Tíminn - 13.02.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.02.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Sunnudagur 13. febrúar 1972 IZflffitTl!fl FH71 Óánægjan í Sjálfstæðisflokknum Dráttur á afgreiðslu skattamálanna Þaö hefur tekið Alþingi lengri tlma en gert hafði verið ráð fyrir að afgreiða skattalögin. Segja má, að' þvi valdi tvær megin- ástæður. Onnur er sú að rikis- stjórnin tók við ónothæfu skatta- kerfj, sem „viðreisnarstjórnin" hafði tildrað upp, en var orðið svo flókið og margþætt, að ekki var hægt að byggja á þvi lengur. Hin ástæöan er sú, aö efnahagsvand- inn, sem fyrrv. rikisstjórn lét eft- ir sig, hefur reynzt enn meiri en búizt var við. Það hlýtur að hafa áhrif á endanlega afgreiðslu skattamálanna. Stefnt hafði verið að þvi, að af- greiðsluskattamálanna yrði lokið fyrir febrúarlok. Nú er sýnt, að þetta muni ekki takast vegna brottfarar margra þingmanna á fund Norðurlandaráðs, en i hópi þeirra veröa m.a. forsætisráð- herra og formenn stjórnarand- stöðu'flokkanna. Stjórnarand- stæðingar hafa bent á að það væri andstætt venju að afgreiða stór- mál, meöan margir þingmenn væru fjarverandi vegna funda Norðurlandaráðs. Ekki er óeðli- legt að taka tillit til þessarar á- bendingar stjórnarandstöðunnar. Onothæft skattakerfi Það var viðurkennt af sjálfri „viðreisnarstjórninni", að skattakerfi það, sem hún lét eftir sig, væri ekki nothæft lengur. Vorið 1970 skipaði Magnús Jóns- son fjármálaráðherra sérstaka embættismannanefnd til að end- urskoða allt skattakerfið með það fyrir augum að gera það einfald- ara og réttlátara. A siðastl. vori fól hann svo enn fjölmennari nefnd að annast þetta verkefni. Þegar núverandi rikisstjórn kom til valda, hlaut hún þannig i arf skattakerfi, sem sjálfir höf- undar þess voru búnir að dæma óhæft, en öll helztu skattalög, sem nú gilda, hafa verið sett i tið ,,við- reisnarstjórnarinnar". Þannig eru lögin um tekjustofna sveitar- félaga frá 1964 og lögin um tekju- og eignarskatt frá 1965 að megin efni til. Það hafði verið eitt af aðallof- orðum „viðreisnarstjórnarinnar" að koma á fullkominni og heil- brigðri skattalöggjöf. Alþýðu- flokkurinn hafði lofað þvi til við- bótar, að tekjuskattar skyldu ekki lagðir á venjulegar launatekjur. Það er ekki ofmælt, að skattalög- in, sem voru sett i tið „viðreisnar- stjórnarinnar", hafi verið i litlu samræmi við þessi loforð hennar. Skattakerfið var gert enn flókn- ara en áður. Bætt var við fjöl- mörgum nýjum sköttum og er frægastur þeirra aðstöðugjaldið svonefnda. t stað þess að fella nið- ur skatta af launatekjum, voru þeir þyngdir stórlega. Skattvisi- talan var slitin úr sambandi við framfærsluvisitöluna og látin haldast óbreytt sum árin, þrátt fyrir stórfellda dýrtiðaraukningu. Ef þvi fordæmi „viðreisnar- stjórnarinnar" væri fylgt nú, myndi skattabyrðin reynast ein- staklingum alveg óbærileg.. Mikið verkefni Eins og rakið er hér á undan, var aðkoma núverandi rikis- stjórnar sú, að hún tók við óhæfu skattakerfi, og varð þvi strax að hefjast handa um að koma nýju skattakerfi á laggirnar. Venju- lega tekur undirbúningur slikra breytinga langan tima. Hér gafst ekki neinn slikur frestur, heldur varð að gera viðtækar breytingar strax á þessu þingi. Þegar þetta er haft i huga, verður ekki annað sagt en að fjármálaráðherra og samverkamönnum hans hafi tek- izt vonum betur. Fjölmennur fundur sveitarstjórnarmanna hefur viðurkennt, að frumvarpið um tekjustofna sveitarfélaga marki mikilvæg spor i rétta átt. Þessi mynd er frá Reykjavlkurhöfn. Hana tók GuOjón Einarsson ljósm. Tlmans. Niðurfellingin á nefsköttum og frumvarpið um tekjuskattinn er verulegt spor i þá átt að lækka skattbyrðar hinnu tekjuminnstu. A þeim grundvelli, sem hér hefur verið lagður, á að vera hægt að byggja upp nýtt, einfaldara og réttlátara skattakerfi, þótt ekki verði hægt að gera nema hluta af þvi verki á þessu þingi. Ráð Gylfa En það var ekki aðeins, að „viðreisnarstjórnin" léti eftir sig skattakerfi, sem ekki var not- hæft lengur. Hún lét eftir sig enn meiri efnahagsvanda en þeir svartsýnustu höfðu átt von á. Ólafur Björnsson hefur reynzt meira en sannspár, þegar hann sagði, að hrein hrollvekja myndi taki við, er hinni svonefndu verð- stöðvun lyki. Þessi mikli vandi var raunar kominn strax til sögu haustið 1970. Margir leiðtogar Sjálfstæð- isflokksins gerðu sér þá grein fyr- ir þvi, að vandinn" i efnahags- málum væri orðinn meiri en svo, að hann yrði leystur á siðasta þingi fyrir kosningar. Þeir lögðu þess vegna til, að efnt yrði til kosninga strax haustið 1970. Þessu hafnaði Alþýðuflokkurinn. Gylfi Þ. Gislason benti réttilega á, að það hefði gefizt sjálf- stæðisflokknum og Alþýðuflokkn- um vel fyrir kosningarnar 1967, að láta eins og vandinn væri eng- inn og lögfesta þvi verðstöðvun nokkrum mánuðum fyrir kosn- ingar. Alltof margir kjósendur trúðu þvi, að verðbólgan hefði verið stöðvuð og stjórnin vann sigur i kosningunum. Eftir kosn- ingar 1967 felldi stjórnin gengi krónunnar og það ek-ki einu sinni, heldur tvisvar. Það varð þvi niðurstaðan hjá Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- flokknum haustið 1970 að gripa aftur til verðstöðvunar og fresta lausn allra vandamála fram yfir kosningar, ef til þess var minnsti möguleiki. Frestunin mikla 1 stórum dráttum frestaði „við- reisnarstjórnin" lausn vanda- málanna fram yfir kosningar á eftirgreindan hátt: Aætla öll útgjöld fjárlaga fyrir 1971 eins lágt og mögulegt var og I mörgum tilfellum miklu lægri en fyrirsjáanlegt var, að þau myndu verða. Semja þannig um kauphækkan- ir til handa opinberum starfs- mönnum, að þær kæmu að miklu leyti ekki til framkvæmda fyrr en eftir kosningar. Setja löggjöf um verulega hækkun tryggingabóta, en láta aðalhækkanirnar ekki koma til framkvæmda fyrr en eftir kosn- ingar. Stöðva nær allar verðhækkanir hjá fyrirtækjum i nokkra mánuði með það fyrir augum að veita þeim ríflegri hækkanir eftir kosn- ingarnar og helzt af afnema þá verðlagseftirlit að mestu. Til viðbótar þessu hafði verið samið þannig við verkalýðssam- tökin fyrr á árinu 1970, að kaup- gjaldssamningar féllu ekki úr gildi fyrr en rétt eftir kosningar, en fyrirsjáanlegt var, að þá yrði að hækka kaupið verulega, a.m.k. hjá þeim láglaunuðu. Þannig var markvist stefnt að þvi að fresta öllum efnahagsleg- um vandamálum fram yfir kosn- ingarnar. Þannig átti að blekkja þjóðina og láta hana halda, að allt væri i bezta lagi, alveg eins og gert hafði verið fyrir kosningar 1967. Hækkun fjárlaganna Það varð eitt fyrsta verkefni hinnar nýju rikisstjórnar að glima við vandann, sem fyrrv. stjórn frestaði með framan- greindum hætti haustið 1970, og hafði aukizt með margvislegum hætti á verðstöðvunartimanum, t.d. i verðlagsmálum. Eitt fyrsta verkefni nýju rikisstjórnarinnar var að afstýra stórfelldri kaup- deilu milli verkalýðssamtakanna og vinnuveitenda. Þetta tókst. Samkvæmt fenginni reynslu, er harla óliklegt, að það hefði tekizt án'stórverkfalls, ef fyrrv. stjórn hefði verið áfram við völd. Það var óhjákvæmileg afleið- ing hrollvekiunnar, að fiárlögin fyrir árið 1972 hækkuöu stórlega, miðaðviðfjárlögslðasta árs. Mest stafaði hækkunin af ákvörðunum, sem höföu verið teknar af fyrrv. stjórn og ekki var hægt að fresta lengur, t.d. hækkanir vegna trygginganna og launagreiðslna til opinberra starfsmann. Þá var óhjákvæmilegt að hækka framlög til ýmissa verklegra framk- væmda, sem höfðu verið skorin við nögl á fjárlögunum fyrir 1971. Loks tók rfkið á sig ýmsar greiðslur, sem ¦ sveitarfélögin höfðu áður innt af hendi. Stjórn- arandstæðingar viðurkenndu að þessar hækkanir væru nauösyn- legar.þvi að þeir greiddu ekki at- kvæði gegn neinni þeirra.heldur greiddu yfirleitt atkvæði með þeim. Og þótt þeir tali mikið um hækkun f járlaganna nú, álitu þeir hana ekki meiri en svo, þegar fjárlögin voru til meðferðar á Alþingi, þeir fluttu til viðbótar hækkunartillögur, sem námu samanlagt riimum hálfum mill jarði króna. Þessi gifurlega mikla hækkun fjárlaganna, sem er að mestu bein og óbein afleiðing hrollvekj- unnar, eýkur vitanlega vandann i sambandi við skattamálin og hlýtur óhjákvæmilega að auka skattbyrðarnar á ýmsum sviðum. Hvað vill stjórnarandstaðan? Stjórrnarandstæðingar ræða nú mikið um það að skattabyrðin verði þung. En hún er afleiðing þeirrar hækkunar, sem varð á fjárlögunum, en orsakir þeirra eru raktar hér á undan. Þessar hækkánir voru ekki 'iiður sam- þykktar af stjórnarandstæð- ingum en stjórnarsinnum,. Af hækkunum leiðir að afla verður tilsvarandi tekna. Það er engu siður skylda stjórnarandstæðinga en stjórnarsinna að gera tiliögur um það, þar sem þeir stóðu ekki siður að hækkunum. Vitanlega má mjög um það deila, hvernig réttlátast og heppi- legast sé að afla tekna. En séu stjórnarandstæðingar ósammála þeim tekjuöflunartillögum, sem rikisstjórnin ber fra, þá er það hlutverk þeirra að benda á aðrar leiðir, sem þeir telja æskilegri og réttlátari. Allar slikar tillögur stjórnarandstæðinga bæri að athuga gaumgæfilega. Enn sem komið er, hefur hins vegar ekki orðið vart við neinar slikar tillögur. Frá stjórnarandstæð- ingum hefur enn ekki heyrzt annað en nöldur um miklar skattabyrðar og óheppilegar skattatillögur. Mbl. deilir á Sjálfstæðisflokkinn Forustugrein Mbl. 3. þ.m. bar ótviræð merki þeirrar óánægju, sem nú rikir innan Sjálfstæðis- flokksins vegna lélegrar og nei- kvæðrar stjórriarandstöðu hans. Mbl. játar það hreinlega, að vegna langrarstjórnarþátttöku hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki verið búinn undir stjórnarand- stöðu. Sökum samstarfsins við Alþýðuflokkinnn hafi hann á undanförnum árum ekki „sinnt nægilega" mörgum hinum mikil- vægustu málaflokkum, eins og „menntamálum, trygginga- málum,heilbrigðismálum, félags- málum hverskonar, þ.á.m. mál- efnum aldraðra og æskufólks". Vegna stjórnarþátttöku sinnar hafi flokkkurinn látið rikiskerfið, þ.e. embættismennina, móta stefnu sina i stað þess að gera það sjálfur. Þess vegna hafi „stefnu- mótandi starf innan fíokksins sjálfs farið úr skorðum og verið rýrari en efni stóðu til". Þá sé það staðreynd, að ungt fólk hafi fjarlægzt flokkinn að undanförnu, og raunar sé það mikið efamál, hvort „hefðbundinni félagsstarf- semi ungs fólks innan Sjálfstæðis- flokksins" ((þ.e. Sambandi ungra Sjálfstæðismanna og Heimdalli), takist að breyta þessu. Hér sé þvi verk að vinna, er taka beri föstum tökum. Að lokum krefst svo Mbl. „endurnýjunar á afstöðu flokks- ins og viðhorfum til þeirra mál- efna, sem mestu munu skipta á næstu árum". Mbl. segist vera reiðubúið til að tryggja vettvang fyrir slíkar umræður. Vaxandi átök Þessi úttekt Mbl. á Sjálfstæðis- flokknum speglar vafalaust mikið af þeirri óánægju, sem rikir nú I Sjálfstæðisflokknum, en þó er dregið undan mesta óánægju- efnið, en það eru hin ofsafengnu stjórnmálaskrif Mbl. og ósvikin vinnubrögð þess i þeim tilgangi að reyna að ófrægja vissa ráð- herra og ýmsa aðra leiðtoga stjórnarflokkanna. Ljóst er af þessu öllu að vax- andi átök eru framundan i Sjálf- stæðisflokknum. Vafalaust verða gerðar tilraunir til að endurbæta starfshætti og stefnu flokksins, en fram aö þessu hefur ekki neitt bólað á þvi, að slikar tilraunir bæru árangur. t verki fylgir Sjálf- stæðisflokkurinn nú hinni úreltu hugmyndafræði thaldsflokksins frá þriðja áratug aldarinnar, að vera algerlega óábyrgur ihalds- flokkur, slitinn úr tengslum við samtiðina, og engar horfur eru á þvi að þetta breytist, þrátt fyrir endurbótarkröfur Mbl., enda er Mbl. sjálft aðalboðberi hinnar óábyrgu ihaldsstefnu og er þvi ekki mikil von á breytingu, með- an aðalmálgangi flokksins er stjórnað á þann veg. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.