Tíminn - 13.02.1972, Page 3

Tíminn - 13.02.1972, Page 3
Sunnudagur 13. febrúar 1972 TÍMINN 3 Ný hljómsveit ROSY að koma fram Undanfarið hefur talsvert verið rætt um nýjar hljómsveitir vegna endaloka Ævintýris og breytinganna i Náttúru. Hins vegar hefur ntinna verið rætt um þá nýju hljómsveit, sem nú er að skjóta upp kollinum með þá fyrrverandi Tataramenn, Jón ólafsson bassaleikara, Gest Guðnason, gitarleikara og fyrrverandi Tilverumenn, þá Herbert Guð- mundsson, söngvara og Ólaf Sigurðsson, tormmuleikara, innanborðs. Eftir svona mánuð mun þessi nýja hljómsveit, sem skirð héfur verið þvi ágæta nafni ROSY, koma fyrst fram opinberlega. Næst siðastliðið miðvikudags kvöid hitti ég Jonna Ólafs að máli. Hann var hinn hressasti yfir stritinu og sagði að Rosy hefði verið stofnuð nokkru fyrir jól, tveimur mánuðum fyrir hátiðirnar eða svo, og hefði nafnið á hljómsveitinni þá verið ákveðið. Jonni sagði, að Herbert hefði komið i hljómsveitina fyrir þremur vikum, en til þess tima hefði Eiður nokkur, sem var i Pops áður fyrr, átt að vera söng- vari hljómsveitarinnar og þvi æft með þeim félögum. Allt eða ekkert —Æfingarnar hafa gengið vel hjá okkur, hélt Jonni áfram, en við byrjum ekki með neitt „orginal”. Hins vegar erum við búnir að skapa grundvöll fyrir þvi að spila inn á LP-plötu. Við ætlum að vera svolitið harðir á rokkinu og það máttu hafa eftir mér, að annað hvort verður Rosy mjög góð hljómsveit eða hún verður bara alls ekki neitt — Allt eða ekkert. Við erum sem sé búnir að æfa mikið, erum bjartsýnir og ánægðir með árangurinn. 1 þessari hljómsveit eru saman- komnir fjórir menn, sem eru á sömu linu hvað tónlistarsmekk áhrærir. Fyrsta framkoman á hljóm- leikum i Austurbæjarbiói? Samkvæmt upplýsingum Jonna, hefur komið til tals innan hljómsveitarinnar, að hún byrji feril sinn á opinberum vettvangi með þvi að efna til hljómleika- halds. Sagði Jonni, að ef til vill væri Austurbæjarbió hentugasti staðurinn fyrir sljkt hljómleika- hald, Háskólabió væri að öllum likindum of stórt. Væri ef til vill rétta hugmyndin sú, að bjóöa hópi ókeypis á hljómleikana. A þann hátt væri hægt að velja áheyr- endur, sem likiegastir væru til að skapa góða stemmningu á hljóm- leikunum, en staðreyndin er sú — og ástæða til að minna á hana hér — að ákveðinn hópur, hinn raunverulegi skrill á hljóm- leikum, er stórhættulegur hljóm- leikahaldi. Hér um að ræða þann hóp, sem sannarlega kemur ekki á hljómleika i þeim tilgangi ein- um að njóta þess, sem hljóm- sveitirnar hafa fram að færa. En hvað um það. —Vonandi á Roy eftir að hressa mikið upp á popptónlistarlifið hér og vonandi er söngvarinn Herbert Guð- mundsson orðinn vel hress eftir veikindi sin, en um daginn lá kappinn undir sæng með 40 stiga hita og hana nú. Georg Harrison um plötu hljóms. Pauls McCartney: „RAM” frábær miðað við plötu „WINGS” George Harrison hefur ætið þótt þögull maður. Þess vegna er hann ekki vanur að láta hafa mikið eftir sér i blöðum. Hann sagði þó nokkur orð um daginn, þegar „Record Mirror” bað hann að skýra frá skoðunum sinum á sið- ustu plötu fyrrverandi samstarfs- manns hans, Poul Mcartney, þ.e. LP-plötunni sem hljómsveit hans, „Wings” hefur nýlega sent frá sér. — Ég sé fyrir mér fyrisögnina ENN NÝ TILVERA í UPPSIGLINGU Vonarneistinn 1971, hljóm- sveitin Rifsberja er hætt fyrir nokkru og fre'tzt hefur að tveir meðlima hinnar dánu hljóm- sveitar séu nú farnir að æfa i enn nýrri Tilveru, sem eins og endra- nær er með Axel Einarsson, gitarleikara, i broddi fylkingar. Tilvera sú, sem spilað hefur undanfarið hætti formlega nú um mánaðamótin, og tveit meðlima hennar, Herbert söngvari og Ólafur trommuleikari komnir i hljómsveitina Rosy, eins og reyndar komur vel fram i annarri frétt hér á siðunni. á fyrstu siðu blaðsins „George gagnrýnir Paul harðlega”, sagði George fyrst, og sneri sér þessu næst að efninu: — 1 sannleika sagt,- mér finnst þessi plata Pauls ekki góð til þess að vera kurteis við Paul, er bezt að segja að hún sé ekki sérlega góð. Það er ótrúlegt hvað bæði lögin og textarnir eru venjulegir og einnig upptakan. Það er eins og Paul hafi gleymt öllu. Ég varð fyrir verulegum vonbrigðum. Mér fannst fyrsta plata Pauls ekki neitt sérstök — en að minn- sta kosti geröi hann þó þá plötu sjálfur. „Ram” var einnig ekkert sérstök, en sé hún borin saman við þessa nýju plötu, er hún frá- bær. Samstarfsmenn Pauls i „Wings” eru eftir vonum, en þar sem Paul var með, voru auðvitað bundnar meiri vonir við þessa plötu en ella. Það sakar ekki að geta þess i þessu sambandi, að George Harrison hefur sagt, að honum finnist LP-palta Johns Lennon „Inmage” nokkuð góð plata, en reyndar spilaði George sjálfur með á þeirri plötu. I þessum mánuði er væntanleg ný LP-plata frá George Harrison. Spekingarnir segja, að George láti betur að vera i hópi tónlistar manna, en einn sér. Hins vegar tókst „All Thing Must Pass” vel hjá honum, varla mun nokkur vera ósammála þvi — og þær LP- plötur Georges voru þvi mikill sigur fyrir hann og hans fyrsti, eftir að The Beatles leystist upp. MEÐ UNGU FOLKI 1 Ólafur Sigurðsson. Jón ólafsson. « " LÆSILEGT SÓFASETT VEIvUR At)I)AUN ALLKA FYKIK NÝTÍZKUMXJT ÚTLIT OG VANDVDA VINNU E.IÖLBIIEYTT ÚR- VAL FAGURRA ÁKLÆOA. r SENIOIl -SÓEASETT- ID VERDUE TIL SÝNIS NÆSTU I)AGA í GLUG'GA MÁLARANS, BANKASTRÆTL SKEIFAN KJÖRGA R-ÐI, SÍMI. 16975 lQG' ,e\G <ÍW X t fö&fx-M* t C-Alt

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.