Tíminn - 11.02.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.02.1972, Blaðsíða 11
Föstudagur 11. febrúar 1972 TÍMINN n EIOHOLTSHVERFI Breiöholt — nýjasti hlutinn af Reykjavik — er þegar orðiö álfka fjölmennt og öll Akureyri og enn á Breiöhyltingum eftir aö fjölga mikiö. Niöri i miðborginni heyrast iöulega setningar eins og þessar: — Ekki gæti ég hugsað mér aö búa i Breiöholti, þaö er svo langt frá öilu. — Breiðholt? Þaö er uppi i sveit. — Þaö vantar allt I Breiðholti. En fólkiö i Breiöholti er á allt annarri skoöun, aö þvi komumst viö, er við lögðum leið okkar upp eftir eina morgunstund i vikunni. Sólin skein og útsýniö var stórkostlegt. Ekki aöeins sézt öll Reykjavik og Kópavogur, heldur vitt um landiö i allar áttir. Fyrst litum við inn i Breiðholts- skólann, sem er bæði barna- og gagnfræðaskóli. Skólastjórinn, Guðmundur Magnússon, sagðist vera á ferð og flugi vegna skiða- ferðar, sem væri i undirbúningi daginn eftir fyrir elztu börnin. Hann gaf sér þó tima til að ræða litillega við okkur. 1 skólanum sagði Guðmundur að væru þann daginn 1460 börn, en talan hækkaði næstum daglega, þvi alltaf flytzt fólk i hverfin. Breið- holtsskóli er sá eini þarna efra ennþá sækja hann þvi börn úr báðum hverfunum. Af þessum fjölda eru 6 ára börn 220 i skólanum og hjá þeim er hið si- gilda bekkjarkennslufyrirkomu- lag ekki i gildi. Guðmundur sýndi okkur inn I vistarveru 6 ára barn- anna, sem er stór salur. Þarna eru nokkrir kennarar með börn- unum og leiðbeina þeim i leik og starfi af ýmsu tagi. Litfögur listaverk barnanna prýða veggina og einnig frammi á ganginum. Næst litum við inn i 12 ára bekk hjá Sigurþóri Þorgilssyni, sem var að kenna heilsufræði. Raunar var það ekki Sigurþór, heldur einn nemandanna, Ragnhildur Oskarsdóttir, sem stóð við púltið og flutti fyrirlestur um vitamin, meðan hinir 33 i bekknum skrifuðu upplýsingarnar i bækur sinar. Um félagastarfsemi i Breið- , holtinu fræddumst við af safn- aðarformanni hverfisins, en hann er einmitt sami Sigurþór Jón Bjarni Þórðarson, verzlunarstjóri I Breiöholtskjöri. iþróttafélaga og blómlegt kven- félagsstarf. Undanfarið hafa verið haldnir fundir með ibúum hverfisins og verður áfram á mánudagskvöldum. Þar eru ýmis vandamál til umræðu, m.a. unglingavandamálið i heild, samband unglinga við skólana og tómstundir- unglinga. Kirkju- bygging fyrir nýstofnaöan söfnuð hefur einnig komiö til umræðu, en ekkert er farið að ákveða um það mál. Fyrsta verzlunin, sem Breið- hyltingar fengu, er Breiðholts- kjör, sem varð tveggja ára nú i desember. Þangað lögðum við leið okkar til að rabba stuttlega við verzlunarstjórann, Jón Bjarna Þórðarson. Hann sat á skrifstofu sinni og taldi peninga, þegar við bönkuðum uppá. — Já, hér er mikið verzlað sagöi hann — enda bjóðum við upp á allt til alls. Hér er matsveinn og kjötiðnaðarmaður og við lögum allar okkar kjötvörur sjálfir. Það eru helzt brauð, sem fólk vantar, Þorgilsson. — Það gefur auga leið, sagði Sigurþór, — að einhver félagastarfsemi hlýtur að vera hér i þessu stóra hverfi. Siðan taldi hann upp kvenfélag, skáta- félag, starfsemi æskulýðsráðs og Guömundur Magnússon Ragnhildur óskarsdóttir fræöir skólasystkini sin 112 ára bekk I Breiöhoitsskóla. en við höfum reynt að hafa hér helztu matarbrauöin. — Fær fólk allt, sem það þarf til daglegra nota i verzlunum hér efra? —Það held ég, hér eru tvær mat- vörubúðir, hin er Matvörumið- stöðin. Svo eru mjólkurbúð, fisk- búð, lyfjabúð, skóbúð, pósthús, söluturn og rakarastofa. Hárgreiöslustofa er væntanleg, svo og brauðbúö. — En hvað meö efra hverfið, Breiðholt III? — Þangað eru væntanlegar tvær verzlanir, KRON og Straumnes, en þangað til kaupum við hér i Breiöholtskjöri mjólk og sendum uppeftir til þeirra með hinu, bara til aö þeir þurfi ekki að ganga eftir henníeingöngu. — Hvað með opnunartima verzlana hér? — A mánudaginn opnuðum viö ekki fyrr en eftir hádegi i fyrsta sinn og ég held, að engin hafi kvartaðyfir þvi. Min persónulega skoðun er sú, að vilja auðvitað eiga fri á laugardögum eins og allir aðrir, en þar sem starfsemi okkar hér byggist á þjónustu við fólkið, höfum við heldur opið á laugardögum. Frammi i verzluninni var mikið að gera innan við afgreiðslu- borðið.Gekk afgreiðslumönnunum iila aö sjá fram fyrir borðið fyrir sólinni, sem skein beint i augu þeirra. — Það verður að hækka húsið, sagði einn og brá hönd fyrir augu. A þessum tima voru húsmæöur einmitt að kaupa i matinn og við trufluðum nokkrar þeirra við vöruvalið með spurningum um, hvernig væri nú að búa í Breiðholtinu. Kristjana H araldsdóttir fullyrti, að það væri alveg ágætt, hún sækti vinnu i Arbæjarhverfið og það væri mjög þægilegt. — Aður bjó ég i Kópavogi og það er miklu greiðari leið i bæinn héðan ofan að, en þaöan sunnan að, sagði hún,— Svo höfum við fyrir- taks verzlun hérna og þurfum varla i bæinn. Margrét Halldórsson var akandi um verzlunina með lit'.a dóttur sina innan um vörurnar i vagninum, en sú litla virtizt sýna vörunum i hillunum öllu meiri áhuga. Margrét sagðist aldrei hafa kunnað við sig i mið- borginni, svo hér væri gott að vera. Sérstaklega væri Breið- holtið gott fyrir börnin það þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þeim i umferðinni og svo væru lika leik- vellir fyrir þau. — Helzt tau og tölur og þess háttar til sauma- skapar, svaraði hún, er við spurðum, hvort hún þyrfti að sækja eitthvað i bæinn. — Jú og kannski kökur, bætti hún við. — Hér er alveg ágætt að búa, sagöi Alda Ingólfsdóttir, þriggja barna móðir. — Hér er allt, skólinn rétt við dyrnar og leik- vellir fyrir börnin, sem maður þarf ekki aö hafa áhyggjur af fyrir umferð. Fyrzt vantaði næstum allt hér, en nú er þetta að koma og við höfum nú orðið allt til alls. SÖ Margrét Halldórsdóttir Kristjana Haraldsdóttir Alda Ingólfsdóttir Sigurþór Þorgilsson Séð yfir Breiðholt I Timamyndir — GE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.