bar Gerður Steinþórsdóttir (F) fram eftirfarandi tillögu, sem samþykkt var samhljóða á fund- inum: „Borgarstjórn felur heil- brigöismálaráöi aö beita sér fyrir þvi aö komiö veriö á fót foreldra- fræöslu i tcngslum viö Heilsu- verndarstööina. Þar veröi m.a. fjallaö um: a) sálarþroska barna, b) leiki barna, c) félagslega þjónustu, sem borgin veitir. Um fræösluna sjái sálfræöing- ur, fóstra og félagsráögjafi”. Er Gerður Steinþórsdóttir gerði grein fyrir tillögunni/Sagði hún: „Þaö er staðreynd, að i Reykja- vik, sem telur nær hundrað þús- und ibúa, eru fyrir hendi ýmis al- þjóðleg vandamál stórborgarlifs: taugaveiklun, ofneyzla áfengis, uppeldisvandamál o.s. frv. Ymsir draga i efa, að Islendingar séu að eðlisfari góöir uppalendur, á hinn bóginn hafi ekki á þaö reynt fyrr en nú. Þessu til skýringar má nefna hinn al- kunna veikleika landans gagn- vart öllu sem kallasl gáfur, en vanmat á ýmsum góöum dyggö- um, svo sem reglusemi, heiðar- leika og réttlætiskennd. Siðustu áratugi hefur orðið bylting i þjóölifsháttum eins og allir vita. Afar okkar of ömmur ólust upp i kyrrstæðu bændaþjóð- félagi, þar sem heimilin voru mannmörg og á ýmsa lund sjálf- um sér næg. Nú er svo komið aö sveitirnar eru mannfáar, en fólk hefur flykkzt inn i þéttbýlið, og er þvi að vonum,aö við kunnum ekki enn nema til hálfs aö lifa i borg. Telja má að sá siöur aö setja börn út á götuna, — en hann mun vera einstæöur meðal siðmenntaðra þjóða, — sé runninn frá þeirri tið er Islendingar voru bændaþjóð og börnin voru sett úr á hlaðvarp- ann. Þegar skólar tókur til starfa hér a Iandi geröu ýmsir sér ljóst að uppeldi krefst þekkingar eins og önnur störf. Það var á þeim timum þegar konur voru fyrst og fremst aldar upp til að verða mæður og húsfreyjur. Uppeldis- fræði hefur þvi veriö kennd i kvennaskólanum og svo i hús- mæöraskólum landsins, það er að segja: þeim skólum sem sérstak- lega eru ætlaðir konum. Auk þess kenna nú örfáir skólar uppeldis- fræöi, svo sem kennaraskólinn og fóstruskólinn. Hins vegar er uppeldisfræði hvergi kennd á skólaskyldustigi að undanskildum kvennaskólan- um. Allir vita sem til þekkja aö það er ekki litið starf að vera góður uppalandi i borgarsamfélagi nú- timans. Flestir eru sammála um aö heimilin gegni þýðingamesta uppeldishlutverkinu, og þar sé grundvöllurinn lagður að andlegu og likamlegu heibrigði barnsins. Aðrir aðilar gegna einnig mikil- vægu hlutverki, fóstrur, kennar- ar, og æskulýðsleiðtogar. En hvernig eru foreldrar al- mennt undir það búnir að gegna hlutverki uppalandans? Flestir hafa hvorki reynslu né bóklega þekkingu, og hér kemur einnig til atriöi sem er nútimafyrirbæri: Piltar og stúlkur veröa foreldrar æ yngri, og að þvi skapi óþrosk- aðir og fákunnandi, og valda þvi ekki hlutverki þvi, sem þeim er fengiö i hendur. Miðaldra kona sagði um giftingu ungs fólks nú á timum, að i sinu ungdæmi heföi það litið út eins og sendisveinninn og barnapian væru að giftast, svo fátiðar voru unglingagiftingar þá. Og nú kem ég að kjarna máls- ins: hvers vegna ég tel að koma Þjóðvegakerfinu verði komið í viðunandi horf á 10 árum EB—Reykjavík. Eins og skýrt hefur veriö frá hér i blaöinu, mælti Gisli Guömundsson (F) fyrir þings- ályktunartillögu um 10 ára áætlun um fullnaöaruppbyggingu þjóö- vegakerfisins samkvæmt vega- lögum á fundi i sameinuöu Alþingi s.l. þriöjudag, en þá tillögu flytur Gísli ásamt 10 öörum alþingismönnum. Hér á landi hafa orðið miklar framfarir á þessari öld á ýmsum sviðum. Stöndum við Islendingar jafnfætis þjóðum, sem langt eru komnar á framfarabrautinni, sagði Gisli i upphafi framsögu- ræðu sinnar, — En i vegamálum er Island ennþá vanþróað land. Sú staöreynd blasir við hverjum þeim, sen kynnzt hefur vegunum hinum megin Atlantshafs, i Norðurálfu eða Vesturálfu eins og þeir eru nú. Þessi vanþróun islenzkra vega vekur lika strax athygli erlendra ferðamanna, sem um landið fara. En Islend- ingar eiga.50 þúsund bifreiðar, eina fyrir hverja 5 ibúa, og mikill meirihluti þeirra bifreiða er framleiddur til aksturs á egg- sléttum, malbikuðum eða stein- steyptum götum og þjóðvegum bifreiöaframleiðslulandanna. Akstur þeirra hér er misþyrming á þessum viökvæmu og dýru öku-' tækjum og tilfinnanleg sóun verð- mæta. Hér er i stöðugum gangi, um land allt á hinum veiku vegum, stórar og þungar vöru- flutningabifreiðar, sem eru vega- kerfinu ofraun, eins og það er. Vegaviðhaldið, þar á meðal snjó- mokstur, kostar offjár, og er þó óralangt frá þvi að fullnægja þörfinni. Fyrir 9 árum stofnaði Alþingi vegasjóðinn, sem hefur tekjur af benzinskatti og fl., til að annast uppbyggingu og viðhald vega- kerfisins. Nokkuð hefur áunnizt siðan, en allt of litið þvi miöur. Timi er til þess kominn, aö þjóð- félagið horfist i augu við vand- ann, eins og hann er og geri sér grein fyrir þvi, hversu stórt við- fangsefni það er fjárhagslega að koma þjóðvegakerfinu i heild i viðunandi horf og setja sér mark- mið. Við tillögumenn gerum ráö fyrir, aö þessu markmiði sé hægt að ná á lOárum eða e.t.v. eitthvað skemmri tima, en tekjur vega- sjóðsins nægi ekki til þess og rikissjóöur eigi að standa straum af sérstökum lántökum til þess að framkvæma dýrustu vegagerð- ina, sem að likindum getur raun- verulega sjálf staðið undir slikum lánum, eins og að er vikið i greinargerð tillögunnar. Þvi hefur lika verið haldið fram með nokkrum rökum, að slik rikislán- taka til vega, sem rikissjóður en ekki vegasjóður stæði straum af, væri i rauninni aðeins endur- greiðsla á skuld rikissjóðs við umferðina. Viða um landsbyggð- ina óttast menn það nú, að ef svo heldur fram sem horft hefur siðustu árin, fari mestur hluti vegasjóðsins i ófullnægjandi við- hald og uppbyggingu dýrra hrað- brautarmannvirkja, sem eru þó ekki nema svo sem 4% af lengd þjóðvegakerfisins i heild. Gisli Guðmundsson vék þessu næst að örfáum atriðum, sem máli skipta i þessu sambandi, en að framsöguræðunni lokinni, var tillögunni visað til nefndar og 2. umræðu. Frumvarp Pdls Þorsteinssonar og Helga Seljan: Laun Ijósmæðra ákveðin á sama hátt og annarra opinberra starfsmanna Páll Þorsteinsson EB—Reykjavik. Páll Þorsteinsson (F) og Helgi Seljan (AB) hafa lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á ljósmæðralögum, nr. 17 frá 19. júni 1933. I grein frumvarpsins er kveðið svo á, að laun skipaðra ljós- mæöra skuli ákveðin með kjara- samningum eða af kjaradómi á sama hátt og laun annarra opin- berra starfsmanna. Samkvæmt 2. grein frumvarpsins á að veita ljósmóður, sem skipuð hefur verið i starf, rétt til orlofs. Þá er i bráðabirgðaákvæði frumvarpsins lagt til, aö á þessu ári verði end urskoðuð skipting landsins I ljósmæðraumdæmi. viö þá end urskoðun ber m.a. að taka tillit til sérstööu einstakra byggðar- laga, fólksfjölda, samgangna innan héraös og þeirra breytinga, sem fyrirhugaðar eru á lækna- skipan og heilsugæzlu. Þá ber að athuga, hvort hagkvæmt sé að 11 II 11— auka verkefni ljósmæðra i um- dæmum utan kaupstaða með þvi, að þær jafnframt ijósmóðurstarfi Veiti héraðslæknum aðstoð við heilsugæzlu. 1 greinargerö meö frumvarpinu segir m.a.: „Ljósmæðralög, nr. 17 1933, eru orðin svo gömul, að sum ákvæði þeirra samrýmast ekki þeim öru breytingum i þjóðfélaginu, sem orðiðhafa. Launakjör ljósmæðra eru i reynd ákveðin meö öörum hætti en lögin mæla fyrir um, -enda orðið óhjákvæmilegt, að i framkvæmd sé vikið frá bókstaf laganna að þvi leyti. I ljós- mæðralögum eru engin ákvæði um orlof húsmæðrum til handa hliöstætt þvi, sem aðrir opinberir starfsmenn eiga rétt á samkvæmt lögum. eigi á fót foreldrafræðslu, einmitt i tengslum við Heilsuverndar- stöðina. Um árabil hefur Heilsuvernd- arstöðin veitt veröandi mæðrum góða heilbrigðisþjónustu. Einnig hefur stofnunin haft með höndum eftirlit með börnum fyrstu þrjá mánuðina eftir fæðingu, vigtað barnið til að sjá hvort það þyngist eðlilega og ráðlagt mataræði. Jafnframt er barnið bólusett sjö sinnum fyrsta áriö. Slik þjónusta er ómetanleg og veitir mikið öryggi. Einnig má geta þess, að for- stöðukona Fæðingarheimilisins hefur um nokkurt skeið og meö góðum árangri haldið námskeið fyrir barnshafandi konur i af- slöppun og leikfimi, rætt um þroskaferil fóstursins og fæöing- una. Slik fræösla er ágætur undir- búningur, sem eyðir ótta viö hið óþekkta og er nokkur andleg að- lögun undir það sem koma skal. Nú spyr ég: Er ekki jafn nauð- synlegt aö hafa þekkingu á eðli og þroskaferli barna og vita hvað hæfir hverju aldursskeiði, eins og hitt aö gefa barninu rétta fæðu, þrifa það og bólusetja? Heilsuverndarstöðin veitir, er vel Þar sem sú þjónusta sem Heilsuverndarstöðin veitir, er vel af hendi leyst, tel ég að hagnýti foreldrafræðslu sé bezt komið fyrir i tengslum við hana, sem einum þætti barnaverndar. Heilsuverndarstöðin er i sam- bandi við foreldrana (einkum þó móðurina), og á þessum tima- mótum ævinnar er fólk móttæki- legast fyrir slika fræðslu. Nú mun ég reifa hugmyndir minar um hagnýta foreldra- fræðslu. Námið verður þriþætt. Um einn þáttinn fjalli sálfræðing- ur eða uppeldisfræðingur. Hann skýri þroskaskeið barnsins, ein- kenni þess og þarfir. Hann fjalli um skyldur og ábyrgð foreldra. Hann ræði um hvernig skynsam- lega megi bregðast við ýmiss konar hegðun barna, svo sem þrjózku, reiðiköstum , smálygum o.s.frv. Hann fjalli um umgengni við börn, agavandamál og rétt- mæti hegninga. Um annan þáttinn fjalli fóstra. Hún ræði um leikþörf barna og hvaða leikföng hæfa hverju aldursskeiði, leiðbeini i föndri o.s.frv. Félagsráðgjafi taki að sér þriðja þáttinn. Hann ræði um opinbera þjónustu sem borgin veitir. Hann fræði um Félags- málastofnun Reykjavikurborgar og hlutverk hennar Um fyrirkomulag sliks nám- skeiðs er það að segja, að ég teldi heppilegt, að þaö færi fram i Heilsuverndarstöðinni, eins og bólusetning og afslöppun, og væri auglýst þar. Námskeiðið sé haldið á kvöldin að vetrinum, tvisvar til þrisvar i viku, tvo tima i senn og standi fjórar til sex vikur. Að minnsta kosti tvö slik námskeið ætti að halda á vetri hverjum, en slikt fer auðvitað eftir þátttöku. Námskeiðið sé einkum ætlað verðandi mæðrum og barnsfeðr- um þeirra, og svo ungum foreldr- um. Hagnýt foreldrafræðsla sem þessi hefur verið reynd hér, hjá Námsílokkum Reykjavikur, en þvi miður var þátttaka dræm. Þaö er þvi von min,að reynt verði að ráða bót á þessu. Beini ég þvi til háttvirtra borgarfulltrúa að tillaga min verði send heil- brigðisráði til athugunar og af- greiðslu. Það hlýtur að vera bióð- inni vænlegra til heilla en flest annað, að þeir sem uppeldisstörf- um gegna, fái sem bezt skilyrði til að leysa þau vei af hendi. Við lifum i þjóðfélagi sem verður si- fellt flóknara, og sakir þess aö piltar og stúlkur verða nú foreldr- ar æ yngri, tel ég að foreldra fræðsla eigi að verða einn þáttur barnaverndar i þjóðfélaginu”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.