Tíminn - 15.02.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.02.1972, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15 febrúar 1972 TÍMINN 7 G. Þorsteins$on og Tóma» Kariwon. Au$lýs}n9asfióri:: :Stein-: Samkomulag um land- helgismálið Utanrikisnefnd hefur haldið marga fundi að undanförnu um landhelgismálið, en til hennar hafði verið visað tillögu Sjálfstæðismanna um landhelgi og verndun fiskistofna. Niðurstaðan hefur orðið sú, að nefndin hefur orðið sammála um að afgreiða tillögu rikisstjórnarinnar i breyttu formi. í upphafi hinnar nýju tillögu er áréttuð sú stefna íslendinga, að landgrunn ís- lands og hafsvæðið yfir þvi, sé hluti af islenzku yfirráðasvæði, og i framhaldi að þvi álykti Al- þingi eftirfarandi: Að fiskveiðilandhelgin verði stækkuð þannig, að hún verði 50 sjómilur frá grunnlinum allt i kringum landið, og komi stækkunin til fram- kvæmda eigi siðar en 1. september 1972. Að rikisstjórnum Bretlands og Vestur- Þýzkalands verði enn á ný gerð grein fyrir þvi, að vegna lifshagsmuna þjóðarinnar og vegna breyttra aðstæðna geti samningar þeir um landhelgismál, sem gerðir voru við þessi riki árið 1961, ekki lengur átt við, og séu Is- lendingar ekki bundnir af ákvæðum þeirra. Að haldið verði áfram samkomulagstil- raunum víð rikisstjónir Bretlands og Vestur- Þýzkalands um þau vandamál, sem skapast vegna útfærslunnar. Að unnið verði áfram i samráði við fiski- fræðinga að ströngu eftirliti með fiskistofnum við landið og settar eftir þvi, sem nauðsynlegt reynist, reglur um friðun þeirra og einstakra fiskimiða til þess að koma i veg fyrir ofveiði. Að haldið verði áfram samstarfi við aðrar þjóðir um nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma i veg fyrir mengun sjávar og rikis- stjórninni heimilað að lýsa einhliða yfir sér- stakri mengunarlögsögu á hafinu umhverfis Island. Telja má vist, að þessi tillaga utanrikis- nefndar verði samþykkt samhljóða á Alþingi, og er það tvimælalaust mikilvægt fyrir fram- gang málsins, að slik eining skuli nást. Fyrirmyndin Næstum alger stöðvun vofir nú yfir iðnaði Bretlands sökum þess, að rikisstjórnin vill ekki semja við námumenn, sem vinna við kola- námur rikisins, en þeir hafa nú átt i verkfalli i nær fimm vikur. Námumenn vinna erfiðari og áhættusamari störf en flestir aðrir, en til þess vill rikisstjórnin ekki taka tillit. Þessi afstaða er i fullu samræmi við þá stefnu stjórnarinnar að láta sig einu gilda, þótt atvinnuleysingjar i Bretlandi séu nú á aðra milljón. Hún er lika i samræmi við stefnu hennar i málum Norður-Irlands og Rhodesiu. Stjórnin fylgir þannig fast ihaldsstefnu frá fyrstu áratugum þessarar aldar. Það er þessi rikisstjórn, sem margir forystu- menn Sjálfstæðisflokksins telja nú mest til fyrirmyndar og fylgi bezt fram þeim hug- sjónum, er flokkur þeirra berst raunverulega fyrir. Þ.Þ. GISLI GUDMUNDSSON: GÖMUL RÆÐA Mig langar til að rifja upp fyrir ykkur gamla sögu langt utan úr löndum, sem mörg ykkar hafa sjálfsagt heyrt, en það spillir ekki að segja hana einu sinni enn. En sagan er eitthvað á þessa leið: Fjórir menn, sem allir voru aö vinna sama verkið, lýstu þvi, sem þeir voru að gera, aðspurðir, á þessa leið: Sá fyrsti sagði: ,,Ég er að höggva grjót.” Sá næsti sagði: ,,Ég er að vinna mér inn peninga.” Sá þriðji sagöi: ,,Ég er að vinna fyrir mér og fjölskyldu minni.” Sá fjórði sagði: ,,Ég er að byggja musteri.” Hvað voruð þið að gera i gær, sem hér hlýöið á mál mitt i dag og hvað haíiö þið og aðrir verlð að gera á þessu sumri? Kannske voruð þið i grjótinu eins og steinhöggvarinn i ævintýrinu? Eða að draga fisk úr sjónum? Eða hélduö um stýri á vagni eða vél? Eða við gæzlu og umsjá búpeningsins? Eða i búri og eldhúsi að til- reiða lifsviðurværið, sem er mannsins megin? Þau eru svo mörg hin daglegu störfin, i sveit og við sjó, úti og inni. En eitt er öllum nytsömum störf- um sameiginlegt: Að þau eru meira en þau sýnast vera á þeirristundu, sem þau eru unn- in. Þau eiga sér tilgang og markmið, ekki eitt, heldur mörg i timans rás. Þau skapa verðmæti, sem stundum eru mæld i peningum. Þau skapa lifsm öguleika. Þau skapa breytingu og framför. Sumir hafa mikla gleði af starfi sinu, aðrir litla, sumir kannske enga. Mikil hafmingja er i þvi fólgin að geta haft gleiði af starfi sinu. En einn sér i starf- inu það, sem annar sér ekki. Liklega hefur steinhöggvar- inn, sem lagði þá merkingu i starf sitt, aö hann væri að byggja musteri, verið hamingjusamari við verk sitt en sá, sem aðeins taldi sig vera að höggva grjót og sá ekki lengra fram. Við, sem erum uppi, lifum á öld mikilla framfara. Musterið er I smiðum, og allt starfandi fólk er þátttakandi i smiöinni, hver á sinn hátt. Musteri framtiðarinnar er i smiðum, musteri framtiðar- innar i þessu byggðarlagi, musteri framtiðarinnar á Is- landi. Það verk er vel á veg komið, og þó er meira eftir. Aðeins i draumum okkat sjáum við turnana risa. Nýju heimilin i sveitunum og við sjóinn, landbrotið, framræsluskurðirnir og hin stóru, góðu, grænu tún, ak- vegirnir, hafnamannvirkin, bifreiðarnar, vélarnar, skip fiskimannanna, fiskvinnslu- stöðvarnar, og hin stækkandi og batnandi bústofn bænd- anna, skólinn okkar, félags- heimilið, hin batnandi Ilfskjör, frá þvi sem þau voru á öldinni sem lleið, og hin batnandi lifs- kjör, frá þvi sem þau voru á öldinni sem leiö, og hin batn- andi uppeldisskilyrði barn- anna — allt er þetta hornstein- ar, veggir og súlur i þessu mikla musteri, sem er að rísa, musterinu, sem þið eruö að byggja, þið og allir íslending- ar i þessu landi. Gisli Guðmundsson. Þetta uppbyggingarstarf um land allt köllum við fram- sókn. Stjórnmalaflokkurinn, sem kennir sig við framsókn- ina, var stofnaður fyrir 45 ár- um til þess að styðja þessa framsókn, hlúa að henni og hafa — á þjóðlegum grundvelli — hina félagslegu forystu hennar I hverri byggð, og I landinu I heild, til þess að beita sér fyrir þvi, að sú fram- sókn sé ekki einungis miðuð við hag fárra útvaldra, eða lit- inn blett af landinu, heldur hag alls almennings og lands- byggðina I heild, til þess að sameina hina veiku, dreifðu krafta til félagslegra átaka, og gera þá sterka, til þcss að dreifa fjármagninu um landið, eins og viö dreifum gróöurmagninu á vorin um hina þurfandi jörð. Framsóknarfélagið, sem stendur fyrir samkomunni hér I dag, er hin sérstaka starfs- deild, innan landssamtak- anna, sem kenna við framsókn i landinu og hafa forystu um hana á sinu sviði, sviði stjórn- málanna, ýmist með beinum ákvörðunum eða með fortöl- um og hvatningu, eftir þvi, hver afstaða þess er. En þaö er harla mikilvægt fyrir alit, sem unnið er i þágu fram- sóknarinnar á öörum sviðum. Það hefir verið taliö, að ár- ferði á hverjum tima hér innanlands mótist einkum af veðráttunni, fiskigöngum i sjónum og heiisufari manna og mállcysingja. En I nútima þjóðfélagi ciga stjórnmálin — löggjöf og landstjórn — einnig þátt i þvi að móta árferðið á hverjum tima, og hann stund- um ekki minnstan. Land var hér fyrst numið fyrir nál. 1100 árum. En það landnám stöðvaðist, þegar byggð höfðu verið álika mörg eða nokkru færri býli en nú eru i sveitunum og áður en nokk- urs staðar risi hér bær eða þorp á ströndum landsins. Landnámið stóð i stað eða fór minnkandi i margar aldir. Loksins nú, á 19. og 20. öld, er annar áfangi landnámsins að hefjast. Vi erum enn land- námsþjóð, og okkur ver að haida áfram að vera það, ef viö viljum halda áfram að eiga landið allt. Og aþr sem hin skelfilega mannfækkun af hailærum og drepsóttum er nú úr sögunni, mun okkur á kom- andi tímum ekki skorta fólk til að halda áfram að nema þetta land. Þjóðinni fjölgar nú ört, jafn- vel meira hlutfallslega en mörgum öðrum þjóðum. Sú æska, sem nú vex upp I land- inu, er heilbrigö og hraust og fær menntun og tækni nútim- ans i sina þjónustu. Fyrir næstu aldamót verður þjóðin orðin helmingi fjölmennari en hún er nú. Aldamótaþjóöin— eða inestur hluti hennar — það verður þjóð, scm ekki hefir liðið skort, ekki kiknað af beinkröm eða baggaburði. En til þess að hún geti lifað og dafnaö, og hennar niðjar, þarf miklu meiri framleiðslu og miklu fleiri heimili, áfram- haldandi, þrotlaust landnám, fleiri býli, stærri þorp og bæi um lamdið allt. Það er hættu- legt, ef þar verður iát á, jafn- vel þótt um stundarsakir sé vegna óheppilegra stjórnar- stefnu eða af öðrum örsökum. Til þessa endurvakta land- náms mun að likindum ekki skorta fólk. En til þess að það lánist, þarf að efla starfsgleö- ina. landnámshugsjónina og félagshyggjuna, sem treystir bræðrabandið. Þá starfsgleiði. þá landnámshugsjón efluni við sjálf og treystum með þvi að gera okkur grein fyrir þvi, að við erum öll, hvert og eitt, i daglegu starfi að byggja upp musterið, sem á að risa, yfir aldir og óborna i þessu landi. Látum oss taka undir orð Vestfjarðarskáldsins góða, Guðmundar inga Kristjáns- sonar, er hann kvað fyrir 20 árum: „Eftir störfum og átökum ykkar biður lsland og vonar i dag, og i æskunnar heitustu hugsjón á hvert hérað sitt fram- tiðarlag. Hvort þið búið við sjó eða sveitum, þar á samvinnan hultverk sitt cnn. Hvaða stárf, hvaða veg sem þið veljið, vfða verkefnin, Framsóknar- menn.” Verkefnin biða okkar allra, tslendinga, og ekki sizt hér, á þeim landshluta, sem einkum cr til þess fallinn að hafa for- ystu um það, að þjóðin haldi á- fram að helga sér, meö byggð og starfi, sina jörð og sin mið. Já, verkefnin, þau eru vissu- lega til staðar, á hverju heimili og I hverri byggð, og hér uppi I óbyggðinni, þar sem Dettifoss hinn mikli biður þess, að sú stund renni upp, að honum verði leyft aö „bæta lands og lýðs vors kjör” og að hjálpa til að skapa jafnvægið. öll eigum við þetta land, og örlög þess eru sameiginleg ör- lög okkar allra og niöja okkar á ókomnum timum. (Á Þórshöfn 1961) ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.