Tíminn - 13.02.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.02.1972, Blaðsíða 9
TÍMINN 9 Sunnudagur 13. febrúar 1972 Skar meira hold en skegg. — Varstu fátækur? — Ég hef aldrei átt peninga, en ég hef aldrei verið fátækur, þvi ég hef alltaf átt mínar hugmyndir um hlutina. Sá sem. ekkert hug- myndaflug hefur, er fátækur. Ég borða þegar ég er svangur ann ars ekki, og hvort það er finn eða ódýr matur skiptir mig ékki máli. En ég neita þvi ekki, að fjármunir eru afl þeirra hluta, sem gera skal. — Varstu búinn að læra eitt- ' hvað að syngja áður én þú fórst til ítaliu? — Já, hjá Sigurði Birkis. siðar söngmálastjóra þjóðkirkjunnar. Ég kom til Reykjavikur 18 árá gamall og var hér i fiöeur ár Stundaði ymsa vinpu; vaf m.a. i vegavinnu upp við Lágafeil og rakarasveinn i Hótel Heklu húsinu. En ég var ekki góöur pieð hnifinn, skar meira hold en skegg og hætti náminu eftir eirin vetur. Þegar afráðið var, aö ég færi utan, með fiskflutningaskipi Kveldúlfanna, þótti rétt að koma mér i tima i itölsku, svo ég yrði ekki alveg mállaus þegár til Italiu kæmi. Ég fór til Friðriks Friðriks- sonar, þessa jöfurs islenzks ung dóms. Vindlakassarnir. i ibúð hans voru eins og heilt battari. Hann hafði miicið dáíæti á vindl- um, reykti þá mikið og drakk kaffi. En áfengi og ótukt kóm hann ekki nærri eins og allir vita. Hjá honum lærði ég. En þegar til Italíu kom reyndist ég hafa lært latinu og enginn skildi mig. Latinan kom mér þó að gagni, og þaö var furða hvað maður komst fljótt upp á aö bjarga sér. Aö lokum spurðu Italirnir hvaðan ég væri, hvort ég væri frá Toscana, hvort ég væri frá Napóli, þeir komu ekki fyrir sig mállýzkunni en þeir tóku mig ekki fyrir út- lending. Ég kveð þennan ljúfling þjóðar- innar að loknu spjalli. Harpa hans er þögnuð en vindurinn kveður kvöldljóð um hús hans. SJ. hreppsins. Hins vegar gátu hreppsnefndarmennirnir naum- ast varið þær gjörðir aö veita fólkinu sveitarstyrk, ef það var ó- fáanlegt að þiggja hann sem slikan. Þaö fór þó svo aö lokum, að Samson gerði það fyrir sérstök tilmæli þeirra Magnúsar á Selja- nesi og Jóns föður mins að segja sig til sveitar. Tók Magnús hann fyrst með tveim drengjunum, en svo fór hann til séra Eyjólfs i Arnesi, vinnumaður. Þá var Finnbogi Guðmundsson á Finnbogastöðum meö hákarla skipið Vonina og var Samson ráðinn til hans sjómaður. Um tima var hann á Dröngum, en frétti þá að úti i Avik stæði auður kofi. Þennan kofa falaöi hann til ibúðar og fluttist þangað. Ég held að i eðli Samsonar hafi verið mjög sterk sjálfsbjargar- hvöt og hann átt erfitt með að sætta sig við að vera öðrum háður. Hann lét það oft á sér skilja, að hann hefði verið neyddur til að segja sig til sveitar og það hefðu gert fyrirsvarsmenn hreppsins. 1 kofanum i Avik bjuggu þau hjón talsvert lengi og eignuöust þá litinn bát, svo Samson gat dálitið stundað sjó. Einum syni þeirra hjóna hafði verið komið til dválar inni i Tungusveit i Steingrimsfirði. Nú vildi Samson taka drenginn og láta hann fara til Jakobs Thorar- ensen á Gjögri, en hann vantaði þá vikapilt. Hvað Samson það maklegt, þvi að Thorarensen hefði reynzt þeim hjónum vel og aldrei látiö þau synjandi frá sér fara. Hann leggur svo upp á vetrar- degi inn i Steingrimsfjörö til aö sækja drenginn. Þeir lögðu svo af stað norður yfir Trékyllisheiöi að morgni dags i góðu veðri. A leiöinni gengur á stórhriöarbylur með fannkomu. Drengurinn þreytist og kemur að þvi að hann má ekki lengra komast. Samson tekur þá það til bragðs að grafa þá i skafl og láta þar fyrirberast. Þarna höfðust þeir við tvö dægur, en þá lézt drengurinn. Faðir hans hélzt þá ekki lengur við i skaflinum og fór út i hriðina, sem ennþá var ekki upp stytt, að freista þess að ná til bæja. Bónd- inn i Kjós, mætti honum svo þreyttum og illa til reyka, þegar hann að morgni dags var að koma frá gegningum. Samson var eftir þetta aldrei sami maður. Ójá. Það er margs að minnast frá fyrri timum. Lifsframvindan var talsvert ólik þvi sem nú er. Flestir þurftu meira á sig að leggja til þess að svara kröfum samtiðar sinnar, þrátt fyrir ein- falda og fábrotna lifshætti. Börnin tóku bátt i heimilisstörf- unum strax og þau voru til þess fær, jafnvel stundum fyrr, og þeim var falið aö koma i verk ýmsu þvi, sem nú mundi talin goðgá að ætla ungiingum. Ég man eftir þvi, þegar hann Jón Atli var drengur um ferm- ingu á Reykjanesi hjá honum Guðmundi frá Bæ, bróður sinum. Þá var hann einu sinni sendur norður að Eyri i Ingólfs firði. Jón hefur sennilega verið hlédrægur og ekki vanur bæjarölti, þvi hvergi kom hann við á leiðinni norður. A Eyri lauk hann erindi sinu og hélt svo sömu leið til baka. A leiðinni gerði hriöarfjúk og mikið dimmviðri, og þegar kom út i Reykjanes- hyrnu mun vindstaðan hafa verið óíjós eða breytileg, þvi að nú vissi hann ekki hvert hann fór eða hvar hann var staddur. Komið var fram á kvöld og þorði hann ekki að halda lengur áfram en grefur sig i skafl og lætur þar fyrirberast alla nóttina. Með honum var hundur og lét hann hann ýmist liggja á fótum sér eða vermdi hendurnar i feldi hans og gat þannig varið sig kali. Um morg- uninn þegar birti af degi og hann gat áttað sig, var hann staddur upp i Kjörvogsmúla. Drengur á þessum aldri, sem vakir næturlangt i myrkri og hrið, viltur úti á viðavangi enlætúrsér hvergi bregða, hlýtur að vera kiarkmikið þrekmenni. — Já, viö Komum hingað suður árið 1950. Þá var sjón min orðin mjög döpur, annað augað alveg blint og rökkur á hinu. Fyrstu átta árin áttum við heima hjá Ingvari syni okkar i Kópavogi og leið þar mjög vel. Hús Blindravinafélags islands við Bjarkargötu. Ég komst i Körfugerðina til Þorsteins Bjarnasonar og lærði þar að riða körfur og búa til bursta. Eftir það gat ég unnið dá- litið heima. A Bjarkagötunni höfum við verið i 14 ár og liðið blessunarlega vel. Við erum frjáls sem bezt verðurá kosið, og alltaf verið vel um okkur hugsað. Konan min er sjáandi, en henni hefur þó aldrei verið meinað að vera hjá mér hér á blindraheimilinu mér til aðstoð- ar og til þess að sinna dutlungum minum. Ég hef lengi unnið við blindraiðju i Ingólfsstrætinu. Þar er Alfreð Sæmundsson frá Kambi verkstjórinn. Nú siöustu tvö árin hef ég litiö sem ekkert unnið. Það er ekki skemmtilegt en ég sætti mig við það, það er við engan að sakast. Blessaö starfið bannar mér blindan, elli og þreyta. Lifi nú sem eftir er á annarra manna sveita. Vinnan hefur aldrei verið mitt böl. En nú hlýtur að vera búið að rannsaka það visindalega, að nútimafólk þoli ekki nema 40 stunda vinnuviku, þvi að nú er vist búið að lögfesta hana i land- inu. Hún Ingibjörg, móðir hennar Laugu, varð 102ára og fjóra mán- uði betur og hún varð að leggja á sig lengri vinnutima en mann- fólkið þolir nú. Þau Guðlaugur áttu nokkur ár heima á Eyri. Þá fór hún á sumrin gangandi á engjar út i Norðurfjörð, stóð þar við slátt eða rakstur allan daginn, gekk svo heim aftur og tók stund- um i leiðinni mó i poka úr Framhald á bls. 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.