Tíminn - 15.02.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.02.1972, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 15 febrúar 1972 TÍMINN 5 Betra að gleyma ekki gleraugunum Alf Walker skrifstofumaður i Newcastle gleymdi gleraugun- um sinum heima einn daginn, þegar hann lagði af stað i vinn- una. Þess vegna gat hann ekki lesið það, sem stóð skrifað utan á poka, sem hann hélt að ekki væri annað i en rusl. Hann greip pokann, og ætlaði að kasta honum niður i ruslabil, sem stóð og beið fyrir utan skrifstofu- bygginguna. Félagi Alfs gat komið i veg fyrir þetta á siðasta augnabliki, og sem betur fór, þar sem á pakkanum stóð, að fara ætti varlega með hann, i honum væri sprengja. Sprengjusérfræðingar voru fengnir til þess að taka pakkann og fara meö hann á afvikinn stað, þar sem sprengjan var sprengd. óhreint vatn í stað ben- síns. Lengi getur vont versnað sögðu menn i Knoxville i Tennesi i Bandarikjunum, nýlega, þegar bensinstöð i borginni tók upp á þvi að selja þeim óhreint vatn á 30 sent litrann i staðinn fyrir bensin. Lögreglan varð að koma til hjálpar, þvi allmargir bilar stöðvuðust, eftir að hafa fengið þessa nýju bensintegund á tanka sina. Talið var, að rign- ingarvatn hefði komizt i tanka stöðvarinnar, og orsakað þessi vandræði. ☆ - Einsog unglamb Niutiu ára ung (já! takið vel eftir, ekki gömul) er konan hér á myndinni, sem hoppar og leikur sér með barnabarni sinu henni Anitu, sem er bara 5 ára. Sú eldri, Agnes Scriven, er niræð, en maður er ekki degi eldri en manni sjálfum finns^ segir hún, og það mætti ætla, þegar litið er á þessa mynd. Anita stekkur og hoppar af þvi, að henni þykir það skemmtilegt, en Agnes gerir það til þess að halda sér i þjálfun, og verða ekki gömul fyrir aldur fram. Þær stöllur eru mestu mátar, og miklir og góðir leikfélagar, og svo er fólk að tala um aðskilnað kynslóðanna! Hér er hann að minnsta kosti ekki fyrir hendi. Karlmaðurinn, sem hér er i hárgreiðslu, heitir þvi merki- lega nafni Spartakus og er með- limur i pophljómsveitinni Osibisa, ef einhver skyldi kann- ast við nafnið. A hverjum degi lætur hann sérstaka hár- areiðslukoriu greiða sér eftir ák- veðnum reglum, og tekur at höfnin um 2 klukkustundir. Spartakus er um þessar mundir að skemmta i Evrópu, en engar fréttir hafa borizt af móttökum. Ef einhvern skyldi langa til að vita það, þá heitir svona hár- greiðsla Picanini. ftlliíiikiWs í Tíu ára og á toppinum Hún heitir Anita Hegerland og er norsk, en er nú efst á vin- sældalistanum yfir mest seldu plöturnar i Danmörku. A plöt- unni syngur hún „Schön ist es auf der Welt zu sein”. A siðasta ári seldust aðeins tvær plötur meira en plata Anitu hefur gert, skozka bitlahljómsveitin með Middle of the Röad og Lille Bo frá Hobro. Fimmtiu þúsund Danir hafa keypt plötuna með Anitu, en hún syngur reyndar ekki ein á þessari plötu, heldur er þýzka poppstjarnan Roy Black með henni. 1 býzkalandi hefur platan einnig verið á toppnum i heimalandi þessarar litlu sjörnu hefur platan enn ekki verið send á markaðinn, enda syngur Anita á plötunni, sem þar er efst á vinsælda-list anum, A siðasta vetri komst plata með Anitu á toppinn, og söng hún þá lagið Mitt Sommar- lov. Anita er hreint og beint tungumálaséni. Hún syngur jafnvel á norsku, sænsku og þýzku. Þegar hun kom til upp- tökunnar með Roy Black hafði hún aldrei séð textann, sem hún átti að syngja. Þegar hún svo kom til Sviþjóðar til þess að syngja þar inn á sænsku plötuna hafðu upptökuherbergið verið pantað til tveggja daga, en hún var búin að syngja inn á plötuna og allt var i lagi eftir þrjá tima. Sálfræðingur: —Ég fékk sjúkling, sem hélt, að hann hefði gleypt sima. Annar sálfræðingur: —Já, þetta er athyglisvert tilfelli, en það ætti að vera auðvelt að losa manninn við þessa imyndun. Sálfræðingurinn: —Já, en ég get ekki gert það fyrr en á morgun, þvi hann á von á áriðandi samtali. —Viljið þér ganga að eiga Mariu Lovisu? —Það er ekki ég, sem vil giftast, það er Maria Lovisa. —Þvi miður, herra minn. Ég er lika gestur hér. —Er ekki yndislegt, að við skul- um hafa sömu tómstundaiðju? A skilti i glugga veitingastofu stóð: Hér er töluð enska, þýzka, franska, italska og spánska. Gestur einn varð undrandi á þessu og spurði gengilbeinuna, hvort starfsliðið talaði virkilega öllum þessum tungum. —Guð, nei! svaraði stúlkan. Það eru gestirnir. Skotinn: — Mikið langar mig til að fá einhverntima tvo sykurmola með teinu minu, eins og mér finnst bezt. Þegar ég er heima, nota ég bara einn mola, en á veitingastöðum tek ég þrjá. DENNI DÆAAALAUSI — Það er aldeilis gott, að þú skulir vera komin. Hr. Wilson kann ekki að búa til kakó eða nokkuð annað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.