Tíminn - 13.02.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.02.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 13. febrúar 1972 TÍMINN 5 Fötin og framinn Ef rétt er, sem sagt er, að fötin skapi manninn, þá mega þeir Nixon forseti og Agnew varafor- seti fara að vara sig, þvi félags- skapur sá, sem velur bezt klæddu og verst klæddu menn i heimi hefur fellt þá báða út af sextán manna lista þeim, sem félagsskapurinn gerir árlega. Hins vegar er John B. Connally fjármálaráðherra kominn á listann i staðinn fyrir yfirboðara sinn. Aristóteles Onassis er efstur á listanum, og siðar kemur Henry Kissinger aðstoðarmaður Nixons forseta. Kissinger er sagður klæða sig á einfaldan en smekklegan hátt, og hafi slikt mikil áhrif t.d. á kvenfólkið. Aðrir á listanum eru Muhammad Ali, sjónvarps- maðurinn Walter Cronkite, yfir- maður New York — lögregl- unnar Patrivk Muphy, sjón- varpsstjarnan Johnny Carson, kvikmyndaframleiðandinn David Merrick, Charles Mc Carty borgarstjóri i St. Paul i Minnesota, varaforseti Ameri- can Airlines Walter Rauscher, Bert Pulitzer kaupsýslumaður, Bernie Gutcheon forstjóri stór- fyrirtækis á Hawaii, Van Rapoport eigandi veitingahúsa- samsteypu, hljómsveitar- stjórinn Doc Severinson, og að lokum eru tveir heiðursmenn Ervin Brabec og Christopher •Darrell, sem báðir starfa við stórfyrirtæki i USA. Fínn hundur. Hún heitir ungfrú Katie Ele- gance þessi dama hér á mynd- inni. Hún er reyndar ekki dama i þess orðs venjulegum skilningi, þvi að hún er tik. Hún er með gamaldags pappalottur i hári sinu, ekki vegna þess að hún sé i þann veginn að fara i hundakeppni, þvi að hún er nýbúin að taka þátt i sliku. Auð- vitað vann hún, enda litur hún út fyrir að vera mesti fyrirmyndar hundur, lagleg og velsnyrt, og allt þar fram eftir götunum. ☆ Þægileg föt falla henni bezt Margrét Danadrottning velur sér föt eftir þvi, hvort þau eru þægileg eða ekki, og leggur minna upp úr þvi, hvort fötin séu kvenleg eða það sem sumar aðrar konur myndu kalla „smart”. Drottningin er klædd dragt, sem án efa er góð til sins brúks, en enginn verulegur glans er þó yfir henni. Sama er að segja um skóna, og göngu- lagið er einnig, a.m.k. i þetta sinn heldur óglæsilegt. En þetta getur allt verið ljósmynd- aranum að kenna. Margrét er hér á göngu i Paris. Með henni er lifvörður hennar, sem fylgir henni hvert sem hún fer, og hvar sem hún er, svo maður hennar Henry prins, þarf ekki að hafa áhyggjur af konu sinni. Frægðin gerði hana óhamingjusama Þessi unga og glæsilega stúlka heitir Ann—Margret. Hún er sænsk, og fólk talar um það, að hún eigi skilið að fá Oskarsverðlaun fyrir leik sinn i myndinni Carnal Knowledge. I bessari mvnd. sem Mike Nichols hefur gert leikur Ann Margret hlutverk Bobbie. Þótt hún hafi hlotið þennan frama, hefur hvarflað að henni að leggja allan leik á hilluna, og yfirgefa Hollywood og allt sem lifinu þar fylgir. Ann—Margret varð að sjá á eftir föður sinum til Bandarikjanna, þegar hún var rúmlega eins árs. Sjö 'ar liðu, áður en hún og móðir hennar gátu fylgt á eftir föð- urnum. Hann var rafvirki, og hafði honum ekki gengið sem skyldi, að undirbúa komu fjöl- skyldunnar. Ann—Margret og foreldrar hennar urðu að búa i hjöllum, af lélegustu gerð, og stundum vaknaði litla stúlkan við rottugang, og rotturnar voru svo stórar, að hún hélt þær vera ketti. Þvi hét hún þvi að verða auðug, og við það hefur hún staðið, en velgengnin endaði með þvi að hún féll saman and lega, og óskaði þess eins, að hún gæti yfirgefið fyrir fullt og allt glaum og gleði stjörnulifsins. Þegar hún var 19 ára, var hún orðin fræg söngstjarna i Las Vegas, og græddi á tá og fingri. Ann—Margret var undarlega dýrsleg i framkomu sinni og söng. Svo hitti hún manninn, sem hún átti eftir að giftast, Roger Smith, og hann gat fengið þvi áorkað, að hún breytti um framkomu og söngstil, og hún varð bæði kvenlegri og yndis- legri á allan hátt. Þá fékk hún hlutverk Bobbie I áðurnefndri mynd, og hafði það svo mikil áhrif á hana, að hún endaði með þvi að fá taugaáfall. Eftir að Ann Margret náði sér aftur, ák- vað hún að halda áfram á leikarabrautinni, og nú hefur henni verið boðið að leika hlut- verk Marilyn Monroe i mynd, sem byggð verður á handriti Arthurs Millers „After the Fall.” Það er betra að skilja litið, en misskilja mikið. Menntaskólakennari itima: „Svo tökum við virinn og vef jum hann i ferkantaðan hring. —Nú, var það þess vegna, sem þú vildir endilega veiða sverðfisk? Þarna er dálitið erfitt að finna trén i skóginum. —Já, en það stendur i leiðbein- ingabókinni, að skipta eigi um oliu eftir 5000 kilómetra. —Vertu nú rólegur, það er til margt fólk, sem ekki getur spilað á fiðlu. 7't-tf VI DENNI DÆMALAUSI — Ég keypti þau fyrir krónu stykkið, af krökkum, sem kunna ekki að lesa Andrés önd, af þvi hann er á dönsku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.