Tíminn - 13.02.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.02.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 13. febrúar 1972 VERTU SÆl, FARDU VI Rætt við Stefán íslandi óperusöngvara Golgata Reykjavik er nafniö, sem Stefán Islandi, fyrrum óperusöngvari, hefur gefiö staönum, þar sem hann býr. En nú eru sex ár, liöin siöan hann kom heim til Islands aö loknum löngum söngferli erlendis. Blaöa- maöur Timans hitti hann aö máli fyrir skömmu i ibúö hans i sam- býlishúsi, sem stendur þar sem Háaleitisbrautina ber hæst og raunar hærra en siálfa öskju- hliöina. — Ég keypti þessa ibúð eingöngu vegna útsýnisins, sagöi Stefán Islandi. — Ég sit oft hér dögum saman og horfi út. Héöan er útsýni til Snæfellsness, Esjunnar og til austurs lengst upp I Mosfellssveit. Og svo er nátt- túran óspjölluö á hæöinni um- hverfis húsiö, henni má alls ekki breyta, hér á ekki aö byggja meira en orðiö er. He'rna er alltaf rok, jafnvel þótt logn sé þegar komiö er niöur i bæ. En ég kann þvi vel. Og vindurinn hvin á veggjum þessa manns, sem um langt skeið var dálæti hvers mannsbarns á tslandi og geröi garöinn frægan meö söng sinum erlendis, en kom hingaö á sumrin og hélt hvern konsertinn af öörum fyrir yfir- fullu húsi. Hann er ánægöur og æörulaus: — Þaö var alltaf ætlun min aö eyöa hér ellinni. Fólkinu hér þykir vænt um mig og mér þykir vænt um þaö. Mér liöur vel. — Þú viöist nú ekki tiltakan- lega aldurhniginn. —Ég er bráöum 65 ára og þaö er býsna hár aldur fyrir söngvara. Og eitt er vist, að þaö er ekki svo mikiö sem einn tónn eftir I mér. Ég get ekki einu sinni raulaö á rekkjustokknum lengur. Var stundum þreyttur á söng En þaö er I lagi, ég var oröinn þreyttur á öllu þessu gauli mínu. Þessi 40 ár, sem ég hef veriö að baksa viö söng hafa náttúrulega ekki ætiö gengiö hljóðalaust af, enda heföi það ekki veriö svo praktískt. Og stundum var ég oröinn svo þreyttur á tónlist og söng aö mér fannst þaö allt hávaöi, hve fagurt sem þaö var. Nú get ég aftur á móti haft þögnina i kringum mig eins lengi og ég vil. Ég hlusta t.d. ekki á út- varp og sjónvarp nema eitthvað sérstakt eöa göfgandi sé á dag- skrá. — Er þá engin eftirsjá aö röddinni? — Ekki af maður er svo hamingjusamur aö geta hætt þegar röddin er farin að gefa sig. Að hafa ekki ráö á þvi og halda áfram aö halda i skottiö á þvi, sem ekki lengur er til, — þaö er mesta sorgarsaga, sem ég get hugsaö mér. Og láta ef til viil aöra segja sér aö nú veröi maður aö hætta. En aö geta sagt viö röddina: Far þú, vertu blessuö og þakka þér góöa samfylgd. Ég skil viö þig glaöur og kátur í geöi. — Þaö er eott. Söngur seni var ófáanlegur Þaö er bezt að gleyma ekki erindinu viö söngvarann, aö spyrja hann um plötu Stefáns Is- landi, sem Skagfiröingaféiagiö og Fálkinn h.f. gáfu út nú fyrir jólin. — Skagfiröingafélagiö átti frumkvæöi aö þvi, aö safnaö var saman upptökum og plötum, sem gefnar voru út meö söng mínum hér áöur, og valiö úr þeim efni á stóra hljomplötu. Sumt af þessu haföi aldrei veriö sett á plötu, en þaö, sem komst á 78 snúninga plötur hefur um árabil veriö meö öllu ófáanlegt. Elztu upptökurnar eru frá þvi um 1937-38, og eru af plötum, sem geröar voru í Kaup- mannahöfn og hafa ekki veriö seldar hér, þaö yngsta á þessari nýju plötu eru lög sem ég söng á tónleikum f Gamla biói 10. októ- ber 1958. Þetta er sannkölluð Skagfiröingahljómplata, hún er helguö Skagafirði og á umslaginu er mynd af Drangey. Hún hefur selzt vel, þakka skyldi fyrst og fremst formanni Skagfiröinga- félagsins i Reykjavik. Ég hef beðið Skagfiröingafélagiö, aö þeir peningar, sem hafst upp úr sölu plötunnar, verði lagöir i sjóö, sem ég stofnaöi einu sinni og er i Skagafirði. Stofn þessa sjóös voru 50.000 kr. sem Skagfirðingar söfnuöu og gáfu mér. Þessir peningar eiga að vera i Skagafiröi og bætast við þennan sjóð minn, þegar höfuð- stóllin er oröinn nógu mikill, hef ég beöiö um, aö vöxtum og vaxta- vöxtum veröi úthlutað til Skag- firöings, konu eöa karls, sem hefur hug á námi og er álitinn hiálparveröur. Sjóðurinn hefur ekkert'. meö söng aö gera styrkþegi mætti gjarnan vera bóndadrengur, sem vill fra á bændaskóla, eöa stúlka, sem ætlar á húsmæöraskóla. Hvaöa nám sem kemur til greina, og hugsun min er, aö sjóöurinn gæti eröiö ungu efnilegu fólki til ofur- litils stuönings. — Hvaöa lög er á plötunni? — Þaö eru Stormar, BI, bi og blaka, Kirkjuhvoll, I dag skein sól, Þey, þey og ró, ró,, Sáuö þiö hana systur mina, Ég lit i anda liöna tiö, Heimir, Gigjan, Vöggu- ljóö Rúnu, Svanasöngur á heiöi, Amma raular i rökkrinu, Til skýsins, Soföu unga ástin min, og Horfinn dagur. Ég lét i ljós ósk um aö Bikarinn eftir Eyþór Stefánsson yröi meö á plötunni, svo eitt lag eftir Skagfiröing yröi á þessari skagfirzku plötu. En hljómplötufyrirtækiö Fálkinn vildi þaö ekki af þvi aö Bikarinn er á annarri plötu minni, sem það hefur gefið út. Ég er þakklátur fyrir hlýju fólksins — Ert þú mikill Skagfiröingur I þér? — Tengsli min viö Island hafa alltaf verið sterk og hjarta ætt- jarðar minnar er i Skagafiröi. Ég þarf ekki aö fara i neitt mann- greinarálit. Mér hefur þótt jafn- vænt um alla Islendinga, hvaðan sem þeir hafa veriö af landinu. Þegar ég kom hingaö á sumrin var ég alltaf aö syngja fyrir fólkiö og mér fannst ég eiga það. Mér virtist lika, að þvi fyndist þaö eiga mig. Þaö hafa vissulega ekki allt veriö gullkorn sem ég bar á borö. En það var eins og flestum þætti þaö gott, sem ég söng. Eitt sumar hélt ég 13 söngkvöld i Gamla biói og það var alltaf uppselt. Þú getur Imyndaö þér að slik aösókn gaf góöan pening. Fyrir hann hef ég m.a. keypt mér þessa eggjaskurn, sem ég bý hér I. Þeir peningar, sem ég hef unnið mdr inn hér hafa aldrei fariöút fyrir landsteinana. Éghef eytt þeim hér heima til eins og annars. Fjórtán óperuariur A einum konsertinum I Gamla biói geröi ég glappaskot. Ég hygg ekki, aö nokkur söngvari hafi veriö eins heimskur og ég þá. Ég söng 14 óperuarfur á einum og sömu tónleikunum. Þaö var anzi mikið konsertprógramm. Eins og þú sjálfsagt veizt er oft mikiö af háum og erfiöum tónum I arium. Þar er boginn spenntur eins hátt og mannsröddin kemst. Þetta haföist, en ég verö aö viöurkenna, aö ég var oröinn anzi þreyttur. Þaö var ekki aö tala um nein aukalög eftir þetta geggelsi. — Vildi fólk hér heima kannski heldur heyra Islenzk lög? — Þau voru alltaf vel þegin. En vænzt þótti fólkinu um óperuarí- urnar. Þaö vildi sjá hvaö Stefán tslandi gat. „Hann kemst nú niöur,” sagöi þaö e.t.v. ,, en kemst hann þá upp aftur ” — Og ég laumaði alltaf Islenzkum lögum inn á söng- skrána, þegar ég hélt tónleika erlendis. Meöan ég var aö syngja þau, var ég komin heim til Islands, upp i sveit, noröur i Skagafjörð jafnvel. Og islenzku lögin fengu oftast góöar viðtökur. ,,Ég bið um ekkert annað en árangur” — Þú varst ástmögur þjóöarinnar. Þráði fólkiö svo mjög söng eftir tiltölulega litil kynni af tónlist og söng, eða hvað olli? — Ég veit ekki. En eg fékk betri menntun en flestir aörir söngvarar á minum tima. Það er ekki mér að þakka aö ég gat komiö fram sem sá sem kunni. Ég get þakkað guöi, og ég get llka þakkaö það mönnunum. Rikharö Thors framkvæmdastjóri kostaöi nám mitt án þess aö krefjast endurgjalds. „Ég biö ekkert um annaö en árangur”, sagöi hann Ég sá svo um þegar ég hélt tón- leika hér i Gamla biói, að stúkan fyrir miðju væri alltaf tekin frá fyrir Rikharð og hans fjöld- skyldu. Þegar ég hélt minn fyrsta konsert hér aö loknu námi 1933, söng ég eingöngu fyrir Rikharö Thors. Ég var ab sýna honum hvaö ég kynni og þakka fyrir mig. Hanp kom til min niöur I kjallara aö loknum söngnum og tók i hönd mina, fámáll aö vanda. „Þaö fór einsog mig grun.aöi,’ var næstum þaö eina sem hann sagöi. Þá þóttist ég viss um, aö mér heföi tekizt hérumbíl vel. Þetta var min „succés” og hún hundrað prósent. Ég bjó þá á Hótel Borg, og þaö segi ég satt, aö ég kom varla fótunum niður á götuna á leiöinni niöur eftir. Og á þessum oröum mannsins, Richards Thors, hef ég lifaö allt fram á þennan dag. Hvort hann hafði vit á söng eöa ekki, hef ég enga hug- mynd um. Þaö kemur mér ekki við. Og heföi einhver siöar sagt viö mig, aö ég gæti ekkert sungiö, þá heföi ég einungis svarað: Þin skoöun skiptir mig ekki máli, Rikharöi Thors finnst þetta gott. Þaö er svo gott aö veröa gamall ef maður hefur einhvers aö minn ast, sem er gott, eins og þessa manns, Ég er honum mjög þakk- látur. ■■WIIIMIIIIHIIIII Agnar Jónsson og Guölaug Guölaugsdóttir kona hans. MYRKUR I TUT Þ.M. SKRIFAR: I reisulegu húsi, sem Blindra- vinafélag Islands á viö Bjarkar- götu i Reykjavik, búa meðal annarra öldruð hjón, Agnar Jóns- son og Guölaug Guðlaugsdóttir. Þau eru bæði ættuö norðan af Ströndum, en hafa verið búsett i borginni rúmlega tuttugu ár. Þau hjón mega kallast jafnaldra, fædd 23. og 24. janúar 1889. Foreldrar Agnars voru Jón Pétursson og Guðrún ólafsdóttir. Hún var ættuð úr Húnaþingi I móðurkyn. Foreldrar Guðlaugar voru Guðlaugur Jónsson og Ingibjörg Jóhannsdóttir, Þau bjuggu lengi á Steinsstöðum i Noröurfirði. Agnar og Guölaug lifðu æsku sina alla i Arneshreppi og bjuggu þar saman i þrjátiu og fimm ár. Þar fæddust börnin þeirra þrjú, synirnir, Ingvar og Jón og dótt i rin Ag ú s t a . Bú settu þau hjón fyrst saman i Stóru-Avik. Þar bjó lengi Guð- mundur bróðir Agnars. Svo bjuggu þau ellefu ár á Steinstúni og fimm ár á Melum en eftir það átján ár á Hrauni, litlu afbýli skammt frá Stóru-Avik. Það býli byggði, á beru hrauni, Sigvaldi Jónsson, bróöir Valgeirs bónda i Norðurfirði. Ariö 1950 fluttust þau Guölaug og Agnar til Reykja- vikur. Þá var hann orðinn þvi nær blindur og börn þeirra öll bú- sett syöra. Þaö var þvi fárra annarra kosta völ, enda þótt brimgnýrinn viö bergfætur strandanna léti ennþá vel i eyrum og hressandi stroka norðansval- ans, drægi ögn úr dapurleika dökkvans. Þau hjón eru glöð og viðræöugóð og sýnast litið hafa mæðst af ellinni þau fjögur ár, sem liðin eru frá þvi aö ég heim- sótti þau siðast hingaö á Bjarka- gotuna. Sú eöliseigind Stranda- búans að bregöa sér litt viö mis- viðri tilverunnar, viröist vera þeirra aöall. Ójá. Þaö var nú enginn stórbú- skapur hjá okkur á Hrauni. Viö höfðum um 40 kindur, 1 — 2 kýr og eitt hross. En þetta bjargaðist. Þaö var oft vel að hafa frá sjónum, fiskurinn gekk grunnt upp undir Strandirnar, og á þeim tima var ekki verra að lifa i Ares- hreppi en öðrum stöðum, sem við höfðum spurnir af. Gjogur var fyrr á timum mikil veiðistöö og þaðan gengu mörg hákarlaskip. Sú útgerð var að mestu úr sögunni, þegar ég man, en yfir staðnum var þó ennþá ein- hver ljómi fornrar frægðar. Og alltaf var róið þaðan til fiskjar. Jakob Thorarensen átti jörðina og hann bjó i heimabænum. Þar gat hann tekið bátshöfn heim til sin og látið i té róöraraðstööu á haustin. Ég held t.d. að Guömundur bróðir minn hafi róið þaðan á Viking sinum áriö 1897. Þá voru sumar gömlu hákarla- búöirnar ennþá uppistandandi, eða höfðu verið endurbyggöar til ibúöar og héldu slnum gömlu nöfnum. Reykjanesbúð: 1 henni bjó Hjálmar, sonur Guömundar Pálssonar i Kjós. Kona hans hét Lilja. Fyrri maöur hennar, Magnús, fórst á Húnaflóa meö Þorsteini frá Kjörvogi. Nesbúð: (Kaldrananesbúð) Þar bjó maður, sem Pétur hét Guðmundsson. Hann var ein- hleypur, lipur i umgengni og sagt, aö oft væri hann i feröalögum Broddanesbúö: Þar bjó Pétur Jónsson. Hann var faðir Guð- bjargar konu Sörla Hjálmars- sonar. Þau hjón, Guöbjörg og Sörli eiga mörg mannvænleg börn, meðal þeirra bræöurna, Pétur og Kristmund, sem eiga og reka fyrirtækið Stálver hér i Reykjavik. Hellubúð: 1 henni bjó Samson Jónsson. Kona hans var Karitas Jónsdóttir, bráðvel gefin og ágæt kona. Þau hjón voru ákaflega fátæk en vildu þó ekki leita á náðir annarra. Samson trúði þvi, að þeim mundi leggjast eitthvað til þegar harðast svarf að, og tók þvi mjög fjarri að leita á náðir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.