Tíminn - 12.02.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.02.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. febrúar 1972 TÍMINN 7 Úigefandi; PrartiíokttárBokkurinn: Prámk whúJfl stiórj; Kflstfán ©ömHÍtkfssöo, Rjtstj otáfi Þófárirth | Þatárb issqn-:! áij)r Andfés KfRtíánsson, ión H« Ihciriði | G. í>0! steinss on og Támfts Kártwom Auglýsinj íástjárt: Sfétn 1 moo v.yl;Sra — 193 16. Skriistofur Bankastræii 7. •«*: AfsreiðsIusFmi I 14323, Augiý singasltní 19523>. A5rar skr|f?tof: ir sim) 18300 iájrgjðl- á kf. 42$,0Q :á mánu&i lnnantam ís. í la úsasoltf •.•.•.iv !?»>•.■ [öttlat/:: Oþarft frumvarp Jóhanns og Gylfa Einhvern tima hefði þvi ekki verið spáð, að það ætti eftir að liggja fyrir Sjálfstæðisflokkn- um að reyna að gera lltið úr þvi verki, sem þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson gerðu bezt, en hér er átt við þátttöku þeirra i setningu landgrunnslaganna frá 1948. Á grundvelli þeirra laga hafa íslendingar fært út fiskveiði- lögsöguna 1952 og 1958. Á grundvelli þeirra er ekki aðeins auðvelt að byggja hina fyrirhuguðu útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 50 milur, held- ur miklu meiri útfærslu, ef það þætti ráðlegt að sinni. Jóhann Hafstein og Gylfi Þ. Gislason hafa nú lagt fram á Alþingi sérstakt frumvarp til laga um fiskveiðilögsöguna, þar sem lagt er til að miða hana við 400 metra dýptarlinu. Þetta frumvarp er alveg óþarft, þvi að vilji menn færa fiskveiðimörkin út á þennan hátt, þá er auðvelt að gera það á grundvelli laganna frá 1948 Út á við er það miklu sterkara að geta byggt útfærsluna á gömlum lögum en nýjum. Hin gömlu lög árétta það, að hér sé ekki um neitt nýtt að ræða, heldur sé hér byggt á rétti, sem þjóðin hafi átt lengi, og hefur þegar byggt á happadrjúgar aðgerðir, sem hafa hlotið alþjóð- lega viðurkenningu. Þvi eru landgrunnslögin frá 1948 sterkasti grundvöllurinn, sem við eig- um til að byggja á næstu sókn. Þessvegna kemur ekki til mála, að þjóðin fari nú að yfirgefa þennan grundvöll. Það er óheppilegt og vanhugsað að fara að flytja frumvarp, sem gefur til kynna, að landgrunns- lögin frá 1948 eigi ekki lengur við og þvi sé þörf nýrrar lagasetningar. Þvert á móti þarf nú að leggja áherzlu á, hve mikilvægt það er að geta byggt á grundvelli eldri laga, sem vel hafa gef- izt og eru i fyllsta gildi. Skynsamlegast væri fyrir Jóhann og Gylfa að draga þetta óþarfa frumvarp sitt til baka^en berjast ásamt öðrum fyrir útfærslu fiskveiði- lögsögunnar á grundvelli laganna frá 1948. Ausfurlandsáætlun Þingmenn Austurlands hafa lagt fram þings- ályktunartillögu um atvinnu- og framkvæmda- áætlun fyrir Austurlandskjördæmi. 1 greinar- gerðinni er bent á, að i kjördæminu séu 35 sveitarfélög og 13 þéttbýlisstaðir. Aðeins eitt kauptún er inn i landi, en hin dreifast á strand- lengjuna frá Bakkafirði til Hornafjarðar. Mikilvægt sé að vinna skipulega að uppbygg- ingu á þessu viðlenda og sundurskorna svæði. Bent er á, að Samband sveitarfélaga á Aust- urlandi, hafi þegar lagt grundvöll að þessu starfi og rétt sé að áætlunin verði unnin af þvi og rikisvaldinu i sameiningu. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT John Allan May, Christian Science Monitor: Hvert stefna nýju Evrópusamtökin ? Yfirlit um skipulag Efnahagsbandalags Evrópu Edward Hcath, forsætisráöherra Breta, og Geoffrey Hippon (t.h.) , aöaisamningamaöur Breta, undirrita samninginn um aö iid Breta að EBE. EVRÓPURIKJASAMTÖKIN, sem eru i þann veginn að verða til, eru ný i raun og sannleika. Hvað stjórnmál áhrærir eru samtökin annars eðlis en þessi heimur eininga, sambanda, rikjasambanda, bandalaga, bandarikja og samvelda hefir áður komfzt i kynni vð. Samtökin eru á sama grunni reist og sex-rikja Evrópusam- tökin eða öðru nafni Hinn sameiginlegi markaður (Efnahagsbandalagið), sem allir ættu núorðið að vita hvað er. Tiu-rikja Evrópusam tökunum er engu að siður annan veg farið, og þau taka við þar, sem hin hverfa frá. Þetta er samband efnahags lega séð, en eins konar sam- vinnufélag^hvað stjórnmálin áhrærir. Munurinn er mjög verulegur og það er einmitt hann, sem gerir mestar kröfur til hinna nýju samtaka um farsæla framvindu. SAMTÖK Evrópurikjanna tiu verða heimsveldi um leið og þau verða endanlega til hinn fyrsta janúar 1973. Verði úr aðild allra tiu rikjanna, sem nú hafa hana i huga, verður ibúatala samtakanna 52 milljónum hærri en ibúa- tala Bandarikjanna og 13 milljónum hærri en ibúatala Sovétrikjanna. Verg þjóðarframleiðsla samtakanna verður við stofn- dag 70% af vergri þjóðarfram- leiðslu Bandarikjamanna, en tvöföld þjóðarframleiðsla Sovétrikjanna. Verzlun sam- takanna mun nema tveimur fimmtu af heimsverzluninni. Samtökin smiða á ári 3 milljónum fleiri fólks- og vöruflutningabila en Banda- rikjamenn og 9 milljónum fleiri en Sovétmenn. Kaup- skipafloti samtakanna er að burðarmagni fjórum sinnum stærri en floti Bandarikja- manna og fimm sinnum stærri en floti Sovétmanna. Verði hervarnir aðildar- rikjanna sameinaðar, -sem tvimælalaust verður gert fyrr eða siðar, - er þarna orðið um drjúgstórt kjarnorkuveldi að ræða. 1 fastaher bandalagsins verða um milljónir manna, herskipin þess 300 að tölu og flugvélar til virkra hernaðar- átaka 2500. ÆÐSTA stjórnmálavald samtakanna verður i höndum ráðherranefndarinnar. I henni eiga sæti tiu ráðherrar, einn frá hverju riki. Atkvæði þeirra eru hins vegar misþung á metum. Brezku, frönsku itölsku og vestur-þýzku ráð- herrarnir hafa tiu atkvæði hver, ráðherrarnir frá Belgiu og Hollandi fimm atkvæði hvor, ráðherrar Danmerkur, Noregs og Irlands þrjú at- kvæði hver og ráðherrann frá Luxembourg tvö atkvæði. „Aukinn meirihluta” þarf til mikilvægra ákvarðana um til- lögur, sem ráð samtakanna ber fram. Til slikrar sam- þykktar þarf 43 af öllum at- kvæðum ráðherranna, sem samtals eru 61. Ennfremur verða fulltrúar sex af tiu rik- jum að greiða þessi 43 at- kvæði. Sé um að ræða mál, sem talið er lifshagsmunamál ein- hvers aðildarrikisins, þarf þó samhljóða atkvæði. 1 öllum öðrum tilvikum ræður aukinn meirihluti eða einfaldur meirihluti úrslitum, og fer það eftir þvi, hve mikilvægt málið er talið. FORSÆTI ráðherra- nefndarinnar er i höndum full- trúa eins aðildarrikisins hverju sinni og skiptast þau á eftir stafrófsröð. Ráð sam- takanna situr i Brussels og i þvi eiga sæti 14 menn. Tveir fulltrúar fjölmennustu rikj- anna fjögurra eiga þar sæti, en einn fulltrúi frá hverju hinna sex fámennari rikja. Forseti ráðsins er einn, en varaforsetarnir fimm, og eru þeir kjörnir til tveggja ára i senn. Fulltrúarnir i ráðinu eru skyldugir til að meta öll mál frá hinum samevrópska sjónarhóli. Þeim er með öllu bannað að koma fram sem fulltrúar þjóðlegra hagsmuna. 1 framkvæmd er ráöið lög- gjafi samtakanna. Ráðherra- nefndin tekur tillögur þess og uppástungur til ákvörðunar, annað ekki. I HINUM smærri sam- tökunum, eða sex rikja banda- laginu, leiddi þessi skipting valds til átaka milli ráðherra- nefndarinnar og ráðsins. Þessi átök ollu eðlilega og óhjá kvæmilega all snörum deilum milli sambandssinna og ák- veðinna þjóðernissinna eða þjóðrikissinna. Gert er ráð fyrir, að þess háttar ágreiningi megi i fram- tiðinni visa til futttrúasam- kundu samtakanna, sem nefnd hefir verið Evrópu- þingið. Fulltrúar þar verða 208. Fjölmennari rikin hafa 36 fulltrúa hvert, Holland og Belgia 14 fulltrúa hvort, Dan- mörk, trland og Noregur 10 fulltrúa hvert og Luxembourg 6. Evrópuþingið hefir afar litil völd eins og er, og fulltrúarnir eru tilnefndir af þjóð- þingunum. Ætlunin er, að fela þinginu meiri völd þegar frá liður, og vonir eru við það bundnar, að takast megi að koma á beinum kosningum fulltrúanna i aðildarrikjunum tiu. EVRÓPUÞINGIÐ getur ef til vill aldrei orðið löggjafar- samkunda á borð við þjóð- þingin, en kjörið Evrópuþing ætti eigi að siður að geta orðið öflugur hvati og driffjöður einingar. Það hlyti ósjálfrátt að hallast á bandalags- sveifina. Torvelt er að fá þjóðernis- stefnuna og bandalags- stefnuna til að vinna saman, og það verður áreiðanlega erfiðasta viðfangsefni hinna nýju samtaka á stjórnmála- sviðinu. Þar hljóta að segja til sin sömu erfiðleikarnir og ollu átökum milli ráðherra- nefndarinnar og ráðsins, en þau átök hafa oft valdið sex rikja Efnahagsbandalaginu miklum erfiðleikum á liðnum árum. Erfitt er að gera sér glögga grein fyrir þessum nýju sam- tökum Evrópurikja, en máttur þeirra og stærð verður ekki i efa dregin. Þetta er ekki rikja- samfella, eining, samband eða bandariki, en hið nýja Efna- hagsbandalag verður eigi að siður mjög áhrifamikill og öflugur aðili að heims- málunum frá og með 1. janúar 1973.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.