Tíminn - 13.02.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.02.1972, Blaðsíða 4
TÍMINN Sunnudagur 13. febrúar 1972 Að leysa annarra vanda Þegar leysa þarf erfið vandamál annarra þjóða, þá er sannarlega ekki á okkur ís- lendinga logið. i þvi efni erum viö hreinir snillingar - eins og raunar á fjölmörgum öörum sviðum - og það er vægast sagt furðulegt að útlendingar, sem eiga i vandræðum, skuli ekki taka meira tillit til tillagna okkar, en raun ber vitni. En þrátt fyrir það, að útlendingar dauheyrist oftar en ekki við lausnum okkar, þá leggjum við ekki árar i bát. Nei, siður en svo. Við höldum áfram að leysa vandamálin fyrir aðrar þjóðir - endur- gjaldslaust að sjálfsögðu - og þessi árátta okkar er farin að minna á þrautseigju spá- mannanna, sem predikuðu fyrir þunnum eyrum Israels- lýðsins á dögum Gamla Testamentisins. Seinasta afrek okkar á þessu sviði telst nú sennilega ekki til stórvirkja. Við leyst- um nú bara vanda þeirra á Norður-Irlandi og vorum ekki lengi að - ónei - hálfur sunnu- dagseftirmiðdagur nægði og vel það. Og hvernig fórum við að þvi? Ójú, við notuðum bara pennastriksaðferðina góðu - að visu þurftum við að nota fjögur pennastrik i þetta skipti Hver voru þau? AÐ brezki herinn hverfi tafarlaust burt. Tryggö veröi lýðræðisleg nazistapakkið i Bretlandi, sem göngufólkið hefur sjálfsagt kynnzt á veru sinni i þvi landi - einkum og sér i lagi þeir, sem stundað hafa háskólanám þar. (Annars man ég ekki betur en Bretar hafi einmitt staðið einirgegn Nazistum árið 1940, þegar þeir, sem heimtuðu Rauða-trland, létu það gott heita, að Hakakrossliðiö flæddi yfir Evrópu). Auðvitað fordæma allir hryðjuverk fallhlifa- hermannanna i Londonderry - þau sýna vopnagleðina og taugaveiklunina, sem jafn hörmulegum atburðum eru ætið samfara, og átt hafa sér stað i Norður-lrlandi undan- farin ár. En þá er einnig vert að hafa i huga, að nú þegar hefur verið fyrirskipuð rann- sókn á framferði þeirra - og þessa rannsókn fyrirskipuðu hinir kunnu brezku „nazistar”, Heath .og Maudling, sem göngumenn töldu aö bezt ættu heima i gálganum. Fimm ára sonur minn: sem var meö mér á fundinum niður við Stjórnarráð, var óvenju þögull mestan hluta sunnu- dagsins. Um kvöldmatarleitið kom skýringin: „Hvernig ætla þeir að láta brezka herinn fara meö þvi að halda á þessum spjöldum? Verður allt i lagi i Irlandi núna?” —Bragð er að, þá barnið finnur— stendur þar. Annars fannst mér ég kannast við æði mörg andlit- og var að velta fyrir mér hvar ég hefði séð þau áður. Skýringin kom fljótlega i ljós. Þetta var sama fólkið og ég sá á „THE ORG SHOW” á sjón- varpinu um daginn. Og sami stjórnandi. Sennilega fram- haldssýning. En ég er á þvi að hætta aö leysa vanda annarra þjóða endurgjaldslaust. Seljum þeim lausnirnar fyrir bein- harðan gjaideyri - viðskipta- jöfnuðurinn er ekki svo beisinn - bjóðum t.d. Bretum að leysa Ródesiumálið fyrir þá, Amerikumönnum Viet Nam málið o.s.frv. Páll Heiðar Jónsson. mannréttindi. Pólitiskir fangar verði látnir lausir. AÐ Bretar hætti stuðningi við harðstjórn Sambandsflokks- ins. Punktum og basta. Hvernig i ósköpunum stendur á þvi, að írum og (eða) Bret- um gat nú ekki dottið þetta i hug? Eða er hugsanlegt að þeim hafi dottið þetta i hug, en ekki talið Lausnirnar leysa vandann? Auk þessa fylgdu nokkrar vel meintar leiðbeiningár til Ira, eins og t.d. þær að stofna „EITT IRLAND - RAUTT IRLAND”. Það tryggir vitan- lega „lýðræðisleg mann- réttindi” eins og t.d. i Rauða - Rússlandi. Eða „STYÐJUM IRA gegn NATO” Eigum við fara að senda IRA vopn? Eða eru þeir kannski að berjast við NATO? Eða „Fordæmum hryöjuverk Heath” Eigum við þá ekki einnig að fordæma morð og hryðjuverk IRA - bæði á brezkum hermönnum sem eigin landsmönnum? Annars var það eftirtektar- vert, að ekkert spjald lét i ljósi samúð meö aðstandendum hinna föllnu i Londonderry. Getur það hugsast, að þeir hafi gleymzt i önnunum við að búa til spjaldið i brezku fána- litunum, þar sem haka- krossinum var svo komið fyrir i miðjunni - væntanlega til þess að minna okkur á ELDISSTÖÐVAR - BÆNDUR Höfum jafnan fyrirliggjandi eldisfóður fyrir lax og silung frá ASTRA-EWOS A.B. i Sviþjóð. Útvegum ennfremur ýmis áhöld til laxa- og silungseldis. 1 Ólafur Gislason&Co hf Ingólfsstræti 1 A Simi 18-3-70. oooooooooooooooooooooooo o o o o o o o o o o o o o o o o o Framsóknarfélag Reykjavíkur gengst fyrir fræðslufundi um Fiskeldi og fiskiræktarmál í dag, 13. febrúar kl. 2 e. h. Fundarstaður Hótel Saga, Súlnasalur Frummælendur verða: þór Guðjónsson, veiðimálastjóri,„Fiskeldi og reynslan af stöðinni I Kollafirði.” Jón Sveinsson, forstjóri, „Starfsemin i Lárósi.” -44 Jón Finnsson, lögfræðingur, formaður Landssainbands stangveiði- manna, „Ahugamál sport- veiðimanna.” Snorri Hallgrímsson, prófessor, „Fiskeldi sem hugsanlegur atvinnuvegur.” FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN Stjórn F ramsóknarf élags Reykjavíkur Stjórn samtaka veiðiréttareigenda boðið á fundinn. O o o o o o o o o o o o o o o o o 0OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.