Tíminn - 15.02.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.02.1972, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15 febrúar 1972 TÍMINN 3 Fundur um fiskeldi og fiskiræktarmál: stöðvarinnar, en illa gekk að fá rekstrarfé til starfseminnar. Stöðin i Lárósi er nú oröin 5 ára gömul, en það var fyrst i fyrra að hún fór, að skila einhverju magni af laxi. Snorri Hallgrimsson, prófessor, ræddi um fiskeldi sem hugsan- legan atvinnuveg, en Snorri vinnur nú að þvi, ásamt nokkrum öðrum aö byggja upp eldisstöð, sem á að geta skilað allt að 50 tonnum af seiðum árlega. Stofn- kostnaöur slikrar stöðvar er i kringum 20 milljónir. A eftir framsöguerindunum voru frjálsar umræður, og tók fyrstur til máls Halldór E. Sigurðsson landbúnaðar- ráðherra. Taldi ráöherra aö við værum á réttri leið i fiskiræktar- og fiskeldismálum og meö sama áframhaldi yrðu vötnin bráðlega full af fiski. Siöan tók til máls Steingrimur Hermannsson, alþm. og sagðist hann algjörlega vera á móti þeirri hugmynd, að veiði- árnar yrðu þjóðnýttar, hinsvegar sagðist hann vera fylgjandi þvi, að þjóðin ætti sameiginlega öll veiðivötn inni á öræfum. A eftir Steingrimi tóku til máls Arni Isaksson, Guðmundur Gunnarsson og Skúli Pálsson. Skúli deildi ákaflega hart á veiði- málastjóra og hélt þvi fram, að allt hefði gengið á afturfótunum i ræktunarmálunum i höndum hans. Þá sagði Skúli, að hann hygðist reisa nýja eldisstöð, sem myndi framleiða 1 milljón sjó- göngulaxa árlega, þessi stöö ætti að kosta 10-15 millj. kr. Fjárhagurinn hefur staðið fyrir þróuninni til þessa Tók sæti á Alþingi EB-Reykjavik. Alexander Stefánsson, 1. vara- þingmaöur Framsóknarflokksins i Vesturlandskjördæmi, tók á mánudag sæti á Alþingi i stað Asgeirs Bjarnasonar, 1. þing- manns kjördæmisins, sem verður frá þingstörfum um skeið vegna setu á Búnaöarþingi. Alexander hefur ekki átt sæti á Alþingi áður. (Loðnu-1 1 aflinn 1 [121 þús.j | lestir ] | Helmingur | aflans kom á ( ( land í síðustu ( I viku | Eldborg aflahæst m I með 4877 tonn 1 Myndin er af fundarmönnum á fiskirxktarfundinum. Tfmamynd Gunnar Enn rætt um kjaradeilu BSRB og ríkisvaldsins á Alþingi: Beiðni BSRB um framlengd- an frest, hefði átt að berast stjórninni fyrr, * — sagði Olafur Jóhannesson forsætisrdðherra EB-Reykjavik. Nær allur fundartimi neðri deildar I gær, fór i umræöur utan dagskrár um kjaradeilu BSRB við rikisvaldið, vegna fyrir- spurnar frá Gunnari Thoroddsen um það, hvcrs vegna rikisstjórnin hcfði ekki orðið við þeirri beiðni BSRB, að sett yrðu sérstök lög eða lögum breytt til þess að frekari frestur yröi gefinn, áður en máiinu yrði visað til Kjara- dóms. Halldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra, sagði, að þessi beiðni heföi ekki borizt rikis- stjórninni fyrr en kl. 10 árdegis þann sama dag, sem þetta mál þurfti að ganga til Kjaradóms. Aður hefði ekki veriö vikið að þvi, að slikt gæti komið til, enda hefði heldur ekki komiö fram i um- ræöum, eða samningaviðræöum neitt, sem benti til þess, að meiri likur væru fyrir þvi, að samn- ingar tækjust heldur en áður heföi veriö. Eins og fram hefði komið i yfirlýsingu rikisstjórnar- innar hefði þetta verið gert, ef ekki hefði verið um lagasetningu að ræöa. Jón Engilberts Ölafur Jóhannesson, forsætis- ráðh., sagði að hann teldi, að ef mikill áhugi hefði rikt meöal opinberra starfsmanna, á að fá frestinn framlengdan, hefði verið útlátalaust fyrir þá að setja fyrr fram ósk við rikisstjórnina um framlengdan frest, en raun heföi borið vitni. — Málið hafði verið til meðferðar hjá sáttasemjara i mánaðartima. Það hafði, af hálfu fyrirsvarsmanna opinberra starfsmanna, ekki verið óskað eftir tiðum fundum þar, svo að mér sé kunnugt um. Af rikis- stjórnarinnar hálfu hafði veriö sett fram tillaga þar og borin fram tíl sátta. Hefði veriö eðli- legra, að opinberir starfsmenn hefðu sett fram þessa ósk um frestun á þvi að máliö gengi til kjaradóms, a.m.k. svona þremur dögum áður en honum lauk, sagði forsætisráðherra. Hann sagöi ennfremur, að eitt hefði hann þegar i stað séð af undirskriftum þeim, sem for- svarsmenn BSRB hefðu afhent honum i siðustu viku, að þar heföu ekki eingöngu veriö rikis- starfsmenn, heldur fjölmargir borgarstarfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga. Minnti forsætis- ráðherra á, að þessir aðilar semdu ekki við rikið. Borgar- starfsmenn ættu að semja við borgarstjórn Reykjavikur. Ef mikill áhugi rikti i þeim her- búðum, ætti borgarstjórninni að vera i lófa lagið að brjóta isinn og semja viö starfsmenn sina og ganga að þeirra kröfum, ef þeir teldu slikt fært fyrir Reyk- javikurborg. Kom siðar fram i = Þó-Reykjavik. = M Samkvæmt skýrslu Fiski- M = félags Islands höfðu 55 skip = s fengiðeinhvern loðnuafla s.l. E = sunnudagskvöld og viku- = = aflinn nam 62.223 tonnum. M 1 Frá þvi að veiðar hófust hinn = = 21. janúar til 13. febrúar = M höfðu 121.397 tonn borizt á M g land, en þess má geta, aö i = = fyrra hófust veiðarnar ekki j| H fyrr en 17. febrúar og varð = = heildaraflinn þá um 180þús.|j E lestir. Afiahæsta skipið er nú = = Eldborg GK 13 með 4877 M E tonn. Hæstu löndunarstaðir = = eru Vestmannaeyjar með i| = 45.058 tonn, Reykjavik með = = 21.971 tonn og Akranes með = | 10.341 tonn. = 1 Tólf bátar hafa aflaö 3000 1 1 tonn eða meira og eru þeir = M þessir: Eldborg GK 4877 = = tonn, Grindvikingur GK 4544, = = Súlan EA 4411, Gisli Arni RE 1 = 4314, Jón Garðar GK 4185, = S Hilmir SU 4173, Loftur Bald- = = vinsson EA 3996, Isleifur VE = = 3872, Öskar Halldórsson RE = = 3774, Fifill GK 3622, örfirisey = = RE 3524 og Óskar Magnús- = = son AK 3204. = Íllllllllllllllllllllllllllillllilllllllllllllllllllllllllllllll umræðunum, hjá Lárusi Jóns- syni, að kjaramálum borgar- starfsmanna hefðu verið visað til Kjaradóms. I þessum umræðum var rætt um frestun þá er Alþingi sam- þykkti haustið 1970, þegar kjara- samningar stóðu yfir milli rikis- valdsins og BSRB. Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, sagði að málsatvik hefðu þá verið allt önnur en nú. 1 fyrsta lagi hefðu þá staðið yfir samn- ingar og orðnar meiri likur fyrir þvi, að þeir tækjust. Þar af leiðandi hefði þá aðeins verið um að ræöa, aö fresturinn heföi verið of stuttur. En eins og nú hefði staðið á, hefði hins vegar ekki verið um það að ræða, að neitt heföi komið fram, sem benti til sliks. Meðal þeirra, sem töluðu, var Lúðvik Jósefsson, sjávarútvegs- ráðherra og sagöi hann, aö enginn ágreiningur væri eða hefði verið innan rikisstjórnarinnar um þetta mál. Blaðamenn og útgefendur skrifuðu undir í morgun í gærmorgun látinn Jón Engilberts, listmálari, lézt á Borgarspftalanum að morgni laugardagsins 12. febr. Jón var mikilvirkur lista- maður, sem vann sér jóðan orð- stlr bæöi hér á landi og erlendis. Hann var búsettur I Danmörku um árabil, en hann bjó á Islandi frá 1940. Eftirlifandi kona Jóns er Tove Engilberts. KJ-Reykjavik. 1 gærmorgun, mánudagsmorg- un, klukkan hálf niu undirrituðu fulltrúar blaðamanna og útgef- anda nýjan kjarasamning, sem gilda á til 1. nóvember 1973. Samningurinn, sem undirritaöur var í gærmorgun áverður borinn upp á almennum félagsfundi I Blaðamannafélaginu I dag. Samninganefnd blaðamanna og útgefenda hafa alls haldið 17 samningafundi, og voru siðustu fundirnir haldnir hjá Torfa Hjartarsyni sáttasemjara. Lokaspretturinn i samningunum var um helgina, en þá hófst fundur klukkan tiu á laugardags- morguninn, og stóð til átta um kvöldið, og siöasti fundurinn hófst klukkan fimm á sunnudaginn og stóð stanzlaust fram til hálf niu i gærmorgun. Þó-Reykjavik. Framsóknarfélag Reykjavfkur hélt almennan fræöslufund I Súlnasal Hótel Sögu I fyrrakvöld, um Fiskeldi og fiskiræktarmál. Fundurinn var mjög fjölmennur, þrátt fyrir góða veðriö fjölmenntu stangveiðimenn á fundinn og meðal fundargesta var land- búnaðarráðherra, Halldór E. Sigurðsson. Frummælendur á fundinum voru þeir Þór Guðjóns- son, veiðimálastjóri, Jón Finns- son, formaður Landssambands stangveiðimanna, Jón Sveinsson I Lárósi og Snorri Hallgrimsson, prófessor. Veiðimálastjóri Þór Guðjóns- son, ræddi um Fiskeldi og reynsluna af Kollafjarð- arstöðinni. I ræðu Þórs kom m.a. fram, að i upphafi og alveg fram á þennan dag, hefur stöðin átt við mikil fjárhagsleg vanda- mál að striða og yfirleitt hefur starfsfólk við stöðina verið fátt og sérstaklega hefur verið þörf fyrir fleira sérhæft starfsfólk eins og t.d. fiskifræðinga. Þá sagði Þór, að illa hefði gengið að fá það fé, sem rafveitunum bæri að greiða fyrir afnot af fallvötnunum, en á næstunni er búizt við, að bót verði á þvi. Jón Finnsson ræddi um „Ahugamál sportveiðimanna” og kom hann m.a. inn á það, sem margir óttast, að með sama áframhaldi geti Islendingar ekki veitt i ánum vegna ásóknar út- lendinga með mikið fjármagn i árnar. Jón taldi þó, aö ef vel væri á málum haldið væri auðvelt að sporna við þvi. Þá minntist Jón lltillega á fiskiræktarsjóð, sem stofnaöur var árið 1970, sagði hann, að stangveiðimenn hefðu fyrst hreyft þessu máli 1954, en 15 ár liðu þangað til sjóðurinn var stofnaður. 1971 nam framlag i sjóöinn 1 milljón og fór það að mestu til eldri framkvæmda. A yfirstandandi ári er framlag til sjóðsins 2.2 milljónir, en af þeirri upphæö renna 1.2 millj. kr. til eldri framkvæmda. Þegar hafa 17 aðilar sótt um styrk úr fiski- ræktarsjóðnum. Jón Sveinsson sagði á skil- merkilegan hátt frá starfseminni i Lárósi, og þeim vanda er þeir Lárósfélagar áttu við að stríða, er þeir voru að hefja byggingu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.