Tíminn - 13.02.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.02.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 13. febrúar 1972 TÍMINN U*g«fantH; Frani*6k«ttrflokfcin'fnn T=f-amkv»n«Ja»ti(irJt Krlstfan B«tt*dtk(*sðn; Ri«tjötart P6rafiiij&: Þárarinsson [át>), Ano>ós KrtofÍMSSOtt, ió» H«J$«»rv IntfrfoX G. ÞorsíeiníSön og Tóma^ Kírlwon. A^Hýsiriíaítjórh SteÍrt-v ; ýrmtor Gislason. Rlls-fiérnarskVifstofut f €<JdtJfti5:jmu, ; sfroa.r lfi3<y> ^ 1830&. Skrifstofur Bankastræfi 7. ;~ AfgrelSsJusfmi 113-23. Auglýsingaslmi 19S23t ASrar sJcrJfstofyrsimj 18300* Áskrtftargjald ;kt>: ít2S,0Q;;á roánuSt Innanlantfs. í lausasóly kr. 15.00 «tnt«k«í. — BUSa.þr*r<t h.f. (Óffwt) Vi. Hafsbotnsstofnun r S.Þ. á Islandi Jón Skaftason, alþingismaður, hefur flutt at- hyglisverða tillögu á Alþingi um að rikisstjórn- in athugi möguleika á þvi að fá væntanlegri Hafsbortsstofnun Sameinuðu þjóðanna sama- stað á íslandi. I greinargerð með tillögunni skýrir Jón frá þvi að i Hafsbotnsnefnd Sameínuðu þjóðanna sé gert ráð fyrir að sett verði á laggirnar sér- stök stofnun, er hafi það verkefni að sjá um rannsóknir og nýtingu á hinu alþjóðlega hafs- bortssvæði utan lögsögu hinna einstöku rikja. Nútima visindi hafa gert mönnum mögulegt að kanna auðæfi hafsbotnsins út á mikið dýpi fjarri landi. Niðurstöður þessara visindakann- ana hafa leitt i ljós, að óhemjuleg verðmæti fel- ast á hafsbotninum og undir honum, svo sem málmar, oliur, gas og fl. Nýting þessara auðæfa er þvi ofarlega i hug- um manna, og hefur talsvert orðið ágengt i þeim efnum. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa mál þessi verið mikið rædd og nokkrar athuguanir gerðar á þeim. Virðast menn almennt sam- mála um, að hafsbotninn og hafið yfir honum, utan lögsögu hinna einstöku rikja, sé sameigin- leg eign alls mannkyns og að nýta beri auðæfi þessa svæðis i samræmi við það, þó með þvi fororði, að verulega stórum hluta arðsins verði varið til þarfa þróunarlandanna. Með þessi mál á Hafsbotnsstofnun Samein- uðu þjóðanna að fara, og á stofnunin að sjá um að þeim alþjóðasamningum, sem kunna að verða gerðir um vinnslu auðlinda hafsbotnsins, verði framfylgt, og ef til vill einnig að annast vinnslu þessara verðmæta, gera ráðstafanir til að hindra mengun i hafinu og gefa út vinnslu- leyfi til einstakra rikja o.s.frv. Flestir telja að þess sé ekki langt að biða að þessi stofnun verði formlega sett á laggir. Það mundi verða okkur til verulegs ávinnings, ef tækist að f á samþykkt að stofnunin hef ði höf uð- stöðvar á Islandi. Það er einmitt mjög eðlilegt að alþjóðleg stofnun, sem fjalla á um hafsbotn- inn og hafið og verndun auðæfa þess, hefði að- setur á eyriki, sem byggir afkomu sina fyrst og fremst á auðæfum hafsins. Island liggur miðja vegu milli austur- og vesturheims og ferðalög að og frá landinu eru auðveld. Þessi tillaga Jóns Skaftasonar um, að rikis- stjórnin athugi möguleika og leiti eftir stuðn- ingi við, að þessari stofnun verði komið upp á Islandi er þvi fyllilega tímabær og það yrði Is- lendingum og islenzkum fiski- og hafrannsókn- um til ómetanlegs ávinnings, ef slik alþjóðleg stofnun reisti höfuðstöðvar slnar á Islandi. Slik stofnun gæti einnig stuðlað að þvi, að hér risi við Háskóla Islands sérstök deild i haf- og fiski- rannsóknum og fiskiðnaðargreinum. Slik starfsemi er einmitt til þess fallin að treysta grundvöllinn að blómlegri afkomu þjóðar, sem svo mjög byggir afkomu sina á sjávarfangi. — TK ROMAIN GARY rithöfundur: Eiturlyf janeyzlan er ávöxtur efnishyggju Móteitrið hlýtur að finnast fyrr eðá seinna ÞEGAR um athugun á eitur- lyfjaneyzlu er að ræða, virðist fyrsta og brýnasta markmiðið vera að sýna fram á, að undir rótin sé félagsleg vanræksla og þar af leiðandi örvænting. Fyrir- bærið á og verður að vera af- leiðing firringar, eins konar óvirk andstaða og bylting. Þessi tegund „skilnings" jafngildir réttlætingu og hvatningu, þar sem hinn ungi eiturlyfjaneytandi er gæddur gloriu örvæntingarinnar. Blómaskeið þessarar úrkasts- rómantikur stóð á árunum milli 1920 og 1930 i bókum verðandi fasista eins og Ernst von Salomon og Drieu La Roehelle. Þarna var á ferðinni kúpan og leggirnir eða hryllingsmerkið, sem Alfred de Musset og piltarnir hans höfðu hafið á loft 1830. Myrk fegurð þessarar sálfræðilegu svið- setningar hentar æskufólkinu vel og það gleypir hana hráa. MÓTSAGNIRNAR spretta eigi að siður upp við hvert fótmál. Skorti á foreldraaga og sundruðu heimilislifi er um kennt, en sam- timis er höfuðsök lýst á hendur „afturhaldssams" og „einræðis- sinnaðs" föður. Boðað er fagnaðarerindi sjálfræðis ein- staklingsins og hópsins, en sömu einstaklingarnir sakfella svo þjóðfélög og rikisstjórnir fyrir að geta ekki látið i té leiðsögn og forystu. Enginn virðist láta sig neinu varða þá staðreynd, að ekki er unnt að kref jast réttar til að „lifa eins og mann lystir", og kvarta jafnframthástófum undan þvi, að „kerfið" láti ekki i té hugsjón eða lifstilgang, — eða með öðrum orð- um „kerfi", sem einmitt er kveinað undan. MENNING getur látið margt i té, en engan getur hún gætt sjálfi. Og ef betur er að gáð: Hvenær tók æskufólk upp á þvi, að leita til rikisstjórna um leiðsögn og for- ustu? Eða hvers konar æska væri það, sem þannig færi að? Lánist menningu okkar að lifa af — bæði austrænni menningu og vestrænni — verður hún fyrsta efnisheimsmenningin, sem það lánast svo að sögur fari af. Hug- myndin um lif án einhvers fyrir handan — án trúar — er algerlega ný og á sér ekkert fordæmi. Ég trúi ekki, að mannkynið geti helgað sig veruleikanum alger- lega, án þess að ganga óraun- veruleikanum og gleymskunni á vald. Sitji venjuleg, bandarisk fjölskylda nú þegar gikkföst og gónandi frammi fyrir sjón- varpinu þrjá mánuði á ári, i stundum talið, liggur i augum uppi, að hún hlýtur að verða háð sistækkandi skömmtum af óraun- veruleika. Og þess sjást greinileg marki, aö þetta er i vændum. FJARRI fer, eiturlyfja- neytandinn sé uppreisnarmaður eða sérsinni. Hann er þvert á móti að samlaga sig — sannur sam- ferðamaður i okkar efnisheims- kerfi. Þeirri staðreynd verður ekki haggað, að hinn svonefndi veruleiki, —- hvort heldur er úrval hans i hinu fullkomna samfélagi Norðurlanda eða úrkast hans i Harlem, er máttugri boðari og dreifari eiturlyfja en nokkuð annað. Eiturlyfjaneyzla er sögö fara ört vaxandi um allan heim. Skelf- ing eiturlyfjaneytandans getur orðið mikil, þegar hann gerir sér ljóst, aðhann er orðinn háður eiturlyfjum, og er þessi mynd tákn um þann ótta, sem býr I sál hans. Við megum ekki gleyma, að það er undirstöðukenning menn- ingar okkar, að „ánægjan" — skemmtunin — se einfaldlega aldrei nægilega mikil, hvort heldur er kynferðileg svölun eða áfeneisvima, sem s.iáli er ávana- bindandi, þar sem æ þarf stærri og stærri skammta. TORVELT er árið 1972 að sætt- ast á og trúa á hugmyndir Or- wells um hið samræmda þjóð- félag vélmennanna. Hitt væri mun sennilegra, að til skapandi uppbrots kæmi, — sundrungar i smátt með megináherzlu á sér- kennin, aðhverfun en ekki út- hverfun, uppvafi en ekki rakn- ingu, — en sjálf þjóðfélags- byggingin breytist smátt og smátt, siður til hlýðni við hug- sjón, fremur til hentugrar að- lögunar visindum og tækni. Þungi hinnar gifurlegu mann- fjölgunar veldur þvi, að ein staklingurinn reynir að bæta sér upp smæð sina með þvi að hverfa með eind sina til hópsins og mynda þannig örsmá dvergsam- félög með hópsjálfi, sem þegar er tekið að örla á. ÞEIR, sem segja, að Wood- stock-andinn, hippahreyfingin o.s.frv. hafi brugðizt og gengið sér til húðar, minna mig á róm- verska vitnið, sem horfði á kross- festinguna og skrifaði i dagbók sina, að Jesús hafi „brugðizt" og látið æifið. Könnun fór fram meðal mörjí hundruð bandariskra ungling; . sem voru að selja heimagerfj skrautmuni á götum Parisar, og varla gat heitið, að eiturlyfja- neytandi fyndist i þeim hópi Haldi svo áfram sem horfir meó áleitni til afbrigða og sér- greiningar, rénar hneigðin til hópneyzlu eiturlyfja. En ég get ekki imyndað mér, hvernig menning, sem þróast ein- vörðungu innan efnislegra marka, á að geta horfzt i augu við sjálfa sig án þess að leita svöl- unar i vimu og óraunveruleika.' HIÐ endanlega og rökrétta svar við einni efnablöndu er önnur efnablanda, hvað sem liður hat- rammri baráttu gegn allri öflun og útvegun heróins. Móteitrið hlýtur að koma til sögunnar fyrr eða siðar. Sennilega gerist annað af tvennu, að maðurinn ferst eða breytist, og lifsefnabylting getur sem bezt heppnazt, þó að allar þjóðfélagsbyltingar hafi mis- tekizt. Leiðin er ókunn enn og til- hugsunin uggvekjandi, en við eigum ekki annars kost en að treysta á það, sem hefir við og við bjargað okkur frá bráðum voða, snilli mannsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.